Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 37 Minning: Guðbjörg Kristín Bárðardóttir F»dd 15. nóvember 1912 Dáin 19. mars 1983 Hún amma er dáin! Þessi stutta setning setur alla hljóða sem hana ömmu þekktu. Hún amma á ísa- firði hét fullu nafni Guðbjörg Kristín Bárðardóttir, foreldrar hennar voru Bárður Guðmundur Jónsson útvegsbóndi og Sigrún Katrín Guðmundsdóttir. Amma fæddist í Bolungarvík 15.11. 1912 og var því á sjötugasta og fyrsta aldursári sínu. Amma lætur eftir sig eiginmann, Halldór Gunnars- son skipstjóra. Þeim varð sjö barna auðið. Þau eru Sigrún, Guð- finna, Ragna Salóme, Bárður Gunnar, Guðrún, Ásgerður og Kolbrún. Þegar kallið kom, kallið, sem allir veraldlegir menn verða að lúta, kom það snöggt og óhikað. Amma var kölluð burt mitt í dagl- egu vafstri, en hún var stödd á heimili dóttur sinnar, Rögnu á Unnarbrautinni á Seltjarnarnesi. Þar var hún vegna veikinda afa, sem er til rannsóknar á Vífilsstöð- um. Amma kenndi við Barnaskól- ann á ísafirði til hinstu stundar, og það er trú okkar að hún hafi verið vel liðin bæði af samkennur- um sínum og nemendum. Við systkinin slitum bernsku- skónum á Flateyri við Önundarfj- örð, þar sem foreldrar okkar bjuggu í ellefu ár. Okkar bæjar- ferðir voru því farnar til ísafjarð- ar á hátíðis- og tyllidögum, til afa og ömmu á Austurveginn, og þá var svo sannarlega kátt í höllinni. Þrátt fyrir gauragang og mikil iæti í öllum þessum krakkaskara ar alltaf þessi ró yfir henni ömmu. Hún var líka föst og ákveðin fyrir þegar þess þurfti með. Það má með sanni segja að ferðanna til ísafjarðar var beðið með óþreyju. Það var oft gestkvæmt hjá ömmu og afa, en það var sama hve margt var á ferð, alltaf var nóg pláss fyrir alla. Það má segja að öllum hafi verið tekið opnum örmum af þessum heiðurshjónum, þau áttu ekki til neitun í sínum orðaforða þegar til þeirra var leitað. Það var oft fjölmennt í kakó á morgnana og kátt á hjalla á Aust- urvegi. Amma var skapgóð kona og hreif alla með sér á vit góðra hugsana, en fyrir kom að ágrein- ingsmál risu á milli okkar krakk- anna eins og gengur, en ekki leið á ; löngu áður en amma kom siglandi J og með sinni ró og sáttfýsi lægði allar öldur óróa á augabragði. , Perlur minninganna eru margar, við munum miðla þeim komandi 1 kynslóð. Elsku afi, megi guð styrkja þig og sefa, við þökkum fyrir að hafa átt slíka ömmu. Við vottum börn- um hennar og öllum aðstandend- Birting afmœlis- og minningar- greina ATHVGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fvrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þcss skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. um okkar innilegustu samúð. Friður sé með yður. Nú blundar fold í blídri ró á brott er dagsins stríd og líður jfir land og sjó hin Ijúfa næturtíd. (Erlent) Halldór, Guðbjörg, Hjörleif- ur, Sigrún Edda, Hinrik Sigrúnar- og Hringsbörn. „Þitt haust var komió, en þá von vér ólum, aó enn þín nytum fleiri lífsins ár.“ Þessar ljóðlínur Steingríms Thorsteinssonar þar sem hann yrkir eftir látna mætiskonu, vil eg gera að mínum, þegar eg minnist tengdamóður minnar, Guðbjargar K. Bárðardóttur, sem varð bráð- kvödd 19. þessa mánaðar. Allir ættingjar og vandamenn þessarar konu áttu þess vissulega von, að hún lifði með þeim langa elli. Það telst ekki hár aldur nú sjötíu ár og Guðbjörg átti ekki svo vitað væri við veikindi að stríða, sem gæfu ástæðu til að ætla annað en hún ætti mörg ár ólifuð. Hún var komin hingað suður með mann sinn mikið veikan og var um tíma hjá honum hér. En stundin hefur verið komin og mað- urinn með ljáinn mættur. Nú er það svo, að við vitum ekki alltar „hvers biðja ber“ og margan góðan mann leikur hár aldur illa, og þeim, sem staðið hefur keikur af sér alla storma lífsins, er það máski gott hlutskipti að falla áður en hann bognar. Tengdamóðir mín var kona, sem eg minnist ekki nema hughraustr- ar, skörulegrar og þróttmikillar í framgöngu. Manneskju, sem mað- ur er búinn að þekkja náið í rúma