Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MARZ 1983 Frambúðarvandi Hæstaréttar ekki leystur með fjölgun dómara RÍKISVALDIÐ skiptist í þrjár greinar, löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Alþingi fer með löggjafarvaldið, ríkisstjórn framkvæmdavaldið og dómstólar dómsvaldið. Þessir aðilar eru jafnir að lögum eins og staðfest er meðal annars með því, að handhafar forstetavalds í fjarveru forseta íslands eru forseti sameinaðs þings, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar. Sé litið á skrif í fjölmiðlum um þessar þrjár greinar ríkisvaldsins er augljóst að í samkeppni um rými í þeim hafa dómstólarnir orðið undir. En málum er hins vegar þannig farið þegar litið er til þess valds sem þessum þremur stofnunum er veitt samkvæmt stjórnlögum að dómstólar geta bæði skorið úr um það hvort lög frá alþingi séu í samræmi við stjórnarskrána og einnig dæmt um valdmörk ríkisstjórnarinnar. Fastir dómendur í Hæstarétti eru nú átta. Þeir skiptast á um að sitja í forsæti fyrir réttinum. Frá áramótum hefur Þór Viljhjálmsson verið forseti Hæstaréttar en Mágnús Þ. Torfason varaforseti. í þessu samtali er rætt'við Þór Vilhjálmsson um störf dómsins, þau mál sem þar koma fyrir, málafjölda, nýskipan í réttinum og dómskerfinu í heild. (Mbl. Ó1.K.M.) Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, skýrir störf dómsins, drepur á minnisstæð mál og hugmyndir um nýskipan á dómskerf inu tíangur máls — Mætti ég í upphafi biðja þig að lýsa fyrir mér gangi mála fyrir Hæstarétti? „Hingað koma mál frá héraðs- dómstólum landsins. Það gerist með tvennum hætti: áfrýjun og kæru. Á síðasta ári, 1982, voru efnisdómar í áfrýjuðum málum 137, en dæmd kærumál voru 45. Þegar um er að ræða stærri mál er þeim áfrýjað eftir dóm í héraði til Hæstaréttar með áfrýjunarstefnu sem hæstaréttarritari gefur út í einkamálum en saksóknari í opinberum málum. í einkamálum fer fram svokölluð þingfesting fljótlega eftir það, þar er mál tek- ið fyrir en síðan er því venjulega frestað í 4 mánuði sem er hinn almenni frestur til gagnaöflunar samkvæmt lögum um Hæstarétt. Á þessum tíma gefst aðilum tæki- færi til að undirbúa flutning máls- ins. Aðalþátturinn í þeim undir- búningi er gerð ágrips, sem er fjöl- rituð bók þar sem þeim skjölum sem talin eru skipta máli er raðað samkvæmt ákveðnum reglum. Þessi bók er síðan aðalhjálpartæki dómara og lögmanna við flutning og dómsstörf. Ríkissaksóknari semur ágripið í opinberum mál- um. í sumum tilvikum þarf að afla viðbótargagna. Þegar þessum undirbúningi er lokið hefst hin eiginlega bið eftir flutningi máls fyrir réttinum, en hún er nú 1 til 1 xk ár í einkamál- um en nokkrir mánuðir í opinber- um málum. Málflutningur er munnlegur í langflestum málum og fer fram opinberlega. Til skamms tíma var málflutningur þrisvar í viku hjá Hæstarétti en er nú fimm sinnum. Að málflutningi loknum ræða dómendur saman fyrir luktum dyrum. Forseti og varaforseti stýra hvor sinni deild. Umræðum dómenda er haldið áfram eins lengi og þörf krefur. Aðstoðar- maður dómara er til taks og út- vegar þau lögskýringargögn sem þeir telja nauðsynleg. Ef dómarar eru sammála gengur dómari, sem formaður deildar tilnefnir, frá endanlegri tillögu að skriflegum dómi. Þegar frá honum hefur ver- ið gengið er dómur kveðinn upp i heyranda hljóði og dómsorðið les- ið upp. Síðan er allur dómur Hæstaréttar og héraðsdómurinn prentaður í dómasafni Hæstarétt- ar. Ef dómarar eru ekki sammála semur hver hluti dómsins sitt at- kvæði en atkvæði meirihluta verð- ur dómur. Sératkvæðum hefur heldur fjölgað hin síðari ár.