Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Sýning Helga Þorgils Friðþjófssonar Nokkrar leiðréttingar o.fl. Myndlist Valtýr Pétursson Fyrir síðustu helgi opnaði Heigi Þorgils Friðjónsson sýn- ingu í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Eins og ýmsir munu minnast, fékk þessi ungi lista- maður menningarverðlaun Dagblaðsins og Vísis fyrir nokkrum vikum, og þótti mér því forvitnilegt að fá að sjá eitthvað eftir hann. Helgi Þorgils átti að vísu verk á hinni stóru sýningu, sem haldin var á verkum ungra listamanna að Kjarvalsstöðum nýverið, en það verk var unnið i samvinnu við annan listamann, svo að forvitni minni varð ekki svalað fyrr en nú á sýningu Helga Þorgils í Nýlistasafninu. Þarna eru margvísleg mynd- verk: skúlptúr, útsaumur, graf- íkmyndir og olíumálverk. Það er margt að sjá og auðvitað svolítið misjafnt, en hæfileikar þessa unga manns virðast þó alls stað- ar gægjast fyrir horn, ef svo mætti að orði kveða, og sýnir það glöggt, að listspekingar Dagblaðsins og Vísis hafa ekki horft algerlega út í bláinn. Helgi Þorgils leitar mjög fyrir sér, en er gagntekinn af því, sem efst er á baugi hjá jafnöldrum hans erlendum, og því verður ekki sagt, að hann sé á nokkurn hátt frumlegur í hinu “nýja mál- verki". sem svo er kallað hér- lendis. Það væri sjálfsagt hollt fyrir okkar ungu menn að leita meira á fjörur í eigin umhverfi og nota lífskraft sinn til að kanna þann heim, sem þeir eru upprunnir úr. Frelsið er vissu- lega gott, en það er mikill galdur að varðveita það án þess að lok- ast inni í eigin hugarheimi. Eg hafði einna mest gaman af grafíkmyndum Helga, og þar finnst mér litameðferð hans betri en í hinum stærri oliumál- verkum. Heldur hátt er að vísu stefnt í mörgum málverkum Helga Þorgils, en þarna er nú samt málari á ferð, og það er vel þess virði að fylgjast með fram- vindu mála hjá þeim unga og framsækna manni. Hann á ef- laust eftir að mótast í list sinni á komandi tímum, og ég óska hon- um þess fyrst og fremst, að hann finni þær rætur, sem geta veitt vexti hans næringu í samræmi við þá hæfileika, sem honum hafa verið gefnir í vöggugjöf. Þetta er um margt forvitnileg sýning og er í allt öðrum gæða- flokki en það, sem barst á fjörur á Gullströndinni svokölluðu. Það væri leitt, ef sú uppákoma ætti eftir að verða þess valdandi, að fólk hætti við að leggja leið sína á jafn skemmtilega sýningu og Helgi Þorgils býður upp á. Myndlist Bragi Ásgeirsson Svo er Guði fyrir að þakka að hið hvimleiða línubrengl heyrir liðinni tíð en það gerði manni marga skráveifuna hér áður fyrr. En ekki hverfur eitt án þess að annað birtist í staðinn og nú er einn helsti höfuðverkurinn sá að heilu línurnar og jafnvel setn- ingar hverfa sporlaust einhvers staðar á leið á síður blaðsins. Nærtækt dæmi er að tilvísun í sið- ustu línur er Frida Kahlo skrifaði í dagbók sína hvarf með öllu, en sem betur fer var sjálf setningin rétt þ.e. „Ég vona að heiðríkja verði yfir burtför minni ..." í listdómi um hlut Kristjáns Guðmundssonar í sýningu í Lista- safni Alþýðu hurfu og nokkrar lín- ur en ég vísa þar til að hann hafi verið meðlimur SÚM á meðan fé- lagsskapurinn var og hét. Að hann hafi dvalið í Hollandi um árabil og verið virkur í listalífi þar, svo sem Sigurður bróðir hans. Þegar það gerist, að línur og setningar hverfa er um meirihátt- ar slys að ræða sem sundrar text- anum og eru það vinsamleg til- mæli mín að reynt verði að hafa upp á ástæðunni þannig að hægt verði að forðast slík mistök í framtíðinni. - O - Mig langar til að þakka ágætum Danícl Charbonnier fyrir þá ábend- ingu hans, að mér urðu þau mistök á að geta ekki hlutar Ljósmynda- safnsins í skipulagi og uppbygg- ingu sýningar á ljósmyndum Em- ile Zola að Kjarvalsstöðum. Hér var um handvömm mína að ræða, einskonar skammhlaup eða afleik í tímahraki. Sýningin stóð stutt yfir og um ýmsar aðrar sýningar þurfti að skrifa um leið. Þetta og ýmislegt annað virðist hafa farið í hinar fresku og fínu taugar Charbonniers sem kýs að sem minnst fari fyrir nafni sínu í sam- bandi við þessa framkvæmd. Um sumt er hann ritar er ég ekki fullkomlega sammála en það er meiningarlaust að fara að tí- unda það hér vegna þess að hinn ágæti menningarfulltrúi franska sendiráðsins er kominn til ann- arra starfa í heimalandi sínu. En