Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS t\y í/-JvuT7Í&í-uhw*. UL 1 Hvers vegna mót- mælti enginn þess um ósannindum? Mundi meö gleði taka stjórn þessa félags að sér A.E. skrifar: „Velvakandi. Ég er bara gömul einmana I kona, en er i byggingarfélagi Sam- taka aldraðra t Reykjavik, hef ver- ið í því félagi frá upphafi og greitt mitt árlega félagsgjald. Eg hef beðið eftir íbúð, sem mér hentar, í fjölmennu öldrunarhúsi, með fé- lagslegri aðstöðu, svo að mér leið- ist ekki síðustu elliárin. Kemur heim og sam- an við reynslu mína Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfrandi að segja: — Ég las smápistil í dálkum Velvakanda á laugardag, 19. mars. Það er göm- ul, einmana kona sem skrifar hann og segist hafa verið í bygg- ingarfélagi Samtaka aldraðra í Reykjavík í um áratug. Segist hún jafnframt hafa borgað fé- lagsgjöld sín skilvislega allar þennan tíma, en sjái ekki bóla á neinum efndum félagsstjórnar- innar á loforðum þeim sem gefin hafa verið. Loks hvetur gamla konan til þess að ættingjar fé- lagsmanna taki að sér stjórn fé- lagsins, því að ekki stoði að bíða eftir efndum á loforðum sem vit- að sé að verði svikin. Ég verð að segja það að saga gömlu konunn- ar kemur í öllum greinum heim og saman við reynslu mína af vist í þessu félagi. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort stjórn félagsins ætli ekki að láta svo lít- ið að svara þessu bréfi konunnar. Mér finnst það vel svara vert. Sóley Jónsdóttir, Akureyri skrifar: „Skírnin er sáttmáli Guðs við manninn," segir Ólafur Jóhannsson í grein í Velvakanda þ. 18. febrúar. Þó að athöfnin, þ.e. barnaskírnin, þekk- ist ekki í Guðs orði, Biblíunni, segir guðfræðingurinn, að hún sé „sátt- máli Guðs við manninn". Guðfræðingar kirkjunnar hafa mikið dálæti á að setja orð eins og „sáttmáli", „náð“, „fyrirheit" og „gjöf“ í samband við barnaskirnina. En það er ekki rétt eða raunhæft að tengja þessi fallegu orð athöfn, sem ekki fyrirfinnst í Guðs orði, Biblí- unni. Ólafur telur, að ég misskilji text- ann í Matteusar guðspjalli 28.19., vegna þess að ég þekki ekki frum- málið, og segir, að í frummálinu standi „skírandi" ... „kennandi" ... Mér finnst það harla einkennilegt að vitna í beina þýðingu úr frummál- inu, en sleppa fornöfnunum, sem vis- sulega standa þar. Það er „skírandi“ „þá“ (lærisveinana), „kennandi" „þeim“ (lærisveinunum). Þetta breytir engu um það sem ég var að benda á, að skíra ætti lærisveinana. Biblían kennir ekki, að „skírnin + fræðslan" geri menn að lærisvein- um, eins og Ólafur segir að skilja beri textann. Það kemur greinilega fram í Biblíunni, að aðeins þeir, sem tóku trú á Drottin Jesú, voru skírðir (sjá Post. 8.12. og Post 18.8.). Það mátti meira að segja ekki skíra, nema trúin væri til staðar (sbr. Post. 8.37.) Að dómi Ólafs er það „Mjög rangt" að leita til Guðs orðs, Postulasög- unnar, til að fá fræðslu og fyrir- myndir í safnaðarstarfi. Ég veit þó ekki betur en að brýnt sé fyrir guð- fræðingum kirkjunnar að halda sér við kenningu postulanna, eins og hana er að finna í hinum postullegu ritum. Við lesum í Guðs orði: „Látið það vera stöðugt í yður, sem þér haf- ið heyrt frá upphafi.“ (1. Jóh. 2.24.) Ólafur segir í grein sinni: „ ... en hvergi (þ.e. í Biblíunni) er heldur tekið fram, að ekki eigi að skíra ungbörn". í Biblíunni er boðið að skíra „iærisveinana“, Matt. 28.19. Þá er það augljóst, að ekki á að skíra ungbörn. Guðfræðingar kirkjunnar halda þeirri kenningu sinni mikið á loft, að Guð taki barnið að sér í skírninni og í hinni nýju kirkjuhandbók stendur á bls. 107—108 í lið 2. Ávarp, að eft- irfarandi orð standi í Heilagri ritn- ingu: „Hann tekur oss að sér í heil- agri skírn, að vér verðum hans eign og börn vors himneska föður í eilífu ríki hans.