Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 48
lESIÐ u* wu oxultiunja DRCLECR ufgiptittlilftfeife % |Hor0MnbIaí>ib f'^mnRCFRlDRR f mRRHRO VORR SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Auður Eir vígð í dag 1 DAG mun biskupinn yfir ls- landi, herra Sigurbjörn Einars- son, vfgja til Suðureyrar f Súg- andafirði Auði Eir Vilhjálmsdótt- ur og er hún fyrsta fslenzka kon- an, sem tekur prestvfgslu á Is- landi. Auður Eir er gift Þðrði Sigurðs- syni og eiga þau f jórar dætur. 1 blaðinu f dag er rætt við kierka og leikmenn um álit þeirra á vfgslu fyrsta kvenprests- ins á tslandi. (Sjá bls. 10 og 11). Rannsóknarmenn á vettvangi f gær á Akureyri. Fremst á myndinni frá vinstri: Pétur Bjarnason verkfræðingur, Gfsli Ólafsson yfirlög- regluþjónn og Stefán Stefánsson verkfræðingur. Ljósmynd Mbl. Sv. P. Sprengingin á Akureyri: HREINSAÐ TIL í RÚSTUNUM Akureyri 28. sept. RANNSÓKN á orsökum sprengingarinnar f húsinu nr. 20 við Löngumýri hófst þegar f gær og hélt áfram f morgun. Seinlegt verk er að leita f rústunum að verksummerkjum og tækjaslitrum, sem varpað gætu ljósi á aðdraganda at- burðarins og orsök, en unnið cr af kappi við að hreinsa til og flytja brakið burt. Þó var svo iangt komið f morgun, að búið var að ná sjálf- um vatnsgeyminum upp og at- huga hann. Gfsli Ólafsson yfir- lögregluþjónn sagði, að Ijóst væri nú þegar og fullsannað, að geymirinn hefði sprungið enda er hann f tvennu lagi og auk þess eru rifur á stærri hlutan- um. Hins vegar ekki enn komið f ljós svo að óyggjandi sé hver orsökin hefur verið, hvað hefur brugðizt og f hverju bilunin á tækjabúnaðinum var raunveru- lega fólgin, en verkfræðingarn- ir Pétur Bjamason og Stefán Stefánsson eru að vinna að þeirri rannsókn og munu halda þvf verki áfram, en þcir voru f gær kvaddir til þess verks af bæjarfógetaembættinu á Akureyri. Sv. P. Auður Eir. SLÖKKVILIÐIÐ var kvatt að nýja Sjálfstæðishúsinu í fyrrnótt laust eftir klukkan 01, eins og skýrt var frá f Mbl. f gær. Stóðu þá eldtungur hátt f loft upp og virtist sem húsið væri alelda. Töluvert hvassviðri var að norðan og trekkti vel um húsið, sem enn er allt opið. Byggingarstig húss- ins er þannig að steyptar hafa ver ið tvær hæðir, auk kjallara, en mótauppsláttur er langt kom- inn á þriðju hæð. Slökkvi- starf gekk vel og rúmlega klukku- stundu eftir að eldsins varð vart, hafði hann verið slökktur. 22 mfn- útum eftir að slökkviliðið fór af staðnum, var það aftur kvatt að húsinu og logaði þá allfjarri þeim stað, sem áður hafði logað á. Allt bendir til þess, að um fkveikju hafi verið að ræða, þar sem ekk- ert rafmagn var á húsinu. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins kom eldurinn upp í fyrra skiptir f lyftuopi á fyrstu hæð.Mun hannhafamagnazt fljótt og logaði vel f þurru timbrinu upp allt lyftuopið. Mestar skemmdir urðu á mótatimbri á þriðju hæð; umhverfis lyftuopið brann móta- timbur gjörsamlega og stóðu að- eins steypustyrktarjárnin út f loftið. Að sögn slökkviliðsins hefði ekki reynzt eins auðvelt að ráða við eldinn, ef þak hefði verið komið á húsið og hiti eldhafsins hefði ekki óhindrað komizt upp úr húsinu. Slökkviliðið hafði lokið störfum klukkan 02,20, er síðasti slökkvi liðsbíllinn fór af staðnum. Klukk- an 02,40 var það síðan aftur kvatt að húsinu og var þá eldur í spýtnahrúgu, sem sópað hafði verið saman á þriðju hæð talsvert langt frá lyftuopinu. Að sögn slökkviliðs getur vart verið um samband milli brunanna tveggja og hlýtur einhver þar að hafa verið að verki, hver svo sem til- gangur hans hefur verið. Vfst er hann sjúklegur hvort sem stjórn- málaskoðanir hafa þar áhrif eða ekki. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Albert Guðmundsson, formann byggingarnefndar húss- ins. Albert sagði, að skemmdirnar hefðu ekki enn verið kannaðar, en samkvæmt áliti bæði slökkvi- liðs og lögreglumanna á bruna- Framhald á bls. 47 Myndin er tekin f gærmorgun á þriðju hæð Sjálfstæðishúss- ins. Mennirnir standa við lyftuopið, en eins og sést er þar talsvert brunnið og standa steypustyrktarjárnin ber. — Ljósm.: Brynjólfur. Stíflun í hitaveitukerfí Hvergerðinga veldur tjóni og óþægindum: Greiða ekki ríkinu fyrir vatnið nema úrbætur fáist 0 „Við höfum kvartað mjög yfir þessu við Orkustofnun, en okkur finnst þeir hafa verið afar seinir að taka við sér og gera úrbætur. Ef ekki verður eitthvað gert fljót- lega, verðum við að grfpa til mjög róttækra ráðstafanna.“ Þetta sagði Hafsteinn Kristinsson, odd- viti f Hveragerði, er Morgun- blaðið leitaði upplýsinga hjá hon- um um öngþveiti, sem skapazt hefur f hitaveitumálum þar. Aukaþing S.U.S. hófst í gær Aukaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna var sett kl. 14 f gær. Þingið er haldið f Valhöll á Þingvöllum. Við þingsetningu f gær flutti Friðrik Sóphusson, for- maður S.U.S. ávarp. Aukaþingið ræðir einkum þrjá málaflokka: Efnahagsmál og nýsköpun einka- framtaks, Byggingamál og stjórn- skipunarmálefni. Þingstörf hófust f gær með þvf, I að talsmenn starfshópa, er unnið hafa að málefnaundirbúningi fyrir þingið, gerðu grein fyrir til- lögum og álitsgerðum hópanna. Að þvf búnu hófust umræður f nefndum um einstök verkefni. Þingstörf halda áfram árdegis f dag. Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra flytur ávarp f hádegis- verði f dag, en ráðgert er, að þing- inu ljúki sfðdegis. vegna þess að úrfelling f vatninu hefur að undanförnu stfflað hita- veitukerfin f húsum Hvergerð- inga og valdið talsverðu tjóni. Hefur hreppsnefndin samþykkt að borga rfkinu ekki fyrir vatnið, fyrr en úrbætur hafa fengizt. 0 Og Hafsteinn sagði okkur nánar frá málavöxtum: „Við gerð- um breytingu á hitavcitunni hjá okkur f júnf 1973, og fórum að kaupa vatn af rfkinu úr borholum þess f Reykjadal. En f þessu vatni reyndist vera úrfelling, sem fór að stffla kerfin strax um haustið. Þetta var afleitt allan sfðastliðinn vetur og ástandið núna er orðið mjög alvarlegL“ „Jarðefnin, sem falla úr eru aðallega kfsill og kísilsambönd og leirsambönd. Þessi efni haldast uppleyst í vatninu, þegar það kemur upp úr jörðinni, en þegar það fer að kólna í kerfunum fer þetta að falla úr og sezt til og stíflar smám saman kerfin." Hafsteinn kvað suma taka vatn- ið beint inn á miðstöðvakerfi sitt, sem hefur í för með sér, að það skemmist, er það stíflast. Hafa einstaklingar orðið að rífa upp kerfi og skipta um, sem þýðir 100 til 200.000 króna kostnað. Aðrir eru með forhitara eða millihitara, og hefur orðið að taka þá út á þriggja til fjögurra mánaða fresti og hreinsa þá. Kostar það 4 til 5.000 krónur í hvert skipti, ef fagmaður er fenginn til að sjá um verkið. Hafsteinn kvaðst ekki geta sagt til um f jölda þeirra, sem orðið hafa fyrir slíku tjóni, né hversu mikið það er í heild. „Það er óhætt að segja, að allir hafa orðið fyrir einhverju tjóni, en mismunandi miklu.“ Hann sagði, að næstum því öll hús í Hveragerði fengju vatn frá þessu hitaveitukerfi, en þó væru nokkur hús og gróðurhús, sem fá frá gamla dreifikerfinu, þar sem hitað er upp með gufu. Ætlunin hefði hins vegar verið, að þau skiptu einnig yfir á nýja kerfið. „Við endurnýjuðum ailt hita- veitukerfið hjá okkur um leið og við fórum að kaupa vatn hjá Orkustofnun", sagði Hafsteinn. „Og á tveimur og hálfu ári erum við búnir að endurnýja fyrir 42 Framhald á bls. 47 Tvíkveikt í Sjálfstæðishiisinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.