Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 25 Elns og mér svnist Eltlr Glsla j. Áslöórsson MAÐUR þarf ekki að brjóta I sér hvert bein við akstur hérna á veg- unum okkar til þess að verða Ijóst að bllar hér hljóta aS endast svo- sem helmingi verr en ! Vestur- Evrópu til dæmis að maður nú ekki tali um brunbrautirnar hjá þeim I Norður-Ameríku. Við tröll- uðum þetta út! buskann konan og ég ! sumar og vorum meðal annars ! hringvegarhugleiðingum en kom- umst aldrei lengra en upp úr Almannaskarði fyrir ofan Horna- fjörð af þvi veðrið var svo indælt á þessum slóðum. Maður á ekki að hlaupast frá góðu veðri á íslandi: það er að skemmta skrattanum. Maður á að grípa sólskinið þar sem það gefst, tjalda og steikja sér pulsu. Það eru tvær tegundir ferða- langa hérlendis — nei, raunar þrjár við nánari athugun. Sú fyrsta bunar á vit fjallanna til þess að losna við farganið heima, njóta kyrrðarinnar, brjóta gat á hvers- dagsleikann, strjúka af sér sett- lega svipinn sem maður er að burðast með við amstrið, losna við sfmann, rukkarana og slleku kran- ana. Það er æði oft miðaldra fólk sem leggur land undir fót með þessu hugarfari; þó ekki alltaf að vlsu. Jú, maður þykist Ifka kunna að meta stórbrotið landslag eða óvænta vin ! illþyrmislegu um- hverfi eða þá náttúruævintýri á borð við kriuunga sem er að bögglast við að standa á eigin fótum við grýtta vegarbrún eða ránfugl sem er að reyta fjaðrirnar af hræi ættingja síns í þreifandi sandbyl austur á Breiðamerkur- sandi. Það var þama sem bílarnir óku með Ijósum um miðjan dag —• og bfll við bil út allan sandinn eins og maður væri kominn á Lauga- veginn. Næsta gerðin af ferðalöngum hér uppi á fslandi flengist þetta einkanlega til þess að hafa komið á staðinn, til þess að hafa þotið veginn, til þess að vera ekki lakari maður en Pétur og Páll næst þeg- ar menn sitja saman yfir kvöldsop- anum og guma af vfðförli sfnu. Við mættum svona ferðaljónum aust- sem fór ekki hringinn ur við Fjallsárlón þar sem jakarnir sem sigla eggsléttan vatnsflötinn eru eins og álfaborgir úr kristal. Þetta var ungur maður með unga konu og ungt barn, og ég giska á að þau hafi tafið þarna ! svosem tuttugu sekúndur ef það var þá svo lengi. Þá voru þau búin að meðtaka þennan stað og þotin af stað á ný með bensínið i botni að meðtaka önnur markverð náttúru- fyrirbæri. Það er talsvert af svona fólki á ferð og flugi um fsland og ræður yfir misjöfnum bflakosti. Það eru bílar sem nýir upp úr kassanum og aðrir sem allir kassar mundu vafalaust koka við. Merki- legt hvað þetta kemst, einkum amerísku ófreskjurnar. Ég nefndi þrjár manngerðir sem maður mætir á bflaslóðum hér heima: sú þriðja er fólkið sem er með búslóðina á bakinu. Menn eru stundum að reka hornin í þetta fólk og i dagblaði sá ég það kallað bakpokalýð. Það á að vera auralltið og þar af leiðandi erfitt að plokka það. Það felst! þessu að við eigum aðatlega að egna fyrir milljónera og svoleiðis kalla, þrfgifta laxveiðigreifa sem þeytast um geiminn ! einkaþotum. Það finnst mér Ijótur mórall. Það flýtur auðvitað einn og einn vandræða- gemlingur stundum með bakpoka- fólkinu, en vandræðapeyjum skýt- ur lika upp