Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 27 Nýju láglaunabæturnar: Tilraun til að leið- rétta misréttið — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „MÉR sýnist að með veitingu nýju láglaunabótánna sé verið að gera til- raun til að leiðrétta það misrétti sem var samfara úthlutun bótanna í des- ember, sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður starfsmannafélags- ins Sóknar, í samtali við Mbl. í gær. Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að senda rúmlega 25 þús. einstaklingum láglaunabætur, sem fengu litlar eða engar bætur í des- INNLENT L. ^ ember sl., en þá var úthlutunin einkum miðuð við skattaframtöl 1982. „Það er ljóst að einhverjar konur í starfsmannafélaginu Sókn, sem ekki fengu bætur síðast, fá þær núna. En samt ber enn á óánægju því að nú er horft framhjá ýmsum konum sem mér finnst að eigi skil- ið að fá bætur. Ekki síst ef tekið er tillit til þess að þetta er nefnt lág- launabætur," sagði Aðalheiður. Hún var spurð að því hvort leið- réttingin á láglaunabótunum nú hafi verið nægjanlega mikil. „Ég held að það takist aldrei að gera þetta án þess að það verði einhver óánægja með framkvæmdina; það er útilokað mál. En ég tel að hug- myndin, a.m.k. eins og hún var framkvæmd, hafi ávallt verið dæmd til að mistakast," sagði Að- alheiður að lokum. „Lítum svo á að þeir hafi slitið viðræðum“ — segir Hjalti Zóphaníasson í dómsmála- ráðuneytinu um deiluna um hvfldartíma lögreglumanna í Reykjavík „VIÐ lítum svo á að þeir hafi slitið viðræðum með því að veita ekki um- beðinn frest og þeir þurfa því að koma með eitthvað nýtt ef taka á viðræður upp að nýju,“ sagði Hjalti Zóphaníasson í dómsmálaráðuneyt- inu, er Morgunblaðið spurði hann um deilumál Lögreglufélags Reykja- víkur og dómsmálaráðuneytisins. Eins og frá var greint í Mbl. á fimmtudag felldi aðalfundur Lög- reglufélagsins það að veita lengri frest til að finna hentugt vaktkerfi fyrir lögreglumenn í Reykjavík svo lög um lágmarkshvíld og kjarasamn- inga væri hægt að virða. Ákváðu þeir að taka sér lögboðna 10 tíma lág- markshvíld frá og með síðasta mið- vikudegi og má búast viö, að lág- marksþjónusta verði hjá lögreglunni í Reykjavík einhverjar nætur í viku hverri meðan þetta ástand varir. Það var á aðalfundi Lögreglufé- lagsins í janúar 1982, sem ákveðið var að veita eins árs frest meðan Lögreglufélagið og dómsmála- ráðuneytið reyndu að finna lausn á máli þessu. Lítið hefur miðað á þessum tíma og reyndar fóru við- ræður seint af stað. Á aðalfundi lögreglumanna á miðvikudag var síðan synjað um lengri frest og eins og áður sagði, taka lögreglu- menn í Reykjavík sér nú 10 tíma hvíld. Hjalti Zóphaníasson var spurð- ur hvort dómsmálaráðuneytið teldi að löggæzla yrði næg meðan þetta ástand stæði. „Við höfum átt fund með lögreglustjóranum í Reykjavík og heyrt rök hans fyrir því hvernig mannafli verði á hverjum tíma. Við teljum það ekki varhugavert eins og hann lýsir því og reynslan hefur verið. Það verð- ur síðan metið af yfirmönnum embættisins hverju sinni, hvort þörf er á auknu liði,“ sagði Hjalti. Á myndinni sést Nikulás Sigfússon yfirlæknir taka við línuritstækinu. Rannsóknarstöð Hjartavemdar: Fékk hjartalínuritstæki að gjöf Kíwanisklúbburinn Nes færði Rannsóknarstöð Hjartaverndar 10. mars sl. hjartalínuritstæki að gjöf. Hér er um að ræða mjög full- komið þriggja rása línuritstæki af gerðinni Mingocard 3 (Siemens) sem er að miklu leyti sjálfvirkt. Sjálfvirk stilling eykur gæði línu- ritanna og flýtir mjög fyrir töku þeirra, en hvorttveggja er mikil- vægt við hópskoðun eins og frara fara á Rannsóknarstöð Hjarta- verndar. Rannsóknarstöðin hefur starf- að síðan haustið 1967 og hafa um 55 þús. einstaklingar verið