Morgunblaðið - 29.09.1974, Page 47

Morgunblaðið - 29.09.1974, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 47 Sinnuleysi yfirvalda og Henrietta fiskar Hornfirðingar töldu sig verða vitni að sinnuleysi hérlendra yfir- valda, þegar belgfski togarinn Uenrietta 0-236 birtist skyndi- lega -þar á höfninni f fyrri viku — með bíhui f vél. Þessi s'anii togari hafði nefni- lega komið til Hafnar f Hornafirði fyrir réttu ári með veikan mann og tóku menn þá eftir þvf, að einna lfkast var sem varpan væri klædd með mjög smáriðnu neti. Eftir að samband hafði vdtjð haft við Landhelgisgæzluna, fór neta- gerðarmaður ásamt lögreglu um borð í belgfska togarann til að athuga þetta nánar. Reyndust skipverjar þá búnir að skera klæðninguna af pokanum, en afskurðurinn lá þó enn á dekkinu. Kom í ljós, að riðillinn var alltof smár og voru gefnar skýrslur um þetta atvik til viðkomandi yfir- valda. Þegar Hornfirðingar höfðu síðast spurnir af þessu máli fyrir allnokkru, var það sagt enn f at- hugun, en heimamenn áttu von á, að togarinn yrði sviptur veiði- réttindum hér við land. Þess vegna kom það þeim mjög á óvart, þegar togarinn sigldi inn í höfn- ina, eins og ekkert hefði í skorizt. Breytingar á framkvæmd varnarsamningsins: Flytja þarf 270 fjölskyldur SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli í gær eru tæplega 300 starfsmenn við radarstöðvarnar tvær á Miðnes- heiði og Hornafirði. Ekki er enn ákveðið, hversu margir Islending- ar munu starfa við þessar stöðvar, samkvæmt samkomulaginu, sem gert var í Washington, né heldur hvaða starfsreglum þeir verða að hlfta. Hluti af starfsmönnum rad arstöðvanna hefur fengið 6 til 18 mánaða þjálfun til þess að geta gegnt störfum af þessu tagi. Að því er varðar það atriði í nýgerð- Ótíð mikil í Skagafirði Hólum, Hjaltadal — SKOLASETNING Bændaskólans að Hólum fer Ifklega fram 17. eða 18. október, og verður skólinn fullsetinn þar f vetur. Sama kennaralið verður og sl. vetur og kennslufyrirkomulag svipað. Búskapur á Hólum gengur ágæt- lega, og hey á skólabúinu mikil og góð. Ásetningur á komandi vetri er 30 kýr auk ungviða, um 450—500 fjár, um 100 lömb og 105 hross. Hleðsla um kirkjugarð Hóla- dómkirkju var vel hálfnuð, er hætt var við vegna fjárskorts. Þessi framkvæmd virðist fara mjög vel við umhverfi staðarins og er vel af hendi leyst. Annars eru Hólar sem fyrr höfuðprýði okkar Norðlendinga. Ef sleppt er þjóðhátfð á Hólum I sumar, var umferð þar um ekki mikil, enda ekki seldar veitingar eða gisting. Ótíð er nú mikil hér um slóðir og nær jarðlaust nær fjöllum. Sauðfjárslátrun stendur sem hæst, en fénaður er til muna rýrari til frálags en verið hefur áður, enda hrakar fé mikið f þeim veðurham sem nú hefur gengið yfir. — Björn um samningi við Bandaríkjamenn um aðskilnað hins almenna flugs og vamarstarfsemi hefur þegar verið tekin ákvörðun um staðsetn- ingu nýrrar flugstöðvarbygging- ar. Samkvæmt upplýsingum varn- armáladeildar utanrfkisráðuneyt- isins búa nú 270 fjölskyldur utan flugvallarsvæðisins, en sam- kvæmt samningum eiga þær nú að flytjast á svæði vamarliðsins. BYGGING NÝRRAR FLUG- STÖÐVAR Aðskilnaður hins almenna flugs frá starfsemi varnarliðsins var kominn á lokastig í tíð viðreisnar- stjórnarinnar. I samræmi við þann aðskilnað var ráðgerð bygg- ing nýrrar flugstöðvarbyggingar