Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 ® 22*0*22- RAUÐARÁRSTÍG 31 <_______________✓ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Bilaleiga CAB BENTBL Sendum dJ* 41660-42902 Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 pioiMcen ÚTVARPOG STEREO KASETTUTÆKI jL\ovciunb(aí>. margfaldar marhaú vðar Sérstætt skiptiboð Sendið 100 gallalaus íslenzk frímerki og við sendum yður 300 mismunandi fallegar sérút- gáfur alls 27 fullkomin sett. Gangverð fyrir hvert þessara setta er kr. 5 (danskar) eða samtals 1 35 kr. Sendið strax i dag 100 íslenzk frímerki til: NORDJYSK FRIMÆRKE- HANDEL, FRIMÆRKER EN GROS, DK-9800 HJÖRRING. MEDEL AF OFF. N.B. Við staðgreiðum einnig á hæsta verði fyrir íslenzk frímerki. Sendið tilboð. Verða dýrmæt handrit enn til á Islandi? Þetta virðist fávísleg spurn- ing. Við erum víst enn i dag „eftir fólksfjölda" mesta bóka- þjóð og bókaframleiðsluþjóð heimsins. Og allar bækur eru í fyrstu handrit. En það, sem hér er spurt um, var með hliðsjón til horfinna tfma þegar bækur urðu aðeins handrit, sem fáir mátu mikils í upphafi og enginn gaf út í bók — enda prentlist ókunn á skrif- unaröldum handritanna, sem nú teljast heimfluttur fjársjóð- ur en einu sinni notuð í skó- bætur. Margt furðulegt í þessum efnum gerist og getur gerzt í fslenzkum sveitum enn í dag á þessu 11 alda afmælisári. íslenzk sveit og sveitalíf með allri sinni þögn, friði, fegurð og einangrun er uppspretta skáld- legra þenkinga og spaklegra hugsana, er enn söm við sig og á dögum Snorra og þeirra frænda frá Hvammi í Dölum. Vel gæti jafnvel verið, að sú nafnleynd, sem nú er kapprætt um, stafi af einhverju fleira en hæversku og hefðum ritenda og rithöfunda. Gat ekki verið, að jafnvel Edda væri talin til heið- inna minja, jaðra við galdra og af stórmennum kirkjunnar álit- in ganga guðlasti næst? Sama mætti segja um ættar- sögur og örlagafrásagnir, að einhverjum þætti nærri sér höggvið, svo höfundur yrði lit- inn homauga. En þetta er efni í annan kapi- tula. Það, sem mig langar hér til að benda á sem bókmennta- legt undur er af öðrum toga, sem fræðileg viðleitni bænda- ■i ólks nú á dögum. Maður vestan úr Dölum og nokkuð við aldur og lúður af áratuga erfiði leit hér inn ásamt bróður sfnum um daginn. Þ'tejtr báru með sér tösku með haViðxituðum blöðum, býsna þykkum böggli — hundruðum blaðsfðna þéttskrifuðum skýrri og fagurri rtthönd. Þessi bóndr, sem býr einn á sinni jörð ásamt eldri bróður fékk bókstaflega opinberun til ritstarfa og fræðimennsku fyrir nokkrum árum. Hann mun lftt skólagenginn og þá hvorki í menntaskóla hé háskóla hafinn. Mundu þó margur, sem hræðist z og y geta öfundað hann. En hvað var þá á blöðunum hans í töskunni? Það voru textaskýringar yfir spádómsbók Esekiels spá- manns, eitt erfiðasta rit til skýringa, sem til er í allri biblí- unni. Og þarna er ein myndgáta spámannsins tekin fyrir af annarri með furðulegri ná- kvæmni og natni og enn undar- legri eða undursamlegri innsæi og skilningi og vandvirkni. Höfundur varpar ljósi nútímans f stjórnarfari og lífs- háttum yfir efnið. Eða ef til vill væri réttara að snúa þessu við og segja, að hann láti