Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 • „Þarna hafur aldeilis munaö mjóu,“ tagöi Gary Bailey, markvöröur Man. Utd., í sumar er hann sá þesaa mynd. Hún er tekin á Old Trafford í apríl 1980 er United vann Liverpool 2:1 í deildarkeppninni. Jimmy Case átti hörkuskot beint úr aukaspyrnu og knötturinn smaug rátt framhjá stönginni. Bailey fœr örugglega nóg að gera í dag. Ljósm. Skapti I Munið að kveikja á sjónvarpinu! — bein útsending frá Wembley í dag URSLITALEIKUR Man. Utd. og Liverpooi um enska Mjólkurbik- arinn (deildarbikarinn) hefst á Wembley-leikvanginum í London kl. 15.00 í dag. Veróur hann sýnd- ur beint í íslenska sjónvarpinu eins og flestum mun kunnugt nú og knattspyrnuáhugamenn veröa örugglega ekki margir á ferli meöan á leiknum stendur. Liverpool hefur nú örugga for- ystu í 1. deildinni og Man. Utd. er í þriöja sætinu. Liöin leika bæöi mjög góöa knattspyrnu og má því búast viö góöum leik í dag. Aö vísu vill oft veröa svo er tvö mjög góö liö mætast í leikjum sem þessum aö gæöi leiksins veröa ekki þau sömu og efni standa til en viö skul- um vona aö svo veröi ekki aö þessu sinni. Varla þarf aö kynna leikmenn þessara liöa fyrir íslenskum knattspyrnuáhugamönnum. Þeir sem fylgjast með ensku knatt- spyrnunni þekkkja þá út og inn — en rétt er aö hugleiöa hverjir munu hefja leikinn. Ef viö byrjum á Liverpool þá mun Bruce Grobbelaar standa í marki meistaranna. Bakveröirnir veröa þeir sömu og venjulega: Phil Neal og Alan Kennedy. Miöveröir liösins veröa aö öllum líkindum Al- Lava-Loppet: Alþjóðaskíðagangan í Bláf jöllum í dag í DAG klukkan 11 hefat fyrsta al- þjóölega skíóagangan aem fram hefur farió hér á landi. Gangan MITSUBISHI fer fram í Bláfjöllum. Þetta er sögulegur viðburöur ( skíöa- íþróttinni hér á landi. Alls munu um 160 manns taka þátt ( göng- unni sem er þrískipt. Hægt er aö velja á milli 42,3 km, 21 km eöa 10 km. Erlendir þátttakendur í göng- unni veröa um 75 talsins. Allt útlit er fyrir aö veöráttan verói göngu- fólkinu hagstæð. — ÞR. an Hansen og Mark Lawrenson. Á miöjunni veröa Sammy Lee, Ronnie Whelan og Graeme Soun- ess, ásamt líklega Craig Johnston. Framherjarnir eru svo tveir þeir hættulegustu i Englandi: Kenny Dalglish og lan Rush. Þarna vantar nöfn eins og Phil Thompson og David Hodgson, og veröur annar hvor þeirra væntanlega á bekkn- um. Stjörnuflóöiö er álíka mikiö hjá United. Gary Bailey stendur þar í markinu, bakveröir eru Mike Dux- bury og Arthur Albiston og miö- veröir Gordon McQueen og Kevin Moran. Á miðjunni eru Ray Wilk- ins, Remi Moses, Arnold og Steve Coppell. Frammi eru Frank Staple- ton og táningurinn Norman White- side. Þessi eru líklegastir til aö hefja leikinn — en meiösli hafa aö vísu lítillega gert vart viö sig hjá þeim undanfariö. T.d. lék Souness ekki meö Liverpool gegn Brighton á miövikudag og þá voru McQueen, Moran og Whiteside ekki meö Man. Utd. Reiknað var meö aö allir þessir kappar yröu orönir góöir í dag og myndu því leika meö. Þessi romsa þarf ekki aö vera lengri. Menn bíöa eflaust spenntir eftir leiknum og muniö aö sjón- varpiö hefst kl. 14.15. Þá veröur fyrst sýnt úr leikjum þessara liöa í 8-liöa úrslitum og undanúrslitun- um keppninnar og síöan veröur skipt yfir á Wembley kl. 14.50. Og þá er bara aö setja sig í stellingar fyrir framan kassann. — SH. JAPANSKUR BÍLL FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Sýningarbíll á stadnum. Komid, skoðið og reynsluakið. Unglingameistaramót íslands í badminton Unglingameistaramót islands ( badminton, 1983 far fram á Akur- eyri nú um helgina. Keppt verður ( flokkum 10—16 ára, en síöari hluti mótsins fer fram 16. og 17. apríl þar sem keppt verður í flokki 16—18 ára og mun sú keppni fara fram í Reykjavík, Aö þessu sinni taka um 150 unglingar þátt í mótinu frá 12 fé- lögum víös vegar aö af landinu. Leiknir veröa um 200 leikir og hefst keppnin kl. 9.00 í dag og veröur leikiö í undanrásum. Úr- slitaleikir fara síöan fram á morgun kl. 14.00. Aðalsteinn í Þór? • Aöalsteinn Aöalsteinsson, unglíngalandsliðsmaöur ( knattspyrnu úr Víkingi, æfir meö Þór á Akureyri um helgina og skoðar aöstæöur hjá félaginu. Líkur eru á aö hann muni leika með Þórsurum í sumar. — SH. Framför unglinga er mikil í bad- minton um þessar mundir og fjölg- ar iökendum jafnt og þétt. Undan- farin ár hafa TBR og ÍA þarist um gullverölaunin í hinum ýmsu ald- ursflokkum, og hefur ÍA unnið þar nokkuö á upp á síökastiö svo spennandi veröur aö fylgjast meö því hvort liðið hreppir fleiri verö- laun um helgina. Vert er aö geta þess aö fyrir nokkrum árum áttu Siglfiröingar lang-sterkustu ungl- ingana og stóöu í flestum tilfellum einir á verölaunapalli, en verö- launahlutfall þeirra hefur minnkaö verulega á síöustu mótum, enda keppendum þeirra fækkaö. Sigl- firðingar senda nú kepþendur á mótið en aörir keppendur eru frá TBR, ÍA, Val, Víkingi, KR, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Borg- arnesi, Stjörnunni í Garöabæ og loks frá Hafnarfiröi. Mótiö fer fram í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi á Akureyri og eru ailir badminton- unnendur hvattir til aö koma og fylgjast meö veröandi meisturum íslands í badminton. D/V hefur gefiö alla verölauna- peninga til mótsins sem eru veg- legir aö vanda. ■'rdW' r * _____f: Ih|heklahf Laugavegi 170-172 Simi 2 >240 Fyrirtækjakeppni Fram í innanhússknattspyrnu 1983 Fyrirtækjakeppni Fram í innanhússknattspyrnu 1983 veröur haldin dagana 9., 10. og 13. apríl nk. Þátt- tökugjald er kr. 1.000. — Þátttaka tilkynnist í síma 34792 kl. 13—20 alla virka daga til og meö 5. apríl. Knattspyrnudeild Fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.