Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 21 Styrktarfélag aldraðra í Hafn- arfirði 15 ára AÐ UNDANGENGNUM undirbúningsfundi hinn 17. febrúar 1968, að stofn- un félags, sera einbeitti sér að velferðarmálum aldraðra í Hafnarfirði, var Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði stofnað hinn 26. mars 1968 og á því 15 ára afmæli í dag. Aðalfrumkvöðull að stofnun þessa félags var Jóhann Þor- steinsson, fyrrum forstjóri elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Jóhann var fyrsti formaður fé- lagsins, en með honum í stjórn voru: Elín Jósefsdóttir, ritari, Sverrir Magnússon, gjaldkeri, Sig- urborg Oddsdóttir, varaformaður, Gísli Kristjánsson, Olíver Steinn Jóhannesson og Ólafur ólafsson meðstjórnendur. Styrktarfélag aldraðra hefir æ síðan unnið ötullega að velferð- armálum aldraðra í Hafnarfirði. Haldnar hafa verið samkomur i „Opnu húsi“ háifsmánaðarlega. Á þessum fundum hafa ýmis félaga- samtök í bænum skipst á um að annast skemmtidagskrár. Þá er borið fram kaffi, sem gestir fá gegn vægu gjaldi og að lokum er spilað af miklum áhuga. Föndur- kennsla hófst strax árið 1969, en af ýmsum ástæðum lagðist sú starfsemi niður í árslok 1979. Fé- lagið byrjaði starfsemi sína í Góð- templarahúsinu, en á undanförn- um árum hefir orðið æ þrengra um starfsemina í þessu húsnæði vegna aukinnar aðsóknar. Brugð- ust bæjaryfirvöld höfðinglega við málaleitan félagsins um afnot af nýjum og glæsilegum samkomusal í íþróttahúsi Hafnarfjarðarbæjar, félaginu að kostnaðarlausu. Þang- að fluttist starfsemi félagsins í ársbyrjun 1982, og er sem stendur hagað þannig, að annan hvern fimmtudag er opið hús að hefð- bundnum hætti, en hinn fimmtu- daginn getur fólk komið saman, tekið í spil, unnið að eigin handa- vinnu eða notið kennslu í föndri, sem félagskonur annast. Þess skal getið, að öll vinna, sem félagsfólk lætur í té, er ólaunuð. Einnig hafa félagasamtök, sem séð hafa um skemmtidagskrár og veitingar látið allt slíkt í té af góð- um hug og án endurgjalds. Níels Árnason, bíóstjóri, hefur sýnt þá rausn, að bjóða gestum „Opins húss“ upp á kvikmyndasýningu í Hafnarfjarðarbíói og jafnframt góðgerðir á heimili sínu á eftir. Þetta hefir hann gert einu sinni á ári undanfarin 10 ár. Kiwanis- klúbburinn Eldborg hefir einnig gert mikið fyrir þetta félag. Ár- lega býður hann gestum félagsins upp á skemmtun og veitingar í Snekkjunni, auk þess að sjá um skemmtiefni í „Opnu húsi“ einu sinni á ári, og bíður þar að auki í einsdags ferðalag á hverju vori. Allt þetta ber að þakka af heilum hug. Árið 1976 gekkst Styrktarfélag aldraðra fyrir sumarorlofi fyrir ellilífeyrisþega í Bifröst í Borgar- firði í eina viku. Síðan 1978 hafa verið farnar tvær orlofsferðir á sumri, viku í hvort sinn. Núverandi stjórn err þannig skipuð: Lára Jónsdóttir, formaður, Kristín Magnúsdóttir, ritari, Páskamarkaður FJÁRHAGSRÁÐ Sunnuhlíöar, hjúkr- unarheimilis aldraðra í Kópavogi held- ur árlegan páskamarkað sinn í kjallara hjúkrunarheimilisins að Kópavogs- braut 1, laugardaginn 26. mars og hefst hann kl. 1 e.h. Á boðstólum verða nýbakaðar kökur, fatnaður, bækur, sælgæti, keramik, skór og margt fleira. Ágóðinn rennur allur til bygg- ingaframkvæmda í Sunnuhlíð. Fjárhagsráð. Skarphéðinn Guðmundsson, gjald- keri, Sverrir Magnússon, varafor- maður. Meðstjórnendur: Jóhanna Andrésdóttir, Stefán Júlíusson, Oliver Steinn Jóhannesson. (Frétutilkynning) Eitt myndverkanna Myndlistar- sýning í Rauða húsinu á Akureyri LAUGARDAGINN 26. marz opnar Jón Gunnar Árnason sýningu í Rauða húsinu á Akureyri klukkan 16.00. Þetta er níunda einkasýning Jóns Gunnars. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga um allan heim, nú síðast á biennalnum í Feneyjum síðastliðið sumar. Verk það sem Jón Gunnar sýnir í Rauða húsinu er sambland af málverki og skúlptúr og um leið umhverfisverk þar sem áhorfand- inn gengur inn í verkið sjálft og verður hluti af því. XEROX' sýning á Hótel Loftleiðum helgina 26/27 mars kl. 11-18. XEROX 9500 heimsins stærsta ljósritunarvél XEROX tölvur XEROX ljósritunarvélar margar gerðir XEROX electronisk ritvél XEROX prentarar XEROX Facsimile tæki ALLIR VELKOMNIR / ÓKEYPIS AÐGANGUR XEROX UMBOÐIÐ Síðumúla 6, S:84209 - 84295 NON HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.