Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 39 félk í fréttum + Joan Collins, aðalleikkonan í hin- um vinsæla sjónvarpsþætti „Dyn- asty“, lætur nú í fyrsta sinn heyra til sín á plötu. I>essi fertuga kynbomba ætlar þó ekki aó syngja, heldur ætl- ar hún að fara með Ijóðið „Imagine" eftir John Lennon en að öðru leyti verða á plötunni ýmsir frægir Bítla- söngvar. Ef einhver hagnaður verð- ur á fyrirtækinu á hann að ganga til fuglafriðunarhóps í Englandi. + Johnny Carson, bestlaunaði sjón- varpsspyrill í Bandarfkjunum, og kona hans, Joanne, eru sammála um flest, t.d. að nú sé kominn tími fyrir þau að skilja. I>au hafa líka verið gift í rúmlega 10 ár og nú hefur Carson fundið aðra konu, sem er ennþá yngri en Joanna. „Frú Ellie “ á batavegi + Barbara Bel Geddes, sem leikur frú Ellie í Ilallas, gekkst fyrir nokkrum dögum undir erfiðan uppskurð vegna hjartasjúkdóms og er sagt, að oft hafi verið tvísýnt um líf hennar á skurðarborðinu. Allt gekk þó vel og nú er hún á góðum batavegi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem alvarleg veikindi knýja dyra hjá Barböru. Fyrir tíu árum var hún skorin upp við brjóstkrabba og hún fékk að upplifa þá reynslu sína í sjónvarpsþættinum þegar frú Ellie varð fyrir því sama. Það var annars árið 1978 að Barböru var boðið að leika í Dallas. „Ég gat ekki hafnað því boði,“ segir Barbara. „í mörg ár hafði ég ekki fengið eitt einasta tilboð enda hafði ég ekki komið nálægt leik í heil sex ár. Maðurinn veiktist af krabbameini og við ákváðum að vera saman og styðja hvort annað það sem hann ætti eftir ólifað. Eftir það var ég öllum gleymd og grafin." Námskeið í minnisþjálfun i fræðslumiöstööinni Miðgarður verður haldiö kvöld- námskeiö í minnisþjálfun. Kenndar veröa áhrifamiklar aöferðir, sem tryggja a.m.k. þrefalt betra minni í starfi, námi og leik. Námskeiðiö byggir á aðferðum H. Lorayne, sem þykja hinar fremstu á sviöi minnisþjálfunar. Náms- fólki og öðrum er þurfa aö treysta á gott minni er“ sérstaklega bent á námskeiðið. Kennari: Gottskálk Þór Jensson. Tími: Byrjar 5. apríl 1983. 16 tímar á 8 kvöldum, á þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum kl. 17—19. Námsgögn innifalin. Skráning: Miðgaröur, Bárugötu 11, sími 12980 milli kl. 10—16. /MÐG/4RÐUR Höfum fengið fallegt og gott úrval af hinu viðurkennda og vinsæla þýska MÖVE baðlíni. Handþurrkur (hand- klæði), baðþurrkur, gestaþurrkur og þvottapoka. X MÖVE Þekkt fyrir mýkt, fall- ega liti, munstur og mikil gæði. V LAUGAVEGS APÖTEK SNYRTIVÖRUDEILDIR THORELLA TR í LAUGAVEGS APÓTEKI, LAUGAVEG116 OG í „MIÐBÆ" HÁALEITISBRAUT SPUNNIÐ UM STAIÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN flokksþinginu 1918, hvort hann muni það ekki! Hann hefur alltaf verið undansláttarmaður. Þeir eru allir gjör- spilltir af vestrænum áhrifum. Halda það sé ekki hægt að koma á marxískri byltingu í Sovétríkjunum án heimsbylt- ingar, sem kæfir okkar byltingu! Hann hristir höfuðið. Reynir að kveikja í pípunni. En það tekst ekki. Hún er eins og útbrunninn hugsjónaeldur