fyrir almennt farþegaflug. Samkvæmt upplýsingum varn- armáladeildar utanrfkisráðuneyt- isins hefur aðdragandi þess máls verið sem hér segir: Verkfræðing- ur frá alþjóðaflugmálastofnun- inni var fenginn til ráðuneytis um staðarval fyrir flugstöðina. Valdi hann svæði á Miðnesheiði, norðan við austur-vestur flugbrautina, sem var aðalbraut vallarins, áður en þverbrautin var lengd. Þetta staðarval var síðan sett inn á aðal- skipulag fyrir Keflavfk-Njarðvfk, samþykkt af viðkomandi staðaryf- irvöldum og loks Félagsmálaráðu- neytinu. Þá var leitað til franskrar stofn- unar um umferðarspá, hag- kvæmnisathuganir, hugsanleg mannvirki, stærð þeirra o.s.frv. Loks var leitað til dansks fyrir- tækis, Vilhelm Lauritzen, sem teiknaði flugstöðina á Kastrup- flugvelli við Kaupmannahöfn. Er því fyrirtæki ætlað að vinna end- anleg undirbúningsstörf fyrir ákvörðunartöku. Verkefni danska fyrirtækisins eru tvfþætt: tillögugerð, byggð á umferðarspá, stærð stöðvarinnar, byggingar þar, þ. á m. fyrir stofn- anir allar, sem þarna þurfa að vera, athafnarými þeirra og inn- byrðis afstöðu. Þessum verkþætti fylgir og tímaröðun framkvæmda f byggingaráfanga. I annan stað — Kvennaskólinn Framhald af bls. 30 1874 Vilborg Jónsdóttir (hætti f. ára- mót). 1892—93 Vilborg Þorsteinsdóttir, Keflavík. 1891—92 Þóra Bergsteinsdóttir 1898— 99 Þóranna Arnadóttir, Reykjavík. 1891—92 'Þorbjörg Jónsdóttir. 1891—92 Þórdís Jónsdóttir. 1899— 00 Þórunn Árnadóttir, hjá Daníel fotograf. 1914—15 Þórunn S. Kristjánsdóttir. 1916—17 Þuríður Sigurgeirsdóttir Kennarar, sem ekki eru vituð deiliá: Kennsluár: 1896—97 1903—09 1920—21 1876—83 1880—82, 83—84 1886—88 Anna Pétursdóttir Sigriður Jónsdóttir Sigrún Jónsdóttir Valgerður Gisladóttir Valgerður Jónsdóttir Valgerður Jónsdóttir Námsgrein: klæðasaumur „ :léreftasaumur, vefnaður „ : utanyfirfatasaumur „ : léreftas. klæðas. prjón „ : leikfimi „ : léreftasumur, hekl arðsemis- og hagkvæmnisútreikn- ingar. Teikningar liggja ekki fyrir í endanlegu formi, en búizt er við, að þær og greinargerð danska fyr- irtækisins geti legið fyrir eftir u.þ.b. mánuð. Samkvæmt fréttatilkynningu utanríkisráðuneytisins, er gert ráð fyrir því, að Bandaríkjamenn taki þátt í þeim kostnaði, sem af fyrirhugaðri kerfisbreytingu hlýzt, og verði til aðstoðar um fjármagnsútvegun til flugstöðvar- byggingarinnar. Engar tölulegar niðurstöður liggja fyrir um kostnaðarhlið þessa máls. VARNARLIÐSMENN BÚI INN- AN VALLARSVÆÐIS Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá varnarmáladeild utanrfkisráðu- neytisins munu um 270 fjölskyld ur á vegum varnarliðsins búa ut- an vallarsvæðisins í dag. Ljóst er því, að ákvæði samkomulagsins þess efnis, að allir varnarliðs- menn skuli búa innan vallarsvæð- isins, svo fljótt sem verða má, hljóta að leiða til umfangsmikilla byggingarframkvæmda þar. Um þær byggingarframkvæmd- ir munu gilda sömu reglur og aðrar hliðstæðar framkvæmdir varnarliðsins á svæði Keflavíkur- stöðvarinnar. YFIRTAKA STÖRF 1 RADAR- STÖÐVUM Fyrirhuguð fækkun í varnarlið- inu um 400 manns tekur fyrst og fremst til þess hóps varnarliðs- manna, er unnið hefur við radar- stöðvarnar. Þessar stöðvar eru nú tvær, á Hornafirði og Miðnes- heiði. Samkvæmt upplýsingum varnarliðsins starfa nú tæplega 300 manns við radarstöðvarnar. Þetta er þó ekki nákvæm tala. Hluti