Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 25 Útgefandi nliTníiiti hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö. Vinstri stjórn hafnað egar við göngum til kosninga er tveggja kósta völ. Kosningabaráttan og kosningaúrslitin munu ráða miklu um það, hvort framhald verður á því vinstra stjórnarfari sem hér hefur ríkt á fimmta ár eða hvort Sjálfstæðisflokkurinn tekur á ný eðlilegan þátt í stjórn mál- efna þjóðarinnar. Verði niður- staða kosninganna sú að framhald verði á vinstri stjórnum verða stjórnarhætt- ir óbreyttir frá því sem hér hefur tíðkast frá haustinu 1978. Við sjálfstæðismenn leitum hins vegar eftir um- boði kjósenda til breytinga," sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, á fjölmennum stjórn- málafundi á Akureyri á fimmtudaginn. Þetta er einföld og skýr yf- irlýsing og flestum þykir hún svo sjálfsögð að þeir telja óþarft að hugsa málið frekar. Engu að síður er nauðsynlegt að kjósendur geri upp hug sinn um einmitt þetta atriði þegar þeir vega það og meta á næstu vikum hverjum þeir ætla að ljá fylgi í kosningun- um 23. apríl. Hver og einn sem hugleiðir málið sér að við svo búið má ekki standa í lands- stjórninni, vinstri flokkarnir hvaða nafni sem þeir nefnast hafa brugðist á svo mörgum sviðum að með ólíkindum er. Með óstjórn hafa þeir eytt öll- um ávinningnum af útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjó- mílur, eins og Víglundur Þorsteinsson, formaður Fé- lags islenskra iðnrekenda, færði rök fyrir og hér var tí- undað í gær. Það er hálmstrá vinstri flokkanna að rægja Sjálfstæð- isflokkinn og forystumenn hans í þeirri von að með því tali lokki þeir kjósendur á sitt band. Um það efni sagði Geir Hallgrímsson í Akureyrar- ræðu sinni: „Ég vil aðeins undirstrika þá staðreynd að allir frambjóðendur flokksins í þessum kosningum, hvort sem þeir voru áður í stjórn eða stjórnarandstöðu, ganga til kosninga á grundvelli sam- eiginlegrar stefnuskrár og þar með er allur meintur málefna- legur ágreiningur í röðum sjálfstæðismanna úr sög- unni.“ Geir Hallgrímsson brá ljósi yfir þá erfiðleika sem sjálfstæðismenn hafa gengið í gegnum í flokki sínum þegar hann sagði, að þeir hafi verið að aðlaga flokksstarfið að breyttum tímum, þar sem eðlileg valddreifing tæki við af sterkri miðstýringu: „Að- lögun að breyttum aðstæðum hefur tekið tíma og kostað ' mikla erfiðleika, en við getum öll fagnað því, sjálfstæðisfólk, að þessi aðlögunartími er að renna sitt skeið á enda og framundan blasir við nýtt at- hafnatímabil í sögu Sjálf- stæðisflokksins," sagði Geir. í ræðu Geirs Hallgrímsson- ar er róginum um Sjálfstæðis- flokkinn svarað með verðug- um hætti um Ieið og kjósend- um er bent á einu skynsam- legu leiðina sem þeir geta far- ið í kosningunum til að losna undan vinstra okinu og óstjórninni. Þá leið hljóta all- ir að velja sem vilja heilbrigða stjórnarhætti og eðlilegt sam- starf á öllum sviðum við vin- veittar nágrannaþjóðir. Hættutímar hjá Flugleidum • • Orn 0. Johnson, stjórnar- formaður Flugleiða hf., var ómyrkur í máli um vanda félagsins á aðalfundi þess á fimmtudag. Hann sagði að fjárhagsstaða þess væri mjög slæm og veikari en nokkru sinni fyrr, eiginfjárstaðan orðin neikvæð um 179,4 millj- ónir króna og mjög verulegur rekstrarhalli fjórða árið í röð. Stjórnendur fyrirtækisins ætla að halda óbreyttri stefnu um sinn en Örn sagði að yrðu ekki breytingar til batnaðar á næstunni væri óhjákvæmilegt að gera „miklar og afdrifarík- ar breytingar á