Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 15 r beinir svo píanóleikurunum sér- staklega. „Hrífandi, litríkur mezzo-sópran“ Glenda Maurice er, sem fyrr var getið, hin eina af kennurunum, sem ekki hefur fyrr komið til ís- lands, og þar sem hún er svo til nýbyrjuð að láta tii sín heyra á hljómplötum er ekki líklegt að margir þekki til hennar hér. Hún hefur hljóðritað ljóð eftir Strauss, Mahler og Brahms fyrir CBS ásamt Dalton Baldwin, og ljóð eft- ir Benjamin Britten og Samuel Barber, ásamt píanóleikaranum David Carvey. Þá hefur hún sung- ið í verkum eftir Debussy ásamt Jessye Norman, Dietrich Fischer Dieskau og fleirum í nýrri hljóð- ritun RCA. Glenda Maurice er mezzo- sópran, ættuð frá Texas í Banda- ríkjunum. Hún hefur sungið víða þar vestra, mjög fjölbreytt hlut- verk, bæði í óperum, óratoríum og haldið ljóðatónleika, en starfar líka sem kennari við háskólann í Delaware. f dómum og blaðaum- sögnum er hún rómuð fyrir mikla og fagra rödd. Stórblöðin „Los Angeles Times“ og „The New York Times" segja röddina „hrífandi" og „litríka" og tala um, að þar sé á ferð söngkona með geysimikla hæfileika. í Evrópu kom hún fyrst fram í Lille í Frakklandi árið 1980 og síðan með Konzertgebouw- hljómsveitinni í Amsterdam, und- ir stjórn Eugen Jochum. Á hljóm- leikunum hér í júní fáum við að heyra hana syngja ljóð eftir Brahms, Duparc, Mahler, Poulenc og Rachmaninoff. listamannanna Baldwins og Souzays eiga, að hann sagði, rót að rekja til dvalar hans í Frakk- landi á unglingsárum. „Ég lenti þar hjá afskaplega góðu fólki, frönskum hjónum, sem höfðu mikil áhrif á allt mitt lif,“ segir hann. „Þau voru bæði uppeldis- fræðingar að mennt og vöktu meðal annars með mér áhuga á börnum. Þau þekktu margt fólk, þessi hjón, og fjölmargir lista- og menntamenn voru heima- gangar hjá þeim, þeirra á meðal tónskáldið Poulec og fleiri músíkmenn. Þetta leiddi til kynna minna af Souzay, sem mér fannst mikið til koma, ég hafði þá aldrei heyrt í frönskum ljóðasöngvara, sem gat sungið Schubert mér til ánægju. Souzay vann gjarnan með sama píanóleikaranum á hljóm- leikaferðum og einhverju sinni, þegar hann var á ferð um Bandaríkin, með mjög góðum manni reyndar, James Shomate, fundu þeir Dalton Baldwin i tónlistarskóla í Ohio. Hann var þar þá nemandi, en fór upp úr því að leika með Souzay og sú samvinna hélzt árum saman. Þar sem Souzay er nú farinn að fullorðnast hefur hann dregið sig mikið í hlé, en Baldwin leikur með ýmsum yngri söngvurum, til dæmis með þeim Jessye Norman, Elly Ámeling og Margaritu Zimmermann, sem hingað kom nú fyrir skömmu og söng í Háskólabíói." „Það er afskaplega gaman," sagði Halldór að lokum, „að svo mikilhæfir píanóleikarar og frægir samstarfsmenn ljóða- söngvara eins og þeir Dalton baldwin og Erik Werbá, sem einnig hefur haldið hér nám- skeið, skuli hafa fengið þennan áhuga á íslandi og íslenzku sönglífi, og sýnt því jafn mikla ræktarsemi og raun ber vitni. Áhugi þeirra hefur smitað frá sér svo að listamenn, sem með þeim starfa eða þá þekkja, eru fúsir að koma hingað og auðga menningarlíf okkar. Það er ekki lítil lyftistöng fámennri þjóð.“ . TILVALIN FERMINGARGJOF Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, feróa- og heimilisritvél, ótrúlega fyrirferöarlítil, ódýr og fáanleg í tveimur litum. Hálft stafabil til leióréttingar, 44 lyklar, 3 blekbandsstillingar o.m.fl. sem aöeins er á stærri geróum ritvéla. Fullkomin viögeróa- og varahlutaþjónusta. Stykkishólmur: Frú Guðrún Eggertsdótt- ir jarðsung- in, 101 árs að aldri StykkLshólmi, 23. marz. LAUGARDAGINN 18. þ.m. var borin til grafar hér í Stykkishólmi, frú Guðrún Eggertsdóttir, fyrrum húsfreyja í Arney á Breiðafirði og var hún jafnframt elst kvenna hér í Stykkishólmi, nær 102 ára er hún lést, fædd í Fremri-Langey, 6. október 1881. Guðrún var gift Birni Jó- hannssyni frá Öxney og bjuggu þau góðu búi í Arney um 30 ára skeið eða frá 1916 til 1946, er þau fluttu í Stykkishólm. Þau giftu sig árið 1915. Eignuðust 6 börn og komu þeim til manns. Síðustu árin dvaldi Guðrún á sjúkrahúsinu hér og naut þar ágætrar dvalar og hjúkrunar. Fram á 100 ára aldur hélt hún að mestu sinni andlegu reisn, en nokkru áður hafði heyrn tekið að bila og seinasta ár hennar var heyrnin orðin svo lítil að hún naut þess vart að ræða við sína gömlu og góðu kunningja sem heimsóttu hana að sjúkrabeði. Guðrún átti heima í Arney á blómatíma eyjalífsins. Eyjarnar voru hver á sínum stað í vissum skilningi sem konungsríki. Þær voru að vísu nokkuð einangrað- ar, því ekki var fjarskiptunum fyrir að fara svo sem nú er. Það voru því hátíðir þegar gesti bar að garði og það kunni Guðrún vel að meta og hefi ég marga hitt um dagana sem róm- að hafa að koma í Arney á henn- ar tímum, viðtökurnar þannig að ekki varð betur á kosið. Eftir að Björn maður hennar lést, dvaldi Guðrún í skjóli Egg- erts sonar síns og tengdadóttur sinnar allt þar til hún fór á sjúkrahúsið hér. Við útför Guðrúnar mætti stór hópur gamalla vina, sumir komnir alla leið frá Reykjavik og létu ekki veður aftra sér. Full kirkja af fólki sýndi best vin- sældir hennar. Séra Gísli Kolbeins jarðsöng. FrétUritari. Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! iS o Olympia [MIÆUMRJKU)© KJARAIM HF ARMULI 22 - REYKJAVIK - SlMI 83022 PEUGEOT TALI ara ryovarnqr abyraó Peugeot bjóöa nú fyrstir allra á (slandi 6 ára ryðvarnar- ábyrgö á allar geröir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á mismunandi framleiðslustigum Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, sem gerir bílana ákjósan- lega í akstri á vondum vegum. Bílarnir eru bæði frámhjóla- og afturhjóladrifnir. Frönsk smekkvísi hvar sem litið er á bílana. HAFRAFELL VAGNHÖFÐA 7° 85-2-11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.