þrjá áratugi og ekki að öðru en góðu, hlýtur maður að sakna sárt og finnast heimur manns ekki hinn sami eftir fráfall hennar. Það er mikið skarð opið og verð- ur ekki fyllt í hinni fjölmennu fjölskyldu Guðbjargar, þegar hún er horfin. Börn hennar sjö eru öll á lífi og barnabörnin orðin tuttugu og tvo og langömmubörn hennar fimm og allur þessi hópur saknar hennar nú og finnur að hann hef- ur mikils misst. Guðbjörg heitin fæddist í Bol- ungavík 15. nóvember 1912 og for- eldrar hennar voru hjónin Sigrún Guðmundsdóttir og Bárður Jóns- son sem þá bjuggu á Ytri-Búðum í Bolungavík. Sigrún var ættuð inn- an úr Djúpi, fædd í Botni í Mjóa- firði, þar sem hálfbróðir hennar Jón J. Fannberg kaupmaður í Reykjavík hefur gert garðinn frægan með skógrækt í Botni og byggingu rafstöðvar, sem margir bæir hafa nú not af í Inn-Djúpinu. Sigrún var mikil dugnaðar- og greindarkona, en henni kynntist eg síðustu æviár hennar. Bárður var fæddur á Miðdal í Bolungavík og hann var í föðurætt af svonefndri Hólsætt í Bolunga- vík. Bárður Jónsson var frábær at- orkumaður, svo segja gamlir Bol- víkingar, að þeir muni ekki eftir Bárði óvinnandi enda búnaðist honum vel við erfið skilyrði til búskapar. Bárður varð formaður ungur en hætti sjómennsku snemma og sneri sér að búskap. Hann var um skeið oddviti í Bol- ungavík og lengi hreppsnefndar- maður. Guðbjörg heitin átti æskuheim- ili með því besta sem gerðist á hennar uppvaxtarárum f þessu sjávarplássi, þar sem lífsskilyrðin voru erfið en fólkið dugmikið. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík árin 1930—1932 en kom að loknu námi aftur heim til Bolungavíkur enda átti hún þangað erindi. Þar var mannsefnið. Hún gekk að eiga Halldór Gunnarsson skipstjóra og síðar hafnsögumann frá Hóli í Bolungavík. Þau gengu í hjóna- band 23. september 1933 og því vantaði aðeins sex mánuði upp á gullbrúðkaupsafmælið. Halldór var eins og Guðbjörg af Hólsætt í föðurætt og þau hjón voru fjór- menningar að skyldleika. Móður- ætt Halldórs er hin kunna Hvíta- nesætt við Djúp og var Guðfinna, móðir Halldórs, mikil sómakona, eins og það fólk allt. Gunnar, faðir Halldórs, var formaður í Víkinni en bilaðist snemma á heilsu og varð ekki gamall maður. Hann þótti hinn mesti öðlingsmaður. Halldór Gunnarsson er þekktur maður vestra fyrst sem skipstjóri á fiskiskipum en síðar á Djúp- bátnum um mörg ár, þar sem hann naut mikilla vinsælda. Djúpbáturinn var aðal samgöngu- tæki við Djúpið og Norðurstrandir og á þessum slóðum eru veður hörð og það reyndi oft mikið á sjó- mennsku skipstjórans á Djúp- bátnum. Þá var Halldór næst hafnsögumaður á Isafirði en þar er þröng leið inn að sigla og straumur harður í Sundunum. Halldór leisti þetta starf af hönd- um með sóma. Á ísafirði bjuggu þau hjón, Guðbjörg og Halldór, lengst af að Austurvegi 13. Guðbjörg heitin gaf sig snemma að félagsmálum og hún var um skeið formaður kvenf. „ósk“ og formaður barna- verndarnefndar á fsafirði. Þá var Guðbjörg og fyrsta konan, utan Reykjavíkur, sem átti sæti í bæj- arstjórn, en þar sat hún árin 1946—1950. Guðbjörg starfaði um árabil mikið að leiklistarmálum á ísafirði og var í allan máta hin mesta atkvæðakona í sínu bæjar- félagi meðan hún var uppá sitt besta. En það tekur tímann sinn að ala upp sjö börn, og Guðbjörg dró sig smám saman útúr félags- málum. Þegar börnin voru öll komin af höndum hóf hún kennslu við Barnaskóla ísafjarðar 1964 og gegndi því starfi til dauðadags og það lét henni vel, því að hún var einstaklega barngóð. Á árunum 1954—1963 ráku þau hjónin, Guðbjörg og Halldór, efnalaug og verslun á Isafirði. Starfsferill þessarar látnu konu var eins og að ofan er ljóst anna- samur og oft langur vinnudagur, því ekki brast neitt í húsmóður- störfunum. Guðbjörg var mikil fyrirmyndar húsmóðir og börn hennar öll bera því vitni, að þau fengu gott uppeidi. Eg er auðvitað ekki hlutlaus dómari um tengdamóður mína, mér þótti of vænt um hana til þess, en það held eg að fullyrða