tilefni er til að þakka honum fyrir framúrskarandi gott starf að kynningu fanskrar menningar hérlendis og óska honum velfarn- aðar og hamingju. Síðasta brottför í sólarylinn á Kanaríeyjum er miðvikudaginn 30. mars. Nú er um að gera að tryggja sér sœti. Fararstjórarnir okkar á Kanaríeyjum, þœr Auður og María, bíóa eítir því að heyra írá þér og þínum. Nú er allra síöasta tœkiíœriö til að bóka 3ja vikna páskaíerð í sól og sumaryl á Kanaríeyjum. Haíið samband strax - og kynnið ykkur greiðslukjörin. Úr ýmsum áttum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson • Líkt og allir kvikmyndaunnendur vita gjörla, þá hefur verið geysileg gróska í starfsemi kvikmyndaklúbbs Alliance Francaise í vetur, þökk sé dugnaði menningarmálafulltrúa franska sendiráðsins. Sýnd hefur verið á vegum klúbbsins myndin Les Miserables, eða Vesalingarnir, sem byggð er á hinu fræga skáldverki Victors Hugo. Þetta langa verk varr flutt í tveimur hlutum og síðari helming- urinn var tekinn til sýningar 23. og 24. mars, báðir í E-sal Regn- bogans, að venju. Vesalingarnir hafa verið kvik- myndaðir oftar en þrjátíu sinnum, og vilja Frakkar meina að hér sé um að ræða fallegustu útgáfuna, og þá sem nánast fylgi anda bók- arinnar. Hún er leikstýrð af Ray- mond Bernard árið 1934 — en með aðalhlutverkin fara frægustu leik- arar þess tíma: Harry Baur (Jean Valjean), Charles Vanel (Javert), Charles Dulin (Thenardier), Flor- elle (Fantine, o.fl. • ( apríl og maí, standa íslensk- um kvikmyndaáhugamönnum til boða margar, vandséðar og sígild- ar rússneskar kvikmyndir sem hér verða sýndar á vegum MÍR. Að- gangur að sýningum þessum, sem verða í MÍR-salnum að Lindar- götu 48 á hverjum sunnudegi kl. 16.00, er ókeypis og öllum' heimill meðan húsrúm leyfir. Sunnudag- inn 20. mars var sýndur síðari hluti myndarinnar Tsjækovski, sem gerð var 1970 undir stjórn Ig- ors Talankins, en titilhlutverkið leikur einn kunnasti leikari og kvikmyndaleikstjóri Rússa, Inno- kenti Smoktunovskí. Þann 27. mars verður sýnd mynd frá miðjum síðasta áratug, Prinsessan á bauninni, sem byggð er á hinu kunna ævintýri H.C. Andersen. Myndin er leikin, og fer Smoktunoskí með aðalhlutverkið ásamt Alísu Freindlikh en leik- stjóri er Boris Rytsarev. Þann 10. apríl verður sýnd hin fræga mynd Lifi Mexíkó, en hún er að hluta til síðasta verkefni meist- ara Eisensteins. Hann fór til Mex- íkó fyrir rúmri hálfri öld og safn- aði þá efni í þessa mynd, ásamt kvikmyndaleikstjóranum Grígorí Alexandrov, sem eftir fráfall Eis- ensteins setti mynd þessa saman. 17. apríl verður sýnd myndin Sónata yfir vatninu, sem gerð er í Riga í Lettlandi undir stjórn Varis Brasla og Gunars Tsilinski, sem jafnframt fer með aðalhlutverkið. Efnið ætti að vera Vesturlanda- búum vel kunnugt, en það er í ætt við hina vinsælu læknareyfara. 24. apríl verður sýnd mynd sem gerð er í samvinnu af sovéskum og finnskum kvikmyndagerðarmönn- um, Trúnaður. Hún fjallar um þá sögulegu atburði er leiddu til þess að Finnar hlutu á ný sjálfstæði í kjölfar októberbyltingarinnar. En Finnland hafði verið undir rússn- esku keisarakrúnunni frá 1803. Leikstjóri er Viktor Tregubovits. 1. maí verður á boðstólum fræg balletmynd, Spartakus, við tónlist Arams Katsatúrjans. Dansarar og hljómsveit Bolsoj-leikhússins í Moskvu. 8. maí verður sýnd víðfræg mynd frá Lenfilm, Hamlet, gerð Æ, hvað Marie er leiðinleg Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Marie Cardinal er mikill tízkuhöfundur á Norðurlöndum, einkum og sér í lagi Danmörku, þar sem allar bækur hennar eru gefnar út jafnótt og þær eru komnar á markað í heimalandi hennar, Frakklandi. Og eldri bækur, sem hafa ekki verið upp- götvaðar, eru sömuleiðis dregnar upp úr pússinu og sendar út. Eitt dæmi um það er „skáldsagan" „Nöglen staar í dören" sem ég las fyrir skömmu og kom út í Danmörku undir lok síðasta árs. Sjálf hefur Marie Cardinal alltaf á hraðbergi langar og vitlegar útlistanir á eigin verkum, og slíkar útlistanir fylla mig oft og einatt vantrú: „Það er þessi bók, sem hefur gefið mér tækifæri til að hitta lesendur mína, mikinn fjölda þeirra og það er þeim að þakka, að ég hef loksins getað sökkt mér á kaf í líf mitt sem rithöfundur. Þessi bók er þó ekki bók eftir rithöfund, hún er bók

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.