í glæstustu sölum og það í smóking. Upp til hópa er bakpokafólkið alveg prýðilegt. Það er broshýrt og þv! þykir ákaflega vænt um það ef einhver brosir á móti. Þarna eru líka sannir ferðagarpar á ferð: hin- ir ódrepandi. Eitt sinn ! sumar ! úrhellisrigningu aldrei þessu vant sé ég hvar maður sprettur upp úr jörðinni og hverfur síðan jafn- skjótt aftur. Konan hélt ég væri kominn með bensmeitrun. En þeg- ar við nálguðumst staðinn þar sem ég hafði séð huldumanninum skjóta upp, þá gekk hann enn upp úr jarðskorpunni. Ég horfði hróð- ugur á konuna mtna og sagði: „Þarna sérðu! Ég er ekki eins vitlaus og þú heldur." Þessi bak- pokamaður hafði tekið sér ból- festu þarna f auðninni! bráð — og bjó ! vegarræsi! Það er eins og ég segi: það dreost ekki ráðalaust þetta fólk þó að það sé ekki með milljón ! vasan um. Mér er það lika hulin ráðgáta hversvegna menn þurfa að vera að ybba sig við það þó að það eigi kannski ekki blóðrauðan bjúik. Ekki var konan á Akureyri sem skellti sér þvert yfir landið ! blóð- rauðum bjúik. Þó var hún ein á ferð. Hún var bara ! þrælsterkum skóm og ! skjólgóðum galla og með heimasaumað tjald á bakinu. Eins og ég sagði ! upphafi höf- um við hjónin fyrir sið á rann- sóknaferðum okkar um landið að við stönsum bara þar sem okkur líst þokkalega á veðrið og tökum svo bara lífinu með ró. Okkur kemur ekki til hugar að flengjast af stað með regnvegg til allra átta. Hvað liggur á með leyfi? Ekki erum við að leika kappaksturs- hetjur ! Monte Carlo ellegar plast- klædda þotugarpa að sprengja hljóðmúrinn. Einu sinni f sumar tókum við upp tjaldið, gengum kyrfilega frá hafurtaski okkar aftan ! Grána gamla, kvöddum lækjarbakkann með kurt og p! — og ókum svo- sem tvö hundruð metra. Það stóð þannig á þessu flandri að þar und- ir leitinu sem við höfðum gist um nóttina var komið hlfandi rok en gagnstæðu megin reyndist vera logn og sólskin. Hvað var þá sjálf- sagðara en að tjalda bara upp á nýtt og steikja sér pulsu? Á einum stað á góðakstri okkar ! þetta skiptið treystum við okkur ekki til að reisa tjaldið fyrr en við vorum búin að þrffa umhverfið. Það var ! Skaftártungunum. Hér er eitt af mörgum giljum á fslandi sem er eins og gert af höndum skaparans til þess að hlúa að veg- móðum ferðalöngum: grasflöt. lækur, klettar allt um kring, skjól fyrir öllum áttum. Einhverjir land- ar okkar höfðu skilið við þennan unaðsreit útataðan i sorpi. Við reyndum að fleyta ofan af ósóm- anum en það var eins og heilt herfylki af skrælingjum hefði farið þarna um. Ég hefði ekki gefið meira fyrir fegurðarskyn þessá. fólks en brenglaða skolpfötu. Það eru því miður dálftil brögð að þessu: að fólk skilji afleitlega við. Jú, það sóðar stundum ein- hverju utan um draslið og treður þv! milli steina eða flettir upp þúfu- kolli og smeygir þv! undir hann. Stundum stafar þessi umgengni þó fremur af glópsku en óláns- hætti. Við sáum bráðmyndarlegan mann fínkemba tjaldstæði, safna sorpinu ! plastpoka, bera hann spölkorn frá bllnum og róta mö) yfir pokann. Maðurinn gerði þetta af einstakri samviskusemi: það lá við hann væri á fjórum fótum að snurfusa grundina. En ef maður litur nánar á málið, þá kann það