Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Vésteinn Bjarnason Akranesi Fæddur 4. maí 1913 Dáinn 17. mars 1983 Vésteinn Bjarnason var fæddur 4. maí 1913 að Kirkjubóli í Dýra- firði. Foreldrar hans voru hjónin Guðmunda Guðmundsdóttir og Bjarni M. Guðmundsson sem bjuggu að Kirkjubóli allan sinn búskap. Vésteinn ólst upp á heim- ili foreldra sinna. Stundaði nám við Héraðsskólann að Núpi í Dýra- firði og síðan við Verslunarskóla íslands og lauk þanað prófi 1938. Stundaði ýmis störf samhliða námi, m.a. á búi foreldra sinna og tvö sumur var hann á vélbátnum Val frá Akranesi við síldveiðar fyrir Norðurlandi. Haustið 1940 réðst Vésteinn sem verslunarstjóri við Friðjóns- búð í Ytri-Njarðvík og gegndi hann því starfi til ársins 1947, en þá réð ég hann sem skrifstofu- stjóra við fyrirtæki mín og Þórar- ins bróður míns í Ytri-Njarðvík. Vésteinn gekk að eiga Rósu Guðmundsdóttur hinn 1. júní 1941 og stofnuðu þau þá þegar heimili í Ytri-Njarðvík. Rósa er dóttir hjónanna Jóns Gíslasonar og Margrétar Brynjólfsdóttur, sem ættuð voru frá Eyrarbakka. Rósa missti móður sína kornung og var þá tekin til fósturs af hjónunum Sigríði Guðmundsdóttur og Guð- mundi Kristjánssyni, skipstjóra og síðar skipamiðlara, en þau voru bæði Dýrfirðingar. Gengu þau Rósu í foreldrastað og ferðu hana að kjördóttur sinni. Rósa lauk prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1935 og dvaldist síðan um tveggja ára skeið í Danmörku og stundaði m.a. nám við Húsmæðra- skólann í Sórey á Sjálandi. Einnig stundaði hún nám í píanóleik í Danmörku. Vésteinn og Rósa eignuðust 11 börn. Eitt dó í frumbernsku, en hin 10 eru öll á lífi, en þau eru: Guðmundur, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Akraness. Maki: Málhildur Traustadóttir, bankafulltrúi. - Minning Vésteinn, bóndi að Hofstaðaseli í Skagafirði. Maki: Elínborg Bessadóttir, húsfreyja. Grétar, rafeindavirki við Lór- ansstöðina á Keflavíkurflugvelli. Maki: Gyða Ólafsdóttir, húsfreyja og eru þau búsett í Hafnarfirði. Sigurður, húsasmiður hjá ís- lenska Járnblendifélaginu hf. að Grundartanga. Maki: Hafdís Karvelsdóttir, sjúkraliði. Bjarni, byggingarfræðingur hjá Verkfræði- og teiknistofunni hf. á Akranesi. Maki: Steinunn Sigurð- aróttir, bæjarfulltrúi og hjúkrun- arforstjóri við Sjúkrahús Akra- ness. Viðar, skrifstofustjóri hjá Skallagrími hf. Maki: Guðrún Vík- ingsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Auður, listvefnaðarkona. Maki: Sveinn Baldursson, vélstjóri. Þau eru nú búsett að Reykjahlíð í Suður-Þingeyjarsýslu. Anna Margrét, sjúkraliði. Maki: Eiríkur Karlsson, húsasmiður. Guðbjörg, fóstra. Maki: Svein- björn Markús Njálsson, kennari. Þau eru búsett að Hólum í Hjalta- dal. Árni Þór, háskólanemi. Unn- usta: Ingibjörg Rögnvaldsdóttir nemi í bókasafnsfræðum. Barnabörn Vésteins og Rósu eru nú orðin 24 talsins. Vésteinn og Rósa áttu heima í Ytri-Njarðvík til ársins 1953 er þau fluttust til Akraness. í Njarð- vík tók Vésteinn þátt í ýmsum fé- lagsstörfum. M.a. var hann um skeið í stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur og árið 1950 var hann kjörinn í hreppsnefnd Njarðvík- urhrepps. Fyrstu 10 árin á Akranesi starf- aði Véstein við verslunar- og skrifstofustörf hjá Fiskver hf., en árið 1963 var hann ráðinn bæj- argjaldkeri hjá Akranesbæ og starfaði þar uns hann lét af störf- um árið 1980. t Systir okkar, MARÍA HELGADÓTTIR KNOOP, rœðismaður, Santiago, Chilo, andaðist aö heimili sínu 24. mars. Sigríöur Helgadóttir, Rannveig Helgadóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GÍSLI SIGUROSSON, Garðaflöt 37, lést fimmtudaginn 24. mars í Landspítalanum. Margrét Jakobsdóttir, Steinunn Gísladóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Páll Gíslason, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR fré (safirði, Víkurbraut 11, Grindavík, veröur jarösungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 26. mars ki. 14.00. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, Lúðvík P. Jóelsson, Sveinbjörg V. Lúövíksdóttir, Jóel Brynjar Lúövfksson, Guðrún Lúövíksdóttir. Systkini Vésteins voru: Jón, sem lést árið 1928, 22 ára að aldri, Margrét húsfreyja á Akranesi, Aðalbjörg húsfreyja á Akranesi, Ásdís húsfreyja að Kirkjubóli í Dýrafirði og Knútur bóndi að Kirkjubóli í Dýrafirði. Móðir Vésteins, Guðmunda Guðmunds- dóttir og Guðmundur Guðmunds- son sparisjóðsstjóri í Keflavík voru systkini. Þegar Vésteinn var ráðinn skrifstofustjóri við fyrirtæki okkar hlóðust á hann mikil störf, þar sem ég var oddviti Njarðvík- urhepps þá. Sá Vésteinn um öll skrifstofustörf hreppsins, ásamt skrifstofustörfum fyrir starfsemi okkar, en þá var fyrirtæki okkar umsvifamikið og því í mörg horn að líta. Það var gæfa fyrir hið nýstofnaða hreppsfélag að þessi ungu, glæsilegu og vel menntuðu hjón skyldu setjast að í byggðar- laginu og gefa Njarðvíkurhrepp kost á að njóta starfskrafta þeirra. Þegar mest þurfti að stafa í nóvember-desember og fyrri hluta vetrarvertíðar brá Rósa kona Vésteins sem notið hafði sömu menntunar og hann sér oft til þess að koma honum til aðstoðar við störfin þótt hún hefði strax þungt heimili og mörg börn að annast. Einnig tóku þau hjónin þátt í fé- lagsmálum, þrátt fyrir miklar annir við störf og var Vésteinn einn af stofnendum Ungmennafé- lags Njarðvíkur og virkur í stjórn þess og starfi svo árum skipti. Öll reglusemi á heimili og skrifstofu var til sannrar fyrirmyndar. Svo miklir öðlingar voru þau i allri framkomu að ég sá aldrei á þeim skapbrigði þau ár sem við áttum samleið. Ég hef ekki kynnst vand- aðri, hógværari og afkastameiri starfsmanni á þessu sviði en Vé- steinn var og ég og mitt byggðar- lag erum í mikilli þakkarskuld við þau hjónin. Árið 1953 ákváðu þau að flytja til Akraness en þar voru systur Vésteins búsettar. Þegar ég stóð við stofugluggann heima hjá mér og horfði á eftir bátnum er flutti þau frá Njarðvík fjarlægast, kom fram í huga minn sú hugsun að nú hefðum við misst héðan eina af Elín Sigríður Lárus dóttir — Minning Fædd 5. janúar 1900 Dáin 