Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 3 úr verinu EFTIR EINAR SIGURÐSSON Coldwater í Bandaríkjunum Það orkar ekki tvímælis, að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur með stofnun og rekstri Coldwater Seafood Corporation hafið eitthvert merkilegasta brautryðjandastarf f utanrfkisvið- skiptum íslendinga. Þetta er fyrsta og öflugasta fyrirtæki landsmanna til kynningar og sölu fslenskra útflutningsafurða á er- lendri grund. Það sem meira er um vert, er, að þetta fyrirtæki er að öllu leyti eign Islendinga. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sem er sölusamtök um 70 frystihúsa víðs vegar um landið og flytur út rúma 3/4 hluta af frystiafurðum landsmanna, var stofnað 1942. Lýðveldisárið, 1944, réði hún í þjónustu sína Jón Gunnarsson, verkfræðing, sem verið hafði forstjóri Síldarverk- smiðja rikisins um nokkurra ára skeið, til þess að fara til Banda- rfkjanna og selja þar frosinn fisk. Stríðinu var þá ekki lokið og erfitt um öll viðskipti. Bretar höfðu fram að þessu keypt svo til allar sjávarafurðir landsmanna og þar á meðal frosna fiskinn. En þeim, sem að Sölumiðstöðinni stóðu, var ljóst, að dagur kæmi eftir þennan dag og að ekki væri ráð nema í tíma væri tekið, og var því harðduglegasti og djarfasti kaupsýslumaður þessa lands ráð- inn til þessa starfs. Sölusamtökin urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum, hvað forystu- og brautryðjandastarf Jóns snerti i Bandaríkjunum. Strax hóf hann þar sölu á frosnum fiski í nafni Sölumiðstöðvarinnar, en þó kvað ekki að því að neinu marki miðað við það, sem seinna varð, fyrr en stríðinu var lokið. Það kom á daginn sem forráðamenn S. H. höfðu óttast, að Bretar myndu fljótt að því loknu ekki telja sig hafa not fyrir frosinn fisk frá íslandi og hættu þessum kaupum með öllu. Þróun þessara mála skal ekki rakin hér f rekar fyrstu árin, nema að Hollendingar og Rússar keyptu nokkuð af f reðfiski fyrstu árin á eftir að Bretar hættu, jafn- framt því sem sala á freðfiski jókst jafnt og þétt til Bandarfkj- anna. Jóni Gunnarssyni varð brátt ljóst, að ef vel ætti að vera, þyrftu frystihúsin að eiga sitt eigið fyrir- tæki og dreifingar- og sölukerfi í Bandaríkjunum. Það var þvi eftir hans tillögu, að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna stofnaði árið 1947 Coldwater Seafood Corporation, sem hefur síðan annast í sfnu nafni undir vörumerkinu „Ice- landic" sölu á öllum innfluttum frosnum sjávarafurðum fyrir SH í Bandaríkjunum. Vörumerkið „Icelandic" er nú lögvemdað f Bandaríkjunum fyr- ir hvers konar sjávarafurðir, sem Coldwater Seafood Corporation annast þarsölu á. Jón Gunnarsson hafði ekki lengi rekið fyrirtækið f Bandaríkjunum, þegar honum varð ljóst, að mikla nauðsyn bar til þess að fylgja vörunni lengra eftir en hægt var með þvf að selja aðeins flökin f eigin umbúðum, svo að neytandinn gæti ráðið vali vörunnar. Hluti af framleiðslunni heima á íslandi fór í blokk, sem seld var til ýmissa aðila, sem mat- reiddu úr henni ýmsa fiskrétti undir sínu vörumerki til þess að selja á neytendamarkaðnum. Því var það árið 1954, að ráðist var í það þrekvirki að leigja og sfðan að kaupa túnfiskverksmiðju í Nanticoke í Marylandfylki f Bandaríkjunum til þess að breyta henni í fiskstautaverksmiðju. Þetta lánaðist vel að þvf leyti, að það jók á sjálfstæði Coldwater til að koma út vöru sinni, jafnframt því sem það varð til þess að auka söluna. Samt þurfti lengi enn að selja ýmsum öðrum mikið af blokk. Ekki varð þessi verk- smiðjurekstur í Nanticoke þó til að færa Coldwater