rekstrinum" eins og hann orðaði það. Styrkur félagsins til að halda Norður-Atlantshafs- fluginu áfram er þverrandi. Líklegt er að samdráttur verði á flugleiðunum til Evrópu og innanlandsflugið hefur verið rekið með halla vegna fyrir- mæla verðalagsyfirvalda. Þessir erfiðleikar Flugleiða eru áfall fyrir alla þjóðina og versta afleiðing þeirra væri að þjóðnýtingarmönnum yxi fiskur um hrygg og þeim tæk- ist vegna erfiðleika félagsins að koma því á framfæri skatt- greiðenda. Enginn þarf að ef- ast um að vinstrimönnum þyki sá kostur fýsilegur svo mjög sem þeir hafa lagt sig fram um að gera félagið og stjórnendur þess tortryggi- lega. Vonandi rofar verulega til á Norður-Atlantshafsleið- inni þannig að svigrúm félags- ins aukist og starfsmönnum þess gefist að nýju tækifæri til að sýna og sanna hæfni sína við viðunandi aðstæður. Ræöa flutt á stjórnmálafundi á Akureyri Ég vil hefja mál mitt með því að lýsa ánægju minni að vera hér á Akureyri með góðu fólki. Það er einkum ánægjulegt að hafa hér sem samstarfsmenn og ræðu- menn á þessum fundi þrjá efstu mennina á framboðslista Sjálfstæðisflokksins ( kom- andi alþingiskosningum. Ég hef valið ræðu minni fyrirsögnina „Frá upplausn til ábyrgðar", sömu fyrir- sögn og við sjálfstæðismenn völdum yfir- lýsingu okkar nú fyrir komandi alþingis- kosningar. Engum blandast hugur um að við ís- lendingar lifum nú á tíma meiri upplausn- ar en elstu menn muna. f kosningayfirlýs- ingu okkar er m.a. komist svo að orði: „Verðbólgan æðir áfram, svo að hvorki einstaklingar né fyrirtæki geta gert áætl- anir fram í tímann. Það hefur leitt til ringulreiðar í fjármálum, sljóvgað siðgæð- isvitund og valdið ranglæti og óþolandi mismunun. Það dregur úr sjálfsbjargar- hvöt, framleiðsla minnkar en lífskjör versna. Þetta hefur dregið úr trausti manna á stjórnarfarinu og undirstöðu þess, þingræðinu. í slíkum jarðvegi blómstra sundrungaöfl og lausung vex.“ Dæmi þessa alls sjáum við hvarvetna í kringum okkur. Auðvitað er orsakanna víða að leita, en fátt á meiri þátt í upplausninni en óða- verðbólgan, sem hélt innreið sína með vinstri stjórninni 1971—1974. Þótt takist hafi að slá verulega á verðbólguna á stjórnarárum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar 1974—1978 sótti í sama farið í kjölfar ólöglegra verkfalla, útflutnings- banns og heróps Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks á sínum tíma: „Samningana f gildi“ og „Kosningar eru kjarabarátta". Eftir kosningarnar 1978 gafst Framsókn eins og kunnugt er upp í baráttunni gegn verðbólgunni, slóst í hóp A-flokkanna og myndaði ríkistjórn haustið 1978 og lofaði að setja samningana í gildi, sem auðvitað var ekki unnt. En tilraunin var söm við sig og óðaverðbólgan fékk yfirhöndina á ný. Kosningarnar 1979 leiddu ekki til þess brautargengis Sjálfstæðisflokksins sem vonir stóðu til. En við stjórnarmyndunar- tilraunir eftir kosningarnar setti Sjálf- stæðisflokkurinn það skilyrði fyrir stjórn- arþátttöku, að snúist yrði öfluglega gegn verðbólgunni, en vilja skorti hjá vinstri flokkunum. Þegar Alþýðubandalag og Framsókn sáu sér leik á borð að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn létu þeir einnig alla viðleitni lönd og leið til að hamla gegn verðbólgunni og hugsuðu aðeins um að festa sig í sessi í ráðherrastólum og tryggja áfram vinstri stefnu í stjórn landsins. Það var enginn vandi í ársbyrjun 1980 að mynda ríkisstjórn ef menn gerðu ekki kröfu um raunhæfar og nauðsynlegar að- gerðir í