Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 17 Sjömenningar Myndlist Valtýr Pétursson Það er sjö manna hópur sem stendur að núverandi sýningu í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Þar eru konur í meirihluta, og flestar þeirra hafa verið tengdar Gallerí Langbrók meira eða minna, en karlarnir aftur á móti hafa verið þar innanhúss, ef ég man rétt. Þessi hópur vinnur á nokkuð breiðu sviði, þarna eru vatnslitamyndir, skúlptúr, textíl og vefnaður ýmiss konar. Yfir þessari heild er nokkur nútíma- blær, og það, sem gerir sýninguna skemmtilega, er hve ólfkt fólk er hér á ferð. Eyjólfur Einarsson á þarna gullfallegar akvarellur, sem eru abstrakt og fara mjög vel á veggj- um. Guðrún Auðunsdóttir vinnur textíla sina aðeins í tveim litum og er hress að vanda. Ragna Róberts- dóttir gerir skúlptúr úr vefnaði sínum á dálítið frumlegan hátt. Árni Páll á þarna nokkuð hrjúfan skúlptúr, en persónulegan. Sigrún Eldjárn sýnir vatnslitamyndir með viðkvæmri teikningu og ljóð- rænum litum. Daði Guðbjörnsson er á nýju línunni í málverkinu og sýnir djarfa litameðferð, en ekki fyrirferðarmikla hluti. Guðrún Gunnarsdóttir hefur náð mjög fáguðum stíl á vefnað sinn og á þarna líklegast eftirtektarverð- ustu gripina. Það er ekki auðvelt að finna þessum hóp sameiginlegan list- rænan ramma, svo ólfk vinnu- brögð eru hér á ferð, en það er skemmtilegur heildarsvipur á þessari sýningu, og ferskleikinn leynir sér ekki. Þetta er ekki besta sýning, sem verið hefur f List- munahúsinu, og heldur ekki sú versta. í fáum orðum getur maður sagt, að hér sé mjög snotur sýning á ferð, og þeir sem fylgt hafa þróun f myndlist hér f borg á sein- ustu árum, munu kannast við flesta þá, er þarna sýna. Ekki veit ég, hvort það er meining þess hóps að halda saman á komandi tfmum, en hvað um það, þetta er nokkuð gott eins og það er, og takmarkinu virðist náð með að vekja eftirtekt á verkum þessa fólks. Þessi hópur er raunverulega ágætt dæmi um, hvernig breiddin hefur vaxið í myndlist okkar hér á landi á seinustu árum. Nú eru textíl-listamenn til að mynda farnir að láta til sfn taka, en fyrir örfáum árum þekktist það hand- verk varla, hvað þá að það væri talið til lista. Það mætti nefna fleiri verk, en látum þetta nægja að sinni. Ég hafði ánægju af að sjá verk eftir þetta fólk, sem nú sýnir í Listvinahúsinu. Það er snyrti- legur og þekkilegur blær yfir þess- um verkum, og allt fer þetta vel í þessum einstöku sýningarsölum. Háskólakórinn: Síöustu tónleikar vetrar- ins haldnir á sunnudaginn Á MORGUN, sunnudaginn 27. mars, heldur Háskólakórinn auka- tónleika í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Háskólakórinn er nýkominn úr söngferð til fjögurra borga f Sovétríkjunum þar sem söng kórsins var vel tekið. Auk þess að syngja þar á opin- berum tónleikum söng kórinn f út- varpi og sjónvarpi. Áður en lagt var af stað í þessa söngferð hélt kórinn tvo tónieika í Reykjavík fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Vegna fjölda áskorana verða þess- ir tónleikar endurteknir á sunnu- daginn. Á efnisskránni eru eingöngu ís- lensk tónverk, þjóðlög f gömlum og nýjum búningi ásamt nýjum tónverkum, svo sem Canto kór- stjórans Hjálmars R. Ragnarsson- ar. Auk Canto Hjálmars verða flutt ný verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Jónas Tómasson og Karólfnu Eiriksdótt- ir. Tónleikarnir á sunnudaginn verða síðustu opinberu tónleikar kórsins á þessum starfsvetri, og gilda styrktarkort ekki að þessu sinni. Þess má geta að Háskólakórinn heldur upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Þingeyri: Sléttanesiö með 182 tonn SLÉTTANESIÐ ÍS 808 kom hingað í dag og landaði 182 tonnnm af góðum fiski; um 55 tonn af bláiöngu, 10 til 15 tonn af þorski, og afgangurinn var karfí og ufsi. Skipið hafði verið rúma viku úti, og gekk því veiðiferðin vel. í öðrum fréttum er það annars að hér er byrjað að snjóa aftur þótt vorið sé í nánd, og vonum við nú bara að við förum ekki á kaf eins og í vetur. Hér hefur þegar verið nægur snjór á þessum vetri að okkar dómi! — Hulda. Forsíða bæklings. 