Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 48
juglýsinga- síminn er 2 24 80 i0ri0nmMa<j»ííft ^skriftar- síminn er 830 33 LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Heimsókn forseta íslands til Portú- gal frestað um sinn ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta opinherri heimsókn forseta ís- lands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Portúgal, en fyrirhugað var að heimsóknin stæði 18.—21. apríl. Ástæður frestunarinnar eru kosn- ingar hérlendis 23. apríl, en í Portúgal verður einnig kosið í vor, nánar tiltekið 25. apríl. Ekki hefur verið ákveðið hvenær forseti ís- lands fer í opinbera heimsókn til Portúgal, en það gæti orðið síðar á þessu ári. Eins og áður hefur verið greint frá verður forseti íslands í opinberri heimsókn í Frakklandi 12.—15. aprfl nk. Beitingarmenn: Verkfalli frestað vegna galla á boðun ÁÐUR boðuðu verkfalli beitinga- manna í Sandgerði hefur nú verið frestaö. Átti verkfallið að hefjast á miðnætti aðfaranætur síðast liðins forstudags, en vegna formgalla á boðun þess var það dregið til baka Utankjörstaða- atkvæðagreiðsla hefst í dag Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fyrir komandi alþingiskosningar hefst í dag, laugardag, en í Reykjavík er kosið í Miðbæjarskólanum, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Óskari Friðrikssyni í gær. Kjörstaðurinn verður opinn virka daga frá klukkan 10.00 til 12.00, einnig frá klukkan 14.00 til 18.00 og frá klukkan 20.00 til 22.00. Á sunnudögum verður opið frá klukkan 14.00 til 18.00. Þetta á einnig við um aðra helgidaga fram að kosningum, skírdag, annan í páskum og sumardaginn fyrsta. Þess ber að geta að í dag, laug- ardag, verður utankjörstaðaskrif- stofan opin frá klukkan 14.00 til 18.00 og næsta laugardag verður opið á sama tíma. Erlendis verður kosið í öllum sendiráðum íslands jafn lengi og utankjörstaðaatkvæðagreiðslan fer fram hér á landi, þ.e. frá 26. mars til 23. apríl, og einnig verður kosið á nokkrum ræðismannsskrifstof- um, en atkvæðagreiðsla þar stend- ur yfirleitt aðeins í nokkra daga. Hins vegar ber þess að geta að þeir sem greiða atkvæði erlendis, verða sjálfir að koma atkvæðaseðlunum hingað tii lands. og boðað að nýju 3. aprfl. Hjá sáttasemjara ríkisins feng- ust þær upplýsingar að sáttfundur með deiluaðilum, beitingamönnum og Útvegsmannafélagi Suðurnesja, hefði verið í gærmorgun, en enginn árangur hefði náðst og annar fund- ur hefði ekki verið boðaður. Deilan stendur aðallega milli þeirra beit- ingamanna, sem vinna í ákvæðis- vinnu, og útvegsmanna og vilja ákvæðisvinnumenn fá kauptrygg- ingu þegar ekki er róið og þar af leiðandi ekki beitt. Hugad að trollinu Það er að mörgu sem huga þarf á vetrarvertíð eins og þessi mynd Rax sýnir, en hún var tekin í Grindavík í gær. Vertíðin hefur gengið treglega það sem af er og á sumum bátanna vantar nærri 40% upp á að sami afli og í fyrra hafl náðst nú. Húsnæðismálastofnun og Byggingasjóður verkamanna: 120 milljónir vantar upp í skuldbindingar þessa árs í framkvæmdaáætlun Húsnæðismálastofunar frá þessari viku kemur fram, að um 60 milljónir króna vantar upp á að hægt verði að standa við væntanlegar skuldbindingar stofnunarinnar. Miðast áætlunin við að svipaður fjöldi íbúða verði byggður á þessu ári og tvö síðustu ár. Sömu upphæð vantar upp á að byggingasjóður verkamanna geti staðið við skuldbindingar sínar vegna byggingar verkamannabústaða. Aðalástæða þessa er ofreiknuð lántaka þessara sjóða frá lífeyrissjóðum í lánsfjár- áætlun. Að sögn Gunnars S. Björnsson- ar, framkvæmdastjóra Meistara- sambands byggingarmanna, sem sæti á í húsnæðismálastjórn, eru nánast öll mál stofunarinnar í hers höndum vegna þess, að sjóð- urinn hefur frá því um áramót verið rekinn á lánum frá Seðla- bankanum þannig að yfirdráttur sjóðsins hefur verið á bilinu 50 til 100 