neinn fjár- hagslegan ábata, þegar upp var staðið, en hann varð upphafið að því, sem síðar varð. Árið 1962 varð Þorsteinn Gísla- son verkfræðingur forstjóri Cold- water, þegar Jón Gunnarsson lét af störfum. Fimm árum eftir að Þorsteinn tók við, var ráðist í það stórræði að byggja nýja verk- smiðju í Cambridge í sama fylki. Þessi verksmiðja var síðan stækk- uð um helming árið 1972 og nær nú yfir 18.000 fermetra. Þar vinna 400 manns. Með tilkomu þessarar nýju verksmiðju í Cambridge og ýmissa breyttra stjórnarhátta hófst sigurganga fyrirtækisins, sem hefur haldist fram að yfir- standandi ári. En í ár hefur nokkuð syrt í álinn með af- komuna, þótt ekki sé enn séð fyrir, hver hún verður í árslok, en viðbúið er, að um nokkurn halla- rekstur verði að ræða. En sem betur fer er félagið fjárhagslega fært um að mæta nokkrum erfið- leikum. En tapið i ár á eingöngu rót sína að rekja til mikils verð- falls á birgðum i Bandaríkjunum, sem voru óvenjumiklar, þegar verðfallið skall á, og stöfuðu af því, að lögð hafði verið mikil áherzla á, að tæma frystihúsin um siðustu áramót vegna væntanlegr- ar loðnufrystingar. Birgðirnar voru af þessum sökum helmingi meiri, þegar verðfallsógæfan skall yfir en eðlilegt hefði verið. Þetta verðfall hefði undir venju- legum kringumstæðum skollið strax á frystihúsunum heima á Islandi. Dreifingar- og sölufyrirkomu- lag Coldwater er þannig, að 50 umboðsmenn selja í öllum fylkj- um Bandaríkjanna, bæði flökin frá íslandi og framleiðsluna frá verksmiðjunni í Cambridge, en þar er um ca 500 tegundir að ræða. Greiðsla fer fram mánaðar- lega, og er ársveltan um 73 milljónir dollara eða með núver- andi gengi um 9 milljarðar króna, 1/3 af fjárlögum ríkisins. Hlutfall Coldwater I mark- aðnum fyrir framleidda fiskrétti í Bandaríkjunum er.u'm 10—15%. Coldwater hefur í mörg ár verið stærsti innflytjandi frosinna fisk- flaka til Bandarfkjanna. Þessi starfsemi Coldwater Sea- food Corporation hefur verið mjög mikilvæg fyrir freðfisk- iðnaðinn á Islandi og sjávarút- veginn í heild. Einkum hefur þetta komið vel i ljós við það, að Coldwater hefur á seinni árum tekizt að vinna íslenzkum flökum það álit, að hægt hefur verið að krefjast mun hærra verðs fyrir þau, en svipaða vöru frá öðrum löndum, um 20% hærra en til að mynda Kanada. Munar þetta stór- um fjárhæðum fyrir íslenzka þjóðarbúið, sem hefur notið góðs af þessu í heild. Þessi starfsemi hefur einnig verið mjög mikilvæg til að tryggja markað fyrir íslenzkan fisk, einkum þegar á hefur bjátað með sölu. Þá má geta þess, að hið hag- stæða verðlag á íslenzka fiskinum í Bandarfkjunum hefur auð- veldað Islendingum að ná betra verði á öðrum mörkuðum, og nemur það einnig háum f járhæð- um árlega og hefur þannig einnig orðið til þess að gera lífsafkom- una betri á Islandi en hún hefði ella verið, ef þessi mikilvfegi þátt- ur f íslenzkri utanríkisverzlun hefði ekki verið jafntraustur og hann er. „Það er svo bágt að standa í stað . . .“ Vonandi á Coldwater Seafood Corporation eftir að færa enn útkvíarnará þessum eftirsótt- asta markaði allra þjóða, Banda- rfkjunum, en hvort stökkin verða jafnstór og síðustu árin skal ósagt látið. Það vantar áreiðanlega ekki viljann. Fulton fiskmarkaðurinn í New York var stofnaður árið 1660, eða um svipað leyti og Kópavogs- fundurinn var haldinn. Markaðurinn hefur verið í sfnum núverandi húsakynnum síðan 1821, á tíð þeirra Fjölnismanna. Hann er í Fultonstræti á Man- hattaneyjunni, sem sagt er, að Hollendingar hafi keypt fyrir 24 dollara, en er nú dýrasti blettur jarðarinnar. Fiskmarkaðurinn