26. febrúar 1983 Elín var dóttir Lárusar bónda Finnssonar, Álftagróf í Mýrdal. Hún kom sem tvítug mær til starfa hjá Þorkeli Sigurðssyni úr- smið á Hólmavík. Þar kynntist þessi skaftfellska bóndadóttir eftirlifandi manni sínum, Jörundi Gestssyni á Hellu við Steingrímsfjörð, og gekk að eiga hann árið 1921. Að sjálfsögðu er þessi tími að- eins í minningarmóðu hjá mér, en Helluhjón eru svo vel þekkt út fyrir héraðið, að vart þarf að kynna þau. Hann fyrir listræna hæfileika til hugar og handa, auk annarra mannkosta, og hún vegna margháttaðra starfa að félags- og framfaramálum. Og bæði tvö fyrir hlýja og ógleymanlega gestrisni. Við Elín, vinkona mín, unnum af heilindum í stúkunni Hrönn, nr. 247, þau 5—6 ár er hún starfaði í Kaldrananeshreppi. Þar gætti hins brennandi áhuga, sem hún var svo rík af við hvert það við- fangsefni er hún tók að sér. Ekki kom hún síður við sögu hjá Kvenfélaginu Snót í Kaldrana- neshreppi, sem hún var stofnfé- lagi að og stjórnarformaður í ald- arfjórðung. Sýndi meðfæddan dugnað og ósérhlífni í því starfi. Enda var hún kosin heiðursfélagi á 50 ára afmæli Kvenfél. Snótar árið 1977. Þá var hún og ein af fulltrúum á stofnfundi Kvenfél. sambands Strandasýslu 1949, og að sjálf- sögðu í fyrstu stjórn sambandsins. En hversu lengi hún var þar í stjórn er mér ekki kunnugt. Elín var hreinskiftin og hélt af einurð fram sjónarmiðum sínum, en allra kvenna sáttfúsust ef þurfti með. Hún mátti aldrei heyra öðrum hallmælt, án þess að færa þeim til eitthvað málsbóta, raunar hversu andstæðir sem þeir voru hennar skoðunum. Fullkomlega má segja, að hún mátti ekkert aumt sjá, hvorki hjá mönnum eða málleysingjum, án þess að bæta úr. Þrátt fyrir oft fjármunalega lítil efni. Mérg dæmi þar um mætti nefna, en verður ekki gert í þessu fáu minn- ingarorðum. Við hjónin gerðum okkur erindi að Hellu á liðnu sumri til þess að hitta vinkonu okkar, sem hafði verið skuggi af sjálfri sér um nokkurn tíma. En sömu rausnina hafði hún og jafnan áður. Fannst við gera of lítil skil því veisluborði er sonardóttir hennar og nafna, Elín Ágústa Ingimundardóttir hafði fram reitt, en hún var raun- ar gestur hjá afa og ömmu. „Sælla er að gefa en þiggja" mátti fullkomlega segja um hana Ellu á Hellu. Að sjálfsögðu var oft gest- kvæmt hjá Helluhjónunum. Jör- undur hreppstjóri var lengi í skattanefnd og síðar umboðsmað- ur skattstjóra, einnig rómaður bátasmiður og völundur í hand- verkum sínum. Ekki dró heldur úr samskiptum við hann vegna hag- mælsku hans. ófáar voru þær skemmtanir er hann flutti og söng gamankvæði. Handskrifaða ljóða- bókin hans, Fjaðrafok, er hreint listaverk, sem ekki er lengur til á bókamarkaðinum, því miður. Börn Elínar og Jörundar eru: Ingimundur Gunnar smiður, lát- inn. Ragnar Þór bóndi á Hellu. Lárus Örn rafvirki, Reykjavík. Guðfinna Erla sm.st. Vígþór Hrafn skólastjóri að Varmalandi í Borgarfirði. Guðlaugur Heiðar módelsmiður, Reykjavík. öll eru þau systkinin listhög svo sem þau eiga kyn til. Einnig ólst upp á Hellu Elinóra