efnahagsmálum. Meirihluti þing- flokks sjálfstæðismanna vildi ekki taka þátt í ríkisstjórn fyrir þremur árum nema rökstudd ástæða væri að ætla einhvern ávinning af slíkri þátttöku, að sjálfstæð- isstefnan fengi að njóta sín, en vinstri stefna viki og vandamálin væru leyst. Reynsla síðustu þriggja ára, ferill nú- verandi ríkisstjórnar hefur sýnt að ákvörðun þingflokks sjálfstæðismanna var rétt. Reynslan af vinstri stjórn Vera má að reynslan af vinstri stjórn hafi ekki verið komin nægilega í ljós þegar gengið var til kosninga 1979 en nú höfum við nær fimm ára reynslu af vinstri stjórn- arstefnu, sem gengið hefur sér gersamlega til húðar. Vinstri stjórn. Hvers eðlis er hún? Sívaxandi umsvif hins opinbera. Síaukin skattabyrði heimila og fyrirtækja. Minnk- andi þjóðarframleiðsla, lækkandi þjóðar- tekjur og versnandi lífskjör. En þótt peningatekjur og kaupmáttur sé markverður mælikvarði hvert horfir, skiptir slíkt ef til vill ekki höfuðmáli held- ur andrúmsloftið sem heldur innreið sína í kjölfar vinstri stjórna. Það er andrúmsloft stöðnunar, kyrrstöðu er dregur kjark og dug úr mönnum og heftir frumkvæði, framtak og framfarir. Eftir nær samfelldan 5 ára vinstri stjórnarferil hefur skattheimta vaxið svo hömlulaust, að hvert mannsbarn greiðir nú 11—12 þúsund krónur meira til hins opinbera á ári hverju en fyrir 5 árum. Hver fimm manna fjölskylda borgar sem svarar nær hálfs árs kaupi samkvæmt Í .-V. ^ Geir flytur ræðu sína á stjórnmálafundinum á Akureyri. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Tími sterkrar miðstýr- ingar liðinn Á dögunum var það haft á orði í eldhús- dagsumræðum og endurtekið nýlega að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á seinni árum hneigzt til aukins flokksræðis og þröngrar stefnumótunar. Ég hygg, að allir sann- gjarnir menn munu sannfærast um það þegar þetta tímabil verður síðar skoðað í ljósi sögunnar, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komist í gegnum þessa erfiðleika ein- mitt vegna þess, að flokksræði var ekki í hávegum haft og raunar hefur forusta mín í Sjálfstæðisflokknum fremur verið gagn- rýnd fyrir það að hún væri ekki nægilega hörð og flokksræðinu ekki beitt sem skyldi af formanni. Ég tel einnig að sú staðreynd, að samstaða hefur jafnan tekist um grundvallar stefnumörkun Sjálfstæðis- flokksins bæði 1979 á landsfundi með ályktuninni: „Endurreisn í anda frjáls- hyggju" og nú síðast á landsfundi 1981 að hvorutveggja þessi samstaða um ályktanir landsfundar sé til marks um, að stefnu- mörkun flokksins hefur ekki verið þröng- sýn, heldur þvert á móti einkennst af víð- sýni og umburðarlyndi gagnvart hinum margvíslegu sjónarmiðum sem uppi eru i Sj álf stæði sf lokknum. Það kann að hljóma eins og þverstæða, en samt er það svo, að um leið og ríkisvald- . * I' - Upplausnin nær- ist á vinstri steftiu verkamannataxta meira í skatta nú, en þegar sjálfstæðismenn voru síðast í stjórn. Eftir nær 5 ára feril vinstri stjórna hef- ur kaup verið skert 13—14 sinnum um 50% meðan grunnkaupshækkanir eru innan við 30%. Kommúnistar réttlæta eins og kunn- ugt er setu sína í ríkisstjórn með því, að þeir væru að vernda kaupmátt launa, en kaupmáttur launa hefur farið hríðminnk- andi í valdatíð kommúnista og sjáldan ver- ið minni. Eftir nær 5 ára feril vinstri stjórna er verðbólgan nú meiri en nokkru sinni síðan við tókum stjórn okkar mála í eigin hend- ur. Núverandi ríkisstjórn lofaði fyrir þrem árum að verðbólgu skyldi komið niður í 7—10% nú, en hún er 