Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Andrei Sakharov: Svar til Solzhenitsyns ANDREI Sakharov hefur um árabil ver- ið talinn í röð fremstu vfsindamanna Sovétríkjanna og jafnan nefndur „faðir sovézku kjarnorkusprengjunnar“. Hann hefur átt sæti f vfsindaakademfu lands síns og gegnt miklum og ábyrgarmiklum störfum og notið mikils álits. Fyrir nokkrum árum beitti hann sér fyrir stofnun Mannréttindasamtaka Sovétríkjanna og hefur sfðan verið opin- skár og einarður talsmaður aukinna mannréttinda f heimalandi sfnu. Hann hefur sætt harðri gagnrýni valdhafa og verið sviptur fiestum störfum sfnum f þágu hins opinbera. Hann hefur þó ekki látið deigan sfga og af ýmsum ástæðum virðast sovézk stjórnvöld hika við að reka hann úr landi eða dæma hann til útlegðar eðá nauð- ungarvinnubúðavistar. Hann og Alexander Solzhenitsyn unnu lengi saman f þágu aukinna réttinda borgurum til handa en augljóst er af bréfinu, að skoðanir þeirra og hugmynd- ir falla ekki að öllu leyti saman, þótt markmið beggja sé skýrt: bættur að- búnaður menntamanna og hins almenna borgara í Sovétrfkjunum, bæði hvað snertir tjáningarfrelsi og aðra aðstöðu. Nýlega kom út á Vesturlöndum bók eftir Sakharov: Progress, Coexistence and Intellectual Freedom. Sakharov speaks. Er það safn ritgerða og greina hans og sá Harrison Salisbury um banda- rfsku útgáfuna. Bréf Sakharovs var birt f „The New York Times Review of Books“. Solzhenitsyn sendi bréf sitt til leiðtoga Sovétríkjanna hinn 5. september 1973. Skömmu .eftir að hann var fluttur nauðungar- flutningi frá Sovétríkjunum var það birt erlendis og útdrættir lesnir í útvarpi. Ég tel afar mikil- vægt að þessi yfirlýsing hins heimsfræga rithöfundar verði rannsökuð nákvæmlega, sérstak- lega af fulltrúum frjálsrar hugs- unar í landi voru, þar sem hann hefur vafalaust samið hana eftir að hafa íhugað málið vandlega og þar sem hún hlýtur að túlka skoðanir hans á ýmsum grund- vallaratriðum þjóðfélagsmála. Fyrir mig er einkar nauðsynlegt að gagnrýna bréf Solzhenitsyns, þar sem í þvf kemur fram sam- þykki við ýmsum fyrri ummælum mínum, sem ég hef síðan tekið til endurskoðunar að nokkru leyti en tel þó enn rétt í höfuðatriðum. Einnig leynast í bréfinu andmæli gegn ýmsum fyrri ummælum mínum. Framar öllu er ég þó ósamþykkur ýmsum grundvallar- hugmyndum Solzhenitsyn, og þess vegna tel ég mig knúinn til þess að taka til máls. Solzhenitsyn er einn fremsti rit- höfundur vorra tíma. Hinar dramatísku andstæður, áhrifa- miklu myndir og frumlega málfar verka hans sýna okkur afstöðu hans, sem hefur mótazt af miklum þjáningum, til helztu vandamála þjóðfélagsins, siðferðisins og heimspekinnar. Hið sérstaka hlut- verk Solzhenitsyns í menningar- sögu þjóðar vorrar er nátengt ósveigjanlegri, nákvæmri og djúpstæðri túlkun hans á mann- legri eymd og glæpum stjórnvald- anna, glæpum, sem vegna leyndar sinnar og harðýðgi eiga sér engan sinn líka í sögunni. Þetta hlut- verk Solzhenitsyns kemur glöggt fram í sögunni „Dagur f Iffi Ivan Danisowitsch“ og nú sjáum við það aftur f hinni miklu bók Gulag- eyjahafið, sem ég ber mikla virð- ingu