ljós frá sýnum og undrum spámanns- ins, sem talar fyrir 2500 árum, falla yfir feril þann, sem nú- tímakynslóðir reika um á jörðu. Líklega fúlsa nú fræðimenn við Háskóla við þessum hug- renningum, ályktunum og at- hugunum „alþýðuspekingsins". En það hafa þeir víst alltaf gert, síðan á dögum Amosar spámanns, sem einmitt kom svona úr sveitinni, með boð- skap sinn til annarra áheyr- enda f öðru landi. Og viðtökurnar draga heldur ekki úr gildi þess, sem gert er af andagift og fyrir heilaga köllun. En hún leynir sér ekki á þessum blöðum, þótt sjálfsagt mætti um margt deila að efni og framsetningu. Að síðustu ofurlítið sýnis- horn úr skýringum Dala- bóndans. Esekiel: Þeir (það er ísraelsmenn) munu girðast hærusekk og skelfingin hylja þá. — Silfri sínu munu þeir varpa á strætin og gull þeirra mun verða þeim sem sorp. (SAMB. ÍSL. TÍEYR- INGA OG HUNDRAÐKALLA). Skýrandi. Þessi spádómur bendir á, að hin veraldlegu verðmæti hafa ekkert gildi á degi dóms, þegar réttlætið krefst skila. Veraldleg verðmæti Israels munu útlend- ingar fá til að skipta og eftir framhaldi spádómsins munu þeir einnig vanhelga kjörgrip Drottins — það er kristindóm- inn. Hið dýrðlega skraut verður þeim til dramblætis. Þeir verða þvf sviptir bæði veraldlegum og andlegum verðmætum sínum. Esekiel: Og sjá, ég set króka í kjálka þína og mun leiða þig út ásamt herliði, hestum og riddurum öllum með alvæpni, miklum manngrúa, skjöld og törgu, alla með sverð í höndum. Skýrandi: Þessi spádómur bendir til þess, að Drottinn verði þessum þjóðum til framdráttar, með handleiðslu og ráðstöfunum. Skildir og törgur tákna karla og konur. Sverðin tákna vald. Og þar eð allir hafa þau I höndum táknar það vald alþýðunnar. Esekiel: Þytur og skrjáf heyrðist. Og beinin færðust saman hvert að öðru. Og ég sá, hvernig sinar komu á beinin og hold óx og hörund dróst yfir. Skýrandi: Drottinn lætur Esekiel sjá börn hinnar týndu Israelsþjóð- ar eignast líf að nýju, þótt lffs- andinn sé ekki enn kominn í líkama þjóðarinnar. Handrit þessa einstæða bónda vestan úr Dölum eru mörg orð á mörgum blöðum. Ég hef ekki þekkingu til að dæma um það fræðilega. En miðað við afköst og allar kringumstæður er það furðulegt afrek. Til að fyrirbyggja misskilning, skal tekið fram, að það sem er innan sviga í þessari grein eru mín orð, en ekki hans, en samt í sama anda. Hvað varðar mig um hann Jón? MIKIL umsvif eru í þjólífinu. Þjóðhátíð haldin vfðsvegar í landinu, kosningar tvennar, ný ríkisstjórn — svo eitthvað sé nefnt. Þúsundir manna fara utan f sól og sumar, reyndar var sólin og sumarið ekki síðri hjá okkur hér heima. Hringvegurinn opnaður og allur hópurinn fór af stað. — Fundahöld, ráð- stefnur og allskonar mót. Er- lendir ferðamenn eru reyndar færri en áður, þeir eru eins- konar sítrónur halda sumir. Byggingaframkvæmdir eru miklar — allskonar hús, þörf og miður þörf. Verðlagið og kaup- gjaldið þekkja þeir, sem í þessu standa. Sumir fá fyrir hjartað, heilsan bilar, ofþreyta. Margir vilja fá allt strax;'og uppmæl- vilja fá allt strax, fyrir sem minnst, aðrir vilja fá mikið fyrir lítið. Kústamenn, og upp- mælinga verða oft ekki lang- lffir — kapp er bezt með forsjá. Og svo er það hann Jón. Hann horfir á þetta allt og er alveg forviða á öllu saman. Hvar sem litið er — allt í fullum gangi, erill og þys svo honum finnst nóg um. Hann Jón bjó í litlu húsi utanvert í borginni. Húsið átti að rífa, reyndar þurfti víst lítið til þess að það færi í sfðasta rokinu, en af gömlum vana stóð það af sér veðrið. Arum saman stóð til, að húsið færi og vegur- inn kæmi, en framtakssemin er ekki þeirra sterka hlið, bless- aðra, og þessvegna var Jón í húsinuog stóri kötturinn hans. Stærsti köttur á Islandi, vó 15 kg, þegar honum var lógað, en það var gert, þegar Jón var látinn. Jón var hjálpsamur og hann hafði lengi skotið skjóls- húsi yfir vin sinn, einstæðing eins og hann var sjálfur, en hjúkrunarkonan kom til mín og bað um vist fyrir vininn hans Jóns. Lýsing hennar á húsa- kynnunum var afskapleg, og þó er ég ýmsu vanur. Hjúkrunar- konan sagði, að ég ætti að fara inn eftir til þeirra — sjón væri sögu rfkari. — Ég fór, lýsingin var rétt — annað eins hefi ég aldrei séð. Stóri kötturinn vakti furðu og athygli, en húsa- kynnin skelfingu. Erum við þá þannig komnir á ellefu hundrað ára afmælinu? Þetta er ekki mannabústaður. Vinur hans Jóns fékk pláss, þótt ekkert væri raunar til, en Jón vildi vera áfram í húsi- inu, gat reyndar hvergi kom- ið honum. — í mörg ár hafði hann verið þarna og var sáttur við Guð og menn. En mér rann til rifja van- máttur minn og úrræða- leysi, og ég hringdi f vin minn Albert og við fórum báðir inn- eftir. Þessu verðum við að kippa I lag sögðum við báðir og við vorum allir af vilja gerðir, en við vorum of sein- ir á okkur — hann Jón varð veikur, var fluttur á sjúkrahús og andaðist þar. Þannig er sagan um hann Jón, sem hét reyndar allt öðru nafni. Og þessi saga gerðist fyrir nokkrum vikum og hún gerist á hverjum degi hjá okkur f Reykjavík — reyndar vfðar á landinu. Við höfum gleymt fólkinu, sem brautina ruddi — gamla fólkinu, einstæðing- unum, konum og körlum, sem höfðu lifað svo lengi, að þeim var ofaukið í okkar blessaða velferðarrfki. Hversvegna ertu alltaf að skrifa um þetta? Þú færð engu áorkað, fólkinu er svo gersam- lega sama um öll þessi skrif og tal um elli, gamalt fólk, ein- stæðinga, fátækt og basl, — það tekur enginn mark á þessu, þú sérð það bezt á undirtektunum með Litlu-Grund, undirskriftir og mótmæli. Hann pabbi þinn, hann séra Sigurbjörn, var raun- særri maður en þú og hann varaði þig við þessari ofsatrú, sem þú virðist hafa á mannúð i garð gamla fólksins. Ef þú værir að skrifa um gamalt fólk f Afríku eða Asfu og elliheimili þar, þá myndi verða rokið upp til handa og fóta, en að viður- kenna staðreyndir, að hér á landi sé neyðarástand f þessum málum, það vill fólkið ekki. Hér er allt svo ffnt og fágað — og okkur varðar ekkert um hann Jón. Fær hann ekki ellilaun? Sér rfkið og borgin ekki um þetta allt — nógir eru skatt- arnir, sem við borgum. Ég þekki þetta fólk, sem þannig hugsar, þegar það sjálft á hlut að máli, þá kemur annað hljóð f strokkinn. Þá á allt að vera til reiðu, en fyrirhyggja þess, hvarerhún. Gísli Sigurbjörnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.