rann- sakaðir á stöðinni. Loks má geta þess að í stjórn Kiwanisklúbbsins Ness eru: Magnús Georgsson, Theódór Georgsson, Þorgeir Þorgeirsson, Bjarni B. Ásgeirsson, Garðar Sigurjónsson og Runólfur fs- aksson. (Fréttatilkynning frá Rannsókn- arstöð Hjartaverndar.) Drög að sveitarstjómarfrumvarpi: Kosiö í apríl á laugardegi — Kosningaaldur 18 ár — Sérstök kjörnefnd fari með úrskurðarvald um gildi kosninga Almennar sveitarstjórnarkosn- ingar skulu fara fram á laugardegi í síðari hluta aprflmánaðar, sam- kvæmt nánari ákvörðun félagsmála- ráðuneytisins. — Kjördagur verður sá sami í öllum sveitarfélögum, stór- um og smáum. — Nýkjörin sveit- arstjórn taki við störfum 15. næsta mánaðar eftir kjördag. — Kosningaaldur til sveitarstjórnar lækki í 18 ár. — Ekki er gerður munur á hreppum og kaupstöðum að því er varðar 2. grein (hlut- fallskosning þar sem 3/4. íbúa býr í þéttbýli), 4. gr. (kosningu á laug- ardegi seinni hluta aprílmánaðar) né 10. grein (sem fjallar um setu í kjörstjórnum), en í 13. grein er því enn haldið við þann mun sem hef- ur verið gerður á hreppum og kaupstöðum varðandi meðmæl- endur til framboðs. — Kosningar verði ekki úrskurðar ógildar nema að ætla megi að það sem áfátt er hafi haft áhrif á kosningaúrslit. — Sérstök kjörnefnd fari með úr- skurðarvald um gildi kosninga í stað sveitarstjórnar. Framangreint eru helztu nýj- ungar og breytingar í drögum að frumvarpi til laga um sveitar- stjórnarkosningar, sem nefnd, skipuð til að endurskoða sveitar- stjórnarlög nr. 58/1961, hefur lát- ið frá sér fara. Steingrímur Gaut- ur Kristjánsson, borgardómari, var formaður nefndarinnar. Aðrir í nefndinni vóru: Alexander Stef- ánsson, alþingismaður, Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi, Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri, og Björn Friðfinnsson, formaður Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Frumvarpið hefur enn ekki ver- ið lagt fram á Alþingi, en hinsveg- ar sent fjölmiðlum til kynningar. Ræða Geirs á Akureyri sem hefur þjakað okkur á undanförnum misserum og alveg sérstaklega á því lög- gjafarþingi sem lauk nú í marsmánuði. Göngum óbundnir til kosninga Oft er um það spurt þegar kosningar eru í nánd hvers konar ríkisstjórn menn vilji að taki við að kosningum loknum. Fram- sóknarmenn halda þvi nú ákaft fram um þessar mundir að sterkur samdráttur sé með Sjálfstæðisflokki og Alþýðubanda- lagi, en Alþýðubandalagsmenn halda því hins vegar fram að í undirbúningi sé ný samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Þessir tveir flokkar eru því sam- mála um það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn muni koma við sögu í myndun nýrrar rík- isstjórnar að kosningum loknum. Við skul- um þó ekki útiloka þann möguleika að ein- mitt Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkurinn geti fengið einhverja til liðs við sig úr Alþýðuflokki eða einhverjum sér- framboðum að loknum kosningum til þess að mynda enn eina vinstri stjórnina. En hvað okkur sjálfstæðismenn snertir og þátttöku okkar í væntanlegri ríkisstjórn eftir kosningar, þá höfum við það fyrir grundvallarreglu að láta málefnin ráða við myndun ríkisstjórna og svo verður einnig nú. Við göngum til þessara kosninga með algjörlega óbundnar hendur um hugsan- lega þátttöku í nýrri ríkisstjórn. En við munum ekki nú, frekar en fyrir þremur árum eða endranær, taka þátt í ríkisstjórn sem við höfum ekki rökstudda ástæðu til að ætla að takist á við þau geigvænlegu vandamál sem við okkur blasa. Við sjálfstæðismenn munum í þeim efn- um byggja á kosningayfirlýsingu okkar og landsfundar- og flokksráðssamþykktum. Efnahagsmálin og baráttan gegn verð- bólgunni hljóta að verða forgangsverkefni. Þjóðarátak er