Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 21 Alnæmisrannsóknir; Líkleg skýring fundin á ónæmisbrengluninni Talinn geta auðveldað leitina að bóluefni gegn sjúkdómnum Washington. Heuter. Bandarískir vísindamenn skýrðu frá því á fímmtudag, að líklega væri einn af leyndardómum alnæmisveirunnar sá, að hún fengi ónæmiskerfi líkamans til að „slökkva á sér“. Kváðust þeir vona, að þessi uppgötvun auðveldaði leitina að bóluefni við alnæmi. að framleiða mótefni áður en sýk- ing á sér stað. Bóluefni, sem ylli framleiðslu mótefnis, sem síðan tengdist GP-120-eggjahvítuefninu, gæti því beinlínis haft skaðleg áhrif. Sagði Hoffmann, að við gerð bóluefnis við alnæmi yrðu menn því að greina á milli skaðlegra og gagnlegra mótefna. ULTRA GLOSS Ekkert venjulegt bón, heldur glerhörð brynja sem endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. Útsölustaðin ESSO stöðvarnar. Við rannsóknir visindamann- anna, þeirra Michaels Hoffmanns og Roberts Mittlers, kom í ljós, að mótefnið, sem líkaminn framleiðir til að veijast alnæmisveirunni, tengdist eggjahvítuefninu GP-120 í veiruskelinni. Útkoman var efna- samband, sem við rannsóknir reyndist lama hvítu blóðkornin eða T-frumurnar, sem eru uppistaðan í vörnum ónæmniskerfisins. Sagði Hoffmann, að hingað til hefði eng- inn vitað hvers vegna ónæmiskerf- ið brysti í alnæmissjúklingum en líklega væri þetta ástæðan. „Þetta skýrir trúlega einnig, að ónæmiskerfið skuli ekki bregðast fyrr en eftir að líkaminn tekur að framleiða mótefni gegn veirunni," sagði Hoffmann. Þessi uppgötvun getur hugsan- lega haft úrslitaþýðingu fyrir gerð bóluefnis við alnæmi vegna þess, að bóluefnið kemur líkamanum til Neysla „klaka“ eykst á Hawaii: Amfetamín kem- ur í staði krakks Honolulu. Reuter. NÝ tegund fíkniefiiis hefur komið fram á sjónarsviðið og náð mik- illi útbreiðslu á Hawaii-eyjum og svo kann að fara að efnið nái útbreiðslu á meginlandi Banda- ríkjanna, að sögn lögregluyfir- valda. Fíkniefnið, sem kallast „klaki“ (ice), er amfetamínættar og er reykt í pípu eins og krakk. Klaki er ekki nýtt fíkniefni frek- ar en krakk heldur ný samsetn- ing á eldra efni, metamfetamíni, betur þekktu sem spítti. Klaka varð fyrst vart á Hawaii 1985 og þar er einn tíundi hluti út' grammi seldur á 50 dollara, um 3.000 kr. ísl., en það dugir neyt- andanum í eitt til tvö skipti. Það sem vekur mestan óhug er að vímu- ástand fíkniefnaneytanda sem reykt hefur klaka varir í um átta klukkustundir en krakkvíma varir innan við hálftíma. Klaki er jafn ávanabindandi og krakk og auka- verkanirnar eru svipaðar, það er að segja ofsóknarkennd, þunglynd- is- og krampaköst. „Verði hrun á kókaínmarkaðnum bendir margt til að klaki flæði inn í landið," segir Lowrey Leong, yfir- maður fíkniefnalögreglunnar á Honolulu. „Vandamálin verða enn erfiðari viðureignar því áhrifin end- ast lengur en af kókaíni og efnið veldur alvariegri sálrænum skaða,“ segir Leong. Klakaneyslu getur fylgt svefn- leysi í marga daga og þeir sem hafa ánetjast efninu eiga til að þjást af ákafri ofsóknarkennd og ofskynjunum. Lyfið hefur einnig valdið alvarlegum hjartsláttartrufl- unum sem leitt hafa til dauða. Þrír menn hafa látist af neyslu klaka frá 1985 á Hawaii og 25 önnur dauðsföll eru rakin til neyslu lyfs- ins, þar af tólf á þessu ári. Efninu er smyglað frá Suður- Kóreu og Filippseyjum til Hawaii en metamfetamín er einnig fram- leitt í Kaliforníu. & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRÍMSS0N & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR KORKQPLAST GÓLFFLÍSAR ^tfARMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL Vinsældir klaka hafa hingað til einskorðast við Hawaii-eyjar en lög- regluyfii-völd telja að þess verði ekki langt að bíða að neysla efnis- ins verði algeng víðar í Bandaríkj- unum. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. Klakamolar. K YN NIN G VEGGTENNIS ER IÞROTT FYRIR ALLA Veggtennis er frábær íþrótt fyrir alla þá sem vilja halda sér í formi, svo sem; skokkara, kylfinga, knattspyrnumenn, rallara, fjölskyldur, vinnufé- laga ofl. ofl. í glæsilegri aðstöðu hjá Squash-klúbbnum, Stórhöfða 17 (við Gullinbrú), verður kynning í dag á þessari stórskemmtilegu íþrótt. Ókeypis aðgangur að öllum sölum og félagar úr Squash-félagi fíeykjavíkur verða á staðnum til leiðsagnar. Komdu og kynntu þérskemmtilega og árangurs- ríka leið til að halda sérí formi. Taktu íþróttafötin með þér, við sjáum þér fyrir réttum áhöldum. Boðið verður upp á ókeypis kók og meðlæti á staðnum. Stórhöfða 17 (við Gullinbrú), sími 67 43 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.