Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 V erkamannaflokk- urinn vann öruggan sigur í Darlington Darlington, 25. mars. AP. BRESKI verkamannaflokkurinn náði að halda þingsæti sínu í Darlington eftir mjög harðar og tvísýnar sérkosn- ingar þar í gær, og leiðtogi flokksins, Michael Foot, túikaðí kosningasigur- inn sem mótmæli kjósenda gegn hinu mikla atvinnuleysi í Bretlandi. Breska íhaldsflokknum, sem í fyrstu skoðanakönnunum var spáð þriðja sætinu í sérkosningunum, tókst að ná öðru sætinu og bjarga þar með andlitinu. Eftir þessi úrslit eru líkur taldar á því, að efnt verði til þingkosninga í Bretlandi nokkru fyrr en ætlað hafði verið, jafnvel strax í júní. Stjórnmálaskýrendur líta al- mennt á þriðja sæti kosninga- bandalagsins, sem verulegt áfall fyrir samsteypuna. Kosninga- bandaiagið hefur allt frá stofnun sinni fyrir 17 mánuðum reynt að rjúfa einveldi stóru flokkanna í breskum stjórnmálum. Mikil kosningaþátttaka var í Darlington eða rétt rúm 80%. Oswald O’Brien, frambjóðandi Verkamannaflokksins, hlaut 39,5% atkvæða, Michael Fallon úr íhalds- fiokknum hlaut 34,8% og frambjóð- andi kosningabandalagsins, Tony Cook, aðeins 24,5% Verkamannaflokkurinn jók for- skot sitt á íhaldsflokkinn í þessum kosningum. Þegar hann náði sætinu 1979 hlaut frambjóðandi flokksins 1.360 atkvæðum meira en frambjóð- andi íhaldsflokksins. Núna var munurinn nær helmingi meiri, eða rúm 2.400 atkvæði. Sigur Verkamannaflokksins er ekki síst talinn sigur fyrir Foot flokksleiðtoga. Hann varð fyrir harðri gagnrýni eftir herfilega út- reið flokksins í kosningunum í Bermondsey fyrir mánuði og al- mennt var svo litið á, að hann yrði að segja af sér forystuhlutverkinu ynni flokkur hans ekki sigur í Dar- lington. Bíðið eftir mér! Skemmtileg mynd, sem sýnir skátaforingjann Charles Miles í Ástralíu hlaupa sem fætur toga að flugvél, sem átti að flytja hann til sérstakra hátíðahalda í Canberra. Miles gleymdi sér um stundarsakir, en tókst að ná vélinni áður en hún lagði upp. Madríd: Saka Vesturveldin um að tefja fundi Járnbrautarslys Myndin hér að ofan sýnir flak járnbrautarlestar, sem hrapaði niður af brú þegar brúin gaf sig undan þunganum. A.m.k. 40 manns létu lífið og tugir slösuðust í þessu slysi í Bangladesh. Madrid, 25. mars. AP. HLÉ var gert á fundum Ör- yggisráðstefnu Evrópu í Madrid í dag og hefjast fundahöld að nýju þann 19. apríl. Ráðstefnan hefur stað- ið í tæpt hálft þriðja ár. Við fundarlok í dag sakaði for- seti sovésku sendinefndarinnar, Anatoli Kovaliov, fulltrúa nokk- urra ríkja um að reyna vísvit- andi að draga ráðstefnuna á langinn með öllum tiltækum ráðum. Hann tiltók ekki nein ríki í ummælum sínum. Sagði Kovaliov, að sovéska nefndin myndi nota páskaleyfið til þess að huga að orðalagi lokaniður- stöðu ráðstefnunnar. Sovétmönnum og öðrum aust- Bresku morgunblöðin full efasemda í garð ummæla Reagans: Aætlunin leiðir aðeins til enn stórkostlegri útgjalda — segir stórblaðið Guardian í leiðara sínum Lundúnum, 25. mars. AP. „Á SKEMMRI tíma en það tekur að horfa á sjónvarpsþátt Johnny Carson tilkynnti Ronald Reagan í sjón- varpsræðu áhrifamestu breytingar í varnarmálum Bandaríkjamanna frá því í síðari heimsstyrjödinni,” sagði hið virta enska dagblað The Times í leiðara sínum í morgun. Blaðið sagði ræðu Reagans hafa hljómað ótrúlega og hún gerði það enn, jafnvel þótt höfð væri hlið- sjón af harðvítugum deilum um útgjöld til varnarmála í Banda- ríkjunum. Viðbrögð Sovétmanna, sem hefðu verið snögg og dæmi- gerð fyrir andstæðinga, gæfu a.m.k. til kynna að þeir tækju um- mæli hans alvarlega. Þá sagði Times ennfremur, að yfirlýsing forsetans um nýjar víddir