Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Tilboð óskast. Tilboð óskast í Mercury Comet Custom 2ja dyra fólksbifreið, sjálfskipt með vökvastýri, sem orðið hefur fyrir skemmdum í vörugeymslu hér. Bifreiðin er til sýnis í bifreiðasölu okkar á mánudag 30. sept. Ford umboðið Sveinn Egilsson hf. Ford-húsinu, Skeifunni 1 7. AKRANES Nýr umboðsmaður hefur tekið við umboði Morgunblaðsins á Akranesi. Er það frú Guðrún Jónsdóttir, Akurgerði 1, Sími 1347. Samkeppni um gæðamerki fyrir fslenzkar iðnaðarvörur Útflutningsmiðstöð iðnaðarins boðar til samkeppni um gæðamerki fyrir íslenskar iðnaðarvörur. Merkinu er ætlað að vera sameiginlegt gæða- tákn fyrir útfluttar íslenskar iðnaðarvörur, þó að einnig megi nota merkið á vörur, sem seldar verð á fslandi. Stjórn Útflutningsmiðstöðv- arinnar mun skipa til þess sérstaka nefnd, að ákveða á hvaða vörum megi nota merkið. Er ætlunin að sú nefnd fylgist með þvi, að gæði vörunnar haldist þau somu og þegar leyft var að nota merkið. Nefndin getur þar af leiðandi svipt framleiðendur leyfi til að nota merkið, ef gæði vörunnar reynast ekki fullnægjandi. Merkið á að vera til almennra nota i tengslum við þær vörur, sem leyft verður að nota það, svo sem á prentföng, i auglýsingar, sem barmmerki, á umbúðir og viðhengi, á vöruna sjálfa, o.s.frv. Tillögum að merki i einum lit skal skila í stærð 10—1 5 cm. i þvermál á pappirsstærð DIN A4 (21x29,7 cm). Keppendur skulu gera grein fyrir merkinu í linu og litum. Einnig skal fylgja stuttorð lýsing á efnisvali. Tillögurnar skal einkenna með sérstöku kjörorði og skal nafn höfundar og heimilisfang fylgja með i lokuðu ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar. Skilafrestur tillagna er til kl. 17.00 föstudaginn 25. október 1974. Skal skila þeim i póst eða skrifstofu Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins merktum: Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, Samkeppni, c/o Birgir Harðarson, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Birgir Harðarson er ritari nefndarinnar og jafnframt trúnaðarmaÖur keppenda og geta keppendur snúið sér til hans i síma 24473, varðandi frekari upplýsingar um samkeppnina. Sú nýbreitni verður við samkeppni þessa, að almenningi gefst kostur á að taka þátt í vali merkisins. Dómnefnd hefur verið skipuð og mun hún velja úr bestu merkin. Verða þau siðan kynnt í fjölmiðlum og almenningi gefinn kostur á að greiða atkvæði um merkin. Veitt verða þrenn verðlaun, þeim þremur merkjum, sem flest atkvæði fá. Fyrstu verðlaun verða að upphæð kr. 1 10.000.00 og önnur og þriðju verðlaun verða kr. 25.000,00 hvort. í dómnefnd eru Helga B. Sveinbjörnsdóttir, auglýsingateiknari, Gisli B. Björnsson, skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, Gunnar Árnason, fulltrúi i Kassagerð Reykjavikur, Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslensks markaðar og Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Glits h.f. Samkeppnin er haldin i samráði við Félag íslenskra auglýsingateiknara, sem skipaði tvo fulltrúa í dómnefndina. Rétt til þátttöku hafa allir, sem hafa starfsréttindi á íslandi. Verðlaununum verðuröllum úthlutað. Það skal sérlega brýnt fyrir tillöguhöfundum, að Útflutningsmiðstöð iðnaðarins áskilur sér frjálsan og algjöran einkarétt til notkunar þeirrar tillögu sem fær 1. verðlaun til afnota fyrir stofnunina sjálfa eða með framsali til annarra, án endurgjalds til höfundar en greiðslu í eitt skipti fyriröll að fjárhæð kr. 1 50.000,00. Ennfremur áskilur stofnunin sér sama rétt gagnvart hverri annarri tillögu, sem berast kann, með fullum höfundarrétti samkv. framan- sögðu, með endurgjaldi til höfundar i eitt skipti fyrir öll að fjárhæð kr. 1 50.000.00. ÚTFLUTNINGSMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS Hallveigarstíg 1, Reykjavík. 