fyrir. Hver svo sem afstaða manna er til Solzhenitsyn hljóta allir að virða verk hans mikils og áhrifa hans mun gæta í framtíð- inni. I bréfi sínu ræðir Solzhenitsyn enn á ný um þær þjáningar og fórnir, sem þjóð vor hefur orðið að þola á undanförnum sex ára- tugum. Hann ritar af miklum sannfæringarkrafti og eldmóði um hlutskipti þeirra kvenna, sem vegna fjárhagsörðugleika verða að stunda aukavinnu samhliða barnauppeldi og heimilisstörfum. Hann ritar um afturför í barna- uppeldi og um upplausn fjöl- skyldna, um drykkjuskapinn, sem er orðinn að þjóðarskömm, um þjófnað, vanstjórn og yfir- hylmingar stjórnvalda, um eyði- leggingu borga, þorpa, fljóta, skóga og lands. Ég tel, eins og Solzhenitsyn, að þessi afrek, sem yfirvöldin gorta svo mjög af í áróðri sfnum, séu lítils virði samanborið við afleiðingar streitu, vonbrigða og andlegrar kúgunar. Ymis einkenni áafstöðuhans vekja mér óróa I fyrsta hluta bréfs Solzhenit- syns, sem er að mestu leyti helgaður gagnrýni á staðreyndir, koma þó fram ýmis einkenni á afstöðu hans, sem vekja með mér óróa og óánægjutilfinningu, sem aukast við frekari lestur. Ég hegg sérstaklega eftir því, að Solzhenit- syn tekur þjáningar rússnesku þjóðarinnar sérstaklega til með- ferðar. Auðvitað getur hver sem er ritað um og haft áhyggjur af því, sem hann þekkir bezt og vel- ur honum sjálfum mestum áhyggjum og óþægindum. Vissu- lega vitum við öll, að ógnir borgarastyrjaldarinnar, útrým- ingar sjálfseignarbændanna, hungursneyðarinnar, héims- styrjaldarinnar sfðari, hinnar harðýðgislegu kúgunar stríðs- fanga við heimkomuna og trúar- ofsókna snertu alla þegna Sovét- ríkjanna, rússneska sem aðra. Nauðungarflutningar og þjóðarmorð, barátta gegn þjóðleg- um frelsishreyfingum og út- rýming þjóðlegrar menningar eru „fríðindi", sem aðrar þjóðir Sovétríkjanna en Rússar njóta sérstaklega. Yfirvöldin gorta mik- ið við erlenda gesti, af náms- framförum skólabarnanna í Uzbekistan, en í dag er það al- kunna, að þau verða að eyða mörgum mánuðum á ári hverju á baðmullarekrunum f stað þess að stunda nám sitt og mörg þeirra eru sjúk, vegna þess að þau hafa andað að sér plöntueitri. Þess megum við ekki gleyma, þegar við ræðum þær spurningar, sem Solzhenitsyn hefur sett fram. Við ættum ekki heldur að gleyma því, að allar þjóðir landsins eiga sinn þátt í sögulegri sekt okkar, alveg eins og þær eiga sinn þátt í þeim jákvæðu afrekum, sem við höfum unnið. Hvernig sem allt veltur munu örlög þeirra veröa mjög samtvinnuð um langa framtíð. Solzhenitsyn heldur því fram, að alvarlegasta hættan, sem blasir við þjóðinni, sé af styrjöld við Kína og spillingu náttúrunnar, — þurrð náttúruauðlinda vegna of mikillar iðnvæðingar og borga- menningar. Hann telur þessa hættu fyrst og fremst stafa af blindri fylgisspekt við vestrænar hugmyndir: af kenningunni um ótakmarkaðar tækni- og vfsinda- legar framfarir (sem hann þykist merkja af stöðugri aukningu iðn- framleiðslunnar), og þó sérstak- lega af marxískum kennisetning- um, sem hann skoðar sem jafn- gildi trúleysis og vanmats á and- legum verðmætum á Vesturlönd- um. Solzhenitsyn segir, að