er á landi, sem New York borg keypti 1809 í þeim tilgangi að stofnsetja opið markaðssvæði. Það gekk erfiðlega og seint að koma þessum markaði á fót, og beitti borgin sér ekki fyrir starfsemi markaðsins að ráði, fyrr en byggingar á svæðinu brunnu árið 1817. Lóðin, sem markaðurinn er á, afmarkast af nokkrum nærliggj- andi götum og nær á milli sex gatna. Á umliðnum tfma hefur markaðurinn fengið vörur sínar með ýmsum hætti, fyrst með segl- skipum, síðan gufuskipum og loks dieselskipum. I dag berst þó minna en 5% af öllum sjávar- afurðum, sem þar eru seldar, með skipum, því að nær allar afurðir eru nú fluttar á markaðinn á vörubílum. Sjávarafurðirnar, sem eru mestmegnis fiskur, berst einkum frá Nýja Englandi, og suðaustur- rfkjum Bandarikjanna. Fiskurinn bgrst aðallega að landi í útgerðar- bæjunum Portland, Gloucester, Boston, Provincetown, New Bed- ford og Point Judith, svo að aðeins fáir staðir séu nefndir. I öllum þessum bæjúm var mikið af fslenzkum skipstjórum og sjó- mönnum á fyrstu áratugum aldar- innar og þó einkum Boston. Það þótti arðvænlegt að fara þangáð í atvinnuleit á þeim tíma. Sumir þessara manna flentust þarna, en aðrir komu heim sem efnaðir menn. Þessi suðurrfki, sem talað er um, eru aðallega hafnarbæir Florida, Maryland, Delaware og Virginiu. Þá berst einnig mikið af afurðum á markaðinn frá vestur- rfkjum USA og Alaska. Til að mynda er lax fluttur mikið með flugvélum frá Washington-rfki og Brezku-Columbíu. Markaðurinn er rekinn eftir samvinnulögunum um land- búnaðarafurðir í New York-ríki. Á markaðnum eru seldar yfir 100.000 lestir af sjávarafurðum á ári eða álíka mikið og allur freð- fiskur Islendinga, en það er ekki alveg sambærilegt, þar sem freð- fiskurinn er mest allur flök. Ársveltan er rúmlega 100 milljónirdollara eða 12 milljarðar króna eða álfka að verðmæti og íslenzki freðfiskurinn. Er þetta dálitið eftirtektarvert, af þvi að þarna er selt mikið af heilum fiski, sem ætti að vera ódýrari, en á markaðnum er líka selt mik'.ð af mjög verðmætum fiski, eins og laxi, humri, ostrum og öðrum dýrum fisktegundum. Það eru 44 fyrirtæki, sem eru aðilar að markaðnum. Nú er áætl- að að byggja nýjan markað í Bronx í New York í stað gamla Fultonsmarkaðarins. Bronx er fjölmennasta hverfi blökku- manna í borginni. Áætlað er, að á þessum nýja markaði verði bygg- ingarnar 26.000 fermetrar eða 10 sinnum stærri en stærstu frysti- hús á Islandi. Fyrstu skóflu- stunguna á að taka í nóvember. Þar á að veita 50 fyrirtækjum aðstöðu, og fær hvert um sig 300 fermetra bás, eða eins og grunn tveggja einbýlishúsa. Þarna verða nýtfzku kælikerfi. Aætlað er, að byggingunni verði að fullu lokið sumarið 1976. Markaðssvæðið allt nær yfir 100.000 fermetra, 10 hektara. Þar verður auk fiskmarkaðs, ávaxta- markaður, kjötmarkaður og mið- stöð fyrir heildsöludreifingu slíkra vara. Landið eða lóðin liggur að sjó, og verður þvf hægt að flytja vörur á markaðinn á skipum, vörubflum og járn- brautum. Nýi markaðurinn mun halda áfram að vera stærsta fisk- og sjávarafurða dreifingarmiðstöð í Bandaríkjum Norður-Ameríku, ef ekki í heiminum eins og Fulton- markaðurinn. Annasömustu dagar mark- aðarins eru mánudagar og fimmtudagar.’Þetta á rót sína að rekja til þess, að markaðurinn er lokaður á laugardögum og sunnu- dögum, og er því jafnan mikið annrfki fyrsta dag vikunnar og á fimmtudögum, því að þá eru fisk- salar að birgja sig upp að nýjum fiski, sem ætlunin er að borða á föstudögum. Eins og allir vita, er Framhald á bls. 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.