70—80% Eftir nær 5 ára feril vinstri stjórna er erlend skuldasöfnun orðin svo geigvænleg að 4. til 3. hver króna af gjaldeyristekjum okkar fer í að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum og erlendar skuldir nema nær helming af þjóðarframleiðslu okkar. Hvert mannsbarn í landinu skuldar meira en 100 þús. krónur í erlendum lánum. Efnahagslegu sjálfstæði okkar er stefnt í voða. Vinstri stjórnir undanfarinna 5 ára hafa þannig sett íslandsmet í skattakúgun, kjaraskerðingu, gengislækkun, verðbólgu og skuldasöfnun. En, stjórnarherranir segja, þrátt fyrir þetta hefur okkur tekist að forða atvinnu- leysi eins og ríkir meðal nágrannaþjóða. Af þessu tilefni er ástæða til að spyrja: Hvert er það atvinnuöryggi sem við Is- lendingar búum við í dag? Við búum í fyrsta lagi við dulið atvinnu- leysi. Vinnuafl, fjármagn og aðrir fram- leiðsluþættir eru ekki nýttir sem skyldi til að bæta lífskjörin. Atvinnu er í öðru lagi haldið uppi með erlendum lánum. Erlendar lántökur til langs tíma eru eðlilegar sé þeim varið til arðbærra framkvæmda. En erlendar lán- tökur til að greiða rekstrarhalla opinberra þjónustufyrirtækja og atvinnufyrirtækja almennt varða helveg dauðadæmdra efna- hagsstefnu vinstri stjórna eins og reynsla síðustu ára sýnir. Atvinnuöryggi okkar er í þriðja lagi ekki meira en svo að stöðvun atvinnuveganna blasir við og atvinnuleysisvofan stendur í dyragættinni. Ríkisstjórnin er nú þessa dagana önnum kafin að reyna að forða yfirvofandi atvinnuleysi fram yfir kosn- ingar eins og fyrirhuguð bráðabirgðaiög um erlend lán til að „redda" einstökum fyrirtækjum og halda þeim gangandi ( nokkrar vikur ber vitni um. Þegar við íhugum það, sem ég hef gert hér að umtalsefni, er ekki nema von, að okkur blöskri, hvernig komið er fyrir okkur eftir einhver mestu góðæri sem við höfum notið. Er nema von að mönnum blöskri,að sú ríkisstjórn, sem taldi sig bjarga sóma al- þingis og þingræði skilur þannig við, að hvorutveggja alþingi og þingræði er mis- boðið meira en jafnvel eru dæmi um frá endurreisn alþingis. Er nokkur furða að upplausn ríki í þjóð- félaginu? Þessi upplausn nærist á vinstri stefnu og vinstri stjórn. Við sjálfstæðismenn viljum vísa veginn frá upplausn til ábyrgðar. Sjálfstæðisflokkurinn í einni fylkingu Þegar við göngum til kosninga er tveggja kosta völ. Kosningabaráttan og kosningaúrslitin munu ráða miklu um það, hvort framhald verður á því vinstra stjórnarfari sem hér hefur ríkt á fimmta ár eða hvort Sjálf- stæðisflokkurinn tekur á ný eðlilegan þátt í stjórn málefna þjóðarinnar. Verði niðurstaða kosninganna sú að framhald verði á vinstri stjórnum verða sjórnarhættir óbreyttir frá því sem hér hefur tíðkast frá haustinu 1978. Við sjálfstæðismenn leitum hins vegar eftir umboði kjósenda til breytinga. Við upphaf þessarar kosningabaráttu vek ég athygli kjósenda um land allt á því að Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú til kosninga í einni fylkingu. Þau vandamál sem Sjálfstæðisflokkurinn átti við að etja í þingkosningunum 1979 þegar sundur- lyndi í röðum flokksmanna í tveimur kjör- dæmum leiddi til tveggja framboðslista í Norðurlandi eystra og Suðurlandi eru nú að baki og hafa verið farsællega til lykta leidd. Sá ágreiningur sem upp kom í þing- flokki sjálfstæðismanna við stjórnar- myndun í febrúar 1980 og hafði víðtæk áhrif meðal flokksmanna er senn að baki. Tveir þeirra þingmanna sem þar áttu hlut að máli sögðu skilið við ríkisstjórnina þeg- ar á síðastliðnu sumri og