megi, að enginn beri henni annað orð en það, að hún hafi í allan máta verið hin mesta ágætis manneskja og búið yfir öllum þeim kostum, sem prýða hinar bestu konur. Hún var ágætavel greind, vel lesin og fróð, stjórnsöm húsmóðir en um leið umhyggjusöm og ein- staklega trygglynd, þar sem hún tók því og má eg best um það dæma, sem kom ef segja má undir hennar verndarvæng sautján ára unglingur og ekki mikill bógur en vildi þó fara að kvænast og var að bera mig eftir elstu dóttur þeirra hjóna. Eg átti mikla stoð í tengda- móður minni fyrstu árin og alla tíð mátti eg treysta því að þar átti eg vin sem hún var. Sem áður segir áttu þau hjón Guðbjörg og Halldór sjö börn, sem eru öll á lífi og elst er Sigrún kona mín, sem þessar línur rita, en hin eru, talin eftir aldri: Guðfinna, gift Árna Ragnarssyni, kaup- manni, Ragna Salome, gift Elvari Ingasyni, málarameistara, Bárður Gunnar, menntaskólakennari, giftur Álfhildi Pálsdóttur, kenn- ara, Guðrún, gift Árna Sigurðs- syni, ritstjóra, Ásgerður, gift Jó- hanni Alexanderssyni, sjómanni, og Kolbrún, gift Pétri Jónassyni, framkv.stj. Lífsferill og ævistarf tengda- móður minnar ber henni hald- betra vitni en þótt eg hafi fleiri orð um ágæti hennar. Nú er hún horfin á vit þess Guðs, sem hún trúði á og eg efa ekki, að henni hefur verið vel fagnað, því að hverju skyldi vel fagnað handan við landamærin, ef ekki góðri móður og eiginkonu og vamm- lausri manneskju. Skáld hafa oft orðað fyrir okkur, það sem við vildum sagt hafa og því á eg engin betri loka- orð en ljóðlínur úr kvæði Stein- gríms: „Svo vertu kvödd með hrygdarblöndnu hróai, ▼ér hermum drottni lof, sem tók og gaf ... “ Hringur Hjörleifsson Utankjörfundar- atkvæöagreiösla í Kópavogi Utankjörfundaratkvæöagreiösla í Kópavogi vegna al- þingiskosninga hefst laugardaginn 26. mars 1983 og stendur fram á kjördag hinn 23. apríl nk. Kjörstaöur veröur opinn sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—14 og 18—20, sunnudaga og helgidaga kl. 10—12. Laugardagana 26. mars og 2. apríl veröur þó aöeins opiö kl. 10—14. Lokaö veröur föstudaginn langa 1. apríl og páskadag 3. apríl. Kosið veröur í húsi embættisins aö Auöbrekku 57, símar 44022, 41433 og 41205. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Ásgeir Pétursson. Utankjörfundar- atkvæöagreiösla vegna alþingiskosninga 23. apríl 1983 hefst á ísafirði laugardaginn 26. mars 1983. Kosið veröur á sýslu- skrifstofunni alla virka daga kl. 10—12 og 14—18, laugardaga og sunnudaga kl. 14—16. Þó veröur lok- aö föstudaginn 1. apríl og páskadag. Og dagana 17.—22. apríl veröur ennfremur opið frá kl. 20—22 á kvöldin. Bæjarfógetinn á ísafiröi. Sýslumaöurinn í ísafjaröarsýslum. Aðalskoðun bifreiða 1983 í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fer fram við Bifreiöaeftirlitið í Borgarnesi kl. 09—12 og 13—16.30 eftirtalda daga. Þriðjudaginn 5. apríl M-0001 M-0200 Miövikudaginn 6. apríl M-0201 M-0400 Fimmtudaginn 7. apríl M-0401 M-0600 Föstudaginn 8. apríl M-0601 M-0800 Þriöjudaginn 12. apríl M-0801 M-1000 Miövikudaginn 13. apríl M-1001 M-1200 Fimmtudaginn 14. apríl M-1201 M-1400 Föstudaginn 15. apríl M-1401 M-1600 Mánudaginn 18. apríl M-1601 M-1800 Þriðjudaginn 19. apríl M-1801 M-2000 Miövikudaginn 20. apríl M-2001 M-2200 Þriöjudaginn 26. apríl M-2201 M-2400 Miövikudaginn 27. apríl M-2401 M-2600 Fimmtudaginn 28. apríl M-2601 M-2800 Föstudaginn 29. apríl M-2801 M-3000 Mánudaginn 2. maí M-3001 M-3200 Þriöjudaginn 3. maí M-3201og þar yfir. LOGALAND 4. maí kl. 10—12 og 13—16 LAMBHAGI 5. maí kl. 10—12 og 13—16 OLÍUSTÖÐIN 6. maí kl. 10—12 og 13—16 Aukaskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 13.—15. júní og í Lambhaga og Olíustöö 16. júní á sama tíma og áöur er getiö. Viö skoðun ber aö framvísa kvitunum fyrir greiddum bifreiöagjöldum og tryggingaiðgjöldum ásamt gildu ökuleyfi. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjaröarsýslu 14. mars 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.