Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ1963 5 hclzt til þaulsætinn,“ sagði Hjör- leifur Guttormsson, iðnaðarráð- herra, m.a. í ávarpi sínu á ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda í gærdag. „Ég kvarta hins vegar ekki undan þreytu á því starfi, sem ég enn gegni sem ráðherra orku- og iðnaðarmála og gæti af þeim sök- um haldið því áfram enn um hríð. Ég tel hins vegar að stjórnmála- menn eigi ekki fremur en aðrir að vera eilífir augnakallar á sama vettvangi, og sem betur fer sér þjóðin fyrir því að skipt er um menn örðu hvoru. Slíkt uppgjór er nú -skammt undan, að mínu mati afdrifaríkt sem löngum áð- ur, og kannski á ýmsa lund óvenju þýðingarmikið. Um það getum við áreiðanlega orðið sam- mála, þótt skoðanir séu oft skipt- ar um leiðir," sagði Hjörleifur ennfremur. INNLENT KOSTIRNIR ERU OTVIRÆOIR Feröaskrifstofan Austurstræti 17, sími 26611. Akureyri: Hafnarstræti 98, sími 22911. GI8TI8TAÐIRNIR ERU ALVEG VIÐ LJÓSA, MJÚKA SANDSTRÖNDINA — „GULLNU STRÖNDINA“, SEM ER í ALGJÖRUM SÉRFLOKKI. LUNA er vandaöur, vinsæll, gististaöur meö björt- um, rúmgóöum íbúðum og fullkomnustu þjónustu- miöstöö, sem völ er á og eigin skrifstofu Útsýnar (opin daglega). 25 verzlanir á jarðhæð, veitingahús, kaffihús, ísbúö, hjólaleiga, hárgreiöslu- og snyrti- stofa, diskótek. Skemmtigarður (Tívoli Luna Park) í 300 m fjarlægö. Dagleg ræsting framkvæmd af ís- lenzku starfsfólki, barnagæzla. BROTTFARARDAGAR: 31/5, 21/6, 12/7, 26/7, 2/8, 9/8, 16/8, 23/8, 30/8. OLIMPO — TERRA MARE Nýjasta og glæsilegasta íbúöasamstæöan i LIGN- ANO við eina stærstu og glæsilegustu skemmtibáta- höfn Evrópu. Þú getur ekiö bilnum aö byggingunni ööru megin og siglt aö hinum megin. Stílhreinar nýtízkuíbúöir meö vönduðum búnaöi. Eig- in skrifstofa Útsýnar á jarðhæð ásamt fjölda þjónustufyrirtækja, verzlana og veitingastaöa. 3 vikur. Verð frá kr. 11.900.- gengi pr. 5/1/83. Hjörleifur Guttormsson: „Stjórnmálamenn eiga ekki að vera ei- Ifflr augnakallar á sama vettvangi“ „ÉG HEF sem ráðherra iðnaðar- mála komið inn á ykkar félagsvett- vang sl. 4 ár og flutt þar mál og hlýtt á ykkur og átt með mörgum ykkar glaðar stundir. „Senn er þess von að úr sessinum mínum víki ... “ segir Jón Helgason, og ýmsir munu telja að ég hafi reynst þar „Styð Sjálf- stæðisflokk- inn og mun berjast fyrir sigri hans“ — segir Auðunn Svavar Sigurðsson einn af stofnendum „Sam- taka lýðræðissinna“ „SAMTÖKIN eru sprottin úr þess- ari hreyfíngu sem barðist fyrir jöfn- um kosningarétti og þau berjast fyrst og fremst fyrir því áfram. í framtíðinni verður ef til vill að ein- hverju leyti víkkaður út sá grund- völlur, ef ástæða þykir til að berjast fyrir fíeiri málum. Ég tel það ekki útilokað að samtökin muni bjóða fram síðar. Það eru þó eitthvað mis- munandi skoðanir einstaklinga inn- an þeirra um hugsanlegt framhald, og því held ég að það sé ekki hægt að svara þessu öðru að svo stöddu," sagði Auðunn Svavar Sigurðsson, einn af stofnendura „Samtaka lýð- ræðissinna“, aðspurður um hvort hann liti á samtökin sem sjálfstæð stjórnmálasamtök, sem hugsanlega myndu bjóða fram til Alþingis síðar. Auðunn Svavar sagði einnig: „Ég tel samtökin valkost fyrir það fólk sem vill berjast áfram fyrir jöfnum kosingarétti og telja að stjórnmáiaflokkarnir bjóði ekki upp á þann valkost, eftir að al- þingismenn samþykktu formanna- frumvarpið svonefnda á Alþingi. Menn geta að sjálfsögðu barist áfram innan gömlu flokkanna, en ég tel að þetta sé vettvangur fyrir þá.