Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.09.1989, Blaðsíða 33
. M,ORG,UNBLAÐIÐ. L4UGARDAGUK 23,- - SftPTEMBER 1?89- Minning: Ásgeir Þ. Sigurðs son frá Keflavík Fæddur 24. október 1923 Dáinn 19. september 1989 Stundum þegar maður staldrar við og lítur yfir farinn veg, koma upp minningar um þær stundir er manni eru kærastar. Nú þegar ég lít til baka og rifja upp þessar stundir kemur í hugann minningin um rólyndan mann og veitir mér lýsandi tilfinningu innra með mér. Afi Geiri var ekki aðeins afi minn, hann var vinur minn. Margar eru þær stundir er við eyddum saman og er ég þakklátur fyrir þær því þær gerðu mig að betri manni og af þeim dró ég lærdóm. Afi minn var iðinn maður, óþreytandi réttast sagt, hann undi sér ekki veljiema hann hefði eitthvað að sýsla. í raun og veru var hann sjómaður og hafði lengst af eitthvað með sjómennsku að gera þó hann ynni hjá Essó í um 40 ái'. Hann var ánægður með starf sitt þar og átti þar marga góða vini. Afi Geiri ólst upp á stóru heimili, alls voru þau átta systkinin. Allt var þetta harðduglegt fólk og stunduðu þeir bræðurnir sjó- mennsku frá unga aldri. Tvo bræð- ur sína missti hann í sjóinn í kring- um 1930, báða á besta aldri og var það mikill missir. Af þeim systkinum eru tvær syst- ur eftii'lifandi, þær Veiga og Gunna, megi góður Guð styrkja þær í sorg þeirra og missi. Rúmlega tvítugur varð afi þeirrar gæfu aðnjótandi _að kynnast ömmu minni Guðrúnu Armannsdóttur frá Neskaupstað, og giftust þau 1948. Árið 1954 fluttu þau til Keflavíkur ásamt foreldrum ömmu minnar og byggðu sér hús á tveim hæðum að Vallartúni 1, þar sem þau bjuggu saman í sátt og samlyndi. Ámma og afi eignuðust tvær dætur, þær Sigurbjörgu og Gunnhildi móður mína. Fyrstu árum ævi minnar- eyddi ég meira og minna hjá þeim í Vallartúninu og þaðan er margs að minnast og allt eru það fallegar og kærleiksríkar minningar. Afi minn var alltaf hress og aldr- ei man ég eftir honum í vondu skapi eða reiðum, þáð var einfaldlega ekki í honum. Alltaf var hann tilbú- inn að rétta hjálparhönd og var trúr og traustur í einu og öllu allt þar til yfir lauk, en umfram allt var hann góður maður og vildi öllum vel. Ég er þess fullviss að vel var á móti honum tekið því meistarinn sagði: „Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.“ Megi Drottinn Guð styrkja þá sem eftir lifa, þó sérstaklega ömmu Gunnu, Sibbu og mömmu. Minningin um afa mun ætíð ylja okkur um hjartarætur og honum gleymum við aldrei. Veri afi minn sæll og hafi hann þökk fyrir allt. Ásgeir Þórður Halldórsson Þegar við gamlir samstarfsmenn Ásgeirs Þ. Sigurðssonar kveðjum hann nú hinstu kveðju er okkur innanbijósts eins og samhentri skipshöfn, sem sér einn skipsfélaga hverfa í hafrótið. Sorg, söknuður og tómleiki nær tökum á okkur fyrst í stað, síðan rifjast upp ótal atvik frá löngu, ánægjulegu og far- sælu samstarfi. Ásgeir hóf starf hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkurflug- velli í ársbyijun 1948 og starfaði þar lengst af síðan og var hann því einn elsti starfsmaður á okkar vinnustað. Það er ótvh'æð sönnun þess að gagnkvæm vinátta og sam- hugur ríkti milli hans og annarra samstarfsmanna og yfirmanna. Enda var Ásgeir öllum þeim kostum búinn ei' stuðluðu að þeirri niður- stöðu. Hann var einstaklega prúður og háttvís — þægilegur í viðmóti svo af bar og í hvívetna hinn besti drengur. Honum féllu aldrei styggð- aryrði af vörum svo vitað sé. Iiann var einnig afburða góður starfs- maður — samviskusamur, velvit'kur og