Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 STEFÁN FRIÐBJARNARSON AFINNLENDUM VETTVANGI Þak á skattheimtu Söluskattur Skipting þjóðartekna er gamalkunnugt umræóu- og ágreiningsefni. Hlutur ríkisins í ráðstöfun (eyðslu) þessara tekna hefur farið sívaxandi — á kostnað almennings og atvinnuvega. Það er meir en tímabært að taka þessa framvindu til gaumgæfilegrar athugunar og setja fram þegnlega kröfu um þak á opinbera skattheimtu í hlutfalli af þjóðartekjum. HVAR RÁÐAST LÍFSKJÖRIN? • Árið 1977, síðasta heila ár ríkis- skattahlutfall ríkisins 25%, sveitar- stjórnar Geirs Hallgrímssonar, var félaga 6,6%, samtals 31,6%. jóðartekjur, sem skammta lífskjör í landinu, ráðast af tvennu: 1) Þeim verðmætum sem til verða í þjóðarbúskapnum. 2) Viðskiptakjörum út á við: sölukjörum útflutningsframleiðslu — kaupkjörum innflutnings. Leiðin til bættra lífskjara liggur því um verðmætaaukningu í þjóðar- búskapnum og vakandi hagsmuna- gæzlu í milliríkjaverzlun. Sjálfgefið er að efla hefðbundna atvinnuvegi, sjávarútveg og land- búnað, að því marki sem nýt- ingarmörk fiskistofna og sölumögu- leikar búvöru leyfa. Við getum hinsvegar hvorki mætt vaxandi atvinnueftir- spurn né tryggt sambærileg lffskjör og nágrannar okkar búa við á næstu árum og áratugum nema með stóraukinni nýtingu þeirra möguleika, sem felast í orkulindum landsins, fallvötnum og jarðvarma, — og orkuiðnaði. Og hverskonar iðnaði, sem fyrir er, verður að tryggja rekstrarlega jafnstöðu við aðra atvinnuvegi. Efnahagslegt sjálfstæði og af- komuöryggi þjóðarinnar hvílir á framangreindum meginatriðum. HVERT FARA ÞJÓÐAR- TEKJURNAR? Skattar hins opinbera hafa sf- fellt farið vaxandi sem hlutfall þjóðarframleiðslu: • Árið 1970 vóru skatttekjur ríkis- ins 22,4% af þjóðarframleiðslu, skattar sveitarfélaga 6,6%, samtals Skattbyrði tekjuskatU: 50% hækkun frá 1977 29,2%. Skattbyrði eignaskatta: 100% hækkun frá 1977 Eignar- og tekjuskattar einstaklinga (HLUTFAU AF TEKJUM GREIÐSLUÁRSI • Áætlað hlutfall ríkisskatta 1983 er 30,7%, sveitarfélaga 7,4%, sam- tals 38,1%. Athyglisvert er að á rúmum ára- tug hefur skattheimta hins opin- bera aukizt úr 29,2% af þjóðar- framleiðslu í 38,1%, eða langleiðina um 10%, sem nemur fjórum millj- örðum nýkróna á verðlagi gildandi fjárlaga. Frá árinu 1977, en þá réðu sjálfstæðismenn stefnunni í skatta- málum, og til líðandi árs hefur skattheimta hins opinbera aukizt um 6,5% af þjóðarframleiðslu, sem samsvarar 2.700 milljónum króna, eða 57.800 krónum á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu — á sama verðlagi. Hið opinbera, einkum ríkið, tekur í sívaxandi mæli til sín stærri og stærri hlut af þjóðartekjunum, á kostnað fólks og fyrirtækja, sem að sjálfsögðu segir til sín í fjárhags- stöðu og afkomu almennings og at- vinnuvega. SKATTAFLÓRAN Vinstri stjórnin, sem mynduð var 1978, hóf feril sinn með því að leggja á afturvirka tekju- og eignaskatta, síðla það ár. Hún efndi til gjalds á ferðalög utan, skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði (sem framlengdur hefur verið frá ári til árs síðan), auk þess sem hún hækkaði söluskatt um 2% og vöru- gjald um 6% á sama tíma. Núverandi ríkisstjórn hefur við- haldið öllum vinstri stjórnar skött- um, sem hún tók við (nema nýbygg- ingargjaldi), og bætt við þremur: orkujöfnunargjaldi, sem í raun er 1,5% viðbótarsöluskattur, tollaf- greiðslugjaldi og skatti á innláns- stofnanir. Skattbyrði eignaskatta hefur tvö- faldast síðan 1977, var 0,29% af tekjum greiðsluárs það ár en var 0,51% 1982. Skattbyrði tekjuskatta hefur aukizt um 50% á sama tíma, var 3,9% af tekjum greiðsluárs 1977 en er nú 6%. Skattbyrði sem hlut- fall af tekjum greiðsluárs hefur því hækkað úr 11% 1977 í 14,1% 1982. Þrátt fyrir síbylju skattahækk- ana hefur erlend skuldasöfnun far- ið hraðvaxandi. Greiðslubyrði lang- tíma erlendra lána, sem