aðrir tveir þing- menn sem þátt tóku í þessari stjórnar- myndun ganga nú til kosninga undir merkjum Sjálfstæðisflokksins og á grundvelli þeirra kosningastefnuskrár, sem miðstjórn og þingflokkur hafa sam- þykkt og byggt er á samþykktum síðasta landsfundar flokksins og síðasta flokks- ráðsfundar. Fimmti þingmaðurinn sem hlut átti að máli í febrúar 1980 hefur nú lýst því yfir að hann verði ekki I kjöri til alþingis og vil ég leyfa mér að fagna þeirri ^ ákvörðun Gunnars Thoroddsen um leið og ég minni á þau ummæli mín í flokksráðs- ræðu í nóvembermánuði síðastliðnum, að mér kæmi ekki til hugar að Gunnar Thor- oddsen byði sig framí þingkosningum gegn Sjálfstæðisflokknum og samherjum sínum þar. Ég mun ekki hér fjalla um ástæður þess ágreinings sem uppi hefur verið í Sjálfstæðisflokknum á undanförnum ár- um. Ég vil aðeins undirstrika þá staðreynd að allir frambjóðendur flokksins í þessum kosningum, hvort sem þeir áður voru í stjórn eða stjórnarandstöðu, ganga til kosninga á grundvelli sameiginlegrar stefnuskrár og þar með er allur meintur málefnalegur ágreiningur ( röðum sjálf- stæðismanna úr sögunni. Um leið og ég fagna þeirri einingu í röð- um sjálfstæðismanna sem fram kemur í þessari kosningabaráttu, get ég ekki látið hjá líða að harma að nokkrir sjálfstæð- ismenn í Vestfjarðakjördæmi hafa ekki viljað una ákvörðunum löglega kjörinna stofnana flokksins, sem teknar hafa verið með lögmætum hætti um skipun fram- boðslista flokksins í kjördæminu. Ég vil leggja áherslu á, að sá ágreiningur sem þar er til staðar er annars eðlis en það ágreiningsmál, afstaðan til núverandi rík- isstjórnar, sem uppi hefur verið í Sjálf- stæðisflokknum á undanförnum árum og verður þess vegna alls ekki talin gefa vís- bendingu um það að sjálfstæðismenn hafi ekki leyst ágreiningsmál sín. Vaxandi sundrung í öðrum flokkum Á sama tíma og við sjálfstæðismenn höfum leyst hin innri málefni okkar gætir vaxandi sundrungar í röðum annarra stjórnmálaflokka. Enn einu sinni hefur orðið alvarlegur klofningur í Alþýðu- flokknum, hinn fjórði á hálfri öld, og sýn- ast það vera örlög Alþýðuflokksins að sundrast hér um bil einu sinni á áratug. Framsóknarmenn standa andspænis viða- miklum vandamálum í Norðurlands- kjördæmi vestra þar sem öll fram- sóknarfélög í Vestur- og Austur-Húna- vatnssýslum hafa lýst stuðningi við sér- stakan lista, sem er fram borinn af óánægðum framsóknarmönnum. Ekki fer á milli mála, að sá klofningur sem er í röðum framsóknarmanna þar, er mun djúpstæðari og alvarlegri en sú óánægja sem leitt hefur til sérstaks framboðs á vegum nokkurra sjálfstæðismanna í Vest- fjarðakjördæmi enda hefur ekkert sjálf- stæðisfélag á Vestfjörðum lýst stuðningi við sérframboðið þar. Alþýðubandalagið stendur frammi fyrir klofningi sem er nokkuð annarrar gerðar en aðrir stjórnmálaflokkar hafa þurft að kljást við á undanförnum árum. En nú eftir að kvennalistarnir eru komnir fram er engum blöðum um það að fletta, að hér er fyrst og fremst um djúpstæðan klofning út úr Alþýðubandalaginu að ræða og er augljóst að kvennalistarnir sækja fram- bjóðendur sína og stuðningsmenn fyrst og fremst inn í raðir Alþýðubandalagsins, þótt þar megi sjá einstök nöfn sem stutt hafa aðra flokka. Myndin, sem við okkur blasir nú, þegar kosningabaráttan er að hefjast, er sú að sjálfstæðismenn ganga á ný i samhentri fylkingu til þessarar baráttu á sama tíma og vaxandi sundrungar og óánægju gætir i röðum andstæðinga okkar. Það er sérstök ástæða til að vekja