Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 11 Sr. Hannes Guðmundsson Tel, að ísl. kirkjan sé að fara útáhálabraut - ef ekki afvega Sr. Hannes Guðmundsson prestur f Fellsmúla sagði: Eg vil í upphafi taka það skýrt fram, að skoðun mín á kvenprestum beinist ekki per- sónulega gagnvart þeirri konu, sem nú hlýtur prestsvígslu fyrsta sinni á Islandi. Eg óska henni og heimili hennar bless- unar Guðs nú og áfram. Ég vona, að hér sé ekki um metnað eða fordild að ræða. Engu að síður tel ég, að íslenzka kirkjan sé hér að fara út á hála braut, ef ekki afvega, þar sem hin heilaga, almenna kirkja hefur frá öndverðu aldrei vígt konur til prestsembættis. Svo auðskil- ið og sjálfsagt þótti þetta, að engin guðfræðileg rök eru fyrir hendi. Þetta er ekki vanmat á stöðu konunnar innan kirkj- unnar, því að kirkjusagan hefur í hávegum minningu helgra kvenna, sem fórnuðu lífi sínu í hennar þágu. Jesús Krist- ur átti mikilli kvenhylli að fagna og fól konum að flytja postulunum upprisuboðskap- inn, en hitt er söguleg stað- reynd, að þegar hann valdi postula sfna var enginn þeirra kona. Þess vegna stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu: hafði Jesús rétt fyrir sér, sá hann það, sem miður var, og einnig framtíð þeirrar jarðar, sem við nú byggjum. Var Jesús maður, takmarkaður eigin um- hverfi, meðaldósent í guðfræði eða var hann eilífur Guð? I mínum huga var og er Jesús Kristur sannur maður og sann- ur Guð. Þess vegna lít ég á vígslu kvenpresta sem andlega kynvillu, afbrigðilega, en ekki eðlilega. Mér hefði þótt, að nú væri stundin komin til að stofna nýtt embætti innan kirkjunnar, þar sem konan nýt- ur sfn til fulls og fengi heilaga vfgslu, sem svaraði til prests- embættis, eins og grísk- og rómverskkaþólska kirkjan hafa innan sinna vébanda. Ég er blátt áfram undrandi að núver- andi þrfr biskupar skuli leggja blessun sína yfir þessi afglöp í þeim eina tilgangi að „geðjast öld þessari". Umræðan er tekin upp á röng- um forsendum Sr. Sigfús J. Arnason, prestur á Miklabæ f Skagafirði sagði: Mér lízt engan veginn á þessa ákvörðun að vfgja konu til prests. Til að byrja með finnst mér, að umræðan sé tekin upp á röngum grundvelli: hér sé um jafnréttismál að ræða. Ég fæ ekki séð, að þetta eigi neitt skylt við jafnréttisbaráttu kvenna, en ég tek ofan fyrir henni á einu bretti. Svo að við förum allar götur aftur til frumkristninnar þá er sýnt, að konan átti meira en griðland innan kirkjunnar, hún átti þar sína stöðu til jafns við karl- menn og kannski fvið meiri. Að minnsta kosti finnst Páli postula ástæða til að setja ofan í við konur og segja þeim að þegja. 1 annan stað er vitað, að margir af dyggustu fylgjendum drottins voru konur, en spyrja má, hvers vegna velur hann sér þá 12 postula, sem allir eru karlar? Það, sem mér finnst vega þyngst, er, að löng hefð er rofin með þessu. Svo vikið sé að praktisku hliðinni þá er prest- skapur ákaflega mikið álag á manneskjuna og því finnst mér vafamál, að kona, sem jafn- framt er móðir, gæti staðið í þvf mikla strfði, sem starfinu fylgir. Ef það hefði legið f mfnu per- sónulega valdi hvort ætti að vígja konu, þá hefði ég ekki gert það, sagði sr. Sigfús að lokum. Erna Ragnarsdóttir Eg vona að þetta sé tímanna tákn Erna Ragnarsdóttir, innan- hússarkitekt, rauðsokki, sagði: Ég gleðst yfir þessu og mér finnst áfanginn stór, sem þarna hefur náðst. Við erum svo vana- bundinn gagnvart hlutverki kynjanna, að með því að viðurkenna konu sem prest, segir það mikla sögu um breytingu á þjóðfélaginu og breytingai á viðhorfum manna. Sá, sem ryður veginn, á jafnan undir högg að sækja framan af, en ég vona, að þessi prestsvígsla sé tfmanna tákn og áfram verði haldið. Ég efa ekki, að konur geta rækt prestsstarf- ið með miklum sóma, en er einnig sannfærð um, að í fyrstu munu kvenprestar liggja undir harðari gagnrýni en starfs- bræður þeirra, sem eru karl- menn. Starfskraftar kvenna ættu að geta notazt vel á þessu sviði Júlfa Sveinbjarnardóttir, menntaskólakennari var við nám í guðfræðideild Háskóla Islands árin 1951-53 og tók m.a. próf í grísku, trúarbragðasögu og almennri kirkjusögu. Aðspurð um nám sitt