samt ekki góðri lukku að stýra að menn geri mikið af þv! að klóra nokkrar steinvölur yfir belgfulla poka af úrgangi úti t guðsgrænni náttúrunni. Ef við hugsum okkur að þessi snyrtilegi ferðalangur hafi verið á sjö daga ferðalagi og tjaldað jafnoft. þá hefur hann varla urðað færri poka ! allt en sjö stykki. Ef tiu menn bera sig svona að, þá eru pokarnir orðnir sjöti'u á einni viku. Ef hundrað gera þetta. . . Nei, þetta er ekki leiðin til þess að fegra landið. Þá er best að gera þá játningu Framhald á bls. 46 ríkum mæli frá landsbyggðinni til þéttbýlissvæðisins við Faxaflóa, fyrir þá sök, að þessi búferla- flutningur skilur eftir mikil verð- mæti ónotuð og óarðbær í þeim byggðarlögum, sem flutzt er úr, og kallar samtímis á verulega út- gjaldaaukningu hins nýja sveitar- félags, sem setzt erað f, og raunar þjóðfélagsins f heild, við sköpun búsetuskilyrða og aðstöðu í hin- um nýja stað. Það er engu byggðarlagi hagkvæmt að fá of mikla aukningu íbúa á of skömm- um tíma, og því síður að íbúatala fari niður úr því marki, sem talin er hagkvæm stærð sveitarfélags. Það er beggja hagur, þéttbýlis og strjálbýlis, að stjórnvöld sporni við óæskilegri þróun á þessu sviði, með eðlilegum stjórnunar- aðgerðum, svo sem er raunar gert víðast hvar í hinum lýðfrjálsa heimi. Aðlöðun í strjálbýli Næg atvinna, með nokkurri breidd í valkostum, sem tryggir sómasamlega afkomu íbúanna, er að sjálfsögðu forsenda byggðar á hverjum stað. Það eru þó ekki atvinnumálin, sem eru höfuðor- sök búferlaflutningsins. Þvert á móti eru tekjumöguleikar oft meiri f stjálli byggðum en þétt- býli. Það, sem á skortir aðlöðun hinna strjálli byggða, er tíðast á öðrum vettvangi. Menntunarað- staða skiptir miklu máli, svo og heilbrigðisþjónusta, umhverfis- mál, samgöngumál og aðstaða til að verja tómstundum i samræmi við kröfur tíðarandans. Það er á þessum sviðum, sem aðgerða er þörf, ef hamla á gegn óæskilegri og raunar hættulegri byggðarösk- un í landinu. Varnarsamning- urinn óbreyttur Sá meirihlutavilji íslenzku þjóðarinnar, sem kom fram í undirskriftasöfnun „Varins lands“ og úrslitum sfðustu al- þingiskosninga, í öryggismálum landsins, endurspeglast í sam- komulagi því, er á dögunum var gert milli viðræðunefnda Islands og Bandarfkjanna. Samkvæmt samkomulaginu verður varnar- samningurinn óbreyttur en hins- vegar verða nokkrar breytingar á framkvæmd samningsins. Fjöldi varnarliðsmanna fækkar úr 3300 í 2900, en Islendingar taka við ýms- um störfum, sem ekki eru hernaðarlegs eðlis, eftir því sem við verður komið og mannafli fæst til. Stefnt verður að því, að allir varnarliðsmenn búi innan vallarsvæðisins, en til þess þarf að auka húsakost varnarliðsins á vallarsvæðinu. Almenn flugstarf- semi verður aðskilin frá starfsemi varnarliðsins, en undirbúningur þeirra breytinga var kominn á lokastig í tíð viðreisnarstjórnar- innar. Bandaríkjamenn munu að- stoða við útvegun fjármagns til gerðar nýrrar flugstöðvar fyrir al- mennt farþegaflug á Keflavíkur- flugvelli. Með þessu samkomulagi er horfið frá uppsögn vamar- samningsins og endurskoðun hans á þeim grundvelli, sem til stóð í valdatíð vinstri stjórnarinn- ar. Samkomulag