athygli kjósenda á þessari framvindu mála vegna þess, að það vitum við sjálfstæðismenn mæta vel af reynslu undanfarinna ára, að stjórnmála- flokkar sem eiga við innri vandamál að stríða geta ekki varið jafn miklum tima og starfskröftum til þess að takast á við vandamál þjóðarinnar eins og þeir ella mundu geta. Við sjálfstæðismenn höfum ráðið fram úr okkar vandamálum og erum nú þess albúnir að takast á við þjóðar- vandann, fáum við traust og trúnað kjós- enda til þess. Ég fer ekki dult með það, að undanfarin ár hafa verið sjálfstæðisflokknum erfið og flokkurinn hefur á þessu timabili gengið i gegnum mikinn eld innri ágreinings, en ég tel, að nú þegar upp er staðið, verði með sanni sagt að við sjálfstæðismenn höfum herzt í þessum eldi og höfum sýnt það og sannað að við höfum tekist á við erfiðleik- ana, við höfum ráðið við þá og horfum nú fram á veginn. ið og miðstýring í þjóðfélaginu hefur auk- ist, hefur andsvar fólksins verið ákveðin uppreisn gegn slikri miðstýringu og krafa um að ráða sjálft sínum málum. Efling rikisvalds og ríkisumsvifa er dæmigerð vinstri stefna, en valddreifing mjög í samræmi við stefnumið okkar sj álf stæðismanna. Sú þróun sem þannig hefur orðið í þjóð- félaginu öllu hefur óhjákvæmilega endur- speglast, einnig innan Sjálfstæðisflokks- ins, fjölmennustu stjórnmálahreyfingu okkar íslendinga. Hún hefur birzt okkur með margvíslegum hætti, t.d. í hinum um- töluðu prófkjörum, sem hafa skapað okkur erfið vandamál og hún hefur líka birzt okkur í því að miðstýrð forysta á ekki við í flokki eins og Sjálfstæðisflokki. Raunar er það skoðun mín og í samræmi við hana hef ég hagað störfum mínum sem formaður Sjálfstæðisflokksins, að tími sterkarar miðstýringar í stjórnmálaflokkum sé lið- inn og eðlileg valddreifing og viðtækt sam- ráð í málefnum stjórnmálaflokka sé í sam- ræmi við tíðarandann. Þeir sem krefjast þessarar miðstýringar í málefnum stjórn- málaflokka eru að krefjast þess sem kann einu sinni að hafa átt við og hentað okkur þá, en mundi að mínum dómi leiða til ófarnaðar nú. Aðlögun að breyttum að- stæðum hefur tekið tíma og kostað mikla erfiðleika.en við getum öll fagnað því sjálfstæðisfólk, að þessi aðlögunartimi er að renna sitt skeið á enda og framundan blasir við nýtt athafnatímabil i sögu Sjálfstæðisflokksins. Ég hef gert þennan þátt mála að umtals- efni hér vegna þess að það er sannfæring mtn, að einmitt umburðarlyndi og þolin- mæði af hálfu forystumanna Sjálfstæðis- flokksins og sjálfstæðismanna almennt, sem stundum hefur verið kennt við hik og óákveðni hafi átt drjúgan þátt.i að Sjálf- stæðisflokkurinn sundraðist ekki á erfiðleikattmum síðustu þriggja ára held- ur gengur nú sameinaður til kosninga á ný. Eflum frelsi til nýrra átaka I landsmálum hljótum við að beina styrk og kröftum samhents Sjálfstæðis- flokks að því marki að brjóta blað, hverfa frá vinstri stefnu undanfarinna ára en efla frelsi fólksins sjálfs til nýrra átaka og taka skjótar ákvarðanir i veigamiklum framtíðarmálum sem hafa allt of lengi beðið úrlausnar. Fyrir þremur árum var sagt að nauð- synlegt væri að mynda þá ríkisstjórn, sem enn situr, til þess að bjarga virðingu al- þingis, eins og ég gat um áðan. Nú þremur árum síðar, hljótum við sem valist höfum til forystu í stjórnmálum að horfast i augu við þá staðreynd, sem er sameiginlegt vandamál okkar allra og sjálfsagt ekki bundið við einn flokk öðrum fremur, að almennur andróður gegn stjórnmála- mönnum og stjórnmálaflokkum er áber- andi i umræðu