Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Ur tónlistarlifinu eftir MARGRÉTI HEINREKSDÓTTUR • • SONGHATIÐ ’83 • Tónlistarskólinn og Tónlistarfé- lagið í Reykjavík hafa nu í undirbún- ingi að bæta okkur upp, að ekki er Listahátíð í ár, og njóta til þess stuðnings Flugleiða og Sparisjóðs Reykjavfkur og nágrennis. Er ætlun- in að efna til Sönghátíðar um mán- aðamótin júní—júlí, þar sem fjórir heiraskunnir listamenn halda hljómleika og námskeið í Ijóðasöng og píanóleik með slíkum söng. Eru þetta söngvararnir Elly Ameling, Glenda Maurice og Gérard Souzay og píanóleikarinn Dalton Baldwin, sem leikur með þeim öllum á hljóm- lcikum. Glenda Maurice er sú eina þessara raiklu listamanna, sem ekki hefur áður komið hingað til lands; hinir þrír eiga hér stóran, tryggan aðdáendahóp meðal íslenzkra hljómleikagesta, — og sem kunnugt er hafa þeir Souzay og Baldwin tvisvar áður haldið hér námskeið fyrir íslenzka söngvara. • Undirbúningur þessarar hátíð- ar hefur verið í höndum þeirra Rutar Magnússon, söngkonu, Hauks Gröndals, framkvæmda- stjóra Tónlistarfélagsins, og Hall- dórs Hansens, læknis, sem hefur haft milligöngu um að fá lista- mennina hingað. Að sögn Halldórs verður nám- skeiðið frá sunnudeginum 26. júní til föstudagsins 1. júlí og verður kennt bæði fyrir og eftir hádegi, en hljómleikarnir verða á kvöldin; Souzay syngur 27. júní, Glenda Maurice kvöldið eftir og Elly Am- eling 30. júní. Dalton Baldwin leikur með þeim öllum. Á föstu- dagskvöldið 1. júlí verða tónleikar nemenda á námskeiðinu. Gert er ráð fyrir erlendum þátttakendum á námskeiðið þótt meirihlutinn verði væntanlega ís- lenzkir söngvarar og píanóleikar- ar. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður og þvi nauðsynlegt, sagði Halldór, að þeir íslensku listamenn, sem hafa áhuga á þátttöku, gæti þess vel að sækja um, áður en umsóknarfrestur er á enda, en hann er til 31. mars. Það er líka ástæða til að vekja athygli á því, að unnt er að greiða þátttökugjaldið og miða á alla tónleikana fyrir þann tíma og tryggja sig þar með gegn hækkun- um, sem líklega eru óumflýjanleg- ar vegna þess hve mikill hluti kostnaðarins við hátíðina er bund- inn við dollara og gengi hans leit- ar stöðugt upp á við miðað við ís- lensku krónuna. Fyrirkomulag námskeiðsins verður með svipuðum hætti og verið hefur á fyrri námskeiðum þeirra Souzays og Baldwins, — hóptímar hjá hverjum kennara, fyrir sig en sérhverjum þátttak- anda leiðbeint sérstaklega. Einnig er gert ráð fyrir takmörkuðum hópi áheyrenda, áhugamönnum um ljóðasöng. Verður dagskránni hagað þannig, að hóptímar rekist ekki á, svo að þátttakendur hafi tækifæri til að hlusta á þá alla. Þau Gerard Souzay og Elly Amel- ing munu leiðbeina sérstaklega um meðferð þýskra og franskra ljóðasöngva en Glenda Maurice um meðferð enskra og amerískra ljóðasöngva, auk sviðsframkomu á tónleikum. Dalton Baldwin leið- Elly Ameling % Gérald Souzay Dalton Baldwin Hugmyndin frá Dalton Baldwin komin Sú spurning kann að vakna hjá ýms- um, hvernig standi á afskiptum barna- læknisins Halldórs Hansens af þessari sönghátíð Tónlistarskólans og Tónlistar- félagsins, því líklega vita færri en ekki, að hann er einn af okkar mestu áhuga- og kunnáttumönnum um ljóðasöng. Hann á auk þess marga kunna söngvara sem aðra tónlistarmenn að vinum og kunningjum, þar á meðal þá, sem hingað koma í sumar, og hefur haldið fyrirlestra um norræna ljóðatónlist á söngnámskeiðum þeirra Gerard Souzays og Dalton Bald- wins erlendis. Og það er einmitt vegna þessara persónulegu kynna, sem þeir Souzay og Baldwin hafa haldið námskeið sín hér og að sönghátíðin er í vændum. „Hugmyndin er upphaflega frá Dalton Baldwin komin, vini mínum um 25—30 ára skeið," sagði Halldór, þegar ég bað hann að segja okkur svolítið frá þessu. „Baldwin hefur komið hingað til lands öðru hverju og hóf máls á því fyrir nokkrum árum að halda hér söngnámskeið eins og hann hafði þá staðið fyrir víða um heim. í fyrstu fannst mér þetta nánast fráleit hugmynd, en ræddi málið við Jón Nordal, tónskáld, skólastjóra Tónlist- arskólans, og hann sýndi hug- myndinni strax áhuga. Hún fékk svo byr undir vængi eftir að Rut Magnússon, söngkona, hafði komið á námskeið hjá þeim Baldwin og Souzay í New Jersey í Bandaríkjunum. Souzay reyndist reiðubúinn að taka þátt í þessu og nú bætast við tvær frábærar söngkonur, þær Elly Ameling og Glenda Maurice. Er ætlunin að hafa þetta stærra í sniðum að þessu sinni og vonum við, að vel takizt til.