úrræðagóður. Fjölþættir hæfi- leikar hans komu oft að góðum notum þegar hann vann að úrlausn erfiðra verkefna. Það er gott að hafa átt ’sanileið og’samstarf við slíkan félaga í áratugi. Við kveðjum því vin okkar Ás- geir með kærri þökk fyrir langt og gott samstarf. Eiginkonu hans og fjölskyldu sendunt við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Gamlir samstarfsmenn hjá Olíufélaginu hf. Þegar leiðir skilja er ljúft og skylt að þakka samfylgdina, sérstaklega þegar maður hefur verið svo lán- samur að hafa notið samfylgdar á borð við þá sem tengdafaðir minn bauð uppá. Ásgeir Þórður lést eftir þriggja vikna legu á gjörgæsludeild Borg- arspítalans, af völdum heilablæð- inga. Hann var sonur hjónanna Sig- urðar Erlendssonar, f. 1879, d. 1945 og Ágústu Guðjónsdóttur, f. 1884, d. 1959. Systkini hans voru: Magnús, f. 1904, Guðjón, f. 1905, en þeir drukknuðu báðir á besta aldrj árin 1930 og 1932. Erlendur, f. 1907, d. 1970, Sigríður, f. 1910, d. 1987, Sólveig, f. 1913, Ólöf, f. 1918, d. 1984 ogGuðrún, f. 1921. 15. maí 1948 kvæntist Ásgeir eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð- rúnu Ármannsdóttúr frá Neskaup- stað. Þau byggðu sér hús að Vall- artúni 1, í félagi við tengdaforeldra hans, Ármann Bjarnason og Gunn- hildi Oddsdóttur, sem nú eru bæði látin. Það var mikil unun og lær- dómsríkt að verða vitni að þeirri natni og umhyggju sem hann sýndi þeim í sambýlinu á meðan þau lifðu. Þau Guðrún og Ásgeit' eignuðust tvær dætur, Gunnhildi, gift þeim sem þetta skrifar, og Sigurbjörg, gift Herði Helgasyni rafverktaka i Grindavík. Þó að í æðum Ásgeirs rynni sjó- mannsblóð, valdi hann að starfa við móttöku og afgreiðslu á flugvéla- eldsneyti hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkut'flugvelli, allt frá árinu 1948 og þar til yfir lauk að undan- skildum 3-4 árutn sem hann sótti sjóinn. Hver er sinnar gæfu smiður, það sannaði Ásgeir, því hann var ávallt lánsmaður í lífinu, get'ði gott úr öllu sem góður smiður gæfu og hamingju sem smitaði út frá sér. Að skrifa hrós éða um kosti Ás- geirs verður um leið fátæklegt. Hans aðalsmerki var alltaf hið góða í lífinu. í sorg ættingjanna er vissan um Rut Agústsdótt- ir - Minningarorð Fædd 13. september 1920 Datn 13. september 1989 Það er nú einu sinni svo, að dauð- inn kemur okkur yfirleitt að óvörum og við því óundit'búin þegar fregnin berst, þó svo að maður hafi búist við að baráttunni færi að ljúka. Ég hrökk því illa við, þegar sonardóttir Rutar hringdi og sagði: Hún atnma er dáin. Svona fót' þá þetta! Ég trúi því að lífið hafi sinn tiigang, hvort sem vegferðin, sem okkut' er ætluð er löng eða stutt, hvort við erum rík eða fátæk að veraldarauði, skiptir ekki máli. En ást á lífinu og tilverunni og náungans kærleik- ur er það sem máli skiptir ásamt virðingu fyrir sjálfum sér og öðru, sem í kringum okkur er. Við spytj- um því oft, hvers vegna fór þetta svona? Hvers vegna fór þessi en ekki hinn? Við fáum ekkert svar. Seinna finnum við væntanlega þau svör sem duga okkur. Er það ekki undat'leg ráðstöfun að hún Rut skyldi fæðast í þennan heim um miðjart dag þann 13. september 1920 og síðan kveðja um miðjan dag þann 13. september 1989? Sífellt er höggvið skarð í hóp vina og vandamanna og við fylgjumst með ráðþrota, með kökk í hálsi og finnum hversu skelfilega smá og lítilmagna við erum þegar á reynir. Rut fæddist í Sjólyst í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hennar voru Pálína Eiríksdóttir og Ágúst Jónsson. Bæði voru þau hjón Rangæingar en settust