1964 undir stjórn Grígorís Koz- intsevs eftir samnefndu leikriti Shakespeare. Tónlistin er eftir Shostakovits en með aðalhlut- verkið fer hinn kunni Innokenti Smoktunoskí. 15. maí verður boðið upp á verð- launamynd frá Kaíró 1976, Þegar haustar. Hún fjallar um heimsókn gamals hermanns til Moskvu. Þar á hann ánægjulega daga og þegar hann heldur til baka býður hann öllum heim til sín að vori, austur í Ashtarak. Leikstjóri er Edmont Keosajan en með aðalhlutverkið fer Armen Dsjigarkhanjan. 22. maí verða sýndar stuttar myndir, teikni- og brúðumyndir og e.t.v. frétta- og heimildar- myndir með skýringum á íslensku. 29. maí verður svo sýnd síðasta myndin í þessu prógrammi, Stjúpmóður Samanishvili, leikstýrð af Eldar Shengelaja. Hún segir af rosknum heiðursmanni sem hyggst gifta sig i ellinni og þvi umróti sem sú ákvörðun veldur i fjölskyldu hans. • Fyrir nokkrum dögum datt inná borð hjá mér ljómandi snyrtilegur bæklingur, nýútgefið kynningarrit um islenska kvik- myndagerð, gefið út af Kvik- myndasjóði i samvinnu við kvik- myndasafnið. Ekki er að efa að mikil þörf var orðin á slíku kynningarriti eftir þá miklu grósku, sem verið hefur i kvikmyndagerð hérlendis og vakið hefur talsverða athygli erlendis, og þá fyrst og fremst á hinum Norðurlöndunum. Þá er fyrirhugað að dreifa bækl- ingnum á kvikmyndahátiðinni i Cannes og víðar. Hann er á ensku og í honum kynntar allar leiknu myndirnar sem gerðar hafa verið frá stofnun kvikmyndasjóðs. Þá eru og kynntar væntanlegar myndir og gerð grein fyrir nokkr- um heimildarkvikmyndum sem gerðar voru á síðasta áratug. Þá kemur fram að hérlendis eru rekin hvorki meira né minna en 30 kvik- myndagerðarfyrirtæki og er að finna helstu upplýsingar um þau öll. Það eru þeir Guðlaugur Berg- mundsson blaðamaður og Er- lendur Sveinsson forstöðumaður kvikmyndasafnsins og kvik- myndagerðarmaður sem eiga mestan heiðurinn af texta ritsins og er ekki annað að sjá en það verk hafi tekist með ágætum. Þeir sem hafa áhuga á að eignast lce- landic Films 1980—83, en svo nefn- ist kynningarritið, geta snúið sér til Kvikmyndasjóðs, c/o Mennta- málaráðuneytið, Hverfisgötu 6, R., eða Kvikmyndasafns íslands, Skipholti 31, Reykjavík. eftir konu, sem skrifar þaðan sem hún er miðpunkturinn frá fjölskyldu sinni ... Ein lífsregla er í gildi fyrir ailan heiminn: Virðing fyrir öðrum og virðing fyrir sjálfum sér. Þessi texti er dagbók yfir tímabil sem móðir skrifar er hún reynir að skilja hvað er ungt og skilja þau sem eru ung ..." Og svo framvegis. Það er alveg sérstök týpa af rit- höfundum, sem getur gefið lang- ar lýsingar á bókum sínum og meiningum, sem þær hafa inni að halda. Venjulega taka þessar útskýringar einnig bókunum fram. Þessi bók virkar ansi gam- aldags, ósköp sundurlaus, og illa unnin. Þrátt fyrir mikinn orða- flaum er tómahljóð að baki orð- anna, þótt mörg séu falleg. Móð- irin sem steypir sér á kaf i líf barna sinna og allra vinanna þeirra til að skilja — dóp — sjálfstæðisþrá, brennivín og pælingar — verður hvorki vitur né góð, heldur afar leiðinleg. Það er fjarri því að hún hjálpi þess- um ungmennum, í bezta falli er hún að reyna að dylja, hvað henni finnst þau innilega þræls- lega hundómerkileg — ekki sízt miðað við hvað hún (Marie Card- inal sjálf, það fer ekki milli mála) sjálf er vitur og væn. En hvað ég er orðin leið á sjálfsbók- um Marie Cardinal, svona inni- lega fullar af mælgi og sjálfs- blekkingu. En víða er hún lesin. Varla þessi bók þó. BARNAFATNAÐUR NÝJAR SENDINGAR Glæsilegt úrval Afar hagstætt verð Opið til kl. 4 í dag Vorumorkaðurinn hf. Ármúla 1A. Sími 86113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.