Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1963 3 Snælandshverfi í Kópavogi: Óánægja með fjárveit- ingu til skólahúsnæðis UNDIRSKRIFTALISTAR á vegum foreldrafélags Snælandsskóla ganga nú um Snælandshverfi í Kópavogi vegna þess að fjárveiting sem ætluð hafði verið til byggingar C—álmu skólahúsnæðis Snælandsskóla er það lág, að ekki verður hægt að Fimm skip seldu í Þýzkalandi FIMM íslenzk fiskiskip seldu afla sinn í Þýzkalandi í þessari viku, en ekkert i Englandi. I næstu viku er fyrirhugað að tvö skip selji í Þýzka- landi. Verð á ísfiskmörkuðum erlend- is er nú fremur lágt vegna mikils framboðs. Síðastliðinn þriðjudag seldi Snæfugl SU 179,1 lest í Cuxhaven. Heildarverð var 2.876.600 krónur, meðalverð 16,06. Á miðvikudag seldi Arinbjörn RE 169 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 2.633.400 krónur, meðalverð 15,58. Á fimmtudag seldi Karlsefni RE 292,4 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 4.238.500 krónur, meðalverð 14,49. Sama dag seldi Snorri Sturlu- son RE 335,3 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 4.687.700 krónur, meðalverð 13,98. Á föstudag seldi Aðalvík KE 194,2 lestir í Cuxhaven. Heildarverð var 2.685.600 krónur, meðalverð 13,83. Ijúka við byggingu hennar í ár, en ætlunin hafði verið að taka hana f notkun á komandi hausti. Skólinn er nú þrísetinn, en fyrirsjánlegt er að hann verði fjórsetinn næsta vetur, vegna fjölgunar nemenda, komist hin nýja álma ekki í gagnið. C—álman á að innihalda hús- næði fyrir íþróttakennslu, sem og fjórar kennslustofur, sem nauð- synlegar eru til að taka við eðli- legri aukningu nemenda næsta ár. En er verið að byggja í hverfinu svo fyrirsjánleg er frekari aukn- ing barna á skólaskyldualdri. Þegar er kominn grunnur að C—álmunni og í ár er veitt til byggingaframkvæmda við skólann 4.5 millljónum króna, sem sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins munu ekki duga til að ljúka byggingu húsnæðisins, heldur fara meira og minna í ýmislegan frá- gang, svo sem frágang holræsis við grunn C—álmunnar, byggingu lyftu í það húsnæði sem fyrir er og fleira. Fundur var í foreldrafélagi Snælandsskóla á þriðjudaginn var og kom fram mikil óánægja á fundinum með það hvernig bygg- ingamál skólans horfðu. Var ákveðið að safna undirskriftum meðal íbúa hverfisins og þrýsta á bæjaryfirvöld um úrbætur. Kosið um áfengisútsölu sam- hliða alþingiskosningunum HÚNavík 25. marz. ATKVÆÐAGREIÐSLA um opnun áfengisútsölu á Húsavík raun fara fram samtímis alþingisskosningunum 23. aprfl næstkomandi. Bæjarstjórnin hefur samþykkt að láta þessa at- kvæóagreiðsíu fram fara eftir áskorun frá um 200 bæjarbúum, en nú eru 1.526 á kjörskrá. Samhliða kosningunum 1970 fór fram atkvæðagreiðsla um sama mál og var það koifellt því þá sögðu að- eins 127 já, en 753 nei. Vonandi hafa Húsvíkingar gæfu til þess að fella þetta aftur, því áfengisvandamál eru hér fleiri og meiri en 1970 og enginn getur haldið því fram, að notkun áfengis minnki við það, að auðveldara verði að nálgast mjöð- inn. SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eða seljum hann fýrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGCURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA16, SÍMAR 81530-83104 Má bjóóa þér í 10 ára afmæli Útsýnar í Lignano? ölsk heloi í Reykjavík 25.—27. marz á vegum Feröamálaráös Lignano og Utsýnar á JASS-SPORT Kynnir Þorgeir Ástvaldsson Modelsamtökin sýna íslenskan fatnað frá verslun- inni SKRYDDA Björgvin Ferðaskrifstofai* ÚTSÝN BCOAÐWAy SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 27. MARZ OG HEFST KL. 19.00 Fordrykkur í boöi Ferðamálaráðs Lignano. Gjafahappdrætti býður upp á margs konar lukkuvinninga. Á borðum verða kræsingar, s.s. súpa og gratineraðir gómsætir sjávarréttir á ítalska Lignano-vísu meðan Big Band Birgis Sveins- sonar innleiðir lauflétta suðræna stemmningu, því á þessu kvöldi er ekki dauður punktur. ítalska hátízkan er útfærö í sýningu Modelsamtakanna og hársnyrti-, snyrti- og danssýning frá Salon Ritz er sannkallað augnayndi. Og ekki vantar músíkina. „Gulltenórinn" Hjálmar Hjálmtýsson syngur vinsælustu ítölsku lögin beint inn í hjörtu ykkar. Úrvalshljómsveit Björgvins Halldórssonar heldur dun- andi fjöri í dansinum og spilar einnig með nýju söngstjörnunni Ólöfu Ágústs- dóttur. Hinar frábæru, fimu og stæltu Jazz-sportstúlkur fá þig til að grípa andann á lofti að ógleymdri feguröarsamkeppninni. Síðasta tækifæri að bætast í keppnina Ungfrú og Herra Útsýn ’83, eina eftirsóttustu fyrirsætukeppni lands- ins þar sem stór ferðavinningur er í boði. Freistiö gæfunnar í stórferöabingói með glæsilegum vinningum fyrir alla fjölskylduna. Það er á hreinu að þetta er skemmtun í sérflokki. Bæjarins besta sem þú hefur ekki ráð á að láta fara fram hjá þér. BORÐAPANTANIR OG AÐGÖNGUMIÐAR I BROADWAY. SlMI 77500. Velkomin á ítalska hátíö á Broadway

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.