að í Eyjum eins og svo margir í þá daga. Þau hjón byggðu síðan húsið Varmahlíð við Miðstræti. Þar ólu þau upp barnahópinn sinn við leik og störf eins og gengur, Rut var elst sinna systkina, sem urðu alls 9 en nú eru aðeins 4 eftirlifandi. Ég býst við, að það hafi ekki erið mikill veraldar- auður á heimilinu í þá daga, en því meiri hjartagæska oggóðvild í garð náungans. Rut var góð og vönduð kona í þess orðs bestu merkingu. Hún gekk hæglát og prúð gegnum lífið og hugsaði vel urn fjölskyldu sína og heimili. Rut giftist þann 28. desember 1940, Óskari Ólafssyni frá Garðstöðum, dugnaðar skip- stjóra og aflamanni til margra ára. Óskar lést þann 24. janúar 1983. Óskar var vinsæll maður og dreng- ur góður. Þau hjón reistu sér fljót- lega húsið í Sólhlíð 5, Vestmanna- eyjum, þar sem þau bjuggu í far- sælu hjónabandi alla tíð síðan, ef undan er skilið gosárið. Óskar og Rut eignuðust 4 börn, en þau eru: Ágúst, kvæntur Oddfríði Guðjóns- dóttur, Ólöf, gift Haraldi Gíslasyni, Edda, gift Sigurði Jónssyni og Ey- gló, gift Ragnari Lárussyni. Barna- börnin eru 11 og barnabörnin 5. Rut var kærleiksrík og góð móðir börnum sínum og elskuleg ainnta. Óskar og Rut áttu bæði ástríki og góðvild að miðla öðrum, sem á þurftu að halda, og önnuðust þau meðal annars börn um lengri eða skemmt'i tíma ásamt annarri greið- vikni sem ekki var höfð í hámælum. Viss er ég um, að Rut hefur skilað sínu hlutverki í lífinu með sóma, sjálfri sér og öðrum til blessunar. Þegar ég kvaddi svilkonu mína í Reykjavík þann 18. ágúst sl., þar sem hún var á förum til London, til að gangast undir skurðaðgerð, þá læddist að mér illur grunur. En Rut var róleg og hughraust eins og hennar var venja á hvetju sem gekk. Ég hugga mig við að dauðinn er ekki alltaf það versta þótt hann sé oftast ákaflega sár, okkur sem eftii' lifum. Viðkvæmnin sarnt í víli sár, veldur, að brennheit sorgartár sólbjartan hintin hylja. (Steingrímur Thorsteinsson) Anna Þorsteinsdóttir að Ásgeir fær góðar móttökur í landi ljóss og friðar, og með minn- inguna um hann huggun í harmi. Um ieið og ég þakka tengdaföður mínum fyt'ir samfylgdina og allt, bið ég Guð að blessa tengdamóður rnína svo og aðra nánustu ættingja í sorginni. Halldór Vilhjálmsson Þriðjudaginn 19. september sl. lést á Borgarspítalanum í Reykjavík, kæt' og góður vinur okk- ar hjóna, Ásgeir Sigurðsson úr Keflavík. Með söknuði og trega sendunt við liinstu kveðju og einlægar óskir til eftirlifandi eiginkonu, Guðrúnar Ármannsdóttur, dætra, tengda- barna og barnabarna, um að Guð gefi þeirn styrk, trú og von. Með fráfalli Geira, eins og hann var kallaður í hópi fjölskyldu og vina, er höggvið stórt skarð. Hér mun ekki rakinn æviferill Ásgeirs Sigurðssonar, heldur viljum við þakka samfylgdina í blíðu og stríðu í rúm 40 ár. Kynni okkat' við Geira og Gunnu hófust seint á fimmta áratugnum. Það hefur verið okkar hamingja að hafa bundist þeim góðu hjónum ótjúfanlegum vinarböndum og á samband okkar liefur aldrei borið skugga. Sam- stilltari hjón eru vandfundin, enda staðreynd að í daglegu tali var sjaldnast talað um þau hvort í sínu lagi, heldut' jafnan sem eitt. Þau voru tvíeinuð; samstiga í anda og efni. Mat'gar ljúfar minningar renna um hugann á stundum sem þessum. .