Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 23 Samningur Portugala um kaup á saltfiski frá Noregi: Greiða í eigm mynt, kaupa fisk í höfnum og fá veiðiheimildir í SAMNINGUM Norðmanna um sölu á verkuðum saltfiski til Portúgal er gert ráð fyrir að allt að 30% af magninu verði greitt í „escudos", sem er mynt Portúgala. Norðmenn hafa samþykkt aö fimm portúgölsk veiðiskip fái að stunda veiðar við Svalbarða og í viöskiptasamningi Norðmanna og Sovét- manna eru ákvæði um að portúgölsk veiðiskip fái að kaupa óverkaðan saltfisk í norskum höfnum í lok veiðiferðar. Samningaviðræður Norðmanna og Portúgala tóku langan tíma og kröfðust Portúgalir þess meðal annars, að þeir fengju veiðiheim- Kommúnista- samtök gera kröfu í búið Einn aðili hefur gert tilkall til arfs úr dánarbúi Sigurjóns Jónssonar, sem arfleiddi samtök, sem störfuðu í anda Marx, Engels og Leníns, að húseigninni Bollagötu 12 í Reykja- vík, samkvæmt upplýsingum Mark- úsar Sigurbjörnssonar fulltrúa Borgarfógeta. Markús vildi ekki skýra frá um hvaða aðila væri um að ræða, en í viðtali við Þjóðviljann í vikunni, sagði Þorvaldur Örn Þorvaldsson, forystumaður Baráttusamtaka fyrir stofnun Kommúnistaflokks, BSK, að samtökin hefðu lýst kröfu sinni í búið. ... A 11———^— ^/\skriftar- síminn er 830 33 ildir í norskri lögsögu. Þá vildu þeir upphaflega ekki kaupa verkaðan saltfisk frá Norðmönn- um, heldur vildu þeir óverkaðan fisk með verkun í Portúgal í huga. Norðmenn vildu að sama skapi vinna fiskinn sjálfir. Niðurstaða samninganna, hvað magn áhrær- ir, var að Portúgalir kaupa í ár 7 þúsund tonn af verkuðum fiski og 3 þúsund tonn af blautverkuðum fiski. Verðmætið er samtals um 200 milljónir norskra króna eða um 600 milljónir íslenzkra króna. Varðandi veiðarnar við Sval- barða hefur Lofotposten eftir Gunnari Gundersen, ráðuneytis- stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, að portúgölsku skipin hafi ekki leyfi til þorskveiða við Svalbarða, auk þess sem mjög takmarkaðir möguleikar séu á þorskveiðum þar. Portúgalirnir megi veiða karfa og kolmunna við Svalbarða, en það séu vannýttir fiskstofnar. Um kaup á saltfiski af portúgölsk- um útgerðarmönnum 1 norskum höfnum kemur fram í norskum blöðum, að það magn er til viðbót- ar fyrrnefndum samningi. Varð- andi samninginn um að hluti mið- ist við greiðslu í portúgalskri mynt segir, að ólíklegt sé að slíkt komi til, þar sem portúgalskir bankar leyfi slíkt ekki. Vinnustaðafundur FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík halda nú hvem vinnustaðafundinn á fætur öðrum. Á fimmtu- daginn heimsóttu þær Ragnhildur Helgadóttir og Sólrún Jensdóttir Tryggingastofnun rikisins í hádeginu og þá tók Kristján Einarsson þessa mynd. Landssamband Stangarveiðifélaga: Mótmælir laxveiðum Færeyinga MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Landssambandi Stangarveiðifélaga: „Vegna frétta um laxveiðar Færeyinga ANA af Langanesi vill stjórn Landssam- bands Stangarveiðifélaga ítreka mótmæli sín varðandi þessar veiðar og skorar enn á stjórnvöld að þau hefji nú þegar viðræður við Færey- inga um takmarkanir þessara veiða og telur, að með undirskrift Reykja- víkursamkomulagsins um laxveiðar í Atlantshafi, hafi Færeyingar afsalað sér rétti til veiða utan sinna 200 mflna fiskveiðilögsögu. Stjórnin bendir ennfremur á nauðsyn þess að Landhelgisgæzl- an fylgist grannt með veiðum er- lendra fiskiskipa á ofangreindu hafsvæði svo að staðfesting fáist á því að Færeyingar veiði ekki meira en tilskilið aflamagn, sem er 625 tonn á yfirstandandi vertíð. Stjórn Landssambands Stang- arveiðifélaga vill og vekja athygli á því, að forsenda þess að vitn- eskja liggi fyrir um fjölda ís- lenzkra laxa í afla Færeyinga er sú, að stórauknar merkingar fari fram á íslenzka laxastofninum og fjölgað verði eftirlitsmönnum um borð í færeyskum veiðibátum. Að lokum skal bent á, að allt frá árinu 1967 hefur Landssamband Stangarveiðifélaga barist fyrir banni og/eða takmörkunum á laxveiðum í sjó.“ Dæmi: Danmörk. Kr. 11.146.- í Cdsigten Henne Strand á Jótlandi. Verð (fyrir hvern í 4ra manna hópi) fyrir flug til Kaupmannahafnar og leigu sumarhúss í 3 vikur. gengi 18.3 Ferðahandbækur, fullar af fróðleik, a áríðandi upplýsingum og ábendingum | um hin ýmsu svæði Evrópu. Danmark83 feriehuse - feriehoteller • bádfexie j• ■ ■ ■ 26.sæson SCIMARHÖS SERGREIN OKKAR Bjóðum sumarhús og íbúðir til leigu í Danmörku, Pýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Sviss, Austurríki og Júgóslavíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.