75ára: Árni Ketilbjarnarson frá Stykkishólmi 1 DAG á þessi ágæti vinur minn 75 ára afmæli, síungur, síkvikur, glaður og ánægður og alltaf tilbú- inn að leggja góðum málum lið. Á mörgum vettvangi höfum við starfað saman, og það hafa sannarlega verið skemmtilegar stundir. Ég kynntist honum fljótt eftir komu mfna í Stykkishólm, enda hann þannig gerður, að ekki var erfitt að blanda við hann geði. Hik var honum ekki að skapi. Ef hægt var að leggja góðum málum lið, þá var Árni tilbúinn. Þannig kom hann mér strax fyrir sjónir, og þannig varð hann mér í reynd. Sömu sögu kunna flestir þeir, sem honum kynntust. Félagshyggjumaður var hann og skipaði sér þar í raðir, sem Frá Söngskólanum í Reykjavík Skólasetning verður þriðjudaginn 1 . október kl. 6 í sal Menntaskólans við Tjörnina. Skólastjóri. Aslákur __________ferðadiskótek Nokkur kvöld óbókuð í október. Fastir við- skiptavinir beðnir um að hafa samband við okkur sem fyrst. Nánari uppl. hjá umboðsskrif- stofu Ámunda. Sími 26288. Enginn sér við Ásláki. HVERNIG DALE CARNEGIE NÁMSKEIÐIÐ Getur hjálpað þér að: Öðlast HUGREKKI og SJÁLFSTRAUST. Talið er, að 85% af velgengni þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst að umgangast aðra. Afla þér VINSÆLDA OG ÁHRIFA. Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staðreyndir. Halda ÁHUGGJUM í skefjum og draga úr KVÍÐA. Hverju geturðu tapað? Nokkrum sjónvarpskvöldum, spilakvöldum eða saumaklúbbum. Kvíða við það, að standa upp og segja nokkur orð Vana þínum, að bíða með ákvarðanir. Þú vilt áreiðanlega tapa möguleikanum að vera „múraður" inní núverandi launaflokki. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐÆVILANGT. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Stiórnunarskólinn Konráð Adolphsson hann taldi sig geta mestu áorkað til gagns. Eftir að Árni kynntist Góðtemplarareglunni, vann hún strax hug hans. Hann fer ekki dult með, að á þeim vettvangi hafi hann mesta hamingju hlotið fé- lagslega og menningarlega. Og bindindismálunum hefir Árni lagt heilshuga lið. Mörgum við- horfum hefir hann kynnst um dagana og margan fróðleik á hann til að miðla öðrum. Gleði hans er fölskvalaus, og hún hefir gefið honum þann lffsþrótt, sem heldur honum sfungum, þannig að engum, sem mætir Árna á götu, dettur f hug, að þar fari maður með svo mörg ár að baki. Hann fer ekki dult með, hver hamingju- leiðin sé. Hann skilur vel orð postulans, þar sem hann bendir á gömlu göturnar, sem séu ham- ingjuleiðin. Enda er Arni fast- heldinn á fornar dyggöir. Arni hefir fengist við margt um dagana. Hann er sveitarinnar barn, vann þar algeng störf æsku- mannsins; einnig verkamannsins. Sjóinn þekkir hann, skrifstofu- og þjónustustörf, kaupmennsku, bókavörzlu, svo að eitthvað sé nefnt. Snemma beindist áhugi hans að tækni og þess konar. Hann hafði áhuga á öllu, sem gat létt störf manns. Þegar útvarps- rekstur hófst hér á landi, var áhugi hans vakandi á að sem flestir nytu góðra móttökuskil- yrða. í byrjun byggðist mikið á því, að vandað væri til loftneta fyrir útvarpstækin, og þurftu þau bæði að vera vönduð og helzt sem lengst frá jörðu og fyrirkomulag allt haganlegt. Þau urðu mörg loftnetin, sem Árni setti upp í Reykjavík, eftir að hann kom heim frá Amerfku. Og það sagði mér vel metinn embættismaður, að hann hefði dáðst að leikni Árna í þessu verki og sérstaklega, að honum skyldi ekki mistakast, þegar hann þurfti að vera á tæpustu nöf á þakbrúnum stórra húsa. En hann var aldrei loft- hræddur. Árni trúir á lífið og framvindu þess. Hann trúir því, að góð mál- efni fái jafnan sigur um sfðir. Hann er og hefir alltaf verið bjartsýnismaður. Árni er kvæntur Láru Þórðardóttur, og eiga þau tvær dætur, sem báðar hafa stofnað heimili. Þau urðu fyrir þeirri reynslu að missa sér- staklega efnilegan og fallegan dreng 12 ára. Verður hann mörgum Hólmurum minnis- stæður, enda bundu hjónin við hann miklar vonir. Á þessum merkisdegi góðvinar míns, Árna Ketilbjarnar, hefði mér þótt vænt um að geta haft hann nærri mér og heimili mínu, þar sem hann ætíð hefir verið aufúsugestur. Hins vegar verð ég að láta kærar kveðjur nægja, þar til við hittumst næst. En þeir verða áreiðanlega margir, sem senda honum heillaóskir og heim- sækja hann, þar sem hann eyðir þessum degi á heimili Ernu, dótt- ur sinnar, og manns hennar á Blómvangi 8 Hafnarfirði. Og eng- inn, sem þekkir þennan góða dreng, efar það, að þangað verður gaman að koma til hans og fjölskyldu hans. Þangað eru vinir hans velkomnir. Ég þakka honum áratuga tryggð og vonast til að njóta ágætrar vináttu hans mörg ár enn. Þeim hjónum og fjölskyldu þeirra árna ég alls hins bezta í framtíðinni. Árni Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.