var 13% fyrir fáum árum, fer yfir 25% af útflutningstekjum 1983, gleypir fjórðu hverja krónu í útflutnings- verðmætum. Þetta þýðir að ríkið hrifsar ekki aðeins stærri hlut af þjóðartekjum líðandi stundar en liðinnar heldur og af þjóðartekjum framtíðarinnar, er að skuldadögum kemur. Fjárveitingar til framkvæmda og framkvæmdalánasjóða hafa ekki aukizt með skatta- og skuldasúp- unni. Raungildi slíkra fjárveitinga hefur dregizt saman. Ríkisbáknið hefur hinsvegar þanizt út. SKATTSTOFNAR OG SKATTSTIGAR Meginhluti ríkisskatta eru verðþyngjandi gjöld: tollar og söluskattur. I hvert sinn sem við kaupum nauðþurft, eða leyfum okkur einhverja agnarögn þar um- fram, hremmir ríkivaldið bróður- part verðlagningar. Gott dæmi er benzínverð, en 56% þess eru ríkis- skattar. Beinir skattar, tekju- og eigna- skattar, hafa engu að síður þyngst. Þessir skattar verka letjandi en ekki hvetjandi á vinnuframlag og tekjuöflun þegnanna og hafa nei- kvæð áhrif í þjóðarbúskapnum. Opinber sjórnsýsla á að örva vinnu- framlag og framtak til að auka þjóðartekjur, sem bera uppi lífskjör í landinu, hvort sem stjórntæki hennar er stefnumörkun í skatta- málum eða heldur öðrum þáttum samfélagsins. Skattastefna, sem verkar letjandi á framtak fólks og fyrirtækja, rýrir tekju- eigna- og veltuskattsstofna. Sinfóníutónleikar Nicholaus Braith Alexander Oliver Joseph Ognibene Tónlist Egill Friðleifsson Háskólabíó 24. mars 1983. Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit íslands Stjórnandi: Nicholas Braithwait. Einsöngvari: Alexander Oliver Einleikari: Joseph Ognibene Verkefni: W.A. Mozart Forleikurinn að Don Giovanni B. Britten: Serenade fyrir tenór, horn og strengi op. 31 Les Illu- minations op. 18 fyrir tenór og strengi. A. Borodin: Polovets-dansar úr Igor fursta. Það voru Bretarnir Nicholas Braithwait hljómsveitarstjóri og Alexander Oliver tenór ásamt bandaríska hornleikar- anum Joseph Ognibene sem voru í sviðsljósinu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Háskólabíói sl. fimmtudags- kvöld. Nicholas Braithwait hefur getið sér gott orð sem stjórnandi m.a. fyrir túlkun sína á verkum Wagners. Það dugði honum þó ekki til að gæða forleik Mozarts að óper- unni Don Giovanni þeim tæra frískleika sem hæfir verkum Mozarts svo vel og er ekki eini stjórnandinn, sem lendir í basli með það. Raunar tekst hljómsveitinni sjárasjaldan verulega vel upp við Mozart hverju svo sem um er að kenna, og þó að hinir mætustu músíkantar haldi á tónsprot- anum. Þetta er veikleiki sem lengi hefur hrjáð hljómsveit- ina og er löngu orðið tímabært að gera hér bragarbót á. Slæmur hljómburður hússins er ekki nema hluti skýringar- innar, og tilfæringarnar með skermana á sviðinu með því að færa þá til hliðar eru ekki til bóta nema síður sé. í leiðinni má minna á enn og aftur, að löngu er orðið tímabært að reisa veglegt hús, Hús tónlist- arinnar, þar sem höfuðáhersla verði lögð á góðan hljómburð. B. Britten átti tvö verk á efnisskrá kvöldsins. Það fyrra var Serenade fyrir tenór, horn og strengi op. 31. Joseph Ognibene lék á hornið með miklum ágætum og sannaði enn hve snjall hljóðfæraleik- ari hann er. Tenórsöngvarinn Alexander Oliver hefur fallega rödd og renndi sér fagmann- lega í gegnum þetta verk Brittens og eins það næsta, sem var Les Illuminations fyrir tenór og strengi við kvæði Frakkans Arthur Rim- baud. Til bóta hefði verið að hafa innihald ljóðanna í efn- isskrá. En seiðurinn í tónlist Brittens var samur við sig. Hlutur strengjasveitarinnar var góður í þessum verkum, og lét hún vel að ákveðinni stjórn Braithwait. Og hressilega var tekið á í Polovets-dönsunum úr Igori fursta eftir Borodin í glæsilegum hljómsveitarbún- ingi Rimsky-Korsakoff og Liadov. Þar tókst Braithwait að mana menn til átaka enda áferðin þykkari en hjá Mozart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.