Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Úthlutun lista- bókstafa lokið LANDSKJÖRSTJÓRN hefur úthlut- aö listabókstöfum í kjördæmum landsins viö alþingiskosningarnar 23. apríl næstkomandi. f fréttatil- kynningu frá landskjörstjórn segir, að samkvæmt tilkynningum yfirkjör- stjórna í öllum kjördæmum lands- ins, veröi þessir listar í kjöri: A-listi Alþýðuflokksins, B-listi Framsóknarflokksins, C-listi Framkvæmdastjóri Listahátíðar: Sex sækja um starfið SEX MANNS sóttu um starf fram- kvæmdastjóra Listahátíðar, en um- sóknarfrestur rann nýlega út. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Þorkatli Sigur- björnssyni, formanni fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar, sóttu eftirtaldir um starfið: Ás- laug Ragnars, Bjarni Ólafsson, Bryndís Schram, Guðbrandur Gíslason, Júlíus Vífill Ingvarsson og Stefán Finnbogason. Afstaða til þessara umsókna verður tekin á fundi stjórnarinnar næstkomandi mánudag. Bandalags jafnaðarmanna, D-listi Sjálfstæðisflokksins og G-listi Al- þýðubandalagsins. Auk ofangreindra lista verða í eftirtöldum kiördæmum þessir listar í kjöri: I Reykjavík V-listi Samtaka um kvennalista, í Reykjaneskjördæmi V-listi Sam- taka um kvennalista, í Norður- landskjördæmi eystra V-listi Samtaka um kvennalista, í Norðurlandskjördæmi vestra BB-listi sérframboðs framsókn- armanna og í Vestfjarðakjördæmi T-listi utan flokka, sérframboð sjálfstæðra. Aðstandendur þess lista óskuðu eftir því, að hann fengi að heita T-listi sérframboð sjálfstæðismanna, en því var mót- mælt af hálfu D-listans, lista Sjálfstæðisflokksins, og hafnaði þá yfirkjörstjórn Vestfjarða- kjördæmis þeirri merkingu. Guð- mundur Sigurjónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, sagði í samtali við Mbl., að stjórnmála- fiokkarnir nytu verndar sam- kvæmt lögum og hefði yfirkjör- stjórn fallizt á þau rök aðstand- enda D-listans, að orðið sjálfstæð- ismenn í heiti T-listans skapaði hættu á ruglingi milli hans og lista Sjálfstæðisflokksins og því hefði yfirkjörstjórnin úrskurðað T-listanum það heiti, sem var varakrafa aðstandenda hans, sér- framboð sjálfstæðra. Páll Pétursson: Ingólfur ekki á þing þó þeir fengju þrjú B „ÚT AF fyrir sig skiptir þetta ekki nokkru máli upp á atkvæðamagnið, en þaö skiptir máli fyrir innviði Framsóknarflokksins. Eg tel aö „göngumenn'* heföu ekki verið í neinum vandræðum með að kenna kjósendum listans annan staf, en þeir eru alveg jafnfjarri því að koma Ingólfi Guðnasyni á þing og þó þeir hefðu fengið þrjú B. Eiginlega er ég fegnastur því að þeir skyldu ekki gera kröfu til þess að fá PP, upphafsstafina mína, því gegn mér er listinn borinn fram,“ sagði Páll Pétursson formaður þingflokks Framsóknarflokksins og efsti maður B-listans í Norðurlandskjördæmi vestra, er hann var spurður álits á ákvörðun landskjörstjórnar að láta úrskurð yfirkjörstjórnar kjördæmisins um að „göngumenn" fái merking- una BB á lista sinn gilda. Páll sagði ennfremur: „Við höf- um ekki sent framkvæmdastjórn flokksins nein formleg mótmæli, enda veit ég ekki hvort það leiðir til neins. Hins vegar drögum við enga dul á það að okkur þykir þessi íhlutun framkvæmdastjórn- ar í innri málefni flokksins í kjör- dæminu vera bæði óviturleg og ódrengileg. Það var fullkomlega löglega staðið að okkar framboði og við teljum okkur hafa átt heimtingu á því að framkvæmda- stjórnin virti niðurstöðu kjör- dæmissambandsstjórnar. Ég vil ekkert segja um hvaða afleiðingar þetta hefur innan flokksins en ég geri ráð fyrir, að áður en næst verður stillt upp verði gengið frá því hver það sé sem beri ábyrgð- ina.“ Páll sagðist ekki hafa séð niðurstöður landskjörstjórnar, en eins og komið hefur fram í frétt- um, áfrýjaði stjórn kjördæmis- sambands Framsóknar í kjör- dæminu úrskurði yfirkjörstjórn- ar. Páll sagði: „Þeir byggja víst á að þeir séu ekki hæstiréttur í mál- inu, en þá hefðu þeir heldur ekki átt að vera svona lengi að af- greiða málið. Þeir samþykkja víst að láta þetta standa og skjóta sér á bak við orðalag niðurlags 27. greinar þar sem segir að yfirkjör- stjórn skuli úrskurða listabók- stafi Og landskjörstjórn úthluti uppbótarsætum í samræmi við það. Valdið sé þar með sett undir yfirkjörstjórn ekki landskjör- stjórn. Hins vegar eigi landskjör- stjórn að úrskurða, séu það flokk- ar sem takast á.