Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 2
2 ----j------------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Landnámsteppið nýja sést I fyrsta skipti, eftir að það er tekið úr vefstólnum. Við það standa þær Margrét Kærnested og Vigdfs Kristjánsdóttir Landnámsteppið búið VIGDlS Kristjánsdóttir, lista- kona, hefur lokið við að vefa teppi það, sem hún hefur unnið fyrir Reykjavfkurborg í tilefni af 1100 ára landnámsafmæli Reykjavfkur. Jóhann Briem, list- málari gerði myndina, en hann gerði einnig fyrirmyndina að teppinu um landnám Ingólfs, sem Vigdfs óf og Bandalag kvenna gaf borginni. Teppið var tekið úr vefstólnum á fimmtudag á loftinu í Austur- bæjarskólanum, þar sem Vigdís hefur setið við vefinn ásamt Mar- gréti Kærnested, sem hefur unnið með henni. Þar hefur vefurinn verið sleginn í hálft annað ár, enda er teppið stórt, 2x2‘A metri að stærð og flókið I vefnaði. Marg- ir fallegir litri eru í hverjum fleti en allt garnið er íslenzk ull, og mestallt hefur Vigdís litað sjálf. Þarna eru fagrir indigóbláir litir, rauður litur úr blaðlús og fjöldi jurtalita. Myndvefnaðurinn sýnir Ingólf Arnarson að varpa öndvegissúlu sinni fyrir borð, þegar hann nálg- ast landið. Og við hlið hans stend- ur Hallgerður kona hans og sést baksvipur hennar. Vigdfs var spurð að þvi, hvað hefði verið erfiðast að vefa, hún svaraði hik- laust: andlit Ingólfs! Framhald á bls. 38 Síðasta vlka IWASHINGTON Frá blm.Mbl. Geir H. Uftifde Yfirlýsing Edward Kennedys um, að hann verði ekki f for- setaframboði 1976 hratt af stað miklum vangaveltum um, hver muni verða frambjóðandi Demókrata og þegar hafa marg- ir gefið sig fram, sem telja sig kallaða til starfsins. Nefnd öldungadeildarþingmanna hef- ur yfirheyrt Nelson Rocke- feller f bak og fyrir I vikunni um auð sinn og völd og væntan- legar athafnir f embætti vara- forseta. Orðrómur komst á kreik f vikunni um, að kjarnorkuvopn Bandarfkjanna f Evrópu og annars staðar væru svo illa varin, að hryðjuverkamenn gætu náð valdi á þeim. Frum- varp YVarren Magnusons um 200 mflna fiskveiðilögsögu verður tekið til atkvæða- greiðslu fljótlega f Senatinu, jafnvel f næstu viku. 200 mílurnar fyrir öldungadeildina 1 fyrri viku var 200 milna frumvarp Warren Magnusons þingmanns fellt f utanrfkis- málanefnd öldungadeildarinn- ^ar, öllum á óvart. Atkvæði féllu v9—8. Áður hafði frumvarpið verið samþykkt f verzlunar- málanefndinni með 11 atkvæð- um gegn 2, en báðar nefndirnar hafa lögsögu f málinu. Þrátt fyrir þetta minni háttar áfall var fyrirhugað, að frumvarpið kæmi fyrir sjálfa öldungadeild- ina f þessari viku, en svo verður þó ekki fyrr en f næstu. Ástæðan er sögð sú, skv. upp- lýsingum Mbl., að Hugh Scott, leiðtogi Repúblfkana f deild- inni, fékk þvf frestað, að málið væri tekið á dagskrá að beiðni stjórnarinnar, sem eins og kunnugt er, er málinu mjög andvfg. Magnuson er á hinn bóginn sagður ákveðinn f að láta koma til atkvæðagreiðslu um frumvarpið í næstu viku og telja kunnugir góðar Ifkur á, að það verði samþykkt. t fulltrúadeildinni er með- ferð þessa máls ekki jafnlangt komin. Gari Studds þingmaður frá Massachusetts bar fram frumvarp samhljóða frumvarpi Magnusons f júnf f fyrra á sama tfma og Magnuson. Það frum- varp hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr nefnd, en opnar nefndarumræður um það hafa farið fram á ýmsum stöðum f landinu. Þess má geta, að rúm- lega 40 frumvörp þessa efnis hafa verið lögð fram f fulltrúa- deildinni og gera öll ráð fyrir 200 mflna lögsögu, en eru eitt- hvað frábrugðín að öðru Ieyti. Vart er við þvf að búast, að nokkurt þessara frumvarpa fái afgreiðslu á næstunni, svo enn er bið á, að þingið