sagði hún: „Mig langaði að læra heimspeki og ekkert var þá nær henni en þetta nám. Ég býst við ég hafi farið í deildina með það fyrir augum að ljúka prófi. En ég þraukaði ekki lengur en tvö ár. Síðar hef ég hugsað um að á þessum aldri hefur maður kannski naumast þroska til að fara f þetta nám. Ég hefði áreiðanlega haft meira gaman og gagn af því núna og fengið meira út úr því. Um prestsvígsluna í dag sagði Júlfa: „Mér finnst þetta sjálf- sagður hlutur. Starfskraftar V Júlfa Sveinbjarnardóttir kvenna ættu að geta notazt vel á þessu sviði ekki sfður en öðrum. Og það er einnig sjálf- sögð þróun að kona taki prests- vígslu, eftir að hún hefur lokið prófi í þessarí grein. Meðan ég var í guðfræði datt mér aldrei í hug að neitt mælti á móti því að ég tæki vígslu, ef ég lyki prófi. í samtölum við þáverandi biskup, herra Sigurgeir Sigurðsson, minnist ég þess einnig, að hann var mjög jákvæður í þá veru að vígja konu til prests, ef að því kæmi.“ Agæt þróun, sem vonandi verður til góðs Sturla Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri sagði: Mér er óhætt að segja, að margir hér eru mjög ánægðir. Við vitum, að Auður Eir er búin að taka á leigu hér hús og verður hér með sín yngri börn, að minnsta kosti í vetur. Við höfum verið prestlaus í 2 ár, eða síðan sr. Jóhannes Pálma- son fór að Reykholti. Hann hafði verið hér í 30 ár og var vel látinn af öllum. Sr. Sigurður Kristjánsson prófastur á Isa- firði hefur þjónað Surðureyri þennan tíma, en við höfum sótzt eftir þvf að fá hingað prest. Auður Eir hefur komið hingað nokkrum sinnum, alltaf í sólskini og blíðu og henni leizt vel á sig og við gleðjumst yfir þvf. Það varð útfallið, að hún ætlar að koma. Við verðum þá víst fyrstir á íslandi til að hafa konu sem prest. Það er ágætt og rétt þróun, sem vonandi er að verði öllum til góðs. Próf. Jóhann Hannesson Tel guðfræðileg rök gegn vígslu kvenna ekki í gildi nú Jóhann Hannesson, prófessor f guðfræðideild sagði: Þetta leggst alls ekki illa í mig. Þegar sú kona, sem hér um ræðir, var í guðfræðideild, gerði ég alltaf ráð fyrir, að hún yrði prestur og framkoma okkar við hana var ekki öðru vísi en við piltana. Ástæður með og á móti því að kona taki prestsvígslu eru miklu frekar félagslegar en trúarlegs eðlis að mínum dómi. Menn kunna að hafa ástæður á móti vígslu konu, en ég hef þá trú, að kon- ur gætu til dæmis verið mjög góðir kraftar sem sjúkrahús- prestar eða á elliheimilum. Þær kunna að hafa þá hæfileika til að komast í samband, sem okk- ur karla skortir. Eg hef gert þetta að kappsmáli á hvorugan veginn. Eg hef séð guðfræðileg rök í erlendum bókum, sem mæla gegn vfgslu kvenna en ég held þau séu ekki í gildi nú, heldur þvert á móti tel ég, að bæði kynin hafi sínu hlutverki að gegna í þessu sambandi og geti bætt hvort annað upp. Aðrir hafa kannski aðra skoðun á þessu og ég kappræði ekki við menn um það. Hárgreiðslustofa til sölu á gíSðum stað í Reykjarík. Hagstæð kjcVr.—Uppl. í 'ma 50486. mr t7'Y2 Námskeið — Nænngafræði Vegna mikillar eftirspurnar hefst nýtt námskeið í næringafræði fimmtudaginn 3. október. Inn- ritun og upplýsingar í síma 86347. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur. LJ/&1 ifflM Kórskólinn Kennslugreinar: raddþjálfun, heyrnarþjá/fun, nótnalestur, kórsöngur. Kennt verður í Vogaskóla 2 stundir í senn kl. 8— / 0 á mánudagskvöldum. ATH. Nemendur mæti kl. 8.00 mánudagskvöld- ið 30. september og hafi kennslugjald og rit- föng með ferðis. PÓZ. ÝFÓNKÓRINN '*m'é mmíi TIMBUR — PLOTUR — HARÐVIÐUR SPÓNAPLÓTUR: Bison (danskar) (10, 12, mm) VATNSÞÉTTUR KROSSVIÐUR: Harðviðarkrossviður (4, 6, 9, 12, 18 mm) Mótakrossviður plasthúðaður f (12, 15, 18 mm) Combi-krossviður (gréni, birki) (3, 4, 6V2, 9, 12 mm) VIÐARÞILJUR: Gullálmur Eik H nota Teak ÞILPLÖTUR: Harðtex ; Olíusoðið masonite ii mf llif llfi >hi i i? m M ,ijtfi ÞURRKAÐUR HARÐVIÐUR: Teak Eik Oregonpine TIMBUR: Mótaviður > 1 :,i‘í > í Smíðaviður Þurrkaður viður Gagnvarinn viður Gluggaefni Listar, alls konar íi|i| mm I ii Ath. Söluskattur hækkar 1. október nJk. Klapparstíg 1, Skeifan 1 9 Símar: 18430—85244.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.