“ Málaflokkar — Eru þér einhver mál sérstak- lega minnisstæð frá síðustu mán- uðum og árum? „Fyrir nokkrum dögum, 14. mars, var kveðinn upp dómur í svonefndu Kötlufellsmáli, sem blaðalesendur kannast við úr fréttum . Það er ellefta morðmálið fyrir réttinum síðan ég tók hér til starfa snemma árs 1976 og hið fimmta sem ég sit í. Sem betur fer eru þessi mál ekki til meðferðar hjá okkur á hverjum degi en þó hefur þeim fjölgað síðan fyrir tveimur til þremur áratugum. Meðal mála af þessu tagi er um- fangsmesta sakamál á íslandi um aldabil, Guðmundar- og Geir- finnsmálið, sem dæmt var 1980. Manndrápsmálin eru átakanleg- ustu málin, sem við fjöllum um, og sennilega þau minnisstæðustu. Refsingar í þeim eru hinar lang- þyngstu sem þekkjast hér á landi. Af málum sem nýlega hefur verið fjallað um má einnig nefna skaðabótamál vegna gæsluvarð- halds fjögurra manna sem sak- lausir voru grunaðir í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálinu. Þá er minnisstætt mál enn undir dómi og snýst um hið fræga hús í Aðal- stræti, Fjalaköttinn — skaðabóta- mál á hendur Reykjavíkurborg sem lesendum Morgunblaðsins hefur verið kynnt. Annars eru hin almennu einka- mál stærsti málaflokkurinn sem fyrir Hæstarétt kemur. Voru 77 slík mál dæmd á síðasta ári. Alls konar skaðabótamál eru stærsti flokkur almennra einkamála og er oftast krafist skaðabóta vegna samningsrofa, bifreiðaárekstra og galla á seldum hlutum. Flest einkamál út af bifreiðaslysum snerta einnig vátryggingar en önnur vátryggingamál eru einnig nokkur á ári hverju, t.d. var fyrr á þessu ári dæmt mál um ágreining um greiðslu húftryggingarfjár vegna þess að þyrla fórst á Kjal- arnesi í janúar 1975. Önnur skuldamál eru einnig allmörg, og mál út af deilum borgaranna við stjórnvöld eru nokkur á ári hverju. Síðastnefndi málaflokkurinn er áhugaverður. Má til dæmis nefna að um miðjan febrúar var dæmt um kröfu konu sem ekki vildi fall- ast á, að Tryggingastofnun ríkis- ins væri heimilt að fella niður greiðslu mæðralauna til hennar. Konan hafði misst eiginmann sinn og fengið greidd mæðralaun en tryggingastofnunih taldi rétt til þeirra fallinn niður vegna þess, að konan hefði tekið upp sambúð með öðrum manni. Hæstiréttur taldi, að konan ætti rétt á mæðralaun- um uns hún og sambúðarmaður hennar fengju sama rétt og hjón eftir almannatryggingalögunum, en til þess þarf sambúð að hafa staðið í tvö ár. Þótt undarlegt megi virðast mun þetta vera fyrsta mál sem kemur fyrir Hæstarétt og varðar bótarétt frá almannatryggingum." — Stundum heyrist því fleygt að Hæstarétti séu hagsmunir ríkisins kærari en hins almenna borgara. Hvað viltu segja um það? „Eg tel þetta fráleitt. Þessi full- yrðing mín er byggð á reynslu af störfum hér í dómnum fremur en könnun á dómasöfnum. Yrði slík könnun reyndar erfið. Hitt er satt að um það er rætt að tryggja þurfi betur en nú rétt borgaranna gagnvart hinu opin- bera valdi. A þessi mál hefur til dæmis verið drepið í umræðum um nýja stjórnarskrá. Ef til vill verður stofnað embætti umboðs- manns eða ármanns alþingis, munu dómstólarnir þó hafa hlut- verki að gegna á þessu sviði til að tryggja réttarstöðu borgaranna." — En hvað um opinberu málin í Hæstarétti? „Mun fleiri opinber mál koma til kasta Hæstaréttar en fyrir nokkrum árum. Til dæmis voru 12 opinber mál dæmd árið 1976 en 60 árið 1982. Fjölgað hefur í flestum flokkum brotamála, og svo má segja, að við hafi bæst nýr flokk- ur, fíkniefnamálin. Opinberu mál- in sem koma fyrir réttinn eru flest frekar smá og varða umferðarlög og áfengi — einkum akstur undir áfengisáhrifum. Auðgunarbrot eru þó einnig nokkur á ári hverju, einkum þjófnaður, þá er skjalafals algengt brot.