lýsi yfir 200 mflna fiskveiðilögsögu fyrir Bandarfkín. En fari svo að lok- um, eru taldar Ifkur á, að utan- rfkisráðuneytið leggi hart að Ford forseta að beita neitunar- valdi sfnu gegn frumvarpinu. Kennedy úr leik núna, en ekki 1980, ’84, ’88, eða ’92 Framboð ýmissa þeirra, sem keppa vilja að útnefningu Demókrataflokksins f forseta- kosningunum 1976, fékk byr undir báða vængi við yfirlýs- ingu Kennedys í vikunni um, að hann væri úr leik að þessu sinni. Mest ber á þingmönnun- um Walter Mondale frá Minne- sota, Henry Jackson frá Washington og Lloyd Bentsen frá Texas og eru þeir allir tald- ir hafa dágóða möguleika. Sömuleiðis er talað um nokkra rfkisstjóra eins og t.d. John Gilligan frá Ohio og jafnvel John Glenn fyrrum geimfara, sem talinn er öruggur um að vinna sæti f öldungadeildinni f nóvember. Þá má ekki gleyma George Wallace, sem er til alls lfklegur. Eins og nú standa sakir er keppnisvöllurinn öll- um opinn og ekki virðist skort- ur á keppendum til þátttöku. Ævintýri James Bond að veruleika? Það er ekki vitað, að hve miklu leytí áhrifa gætti frá James Bond kvikmyndinni Þrumufleygur, en allt um það fóru flugusagnir á kreik f vik- unni, að glæpamenn gætu hæg- lega rænt kjarnorkuvopnum Bandarfkjanna f Evrópu og notað þau f kúgunarskyni. Varnarmálaráðuneytið ber harðlega á móti þessum mögu- leika, en sumir þingmenn hafa tekið undir þennan orðróm. En James Bond var ekki af baki dottinn. Til að hrinda öðrum orðrómi um, að allt gullið f Fort Knox væri horfið (eins og f James Bond kvik- myndinni Goldfinger) var fréttamönnum boðið f virkið til að berja gullið augum. Sjón- varpsáhorfendur og blaðales- endur verða því enn um hríð að bfða eftir, að hinar hugmynda- rfku James Bond myndir verði að veruleika. Viðbrögð stjórnarand- stöðunnar við varnarmálum: GYLFIÁNÆGÐUR fflMR ÓÁNÆGÐIR MORGUNBLAÐIÐ leitaði f gær umsagnar formanna þriggja stjórnarandstöðuflokkanna um niðurstöður viðræðna tslendinga og Bandarfkjamanna um varnar- mál tslands, en eins og skýrt hefur verið frá tókust samningar f fyrradag um þessi mál f Washington milli bandarfskra ráðamanna og Einars Agústsson- ar utanrfkisráðherra. Ummæli formannanna fara hér á eftir: Gylfi Þ. Gíslason, formaður Al- þýðuflokksins sagði: „Eftir þeim fregnum að dæma, sem borizt hafa af niðurstöðum samningaviðræðnanna í Washing- ton, læt ég I ljós eindregna ánægju yfir þeim. Varnarsam- starf við Bandarfkin innan Atlantshafsbandalagsins á að halda áfram. Hins vegar á að fækka í vamarliðinu, íslendingar eiga að taka að sér störf í auknum mæli og algjör aðskilnaður að eiga sér stað milli varnarstöðvar- innar og starfræsklu farþegaflug- vallarins. Allt er þetta I samræmi við grundvallaratriði þeirrar til- lögu til þingsályktunar um varnarmál, sem þingmenn Al- þýðuflokksins hafa flutt á undan- förnum þingum. Við hljótum þess vegna að fagna því, að málið skuli fá þessi endalok. Því er hins vegar ekki að leyna, að það er ekki laust við að vera neyðarlegt, að það skuli vera utanrfkisráðherra þeirrar ríkis- stjórnar, sem á sfnum tíma hafði það að einu helzta stefnumáli sínu, að varnarsamningnum skyldi sagt upp og allur banda- rfskur her hverfa af landinu, sem nú endurnýjar samninginn og framlengir dvöl bandarísks her- liðs á Islandi um óákveðinn tíma. Maður heyrir nú marga tala um, að lítil séu geð guma o.s.frv. Ég kýs hins vegar heldur að segja, að batnandi manni sé bezt að lifa. Eg lét þau orð falla á sfnum tíma, þegar einhver var að undrast, að utanríkisráðherra þessarar rfkis- stjórnar yrði sá sami og hinnar fyrri, að kannski færi einmitt bezt á því, að sá sem fór með uppsaganarbréfið til Washington á sínum tíma, sækti það