dagsins. Málflutningur þeirra sem ganga fram til baráttunnar undir því kjörorði að þeir séu að berjast gegn valdhöfum í öllum flokkum, virðist eiga töluverðan hljómgrunn hjá ýmsum kjósendum. Sjálf stjórnmálastarfsemin í landinu er eitt helsta kosningamálið í þessari kosningabaráttu. Gagnrýnisefni stjórnmálastarfseminnar koma fram með margvíslegum hætti. Þau birtast okkur í því að stjórnmálamenn telja sig geta gefið opinberlega yfirlýs- ingar, sem bersýnilega ekkert er að marka og þeir ganga gegn aðeins örfáum dögum síðar. Um leið og kjósandinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekkert er að marka orð stjórnmálamannsins missir hann traust á honum og því miður stjórnmála- mönnum yfirleitt. Annað einkenni þessa andróðurs gegn stjórnmálamönnum sem herjar á stjórn- málalif okkar um þessar mundir er sú tor- tryggni og takmarkaði trúnaður sem ríkir á milli einstakra flokka. Sjálfur tel ég að þessi þáttur hins pólitíska sjúkdóms sé eðlileg afleiðing af þeim vinnubrögðum sem notuð voru við stjórnarmyndunina í febrúar 1980. í þriðja lagi er auðvitað ljóst að prófkjör i öllum flokkum hafa opnað sár sem seint gróa og skapa margvíslega erfiðleika í starfi flokkanna. Raunar hljótum við að íhuga hvort prófkjörin eru að komast á það stig að þau þjóni ekki lengur tilgangi sínum og taka beri þau og reglur sem um þau gilda til endurskoðunar. Það er einn þýðingarmesti þáttur þeirra kosninga sem fram fara hinn 23. apríl næstkomandi, að stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum takist í þessari kosn- ingabaráttu að endurheimta fyrra traust kjósenda og það skiptir höfuðmáli að okkur takist í þessum kosningum að kom- ast út úr þeirri sjálfheldu sem íslensk stjórnmál óneitanlega hafa verið í síðustu misseri. Það er engin lausn að efna til alls konar sérframboða hvað þá heldur nýrra stjórn- málaflokka þótt þeir séu nefndir bandalög. Fjölgun framboða og flokka er vitnisburð- ur upplausnar og kann ekki góðri lukku að stýra. Víða á Norðurlöndum er flokka- fjöldinn tugur eða meira og sú þróun hefur ekki eflt lýðræði eða þingræði í löndunum þeim, heldur miklu fremur afskræmt það og sú mun þróunin verða hér ef slik fram- boð fá fylgi til að koma manni á þing. Stjórnmálaflokkar eru tæki, verkfæri lýðræðisins. Kjósendum sem aðhyllast lík sjónarmið sameinast um þann flokk sem þeir telja fylgja þeim sjónarmiðum á þingi eða í landsstjórn. Auðvitað eru kjósendur sama flokks ekki sammála að öllu leyti og hver kjósandi fær ekki skraddarasaumað- an flokk eftir eigin höfði. Stjórnmála- flokkur er að vissu leyti samnefnari og getur sem slíkur oftast náð meiru fram í anda fylgismanna sinna þegar á heildina er litið, en þótt menn stofnuðu fleiri og smærri flokka um sér sjónarmið sín. Það er erfitt að sjá, að nokkur kostur sé nú vænlegri til þess að skapa festu og til- trú í stjórnmálastarfseminni en einmitt sá að efla samhentan Sjálfstæðisflokk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman verið sú kjölfesta sem best hefur dugað þjóðinni á erfiðum tímum og nú þegar við sjálfstæðismenn höfum leyst innri vandamál okkar er ekkert því til fyrirstöðu að við getum innt þetta hlut- verk okkar af hendi þjóðinni til heilla. Kjósendur hljóta að gera sér ljóst að forsenda þess að takast megi á við alvarleg vandamál í efnahags- og atvinnumálum og fjármálum þjóðarinnar er einmitt sú, að við leysum úr þeirri pólitísku sjálfheldu SJÁ NÆSTIJ OPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.