milljónir á undanförnum mánuðum. „Áætlað er að útlán bygginga- sjóðs ríkisins nemi 605 millónum króna á þessu ári. Þegar láns- fjáráætlun var gerð, var reiknað með því að byggingasjóður ríkis- ins tæki 321 milljón að láni frá Engin „páskalömb“ á markaðinn í ár ENGIN páskalömb verða á markaönum í ár eins og verið hefur undanfar- in ár. Hins vegar er það vilji manna að í framtíðinni verði nýtt lambakjöt á boðstólum fyrir jól og páska, en það mál þarf að undirbúa betur. Að sögn Jóns Ragnars Björnssonar hjá markaðsnefnd landbúnaðarins eru fjögur ár liðin síðan „páskalömb" voru fyrst sett á markað. Fyrst í stað var þessi framleiðsla sett í gang með útflutning í huga, en síðustu tvö ár hafa þau einnig verið á boðstólum innanlands. Ekki hef- ur verið um mikið magn að ræða. Lömbin hafa verið um 100 daga gömul þegar þeim hefur verið slátrað fyrir páska. Jón Ragnar sagði, að þessi framleiðsla hefði verið í tilraunaskyni. Þetta hefði haft talsverða fyrirhöfn í för með sér fyrir bændur og einnig aukinn kostnað. Þá hefðu lömbin verið misstór þegar þeim hefur verið slátrað. Eigi að síður hefði nú verið sýnt fram á að þetta væri hægt, en í ár hefðu bændur ekki séð sér hag í því að láta ær bera um áramót með slátrun fyrir páska í huga. Vigfús'Tómasson hjá Sláturfé- lagi Suðurlands sagði að bændur í Holtum hefðu sent kjöt af 2—300 nýslátruðum lömbum á markað fyrir jól. Hins vegar hefðu menn ekki fengist til að ala „páskalömb" að þessu sinni. „Við viljum gjarnan geta boðið upp á nýtt lambakjöt fyrir jól og páska og ég hef trú á að svo verði í framtíðinni, en það verður að undirbúa sérstaklega og betur en gert hefur verið," sagði Vigfús Tómasson. lífeyrissjóðunum og er það um 80% aukning frá því, sem áætlað var í lánsfjáráætlun á síðasta ári. Þá var reiknað með því, að bygg- ingasjóður fengi 187 milljónir frá lífeyrissjóðunum, en hann fékk einungis 128 milljónir. Við, sem nú sitjum í stjórn Húsnæðismála- stofnunar, teljum það gjörsam- lega óraunhæft að áætla, að 321 milljón fáist á þennan hátt. Því hefur þessi tala verið skorin niður í 220 milljónir í áætlun stjórnar- innar. Út frá þeirri tölu er gengið í áætluninni og því er útkoman neikvæð um 60 milljónir. Áætluð tekjuöflun sjóðsins á þessu ári nemur alls 777 milljónum miðað við 220 milljónir frá lífeyrissjóð- unum, en útstreymi er áætlað 837 milljónir. Af því eru 605 milljónir áætlaðar í lánveitingar, 285 millj- ónir til nýbygginga og seinni hluta lána og 162 milljónir til eldri íbúða, sem eru stærstu þættirnir. Hvað varðar verkamannabústaði er einnig gert ráð fyrir of miklum peningum frá lífeyrissjóðunum og í áætlun Húsnæðismálastofnunar vantar einnig 60 milljónir upp á, að þar hægt verði að standa við áætlaðar skuldbindingar, þó sé ekki gert ráð fyrir í þeim áætlun- um, að hægt sé að fullnægja nærri öllum þeim óskum, sem fram hafa komið frá sveitarfélögum um byggingu verkamannabústaða," sagði Gunnar. Verðbólgu- hraðinn er 100,3% SEÐLABANKI íslands hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir aprílmánuð og er hún 569 stig. Hún hefur því hækkað um 5,96% frá marzmánuði, þegar hún var 537 stig. Á síðustu tólf mánuðum hef- ur lánskjaravísitala hækkað um tæplega 70%, eða úr 335 stigum í 569 stig. Verðbóiguhraðinn miðaður við framreikning lánskjara- vísitölu næstu tólf mánuði er nú 100,3%. Bráðabirgðalögin sett eftir helgi BRÁÐABIRGÐALÖGIN sem boðað var fyrr í vikunni að sett yrðu fyrir þessa helgi bíða komu fjármálaráð- herra, Ragnars Arnalds, frá útlönd- um. Reiknað var með að Ragnar kæmi heim á flmmtudag, en komu hans í ráðuneytið seinkar fram yflr helgi. Reiknað er með að bráðabirgða- lögin sem setja á vegna lánaveit- inga til fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskvinnslu sjái dagsins ljós á fyrstu dögum í næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.