Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 13
MORGt’N'BlADH) LAUGARDÁGUR 23. SEffyEMBER 1989 13 GISLAMAL eftir Valdimar K. Jónsson Gísli Jónsson, kennari við Mennt- askólann á Akureyri, skrifaði grein í Morgunblaðið, laugardaginn 16. september sl., vegna viðtals sem haft var við mig í Stöð 2, tveim dögum áður. Þess skal getið fyrst, að í sjón- varpsviðtali ræður sá sem spurður er ekki hvað fram kemur, og þetta viðtal hafði verið klippt töluvert niður. Þess vegna hafa Gísli og fleiri viðkvæmir norðanmenn e.t.v. misskilið orð mín. í orðum mínum er ekkert sem bendir til þess að ég sé að ráðast á störf manna við Háskólann á Akureyri eða skólann yfir höfuð. Hins vegar óttast ég að þótt ríkis- stjórnin sé búin að samþykkja að hafin skuli starfsemi sjávarútvegs- brautar við Háskólann á Akureyri frá og með næstu áramótum, muni hún ekki standa við fjárveitingu sem Háskólinn á Akureyri telur nauðsynlega til þess að námið rísi undir kröfum norðanmanna. Ef þessi ótti minn er á rökum reistur, þá hefði verið betra að fara hægar í sakirnar heldur en sitja uppi með rislágt nám, vegna ónógr- ar fjárveitingar. Það er það sem ég átti við með undirmálsnámi í við- talinu. Gísli hælir mér fyrir að vera „bú- inn að læra að reikna". A sama hátt get ég hælt Gísla Jónssyni (cand.mag. í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands 1953) fyrir að vera „búinn að læra að skrifa“. En það þykist ég muna að sömu reglur Valdimar K. Jónsson „í orðum mínum er ekkert sem bendir til þess að ég sé að ráðast á störf manna við Há- skólann á Akureyri eða skólann yfir höfuð.“ gilda þar og í stærðfræðinni, að niðurstöður ritverka fari mjög eftir hvaða forsendur höfundur gefur sér og þar skaust Gísla. Hann trúir á málstað sinn og hefur því skrifað af meira kappi en forsjá. Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar æskunnar Sinfóníuhljómsveit æskunnar Sinfóníu nr. 2 eftir A. Bruckner og heldur hljómsveitarnámskeið í er Paul Zukofsky aðalstjórnandi Hagaskóla um þessar mundir. hljómsveitarinnar nú sem endra- Þar koma saman 70 tónlistar- nær. Námskeiðinu lýkur með tón- nemendur -víðsvegar að af leikum í Háskólabíói, laugardaginn landinu og æfa saman í fullskip- 30. september kl. 14.00. aðri sinfoníuhljómsveit næstu Forsala aðgöngumiða er í Bóka- tvær vikurnar. verslun Sigfúsar Eymundssonar. Á námskeiðinu er verið að æfa Verð 800 kr. Háskólafyrirlestrar um frönsku byltinguna í TILEFNI af 200 ára afmæli frönsku stjórnarbyltingarinnar flytja tveir franskir sagnfræðing- ar, Bernard Manin og Pasquale Pasquino, opinbera fyrirlestra í boði heimspekideildar sunnudag- inn 24. september 1989 kl. 14.00 í stofu 101 í Odda. Fyrirlestur Manins fjallar um þróunina sem átti sér stað á bylting- artímanum frá frjálslyndisstefnu til ógnarstjórnar, en frá hendi hans er að koma út bók um það efni. Pasquino fjallar um í fyrirlestri sín- um hvernig byijað var að nota hug- takið „nation" á stjórnlagaþinginu franska. Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku. Manin og Pasquino koma hingað til lands á vegum menningardeildar franska sendiráðsins. Þeir em báðir nánir samstarfsmenn Francois Fur- et, en hann er nú talinn í fremstu röð sagnfræðinga sem rannsaka sögu frönsku stjórnarbyltingarinn- ar. Manin er háskólakennari í Par- ís, auk fræðistarfa sinna, en hann hefur aðallega ritað um sögu stjórn- málakenninga, einkum upphaf frjálslyndisstefnunnar á 18. öld. Pasquino er að semja bók um Siey- és ábóta og stjórnlagaþingið. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. (Fréttatilkyniiiiig) Gísla er mikið í mun að koma því að í grein sinni að ég sé norðan- stúdent og spyr mig hvort reynslan hafi kennt mér að stúdentar frá MA væru undirmálsmenn. Mitt svar er afdráttarlaust nei, en ég sé ekki beint samhengið í þessu hjá honum. Menntaskólinn á Ákureyri er fram- haldssklóli, sem brautskráir stúd- enta. Háskóli er fræðslu- og rann- sóknarstofnunun. Ég sé þess vegna ekki af hverju Gísli setur að jöfnu Menntaskólann á Akureyri og Há- skólann á Akureyri. Ef Háskólinn á Akureyri getur ekki komið upp rannsóknum á fræðasviðum sjávar- útvegsbrautar, þá verður háskóla- nám þar undirmálsnám. Þá er betra að senda nemendur þangað sem kröfurnar eru strangari frekar en lokka þá í nám sem kafnar undir nafni. Ég vona að. Gísli skilji að ég er ekki að segja þetta af einhveijum annarlegum ástæðum sem starfs- maður Háskóla íslands, heldur er mér efst í huga að Háskólinn á Akureyri takist það sem hann ætlar sér, en verði ekki kyrktur í fæðingu af skammsýnum loforðsmönnum. Vandi Háskólans á Akureyri er að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Betra er að fara hægt af stað eins og dæmin hans Gísla sýn um HÍ og MA og gera hlutina markvissari og komast þangað sem ætlað er. Að lokum vil ég taka undir orð Gísla að báðir háskólarnir eigi góð og gagnleg samskipti, jafnvel þótt menn séu ekki alltaf sammála um leiðir. Þessir tveir háskólar eiga að gefa hvor öðrum ákveðið aðhald með jákvæðri gagnrýni sem gerð er af umhyggju frekar en öfund. Höfundur er prófessor í véla verkfræði við Háskóla íslands. Samskipti foreldra og barna Námskeið hefst 26. september. Nokkur pláss laus. Upplýsingar og skráning í símum 621132 og 626632. HAUSTUTSALA r4) 15-50% afeJáttur Gólfteppi - gólfdúkur veggdúkar - veggíöður • Gólfteppi: Scanthor Berber gólfteppi, 100% nylon. Verð áður kr. 985,- Verð nú kr. 785,- 20% afsl. • Ambinteuppúiidippt 100%polyamide. Verð áður kr. 1.845,- Verð nú kr. 1.290,- 30% afsl. • Mini Scantex lykkjuteppi 100% polyamide í beige og gráu. Verð áður kr. 798,- Verð nú kr. 598,- 25% afsl. • Golfdúkan Heimilisdúkurparkett munstur. Verðáðurkr. 719,-Veiðnú 539,-25%afsl. • Veggdúkan Farkett Aqva veggdúkur. Verð áður kr. 920,- Verð nú 690,- 25% afsl. • Vejgfóðun Vingfreggfóður - Kinglislier - Vymura. Verð áður kr. 950,- Veið nú kr. 570,- 40% afsl. Bútar í öllum stærðum og gerðum 30-50% afsl. 15% afsl. af öllum strigaefnum. 10% al’sl. á málningu og verktæmni. (Aíitcc Grensásvegi 18, sími 82444. fa/iýtcc oá ifazfa, Opið laugard. kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.