hægri klíkunnar og trotskýistanna. Það kemst aldrei neitt að hjá þcim, nema heimsbyltingin. Landráðasamningar við erlcndar klíkur. Meira að segja Túkhachevsky, fjand- inn sjálfur, það skyldi þó ekki vera! Og enginn þeirra hefur nokkurn tíma trúað á samvirka viðreisn leninism- ans. Ekki einu sinni Lenín sjálfur, eins og hann var vaklandi undir lokin. Þora ekki að fylgja stóriðjunni fram! Né samyrkjubúunum! Af hræðslu við lýðinn! Yagoda er sá eini, sem hann getur treyst, líkur Alexander Borgia. Ekki er það verra. Stalín brosir með sjálfum sér. Stendur upp og fær sér vodkaglas. Les Balzac. 4 Hafið þið séð, hvernig hundur sleikir höndina sem slær hann? (Majakovskí, þýö. G.Kr.) talín er eins og ljón í dýragarði, þar sem áhorfend- urnir sjá hann hakka í sig bitana af fórnardýrunum, sem verðirnir hafa kastað fyrir hann. Stærsti bitinn er auðvitað útlegð Trotskys. Aðrir eru að vísu minni, en Ijúffengir. Varðhundarnir í öryggislögreglunni standa sig vel. Ljónið er mett og rólegt, lítur stundum upp og hristir makkann, pírir grunsemdaraugum á gestina, þessa út- lendu samfylgdarmenn, þessa smáborgaralegu kommún- ista, sem ekki er unnt að glefsa í. Því miður. Milli þeirra rimlarnir. Hver í sínum heimi. Sínu búri. Ekkert líf er líkt öðru lífi. Og einskis dauði er annars dauði. Allir óttast ljónið, nema þeir sem helzt skyldu. Áhyggjulaust nagar það bein fórnardýranna í augsýn hrifinna gesta, sem hugsa ekki um annað en þennan rómverska þátt leiksins. Og verðirnir leggja gildrur fyrir önnur fórnar- dýr. Stalín er rólegur. Það var hann ekki meðan Trotsky var í landinu. Þá var eins og aðalritarinn væri í rússneskri rúllettu. Hann taldi sjálfum sér trú um að skotið gæti riðið af, hvenær sem væri. Sannfærður um, að trotskýist- arnir hefðu rangt við í þessum leik. Svikararnir! En nú er hann frjáls. Hann fær áhuga á nýjum við- fangsefnum. Les mikið. Er með hugann við Gorkí eftir að þeir félagarnir hafa boðið honum að koma heim úr út- legðinni í Ítalíu, 1928. Reynir að sýna honum virðingu. Heimsækir hann jafnvel, ásamt Voroshiloff, í fullum her- foringjaskrúða (enginn veit hvers vegna og ekki heldur, hvers vegna því er logið í áróðursvélinni, að Molotov hafi verið með í förinni, kommissar forsætisráðuneytisins að vísu og málpípa Stalíns: virðingarauki, hvað sem öðru líður). Þessi heimsókn þykir mikill viðburður, málaður í öllum regnbogans litum, festur á blað og rómaður. Aðal- ritarinn sjálfur hjá Gorkí! Hann sem fór varla út úr búrinu! Gorkí, gamlaður og sársjúkur af lungnaveiki, er með hugann við Jegor Bulytschow, sem hann er að leggja síðustu hönd á. Hann vonar innst inni, að Stalín líki lcikritið. Hann verður að rísa undir nafni sem boðberi og aðalhöfundur yfirlýstrar bókmenntastefnu sovézka kommúnistaflokksins, sósíalrealismans. Það fer vel á með þeim félögum, þótt rithöfundurinn hafi sínar efasemdir. En hann ber þær ekki utan á sér, þótt hann víki að þeim við ýmis tækifæri. En það líkar Stalín ekki. Efasemdir, FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.