“ Þetta er ekki rétt. Þessi orð standa hvergi í Heilagri ritningu. Kirkjuþing og prestastefna samþykktu gerð handbókarinnnar. Spurningin verður þvi þessi: Hvers vegna mótmælti enginn þessum ósannindum?" Fossinn heitir Ýrufoss Cuðrún Kristfn Magnúsdóttir skrif- ar: „Örnefnin okkar eru dýrmætur arfur. Foss einn er í Sogi, sem heitir Ýrufoss, kenndur við úða sinn. Nú ber svo til, að stöð Landsvirkjunar þar rétt hjá heitir írafoss, en þarna fara ekki sögur af neinum írum. Á vegvísum Vegagerðar stendur einnig Irafoss, því að þeir benda til stöðvar- innar, en ekki fossins. Reynt hefur verið að fá þessu breytt í Ýrufoss, hið fallega upprunalega örnefni, en ekki tekist. Ennfremur eigum við skip, sem ber nafnið írafoss, í höfuðið á ein- hverjum írum, sem aldrei voru uppi. Gætum örnefnanna okkar vel. Þau eru dýrmæt arfleifð." horfi um þær almennu breytingar „kommúnismans/ sósíalismans" sem áttu að hafa sjálfsagt haft „heimssögulegt gildi". Það styttist óðum í næsta þjóðhátíðardag Pólverja, og væri því e.t.v. skyn- samlegast að bíða þess tíma til að gefa skýrslu um hin tvö feitu ár, sem liðið hafa frá því að greinin „lítil hugleiðing um Pólverja í til- efni af þjóðhátíðardegi þeirra 22. júlí,“ 1981 birtist í Morgunblaðinu. En sleppum H.H. í bili. Sem bet- ur fer eru fleiri íslendingar (?), sem bera sanna umhyggju fyrir Pólverjum. Eitt af kærleiksblóm- um þjóðarinnar, Jún Múli Árna- son, lætur hafa eftir sér í D&V 15. des. 1981: „Hef undrast langlund- argeð pólskra kommúnista að vera ekki fyrir lifandi löngu búnir að taka í lurginn á kaþólskum gagn- byltingarsveitum, auðvaldsagent- um og fasiskum ruslaralýð." Ja, so. Minna mætti nú gagn gera, enda er hluti af framhaldinu svo: „Ég vona að ráðstafanirnar komi ekki of seint til þess að bæta fyrir skemmdarverk fyrirrnefnds hyskis og Pólverjar fái að byggja æ feg- urra þjóðlíf undir forystu Komm- únistaflokks Póllands. Hann lengi lifi!.“ Nú gæti margur spurt: Hvers vegna skrifar N.N., en ekki að birta fullt nafn. Svarið er einfalt; ég er hræddur. Ég er maður á miðjum aldri og á konu og frekar ung börn. Hverju hlífir dómstóll götunnar, þegar hann nær völd- um? Gæti hann ekki hvenær sem UCBLMJIU A V l>IR ÞRlDil DACIR II IHM MBER Wíi j«. Mftfe *nw» -V«^ >141**» ffftfti o4 nl .« 1,1, t,n \krmmév*tfk hmifM Jofi Múfi Amason: Hef undrazt langtundar- geð pólskra kommúnista — ad vera ekki tyrir Irfandi löngu búnir aó ska í lurginn á kaþolskum gagnbyltingarsveilum, auðvaldsagentum og fasískum nislaraiyð ,íunj„ffr.v i-.'Mi, k»»mn,uni'tj. jn m,An hrMinA BjiHljrtk .,nnj j fttljnn — . js' „* Jj>' j.' r>, J>' ><u rik l>Jl» 1>» |*jA >riáft> • • hu' j r> J.' er náð völdum hér á fslandi meðan við höfum innanborðs á þjóðar- skútunni, menn sem dýrka ofbeld- ið, eins og þá, sem nefndir eru hér að framan? Þeir eru fleiri en margur hyggur og munu koma fram úr skúmaskotunum, þegar jarðvegurinn hefur verið nægilega vel plægður. Nöfn okkar, þessa „hyskis", eru skráð ekkert síður hér en í Póllandi og víðar, hvort heldur var hjá Hitler eða Stalín. Eða veitti enginn athygli útvarps- erindi Svans Kristjánssonar próf- essors, sunnud. 6. febr. sl. Þar geri hann grein fyrir heimsskoðun og lífsstefnu Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar um hina vopnuðu byltingu. Þeir eru báðir enn á lífi og eru guðfeður og á- trúnaðargoð, þótt litið beri á þeim að sinni, og að íslenskir kommún- istar kjósi að dulbúa sig undir öðr- um heitum. Kommúnistar i lýð- ræðisríki þurfa ekkert að óttast, en margir hafa þeir fallið um leið og hugsjón þeirra hefur ræst; ver- ið settir undir lás og slá eða hreinlega verið slátrað líkt og Weru Hertz á sínum tíma. Það er satt, ég er hræddur; óttast þetta vald. Kannski að Haukur Helga- son geti með næstu skýrslu um Póllands gefið okkur skýrslu um blessun kommúnismans, þar sem hann ræður ríkjum? N.N. P.S. í dag 28. febr. heyrðum við í há- degisfréttum útvarpsins seiðandi rödd Jóns Múla lesa upp frekari fagnaðarboðskap frá Póllandi: Jarowselzki fyrirskipar nýjar að- gerðir gegn hyskinu. „Lengi lifi kommúnistaflokkur Póllands." En hvernig er það. Er ekkert íslenskt-afganskt menningarfélag til, svo að við gætum einnig fengið sannar fregnir þaðan? Einhver hlyti þá formaðurinn að vera. OG EFMISMEIRA BLAÐ! PLÖNTUR OG DÝR í HÆTTU — rætt viö Eyþór Einarsson HEIMSÓKN í MENNINGARMIÐSTÖÐ ALEXANDREA GERÐI SÉR DÆLT VIÐ ÞINGMENNINA HVERJAR ERU STAÐREYNDIRNAR UM KVIKMYNDINA „TÝNDUR? BÍLAR HRÆRINGUR PASSÍUSÁLMARNIR OG HALLGRÍMUR PÉTURSSON CAT PEOPLE —um kvikmyndina ÆTTARÓÐALIÐ REBECCA WEST HERZOG ÍSRAELSFORSETI —svipmynd á sunnidegi POTTARÍM — Reykjavíkurbréf — Popp — Velvakandi — A drottins degi — Á förnum vegi Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.