“ Auðunn Svavar, sem á sæti í stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, sagðist ekki með þessu hafa sagt skilið við Sjálfstæðis- flokkinn. „Ég mun styðja Sjálf- stæðisflokkinn í komandi kosning- um og berjast fyrir hans sigri," sagði hann. Stjórn Flug- leiða óbreytt ENGAR breytingar urðu á stjórn Flug- leiða á aðalfundi félagsins í gærdag. Ur stjórn áttu að ganga Örn Ó. Johnson, stjórnarformaður, Sigurður Helgason, Kristjana Milla Thorsteinsson og Óttarr Möller, en þau voru öll endur- kjörin. Fyrir í stjórninni voru E. Kristinn Olsen, Grétar B. Kristjánsson, Hall- dór H. Jónsson og Kári Einarsson. Auk þess rann tilnefning Rúnars B. Jóhannssonar, fulltrúa fjármála- ráðherra, út en hann var tilnefndur aftur. í varastjórn voru endurkosnir Einar Árnason, Jóhannes Markús- son og Ólafur O. Johnson. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri: Yfirvöld hafa sýnt Flugleiðum skilning „ÉG TEL ómaklega vegið að verð- lagsyfírvöldum," sagði Georg Ólafs- son, verðlagsstjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður um þá gagnrýni, sem komið hefur fram á verðlagsyfírvöld að því er varðar heimilaðar hækkanir á innanlandsflugi Flugleiða. „Ég tel,“ sagði Georg, „að verðlagsyfirvöld hafí sýnt skilning á erfíðleikum inn- anlandsflugsins, sem eru flóknari en svo að unnt sé að skýra þá í stuttu blaöaviðtali“. Morgunblaðið spurði Georg, hvort hann gæti tölulega fært þeim orðum sínum stað, að verð- lagsyfirvöld hefðu sýnt þennan skilning, sem hann talaði um. Georg sagði: „Frá ársbyrjun 1980 hafa fargjöld í innanlandsflugi hækkað um tæplega 600% á sama tíma og laun hafa hækkað um tæplega 300% og verð á olíu og eldsneyti hækkað um tæplega 400%. Þótt vissulega megi benda á tímabil, þar sem gætt hefur tregðu verðlagsyfirvalda á að heimila hækkanir á fargjöldum innanlandsflugsins, verður það ekki sagt með neinni sanngirni um meðferð hækkunarbeiðna að und- anförnu. Undanfarið hefur raunar að hluta verið fallizt á hækkun- arbeiðnir Flugleiða." GULLNA STRÖNDIN IGNAN0 BÝÐUR ÞIG VELKOMINN í 10. SINN _JT Litlar breytingar á stjórn FII VÍGLUNDUR Þorsteinsson var endurkjörinn formaður Félags ís- lenzkra iðnrekenda á ársþingi fé- lagsins. Litlar breytingar urðu á stjórn félagsins, neraa hvað Björn Jóhannsson var kjörinn í stað Björns Guðmundssonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu. í stjórn félagsins sitja því í dag auk Víglundar og Björns þeir Agnar Kristjánsson, Ágúst Valfells, Brynj- ólfur Bjarnason, Eggert Hauksson og Pétur Eiríksson. FramkvaRmdastióri félaesins er ólafur Davíðsson. Kristján Ein- arsson, ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd á aðalfundi Félags ís- lenzkra iðnrekenda í gærdag, þeg- ar Víglundur Þorsteinsson flutti ræðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.