einmitt marxískar kennisetningar hafi skapað hina efnahagslegu fá- sinnu, sem samyrkjubúin eru, þær hafi verið grundvöllur bændaharmleiksins á fjórða ára- tug aldarinnar og efnahagsörðug- leika Iandsins í dag. Þessar kenni- setningar hafa leitt til skrifstofu- veldisins f efnahagsmálum og komið þeím í þær ógöngur, að nú gerist nauðsynlegt að selja náttúruauðlindir þjóðarinnar. Sama kenningin knýr stjórnvöld til þess að styrkja suðurameríska byltingarmenn, arabíska þjóð- ernissinna og vfetnamska skæru- liða með f járframlögum á kostnað okkar eigin þjóðar. Og enn er það sama kenningin, sem knýr okkur til þess að ógna veröldinni með kjarnorkuvopnum og stofna þar með í hina mestu hættu, ekki aðeins öðrum íbúum jarðarinnar, heldur einnig okkur sjálfum. Og kenningin, fremur en deilur um landsvæði, veldur deilum okkar við Kínverja. Hér að framan hef ég sett rök- semdir Solzhenitsyns fram á fremur frjálslegan hátt, en eins og ég skil þær. Ég álít margar hugmyndir hans mjög mikilvægar og rökstuddar og hin nýja vörn fyrir þeim finnst mér mjög ánægjuleg. Engu að síður álít ég, að f mörgum og mikilsverðum atriðum eigi skoðanir Solzhenit- syns ekki við rök að styðjast, — og einmitt í ýmsum þýðingarmestu málunum. Ég ætla að byrja á máli, sem hefur ef til vill ekki svo mikla þýðingu að þvf er bein úrslit þess snertir, en er þó eitt af grund- vallaratriðum stjórnar landsins. Solzhenitsyn lýsir hryggð sinni og réttlátri reiði vegna ástandsins f landinu og lýsir nákvæmlega hin- um mörgu og heimskulegu firr- um, sem viðgangast í þjóðlífi voru og mótun utanrfkisstefnunnar. Skoðanir hans á hinni innri starf- semi, sem hann telur stafa af hugmyndafræðilegum atriðum, finnast mér hins vegar helzti kerfisbundnar. Það sem fyrst og fremst einkennir núverandi þjóð- félagsástand er hugmyndafræði- legt skeytingarleysi og hin kerfis- bundna notkun hugmyndafræð- innar til yfirvarps, jafnvel þótt þessar kennisetningar og ýmis slagorð séu tengd hefðbundinni andúð á mótmælum „að neðan“. Stalín framdi ekki glæpi sína beinlínis af hugmyndafræðileg- um orsökum, heldur vegna valda- baráttunnar, sem hann háði, þegar hann reyndi að skapa þjóðfélag hinnar nýju reglu (sam- kvæmt kenningum Marx). Svipað gildir um leiðtoga þjóðarinnar f dag. Þeir nota vald sitt og helztu einkenni kerfisins til þess að vitna til, þegar þeir þurfa að taka erfiðar ákvarðanir. Ég er ekki heldur sammála Solzhenitsyn um þaðaðmarxism- inn sé „vestræn" og andtrúar- leg kenning, sem hafi spillt heil- brigðri rússneskri þróun. Ég skil ekki skiptingu hugmynda í vest- rænar og rússneskar. I vísindaleg- um og skynsamlegum skilningi á þjóðfélagslegum og náttúrulegum fyrirbrigðum hljóta hugmyndir aðskiptastísannar og rangar. Og hver er hin heilbrigða rússneska þróun? Hefur saga Rússlands, eða nokkurrar þjóðar, nokkurn tíma verið á því stigi, að þróunin hafi getað orðið án mótsagna og áfalla? Ekki er hægt að mótmæla því, sem Solzhenitsyn ritar um hugmyndafræðilega helgisiði og hina skaðlegu eyðslu á tfma og kröfum milljóna manna í þá vit- leysu, þar með talið hræsni og sá leiði vani, að