þetta er í sam- ræmi við stefnuyfirlýsingu rfkis- stjórnarinnar, þar sem segir, að ísland skuli vera áfram i Atlants- líafsbandalaginu og að Kefla- víkurstöðin skuli áfram gegna hlutverki sínu í samræmi við öryggishagsmuni íslands hverju sinni. Samkomulagi þessu munu flestir Islendingar fagna, utan „sértrúarsöfnuður" kommúnista, og það er dæmigert um árangur af fjöldaáhrifum fólksins sjálfsí landinu, þegar það .lætur til sfn taka i samstilltu átaki. Skammdegi Framundan er skammdegi vetrarins, myrkasti og kaldasti árstíminn. En sá reginmunur er á því, nú og fyrrum, að þreyja þorr- ann og góuna, að sigrast á ísmyrkri vetrarins, að þjóðin er svo miklu betur undir það búin, betur hervædd í lifsbaráttunni. Á sama hátt erum við betur undir það búin, nú en áður, að mæta þvílfkum efnahagsvanda, sem að steðjar. Efnahagskreppan getur orðið skammæ, ef við kunn- um fótum okkar forráð. Við get- um raunar snúið vörn i sókn, gert tímabundna skerðingu Iífskjara að undanfara nýrrar sóknar til aukinnar hagsældar, ef við berum gæfu til að standa saman um óhjákvæmileg úrræði og „sendum út á sextugt djúp sundurlyndis- fjandann". Ekki á einu saman brauði Skammdegið kallar fram margskonar ljós, sem varpa birtu á veg okkar. Félagsmálastarfsemi dafnar betur vetrarmánuði en aðra tíma árs, enda gefa menn sér þá betri tíma til slíkra viðfangs- efna. Hinsvegar mætti hún vera litríkari og Ifflegri en raun ber vitni um, til að kalla fram leynda krafta, er laða þarf til starfs í hinni margvíslegu, frjálsu félags- starfsemi borgaranna. Og ekki ættu svefnskammtar Sjónvarps- ins að há slíkri starfsemi í sama mæli nú og var á frumbýlisárum þess, meðan nýjabrumið, og ýmis skemmtileg tilþrif sjónvarps- manna þá, batt menn við skjáinn flest kvöld vikunnar. Skólarnir setja og svip sinn á borgarlífið yfir veturinn. Því fylg- ir jafnan ferskur og þróttmikill blær, sem veitir okkur sólarsýn í vetrarsortanum. Og hvað sem líð- ur bernskubrekum ungs fólks, nú sem ætíð áður, er það ekki aðeins stærsta von, heldur og líftrygging þessarar þjóðar. Sá gleðigjafi, sem viðheldur lífsgleðinni í brjóstum okkar, máske betur en flest annað, leik- húsin, er stórtækastur á vetrar- vertíðinni. Þjóðleikhúsið og gamla Iðnó eru vinjar í borginni, heilsulyndir ekki síður en leik- hús. Islenzk leikarastétt hefur vissulega sótt á brattann og fram- lag hennar til menningar og geð- heilsu þjóðarinnar verður seint of dýru verði keypt. Það er fleira, sem eykur á vetrarsjarmann. Skíðaíþróttin er vaxandi f baráttunni um hylli al- mennings. Og þó bensíndropinn sé dýr, verður honum vart betur varið en í ökuferð í skíðalönd nágrennisins, þegar tfðarfar og aðstæður leyfa. Þegar fósturjörð- in klæðist hvftum feldi og fjalla- loftið er kyrrt og tært, þá bíður heilsubótin, endurhæfing lfkamans, sem og sálartetursins, allra þeirra, sem nenna að sækja þessi hnoss stutta bæjarleið. — Sá brúni hörundslitur, sem sóttur var á sólarstrendur Spánar í sum- ar, var sjálfsagt fyrirhafnarinnar virði, en sólin og snjórinn í Blá- fjöllum gegna sínu hlutverki eigi síður en sólin og sjórinn á Costa del Sol.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.