Jónsdóttir, systur- dóttir Jörundar. Elín lézt í Borgarspítalanum í Reykjavík 26. febrúar sl. eftir nokkra legu þar. Útför hennar fór fram 5. mars frá kapellunni í Drangsnesi og jarðsett í grafreitnum í Stekkjar- vík að viðstöddu fjölmenni. Að lokinni jarðarför bauð Kvenfél. Snót öllum viðstöddum til veglegrar erfisveislu þessa heiðursfélaga síns, í nokkurs kon- ar félagsmiðstöð sem að nokkru er í byggingu, en sýnir glögglega hve máttur samtakanna er mikill. Við Inga áttum Ellu svo margt að þakka, að mér fannst ekki hægt annað en að minnast hennar lítil- lega við leiðarlok. Hafi mannúð og kærleikur ein- hver áhrif við næsta tilverustig, hinum ágætustu fjölskyldum sem hér höfðu dvalist og uppalist, en frá mér og minni fjölskyldu og Njarðvíkingum öllum fylgdi þeim óskir og heill um að blessun Guðs og vernd hvíldi yfir þeim hvert sem lífsleið þeirra lægi. Frá Akranesi bárust okkar þær fregnir að Vésteinn og fjölskylda hans nytu sama trausts og virð- ingar í ábyrgðarmiklu starfi fyrir það bæjarfélag eins og verið hafði í Njarðvíkum. Þar voru þau elskuð og virt af öllum sem til þeirra þekktu. Guðmundur, elsta barn þeirra hjóna, þótti bera þess glögg merki að hafa erft hinar fögru dyggðir foreldra sinna, en hann fluttist frá Njarðvíkum, en hin börnin voru þá ung en yndislegir unglingar. Það er talin mesta gæfa í þeirri veröld sem við byggjum að njóta barnaláns. Þeirra gæfu urðu þau Vésteinn og Rósa aðnjótandi í rík- um mæli. Hinn stóri hópur velgef- inna, reglusamra barna, tengda- barna og barnabarna bera þess gleggst vitni. Með lífsstarfi sínu hafa þau tendrað þann vita og leiðarljós sem afkomendum og tengdabörnum er óhætt að stýra eftir hvort sem er í meðlæti eða mótlæti, sorg eða gleði. Ég tel að slíkum persónuleika sem Vésteinn var á ævibraut sinni, verði búinn staður á æðra lífssviði á þroskabraut sálnanna til fullkomleika. Það veitir huggun á stund saknaðar. Karvel Ögmundsson þá er enginn efi hvaða móttökur hún hefur fengið. Vini okkar, Jörundi, og öðrum vandamönnum vottum við samúð. Hann kvað svo til konu sinnar á fimmtugsafmælinu: „Guð launi þér, mitt gæfugull, sem gjördir fyrir mig. Og gegnum árin áfram skal mín el.sku kona, vífaval, þinn viaur elska þig.“ (Fjl4r,rok.) Ingimundur á Svanshóli. Félag áhugamanna um heimspeki: Fyrirlestur um vísindi og gervivísindi SUNNUDAGINN 27. mars mun Guðmundur Magnússon, M.Sc., flytja fyrirlestur í Félagi áhuga- manna um heimspeki sem nefnist: Vísindi og gervivísindi. f fyririestrin- um verður fjallað um mun vísinda og gervivísinda í Ijósi ýmiss konar dæma, svo sem úr sálarrannsóknum, stjörnuspeki og huglækningum. Guðmundur Magnússon lauk BA-prófi í heimspeki og sögu frá Háskóla fslands árið 1980, en stundaði síðan framhaldsnám við hagfræðiskólann f Lundúnum (London School of Economics) og lauk þaðan Master of Science prófi sl. haust í rökfræði og vísindalegri aðferðafræði. Fyrirlesturinn verður fluttur í Lögbergi stofu 101 og hefst kl. 15.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.