slá um sig með meiningarlausum slagorðum. En við núverandi aðstæður kemur þessi heimska f stað hins gamla trúmennsku eiðs og veitir þeim, sem hafa hræsnað saman, gagn- kvæma tryggingu. Þetta er dæmi um hentuga heimsku, upprunna í kerfinu. Utlistun Solzhenitsyns á fram- faravandamálinu finnst mér sér staklega ónákvæm. Framfarir eiga sér stað um víða veröld og eiga alls ekkert skylt við aukna iðnaðarframleiðslu, að minnsta kosti ekki ef litið er til langs tima. Ég er þess fullviss, að hin vísinda- og lýðræðislega skipan efnahags- og þjóðfélagsmála veraldarinnar, þar með talin fólksfjölgunar-' vandamálið, er ekki byggð á draumsýnum heldur á brýnni nauðsyn. Framfarir hljóta sífellt að breytast að formi, eftir því sem hentar á hverjum tíma til þess að mæta kröfum samfélagsins, en þó án þess að við gleymum að gæta landsins, sem okkur ber að skila í hendur afkomendanna. Sam- kvæmt vísindalegum rannsókn- um, samböndum vísindamanna frá fjölmörgum þjóðum og tækni- legum rannsóknum geta ný land- búnaðarkerfi aðeins frestað lausn þessara vandamála og skapað mjög hættulegt ástand fyrir allt mannkyn. Ahrifamesta kenningin er um sambúð Sovét og Kína Áhrifamesta kenning Solzhenit- syns fjallar um sambúðarvanda- mál Sovétríkjanna og Kína. Hann er þeirrar skoðunar, að vegna baráttunnar um hug- myndafræðilega forystu og legu landanna sé hættan á styrjöld Kínverja og Rússa út af sovézku landsvæðunum í Asíu yfirvof- andi. Hann telur, að þessi styrjöld muni verða hin lengsta og blóð- ugasta í allri sögunni, þar verði enginn sigurvegari, afleiðingin verði aðeins algjör eyðilegging og afturhvarf til villimennsku. Hann biður þess, að þessari hættu verði bægt frá með afneitun hug- myndafræðilegrar samkeppni, rússneskri þjóðernishyggju og uppbyggingu norðausturhéraða Sovétríkjanna. Ég var einu sinni á svipaðri skoðun, eins og kemur fram í bók minni. Nú er ég hins vegar þeirrar skoðunar, að með þessu gerum við of mikið úr hættunni, miklum fyrir okkur málið, sem þó er alls ekki einfalt eða skýrt. Meirihluti sérfræðinga í kínverskum mál- efnum er þeirrar skoðunar, að enn muni langur tfmi líða, þangað til Kínverjar hafi nægilegan hernaðarmátt til þess að geta haf- ið árásarstyrjöld gegn Sovét- ríkjunum. Erfitt er að Imynda sér, að þeir ævintýramenn séu til, sem gætu hvatt kínverska ráða- menn til þess að stíga slíkt spor, sem myndi jafngilda sjálfsmorði þjóðarinnar. Árás af hálfu Sovét- ríkjanna væri einnig fyrirfram dauðadæmd. Maður getur jafnvel látið sér detta I hug, að sovézkir ráðamenn ýki hættuna á styrjöld við Kínverja og reyna að notfæra sér hana I valdabaráttunni innan flokksins. Svona ýkjur verða þó varla til þess að auka á lýðræðið í landi voru eða til þess að stuðla að samdrætti I hernum, en hvort- tveggja er þjóð vorri — og raunar öllu mannkyni — nauðsynlegt. Annað mál er það, að örlög kín- versku þjóðarinnar eru sorgleg og ættu að snerta allt mannkyn, þar á meðal Sameinuðu þjóðirnar. Ég er þeirrar skoðunar, að deilan við Klnverja sé runninn at stjórn- málalegum og landfræðilegum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.