forsenda þess að verðbólgu verði náð niður og ekki sé meiru eytt en aflað er. Við viljum að ríkið gangi á undan með því að draga úr eyðslu sinni og skatt- heimtu. Fyrr er ekki hægt að gera kröfu til alls almennings. Við viljum að svigrúm einstaklinga verði aukið og framtak þeirra leyst úr læð- ingi. Það er ótrúiegt hvað framtak ein- staklinga, hugvit þeirra, fær áorkað miðað við fyrirskipanir að ofan og skrifborðsúr- lausnir stjórnvalda. Við viljum að atvinnuvegum og atvinnu- fyrirtækjum séu sköpuð starfsskilyrði svo að þau verði rekin með hagnaði til þess að geta borgað hærra kaup og til þess að tryggja atvinnu fyrir alla. Við viljum efla samkeppni og frjálsa verðmyndun til þess að lækka verð á vör- um og þjónustu. Við viljum að launþegar og vinnuveit- endur semji um kaup og kjör er samræm- ist getu atvinnuveganna og á eigin ábyrgð. Við viijum að þeir sem stjórna atvinnu- fyrirtækjum, þeir sem eru í forsvari fyrir hagsmunasamtökum eða stjórnmálaflokk- um og hver einstaklingur fyrir sig beri ábyrgð á gjörðum sínum. Aðeins með þeim hætti leiðum við þjóðina frá upplausn til ábyrgðar. I kosningayfirlýsingu okkar er lögð áhersla á að eign fyrir alla er og verður megin markmið Sjálfstæðisflokksins. í því skyni er sérstök ástæða að nefna tvennt. Annars vegar verði einstaklingum gert kleift að koma sér upp eigin íbúð og þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð fái 80% lán með betri kjörum en aðrir. Sjálfs- eign í eigin íbúð er grundvöllur og for- senda sjálfsákvörðunar og sjálfstæðis ein- staklinganna. Hins vegar er einnig gert ráð fyrir því í kosningayfirlýsingunni að sparnaður í formi hlutdeildar í atvinnufyrirtækjum verði jafngildur öðrum sparnaði og ekki síður að tekjuskattur á almennar launa- tekjur verði afnuminn og tekjum hjóna verði skipt milli þeirra fyrir álagningu skatts. Og umráðaréttur einstaklinga og heimila á eigin aflafé er forsenda þess að menn geti markað sér lífs- og starfsferil í þágu þjóðarheildarinnar, að menn séu hvattir til verðmætasköpunar sjálfum sér til góða sem um leið verður heildinni til hagsbóta. I kosningayfirlýsingunni er mikil áhersla lögð á atvinnumál, nýtingu orku- linda, stóriðju og almenna iðnvæðingu á vegum smærri sem stærri fyrirtækja. Og mikilvægasta byggðamálið er stórátak í samgöngumálum, varanlegri vegagerð og endurbótum samgangna í lofti og á sjó. f kafla kosningayfirlýsingarinnar um bætt mannlíf er lögð áhersla á að treyst verði undirstaða heimila og fjölskyldna og í því skyni verði foreldrum gert kleift að skipta með sér uppeldi hinnar ungu kyn- slóðar, sem þau bera ábyrgð á. Sækjum fram til betri tíma Herra fundarstjóri, ágætu fundarmenn. Hér gefst ekki tækifæri til að hafa lengra mál um kosningayfirlýsingu okkar sjálfstæðismanna, en yfirlýsingin og sjálfstæðisstefnan í heild er það leiðarljós sem við munum hafa til lausnar þeim verkefnum sem okkar bíða að leysa. Vinstri flokkarnir hafa leitt okkur í ógöngur. Eflum því einn flokk til ábyrgð- ar, Sjálfstæðisflokkinn sem fyrr hefur sýnt að hann er sú kjölfesta og frumkvæð- isafl sem þjóðin þarfnast til forystu. Við sjálfstæðismenn um land allt vil ég segja þetta: Við höfum þolað saman bæði súrt og sætt síðastliðin 10 ár, þann tíma sem ég hef gegnt formennsku í Sjálfstæð- isflokknum. Við höfum unnið mikla kosn- ingasigra og við höfum orðið að þola mikla ósigra. Nú göngum við sameinaðir sjálfstæð- ismenn til baráttu á ný af þeirri reisn og með þeim baráttuvilja, sem einkennt hefur Sjálfstæðisflokkinn alla tíð. Við skulum ganga til þessarar baráttu með því hugar- fari að nú sækjum við fram til nýrri og betri tíma í sögu flokks okkar og þjóðar- innar allrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.