“ — Þriðji flokkur mála eru svo kærumálin. „Árlega berast Hæstarétti mörg kærumál, þau voru t.d. 45 á síð- asta ári, 25 einkamál og 20 opin- ber mál. Það eru oftast minnihátt- ar mál og meðferð þeirra er ein- föld. Kærumálin eru í langflestum tilvikum dæmd eftir skriflegum gögnum án munnlegs málflutn- ings. Algengt kæruefni í opinberu máli er úrskurður sakadóms um gæsluvarðhald. Önnur kærumál varða t.d. lögtök, uppboð og ýmsar ákvarðanir um búskipti. Einnig er unnt að kæra frestákvarðanir og úrskurð um vitnaskyldu í almennu einkamáli til Hæstaréttar og fleiri slík atriði." — Eru engar skorður við því settar hvaða málum menn geta áfrýjað frá héraðsdómi til Hæsta- réttar? „Almenna svarið við þessari spurningu er nei, það eru svo litlar skorður settar við áfrýjun að þær skipta nær engu fyrir réttaröryggi borgaranna. Sé verðmæti sem um er deilt í almennu einkamáli minna virði en svarar til 7.000 króna þarf leyfi dómsmálaráðu- neytisins og meðmæli Hæstarétt- ar til áfrýjunar. Hefur slíkra með- mæla alloft verið leitað." Nýskipan hjá Hæstarétti — Algengt er að því sé hent á loft í almennum umræðum, að í dómskerfinu miði málum alltof hægt áfram. Hvað vilt þú segja um þetta? „Á þeim árum, sem ég hef fylgst með, hefur orðið sú eftirtektar- verða breyting að dregið hefur úr gagnrýni á héraðsdómstólana en athyglin þeim mun frekar beinst að Hæstarétti í þessum umræðum um hæga meðferð mála. Um síð- ustu áramót biðu 190 mál af- greiðslu í Hæstarétti og 15. mars sl. voru þau 173. Er þá átt við mál, sem tilbúin eru til munnlegs flutn- ings. Ekki er unnt að svara því á þessari stundu hvenær tekst að vinna upp þennan málahala, það verður vonandi auðveldara um mitt ár þegar metin verða áhrif þeirrar tilraunar sem nú er verið að gera í Hæstarétti. Dómsmálum hefur fjölgað talsvert í Hæstarétti en þó ekki stórlega. En málin hafa að ýmsu leyti orðið flóknari en áð- ur og stórmál eins og Geirfinns- og Guðmundarmálið geta sett strik í reikninginn og raskað venjulegum hraða hjá réttinum. Ég lít þannig á að kvartanir um að málsmeðferð taki of langan tíma séu réttmætar." — Hvaða ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til að stytta hinn langa biðtíma einkamála hjá réttinum? „Undanfarin ár hefur sú stefna ráðið að þessi vandkvæði ætti að leysa með fjölgun dómara. Síðast var bætt við fastskipuðum dómara síðastliðið haust og eru þeir nú átta, jafnframt voru settir þrír dómarar í 9Vfe mánuð að tillögu Hæstaréttar. Þá var ráðinn lög- lærður aðstoðarmaður dómara. í vetur starfa því 11 dómarar í Hæstarétti, hæstaréttarritari og löglærður aðstoðarmaður auk rit- ara og dómvarðar. Samkvæmt lögum sem alþingi samþykkti í maí 1982 fækkar dóm- urum aftur í 8 hinn 1. júlí næst- komandi. Fjölgun dómara hefur borið þann árangur að dæmdum málum hefur fjölgað í vetur í sam- anburði við veturinn í fyrra. 1. janúar til 11. mars í ár voru 65 mál dæmd en 46 á sama tíma 1982. Það er skoðun mín að vandi Hæstaréttar verði ekki leystur til frambúðar með fjölgun dómara. Það hafa ýmsar leiðir til úrbóta verið ræddar en ekki tekist nægi- leg samstaða um neina þeirra.“ Lögrétta — Þú varst formaður réttar- farsnefndar sem samdi meðal Dómarar og aðrir lögfræðingar í Hæstarétti. Fremri röð frá vinstri: Björn Sveinbjörnsson, Guðrún Erlendsdóttir, Þór Vilhjálmsson (forseti Hæstaréttar), Magnús Þ. Torfason (varaforseti), Ármann Snævarr og Sigurgeir Jónsson. Aftari röð: Þorgeir Örlygsson (aðstoðarmaður dómara), Björn Helgason (hæstaréttarritari), Halldór Þorbjörnsson, Gaukur Jörundsson, Magnús Thoroddsen, Guðmundur Skaftason og Guðmundur Jónsson. djógm. mm. ói.k. Magnúsmn.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.