“ Utvarpið: Breyting á lestri orystugreina ÚTVARPSRÁÐ hefur samþykkt að breyta fyrirkomulagi því sem verið hefur á við upplestur úr forystugrein- um dagblaða og landsmálablaða í útvarpi. Breytingin er í því fólgin að ágrip af forystugreinunum verða lesin að loknum veðurfréttum, sem lesnar eru klukkan 10.10 á morgnana, en hingað til hafa ágripin verið lesin fyrr um morgn- ana. Þá verður samning útdráttar úr leiðurunum ekki lengur I hönd- um fréttastofu útvarpsins, heldur hefur Páll Heiðar Jónsson verið ráðinn til þess að vinna þá vinnu. Útdrátturinn verður unninn fyrr um morguninn, þannig að lesið er úr forystugreinum blaðanna sem út koma þá um daginn. Þessi breyting á meðferð leiðara í útvarpi tekur gildi næstkomandi þriðjudag. Ólafur Ragnar Grfmsson Bessí Jóhannsdóttir Vinnustaðafundur í ísbiminum: Mikið spurt um húsnæd- ismál og skattalækkanir GEIR Hallgrímsson og Bessí Jóhannsdóttir, frambjóðend- ur Sjálfstæðisflokksins við Alþingiskosningarnar í Reykjavík, sóttu starfsfólk ísbjarnarins heim í hádeginu í gær og kynntu þar stefnu Sjálfstæðisflokksins. Svo bar við, að ólafur Ragnar Grímsson, frambjóðandi Al- þýðubandalags í Reykjavík, kom í ísbjörninn á sama tíma. Eftir að þessir þrír fram- bjóðendur höfðu sagt nokkur orð, báru starfsmenn fram ýmsar fyrirspurnir og bentu þær til þess að stefnumál Sjálfstæðisflokksins í hús- næðismálum og skattamál- um hefðu vakið athygli. Eyjafjörður líklegur staður fyrir nýtt álver — Athugun iðnaðarráðuneytisins bendir til að íslenzk álverksmiðja myndi skila „viðunandi arðsemi“ NIÐURSTÖÐUR á athugunum á hagkvæmni og stofnkostnaði álverk- smiðju í Eyjafirði annars vegar og við Vogastapa hins vegar benda til þess, að lítill munur sé á því hvor staðurinn verði valinn. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru hugmyndir uppi um það í iðnaðarráðuneytinu að Arnarneshreppur í Eyjafirði verði fyrir valinu verði af bygg- ingu nýrrar álverksmiðju hér- lendis. Að vísu er sá kostur talinn eilítið óhagstæðari, en á móti koma byggðasjónarmið. Þessir tveir kostir hafa í seinni tíð eink- um verið athugaðir í þessu sam- bandi, en upphaflega voru 10 staðir nefndir sem hugsanlegir valkostir. Varðandi Eyjafjörðinn er þess að geta, að heimamenn hafa enn ekki gert upp hug sinn í sambandi við það mál. Ýmsir þar um slóðir eru andvígir stóriðju við fjörðinn og telja hana skaða lífríkið. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Staðarvalsnefndar, sem búist er við að verði kynnt á næstunni, samkvæmt því sem blaðið fékk upplýst í gær. Meginniðurstaða athugunar iðnaðarráðuneytisins á hag- kvæmni þess að reisa álverk- smiðju hér á landi er sú, að ís- lenzk álverksmiðja muni skila viðunandi arðsemi miðað við nú- verandi markaðsástand. I til- kynningu frá iðnaðarráðuneytinu segir að hagkvæmniathugunin hafi miðast við rekstur 130 þús- und tonna verksmiðju, sem byggð yrði í tveimur 65 þúsund tonna áföngum. í seinni áfanga vár einnig gert ráð fyrir byggingu rafskautaverksmiðju. Gert var ráð fyrir að öll hráefni yrðu flutt erlendis frá á heimsmarkaðsverði, og að framleiðslan yrði seld til útflutnipgs, en á seinni stigum kæmi vel til álita frekari úr- vinnsla hér á landi. Heildarstofnkostnaður ál- verksmiðju af þessu tagi, að raf- skautaverksmiðju meðtalinni, er áætlaður um 410 milljónir Banda- ríkjadala án vaxta á byggingar- tíma og án rekstrarfjármagns. Orkunotkun er áætluð um 1.950 gígawattstundir á ári. Starfs- mannafjöldi í fyrri áfanga yrði um 295 manns og um 565 manns þegar hún yrði fullbyggð. Gert var ráð fyrir fullkomnustu meng- unarvörnum og framleiðslutækni, sem er með því bezta sem þekkist í heiminum í dag, segir í frétta- tilkynningu ráðuneytisins. Til viðmiðunar við gerð stofn- kostnaðaráætlana var gerður samanburður á staðsetningu verksmiðjunnar á tveimur stöð- um, þ.e. við Vogastapa á Reykja- nesi og í Arnarneshreppi í Eyja- firði. Reyndist mjög lítill munur á stofnkostnaði verksmiðju á þess- um tveimur stöðum. Hagkvæmni- athugunin var unnin á vegum norska fyrirtækisins Ardal & Sunndal Verk í samráði við Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.