þessara manna hefur fengið langa þjálfun til þess að geta gegnt slíkum störfum. Þjálfun af þessu tagi getur tekið 6 til 18 mánuði. Ekkert hefur enn verið ákveðið, hversu margir Islendingar munu taka við störfum við radarstöðv- arnar né heldur, hvernig þjálfun þeirra verður háttað. Þá er ekki ljóst, hvers konar starfsreglum þeir verða að hlíta. Nánar mun verða ákveðið um þessi atriði í þeim viðræðum, sem framundan eru um framkvæmd samkomu- lagsins, sem gert var í Washing- ton sl. fimmtudag. Kvenfólkið er farið að leggja gjörva hönd á fleira en fiskinn, svosem eins og þessar tvær sem voru í sementsvinnu vestur á ísafirði þegar ljósmyndarann bar að garði. Þar er nú unnið að endurnýjun hafskipa- bryggjunnar, og stúlkurnar höfðu það verkefni að sjá um sementið í steypuna. — Hveragerði Framhald af bls. 48 milljónir. Það er því mikið í húfi.“ Hafsteinn kvað það helzt til ráða til að koma í veg fyrir úrfell- inguna að blanda köldu vatni við vatnið og gufuna, sem úr borhol- unum kemur, og þynna þetta þannig út. „Þetta hefur verið gert frá því í júní, og vonandi verða vandræðin ekki eins mikil. En þetta hefur þó ekki reynzt nógu vel.“ Hins vegar kvað hann það einnig hugsanlegt, að úr þeim tveim borholum, sem notaðar eru, kæmi mismunandi hreint vatn, og gæti því komið til greina að skipta um holur. Sagði hann Hvergerðinga vera mjög uggandi vegna þessa ástands, nú þegar vetur væri að ganga í garð, ekki sízt vegna gróður húsanna, sem væru með flókin hitaveitukerfi. Eigendur þeirra yrðu fyrir miklu tjóni, ef þau eyðileggðust. Hafsteinn Kristinsson sagði að lokum, að þegar hefðu verið born- ar fram nokkrar bótakröfur á Hitaveituna. „En Hitaveitan er veikt fyrirtæki, og við getum ekki annað gert en að fleyta þessu áfram til Orkustofnunar. Við telj- um, að Orkustofnun sé að selja okkur mengaða, gallaða vöru, og ekki sé annað fært en að gera kröfur á hendur henni. En eins og ég sagði finnst okkur hún hafa verið mjög sein aðdaka við sér. Ef ekki verður eitthvað gert fljót- lega, verðum við að gripa til mjög róttækra ráðstafana. A hrepps- nefndarfundi fyrir viku var sam- þykkt að greiða ekki ríkinu fyrir vatnið héðan í frá fyrr en bót hefur verið gerð á þessu“. Munu Hvergerðingar eiga fund með Orkumálastjóra nú í vikunni. — Krabbamein Framhald af bls. 1 getur leitt til aukningar á húð- krabbameini hjá mönnum. Segir Rowland, að ef haldið sé áfram að senda svipað magn af flúorokarbon út f andrúms- loftið og verið hefur, þá muni ózonmagnið verða 10% minna innan 50 ára. Hann kveður eina áætlun sýna, að 5% minnkun ózónmagnsins muni leiða til 8.000 tilfella af húðkrabba- meini á ári í Bandarfkjunum, en aðra áætlun, að 1% minnkun ózóns þýði 8.000 tilfelli. „Áhættan er of mikil fyrir okkur til að halda þessu áfram,“ segir Rowland um notkun „aerosoI“-úðunarbrúsa. — Bruninn Framhald af bls. 48 stað, hefði verið um aúgljósa ikveikju að ræða. ' „Mér er óskiljanlegt," sagði Al- bert, „hvaða hvatir ráða gjörðum þeirra, sem leggjast svo lágt Sjálfstæðishúsið er átak fjöldans, bæði í fjárframlögum og sjálf- boðavinnu. Að sjálfsögðu kemur þetta til með að tefja eitthvað fyr ir okkur, en á sama hátt þjappar slikt okkur saman til starfa að lokamarkinu. Sjálfstæðismenn eflast við hverja raun.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.