aftur sjálfur. Það hefurnúgerztog veri hann velkominn heim með gamla uppsagnarbréfið í öðrum vasan- um og endurnýjaðan varnár- samning í hinurn". Magnús Torfi Ólafsson sagði: Hvað sem látið er í veðri vaka virðist mér óhjákvæmilegt að álykta, að stefna Sjálfstæðis- flokksins sé sú í verki að gera hersetuna varanlega og hafa hana að féþúfu. Þessi afstaða hefur greinilega mótað þær breytingar, sem nú hafa verið afráðnar. Afleiðingin er, að hermálið verð- ur áfram í brennidepli stjórn- málaátaka. Mér finnst leitt, að það skyldi koma í hlut utanríkisráðherra að gera þetta samkomulag eftir framlag hans til að móta tillögur um, að framfylgt væri allt annarri stefnu, þeirri, að ekki yrði er- lendur her á Islandi á friðartím- um. Eina færa leiðin til að fram- kvæma þá stefnu felst að mínum dómi í tillögum fyrrverandi ríkis- stjórnar, þar sem að þvf var stefnt, að Islendingar haldi sjálfir uppi þeirri gæzlu, sem þörf er á sjálfra okkar vegna eða til að full- nægja skuldbindingum við önnur ríki. Ragnar Arnaldssagði: Utanrfkisráðherra virðist ekki vera lengi að snarsnúa stefnu sinni I herstöðvarmálinu I þá átt, sem Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir. Tillögurnar, sem utanríkis- ráðherra lagði fram I marz sl. fyrir hönd fyrri stjórnar, hafa nú verið afturkallaðar, áður en þeim hefur verið svarað, en hins vegar eru tillögur Bandaríkjastjórnar frá því I fyrra haust, sem utan- rfkisráðherra var áður búinn að hafna og búinn að lýsa yfir, að væru algerlega ófullnægjandi, nú aftur dregnar fram í dagsljósið. Athyglisvert er, að sú mála- myndabreyting, sem nú hefur verið ákveðin á rekstri her- stöðvarinnar gengur jafnvel skemmra en tillögur Bandaríkja- stjórnar frá því í fyrra haust. En þær breytingar áttu að snerta störf rúmlega 1000 hermanna. Þessar breytingar skipta sem sagt litlu máli, enda miðast þær við óbreytt ástand. Ég vil ftreka, að það er vansæmandi fyrir okkur Islendinga sem sjálfstæða þjóð, að erlendur her skuli enn vera í landinu, og ég treysti því, að fyrr en síðar skapist nægjanleg samstaða um það að losa landið undan bandarfskri hersetu, sem nú hefur varað í réttan aldar- þriðj ung. Yfirprentuðu póst frímerkin vinsæl ENGAR óvæntar sölur urðu á uppboði alþjóðlegu frfmerkjasýn- ingarínnar Stockholmia — ’74, en það fór fram I fyrradag I Stokk- hólmi. Mörg fágæt fslenzk frfmerki voru á þessu uppboði, og seldust þau öll nema tvö númer, sem voru hvað verðmætust. Hins vegar kom f Ijós að rfflega var boðið fsmærri fslenzku númerin og fóru þau á 10—15% hærra verði en frfmerkjaskrár gefa upp. Morgunblaðið náði tali af Finni Kolbeinssyni, sem sótti þetta uppboð. Kvað hann það hafa verið mjög skemmtilegt Á þriðja hundrað manns hefðu sótt upp- boðið og þar af hefðu milli 120—130 manns boðið f merkin af áhuga. Hæsta salan var á fallegu norsku safni, er fór á 45 þúsund krónur sænskar. Finnur sagði þó að íslenzku frímerkin hefðu yfir leitt verið dýrustu merkin á upp- boðinu, þó að þau hefðu flest farið á verði mjög nærri því, sem sett hafi verið sem lægsta boð. Dýrustu tvö frfmerkin voru slegin á 12 þúsund krónur sænskar hvort, eða 220 þúsund kr. íslenzkar, en það voru 20 aura póstfrfmerki með yfirprentuninni — I gildi '02—’03 — á hvolfi. Annað sams konar frfmerki, en með rétri yfirprentun, fór á 8,400 krónur sænskar — 400 krónum hærra en byrjunarboð hljóðaði upp á. Umslag með fimm 5 aura póstfrímerkjum og yfirprentun- inni þrír seldist ekki, en það var metið á 13 þúsund krónur sænsk- ar. Ekki seldist heldur safn greiðslumerkja með ýmsum yfir- prentunum, en það var metið á 25 þúsund krónur sænskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.