Ófáar heimsóknirnar í Valiartúnið í Keflavík rifjast upp, þar sem mót- tökur voru ætíð hlýjar og einlægar, hvort heldur litið var inn um stund- arsakir eða gist næturiangt. Og ekki hafa það aðeins vet'ið við hjón- in sem notið höfum igestrisniogljúf- mennsku þeirra í Vallartúninu, heldur einnig börn okkar og barna- börn. Við hugsum líka til ánægjulegra samverustunda á ferðalögum um landið fyrr og síðar og ekki síst til margra ögleymanlegra daga í sum- arbústað þeirra ltjóna við Þingvalla- vatn, hin síðustu misseri. Já, minningarbrotin eru að sönnu mörg sem bregður fyrir og munu geymast í hugskotinu. Á gleði- stundum jafnt hinum þegar alvara lífsins drap á dyr var Geiri hinn æðrulausi, jafnlyndi og trausti vin- ur. Hæglátur í öllu fasi, en frá hon- um streymdi hlýleikinn og jafnan var stutt í brosið og kátínuna, ef svo bar undir. Geiri var orðvar og tranaði sér og sínum ekki fram. En sannleikurinn er sá að rnenn eins og Ásgeir Sigurðsson þurfa ekki að hafa mörg orð um hlutina eða hrópa á torgum. Frá þeim stafar innri hlýja og útgeislun. Þeir þurfa ekki að liafa hátt. Þeir einfaldlega eru þeir sjálfir. Fólk verður óhjákvæmilega betra af kynnum við mann á borð við Ásgeir Sigut'ðsson. Lífið hefur ekki verið auðvelt í Vallartúninu hin síðustu misseri. Fyt'ir hálfu öðru ári kvaddi ástsæl tengdamóðir Geira, Gunnhildur Oddsdóttir, sem um langt árabil hafði þá búið í hamingjuríku sam- býli við dóttur sína og tengdason. Hennar maður var Ármann Bjarna- son, látinn fyrir allmörgum árum. í allt sumat' hefur dóttursonur þeirra Geira og Gunnu, Helgi Ein- ar, barist við erfiðan sjúkdóm, sem leiddi til þess að skipta varð um í honum lijarta. Bjartsýnin og vonin í allri fjölskyldunni og kraftur unga drengsins hefur leitt til þess að hann er á örum batavegi. En ein- mitt þegat' svo vel hot'fir hjá hinum duglega unga dóttursyni, kom kall- ið sem enginn getur umflúið og Geiri var kvaddur til leiks og starfa á annarri ströndu. Kæra Gunna. Mikið er á þig lagt og sorgin er sár. En það veistu að ekki stendur þú ein. Fjölskylda og vinir eru annars vegar og sá sem allt græðir ntun ekki gleyma. Þótt myrkrið virðist algert í augnablik- inu, þá eru birtugjafar lífsins ekki endanlega á braut. Það vorar að vetri loknum. Minningarnat' munu ylja, tærar og hreinar, um góðan mann og kæran. Þær munu hjálpa og kraftinn gefa í lífinu framundan. Elsku Gunna, Gunnhildur, Sigur- björg, tengdasynir og barnabörn. Megið þið öðlast þann styrk sem öllu er yfirsterkara; trú og von á lífið sjáift, kærleikann í mönnum eins og honum Geira. Hafi Geiri þökk fyrir allt og allt, Lilla og Kalli Til greinahöfiinda Aldrei hefur meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú og því eru það eindregin tilmæli rit- stjóra blaðsins til þeirra, sem óska birtingai' á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt er, að greinar verði að jafnaði ekki lengri en 2-3 blöð að stærð A4 í aðra hvetja línu. Þeir, sem óska birtingar á iengri greinum, verða beðnir um að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir búizt við verulegum töfum á birt- ingu. Minningar- og afinælisgreinar Af sömu ástæðum eru það ein- dregin tilmæli ritstjóra Morgun- blaðsins til þeirra, sem rita minn- ingar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifað- ar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfðar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fintm dáikum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. Ræður Töluvert er um það, að Morgun- blaðið sé beðið um að birta ræð- ur, sem haldnar eru á fundum, ráðstefnum eða öðrum manna- mótum. Morgunblaðið mun ekki geta oi'ðið við slíkum óskum nerna í undantekningartilvikum. Ritstj. 1 Itargmip] " Góócm daginn! co c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.