Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Undarlegur skóladagur Eftir Heljar Mjöen og Berit Brænne Hann eyðir öllum sínum kröftum í vitleysu. Rúnki: Já, bíddu bara, góði... Elgurinn: (hnerrar. Hljóð eins og eitthvað dragist eftir gólfi og svo litill smellur) Músin: Prosit, kennari. Elgurinn: Þakka þér fyrir . . . já, mér létti. Undarlegt, hvað manni léttir við hnerrann . . . En litla músin ... hvað varð af þér? Músin: Ég er hérna. Elgurinn: Hvar? . . . Hvernig stendur á því, að þú ert allt í einu kominn lengst aftur í stofuna? Blés ég þér alla leið þangað? Músin: Já, kennari . . . með borðið mitt og allt saman. Nú kem ég aftur. (Hin hlæja og uff-a og jarma, hver með sínu hljóði) Neðst á teikningunni séröu bolta. — Svörtu fletirn- ir fyrir ofan boltann mynda dýr, séu þeir rétt settir saman, og þegar þú ert búinn að því, sérðu hvaða hlutverki boltinn gegnir, því að þú berð strax kennsl á þetta dýr. Bangsi: Ég skal hjálpa þér með borðið. Elgurinn: Að hugsa sér, að þú skulir vera svona lítil, litla mús ... svona létt og lítil. Músin: (dálítið eymdarleg) Ég hef lézt undanfarið, kennari. Ég hef nefnilega verið dálítið lasin. Elgurinn: Já, þar kemur skýringin. En ég skal muna að hnerra í hina áttina framvegis. Músin: Ég þakka, kennari. Rúnki refur: Er það nú smjaðursvella! Nei, ætli það sé ekki bezt, að ég fari inn og komi óeirðunum af stað. (ber að dyrum). Elgurinn: Kom inn. Rúnki: (mjúkur á manninn) Góðan daginn, kennari, afsakið, að ég kem svona seint... Elgurinn: Já, þú kemur sannarlega nokkuð seint. Og hver er skýringin, ef ég mætti spyrja ... Rúnki: (mælskur, lætur ekkert á sig fá) Jú, ég skal segja yður það, kennari, að svoleiðis var, að ég sofnaði . . . og svo vaknaði ég. Og þá svaf ég ekki lengur he .. . he. Ágætt fyrirkomulag á svefninum .. . finnst yður það ekki, kennari. Við leggjumst niður, blóðið rennur úr litlu heilafrumunum. heilinn hvílir sig... Elgurinn: Þú þarft ekki að taka það fram, að heilinn í þér hvíli sig, það er mér fullkomlega ljóst. Rúnki refur: Og svo vaknaði ég og borðaði morgunverð . . . þá var klukkan hálfníu . . . indælan morgunverð. Já, hvað jafnast á við morgunverð úti í grænni náttúrunni, þegar sólin gægist upp yfir ... Elgurinn: Haltu þér við efnið. Rúnki: Við efnið, já. Nú. þegar ég var búinn að borða, þá vantaði klukkuna kortér í níu, og þá hljóp ég af stað. Og þá vildi óhappið til. Ég mætti reiðum hesti, ó, ó. Elgurinn: Hesti? Rúnki: Já, einmitt, alveg fokreiðum hesti. Ég þaut upp í tré og hesturinn á eftir mér. Elgurinn: (aðvarandi) Rúnki refur, hestar klifra ekki í trjám. (hin hlæja) Rúnki: Ha, ha. (hlær sjálfur) Nei, auðvitað ekki, mér varð mismæli. Hann ætlaði að klifra, á ég við, en ANNA FRA STORUBORG SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta SJÖTTI ÞÁTTUR 1. OFSÓTTAR ÁSTIR Það var dæmalaust stríð, sem yfirvöld kirkjunnar og lands- ins áttu í þessi árin. Það var stríðið við ástina. Lengi hafði hún verið kúguð og þrælkuð undir harðstjórn katólska kirkjuvaldsins. Hún hafði brotizt undan því, þegar það var í andarslitrunum, eins og svo margt annað, og brot- izt undan öllum lögum guðs og manna um leið. Og þetta hafði fengið að ganga óáreitt, meðan stóð á stíma- braki siðaskiptanna. Þá gátu menn ekki sinnt því í svip- inn. En nú voru þeir skörungar setztir á báða biskupsstólana, herra Ólafur Hjaltason á Hólum og herra Gísli Jónsson í Skálholti, sem gerðu það vegna „guðs dýrðar“ að taka al- mennilega í taumana. Og meðan kóngsvaldið á Bessastöðum reytti blóðfjaðrirnar af klaustrunum og biskupsstólunum, börðust biskuparnir við ástina og kölluðu hástöfum til konungsins um hjálp. Þeir könnuðust að vísu við það, að ástin væri góð í sjálfu sér og nauðsynleg mannkyninu til viðhalds og þessu myrka mannlífi til gleði, líklega fremur gjöf frá guði en djöflinum. Hún veitti frjóvgun og blessun yfir eyðimerkur mannlífsins, eins og dögg af himni. En nú var hlaupinn ofvöxtur í ástina um allt land. Hún flóði yfir alla bakka, eins og á í vorleysingum. Og hún var ekki eins hrein og tær og hún átti að vera. Hún var allt of víða orðin að átakanlegasta ástarsiðlevsi. 1 þessu ástarsiðleysis-syndaflóði óðu nú blessaðir biskup- amir ásamt prestum, lögmönnum og lögréttumönnum, til þess að reyna að stífla það og hemja og leiða það i réttan farveg. Kóngsvaldið sendi þeim kveðju guðs og sína þeim til styrkingar og uppörvunar og bar gogginn í beztu jarðimar, meðan þeir voru vandast við látnir. Helmingadómar veraldlegra og andlegra gæðinga vom settir bæði syðra og nyrðra til að ráða fram úr ósköpunum. Andar biskupanna hvíldu yfir þeim. Og það vom ekki lítil ósköp, sem fyrir þá bar af spillingu! Menn gengu að eiga konur, sem lengi höfðu verið hjá- konur þeirra, meðan þeir enn vom giftir fyrri konum sín- um. Menn vom steinhættir að virða nokkurs hinar ströngu reglur fyrri tímanna um frændsemismágsemdir, en giftust nú frænkum sínum. Menn föstnuðu sér konur að morgni, giftust þeim að kvöldi og gengu í sæng með þeim næstu nótt. Ófyrirgefanlegt bráðlæti! — Hitt var þó verst af öllu, að menn giftust fyrir sunnan og áttu aðra konu fyrir norðan eða aust- an. Sumir áttu konu í hverjum landsfjórðungi og heyrðu undir lögsagnammdæmi beggja biskupanna. Og ofan á þetta bættust allir þeir, sem létu gersamlega vera að gifta sig, heldur létu ávöxt ástarinnar spretta upp og sýna sig á sínum tíma. Þeir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.