“ • Ljóðatónlist, tungumál og börn Áhugi Halldórs Hansens á ljóðasöng á rætur að rekja allt til bernsku og unglingsáranna, að hann sagði. „Ég fékk snemma mikinn áhuga á að hlusta á alls- konar tónlist; lærði þó lítið sjálf- ur annað en að spila á píanó, eins og gekk og gerðist, og minn- ist þess ekki, að sérstakur tón- listaráhugi væri í umhverfi mínu á uppvaxtarárunum. Hinsvegar var ég oft veikur sem barn, lá rúmfastur og undi mér þá við músík og eignaðist fljótt talsvert af hljómplötum. Ljóða- tónlistin varð mér æ kærari með aldrinum. Kannski meðal annars vegna þess, að ég hafði mjög gaman af tungumálum og ljóð- skáldskap og fékk áhuga á að kynnast því, hvernig ljóðasöng- urinn sem listform hefði vaxið upp af þjóðlaginu. Segja má, að það hafi gerzt með tilkomu píanósins sem heimilishljóðfæris, það gaf aukna möguleika til undirleiks og stuðlaði að útbreiðslu þessa tónlistarforms. Ljóðatónlistin er afsprengi rómantíska tímabils- ins í músík, hún spratt upp úr ljóða- og söngmenningu þjóð- anna með mismunandi hætti á hverjum stað, nátengd mismun- andi litbrigðum hverrar tungu og þeim tjáningarmáta, sem ein- kenndi tilfinningalíf hverrar þjóðar. Þetta listform nær yfir afar vítt litróf og svo margvísleg til- brigði tilfinninga, langt umfram þau, sem felast í orðum ljóðsins einum, og flutningur Ijóðasöngs segir margt um hjarta og sál listamannsins, sem flytur. Áhugi minn á ljóðasöng teng- ist kannski líka áhuga mínum á börnum," bætir Halldór við, „þau geta ekki tjáð sig með orð- um einum heldur verður að lesa af öllu látbragði þeirra, hvernig þau finna til. Þannig byggist ljóðasöngur á svo mörgu öðru en fegurð og styrk raddarinnar, ljóðin krefjast mun blæbrigða- ríkari meðferðar en til dæmis óperan, sem gerir hinsvegar ef til vill meiri kröfur til raddar- innar sem slíkrar." • Tengist tilkomu píanósins sem heimilishljóðfæris Nú var tónlist fyrri tíma mjög svo stéttskipt, annars vegar Halldór Hansen, læknlr (tU hcfri), áaamt Ijóóaaöngkenunni Margaritu Zimmermann, sem hér sttng fyrir skömmu, og píanóleikaranum Dalton Baldwin, sem lék meó henni i hljómleikunum. tónlist hirðanna, hinsvegar al- mennings, og sönglagið almenn- ingseign áður fyrr, hvar kemur ljóðasöngurinn sem sérstaklega fágað listform inn í þá mynd? „Segja má, að ljóðasönginn megi rekja til tímabilsins um og upp úr stjórnarbyltingunni frönsku eða þeirra menning- arstrauma, sem fylgdu þeim þjóðfélagshræringum, en hún náði sér verulega á strik í Vín- arborg eftir tíiha Napóleons. Haydn og Mozart höfðu skrifað Ijóðasöngva á 18. öldinni en Beethoven semur sín aðalljóð skömmu eftir aldamótin 1800. Síðan koma ljóðasöngvar Schu- berts, sem breiddust ört út, en voru upphaflega einkum sungnir í vina- og kunningjahópum hans í heimahúsum og á stofutónleik- um í Vínarborg. Á þessum tíma fer vaxandi borgarastétt að fá aukna hlutdeild í menningarlíf- inu, hún eykst með tilkomu pían- ósins sem heimilishljóðfæris, já, ætli megi ekki segja, að ljóða- söngurinn sé upphaflega eins- konar miðstéttartónlist. Þegar fram í sækir verður hún fyrir áhrifum vaxandi vísindahugsun- ar í tónsköpun, það er farið að gera aðrar kröfur um túlkun og tjáningarmáta. Fyrst er allsráð- andi það sem kalla mætti stróf- ísk ljóð, sama melódían var sungin við öll erindi sama ljóðs. Svo breyttist hún eftir efni ljóðsins, fyrst með áherzlu og styrkleikabreytingum, en síðan lagar tónsköpunin sjálf sig eftir efninu, frá einu erindi til annars. Bæði franskur og þýzkur ljóða- söngur er þannig uppbyggður." • Ekki lítil lyfti- stöng fámennri þjóð Persónuleg kynni Halldórs og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.