í vígbúnaðarkapphlaupinu væri frekar til þess fallin að vekja ugg á meðal bandaþjóða Banda- ríkjamanna fremur en hughreysta þá á þeim tímum þegar allur al- menningur krefðist þess að víg- búnaðarkapphlaupið yrði stöðvað. Önnur bresk morgunblöð tóku ekki eins djúpt í árinni, en voru að mörgu leyti sama sinnis og The Times. Daily Mail sagði m.a., að í sjálfu sér væri ástæða til að gleðj- ast yfir því að kjarnorkuvarnar- tæknin væri orðin sóknartækninni öflugri, þótt tilhugsunin um varn- arkerfi úti í geimnum væri að vissu leyti ógnvekjandi. Hryllileg tilhugsun The Guardian tók annan pól í hæðina og sagði uggvænlegt til þess að vita, að með áætlun sinni væri Reagan að leggja til fram- kvæmdir sem kostuðu svimandi háar fjárupphæðir. Sovétmenn myndu auðvitað ekki láta sitt eftir liggja og koma sér upp sams konar búnaði. Allt bramboltið myndi að- eins leiða til enn stórkostlegri út- gjalda til hernaðarmála í heimin- um en fyrr. „Þetta er hryllieg til- hugsun," sagði Guardian ennfrem- ur. V-Þýska stjórnin sagði í opin- Ræða Reagans var harðlega gagnrýnd í Austur-Evrópu Vínarborg, 25. mars. AP. RÆÐA RONALD Reagans, Banda- ríkjaforseta, hefur mætt harðri gagn- rýni hvarvetna í Austur-Evrópu. Hafa flokksblöðin í kommúnista- ríkjunum hvert ofan í annað sakað forsetann um að leiða vígbúnaðar- kapphlaupið inn á nýjar og óæski- legar brautir. „Forsetinn hefur gefið grænt ljós á framkvæmdir við áætlun um varnarkerfi Bandaríkjamanna úti í himingeimn.um,“ sagði mál- gagn búlgarska kommúnista- flokksins. Þá sagði opinbera fréttastofan í Búlgaríu í frétt sinni, að augljóst væri, að forset- inn væri reiðubúinn að gera hvað sem hugsast gæti til að tryggja hernaðaryfirburði Vesturveld- anna. Svipaður tónn var í málgögnum tékknesku og ungversku kommún- istaflokkanna og málgagn júgó- slavneska kommúnistaflokksins sagði áætlun Reagans aðeins stuðla að þverrandi trausti í sam- skiptum stórveldanna. berri yfirlýsingu í dag, að hún tæki það sem gefinn hlut, að hags- munir bandamanna Bandaríkja- manna í Evrópu væru hafðir í huga í hinni nýju og „framtíðar- kenndu" varnaráætlun Reagans forseta. Stjórnin fagnaði því, að áætlun Bandaríkjanna miðaði fyrst og fremst að vörnum lands- ins og þar með væri undirstrikuð sú afstaða Bandaríkjamanna, að þeir ætluðu ekki að stíga fyrsta skrefið ef til styrjaldar kæmi. De Telegraf í Amsterdam sagði áætlun Reagans vera byltingar- kennda og hún myndi vafalítið verða til þess að kynda enn frekar undir umræðum um vígbúnaðar- kapphlaupið. Sagði blaðið einnig vafasamt, að bandarískur almenn- ingur myndi nokkru sinni sam- þykkja þau útgjöld sem óhjá- kvæmilega yrðu í tengslum við þessa áætlun. antjaldsríkjum hefur verið mik- ið í mun að ljúka ráðstefnunni sem allra fyrst svo hægt sé að hefja ráðstefnu um afvopnun- armál í Evrópu. Veður víða um heim Akurayri +5 akýjað Amslerdam 8 akýjaó Aþana 23 skýjaó Berlín 7 akýjaó BrUssel 5 akýjaó Chicago 0 okýjað Oublin 8 akýjaó Frankfurt 11 rigning Genf 14 rigning Helsinki 2 rigning Hong Kong 17 rigning Jerúsalem 18 Haióakírt Jóhannesarborg 28 heióskírt Kaupmannahöfn 7 haióakfrt Kairó 26 haióakjrt Lissabon 15 skýjaó London 8 akýjaó Loa Angaloa 17 heióakfrt Madrid 17 heióakirt Mexikóborg 28 haióakirt Miami 26 akýjaó Moakva 4 haióakírt Nýja Delhi 30 heiöaklrt Naw Vork 5 akýjaó Oaló 5 akýjað Paría 11 akýjaó Peking 13 haióakírt Parth 28 heióskirt Reykjavík -r3 akýjaó Rio da Janeiro 27 akýjaó Rómaborg 17 akýjaó San Francisco 14 akýjað Stokkhólmur 4 akýjaó Sydnay 23 23 akýjaó Tel Aviv 21 heióakirt Tókýó 10 akýjaó Vancouvar 11 akýjaó Vfnarborg 16 akýjaó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.