Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 — Magnog gæði.. Framhald af bls. 19 bility), sem þarf til þess að al- menningur treysti þeim og sé reiðubúinn að taka á sig afmörk- uð óþægindi vegna nauðsynjar ríkisins? - Þó finnst manni taka steininn úr, þegar þingmenn halda þvf fram, að ekkert megi gera í efna- hagsmálum nema spyrja verka- lýðsrekendurna um leyfi. TU hvers er Alþingi? Menn minnis'. þess, hverjir hafa komið efna- hagslífinu þar sem það er núna, en það eru launþegafélögin fyrst og fremst. Það er réttur hins vinnandi manns að selja vinnu sína á því verði, sem hann fellir sig við, eða vinna ekki ella. En hann á ekki héimtingu á því að geta beitt stjórnarstofnunum lýðræðisins fyrir sérhagsmunaplóg sinn til þess að kúga meðbræður sína. Þetta gildir um alla, sem vinna, ekki bara svokallaðan verkalýð. Umfram allt er það höfuðnauð- syn, að stjórnmálamenn segi satt. umbúðalaust, gefi bein svör, þeg- ar þeir eru t.d. spurðir um það, hvort búið sé að semja um of hátt kaup. Þeir fá ekkert fleiri at- kvæði fyrir að svara út úr. Sama gildir 1 allri umræðu um aðgerðir f efnahagsmálum. Það er miklu vænlegra að umræður um þau séu opnar og málefnalegar og ekki sé setið á málunum á þann hátt, sem gert hefur verið nú í mörg tungl. Seðlabankinn hefði átt að taka af skarið fyrir löngu, ef litið er á stöðu rikisins út á við. Það verður að gefa því gaum, hvort Seðla- bankinn þurfi ekki víðtækari völd, sem hann geti notað, þegar stjórnmálamennirnir bregðast. Kannski er þörf á að seðlabanka- stjórinn sé þjóðkjörinn? PHtL! SERENA OG KRAKEN ERU AO AF HriLMl i ^ r UALTU ÁFRAM, SERE’NA.1 ÉG þARF AOfAFNA HLUT- INA VIÐ SPÆJAR- 0 Næsta framtíð Segja má, að það sem framund- an er í efnahagsmálunum, sé f sjálfu sér ekkert voðalegt né í rauninni óvenjulegt. Þetta hefur allt gerzt áður. Vísitöluhækkunin 1. sept. n.k. upp á 25% er ekkert voðalegri en vinnutímastyttingin og orlofshækkunin (NB. sem nú er gullið tækifæri til þess að af- nema aftur) að viðbættum hin- um ábyrgðarlausu kjarasamning- um, sem gerðir hafa verið og allir vissu hvert mundu leiða. Það er fyrirsjáanleg verðbólga af þess- um sökum og gengisfall, en það er bara þetta, sem þjóðin hefur beð- ið um og þá á hún að fá það. Þessi þróun heldur áfram þangað til einhver vill leggja eitthvað á sig til þess að stöðva hana. Það er hins vegar skylda stjórnvalda að tryggja greiðslustöðu þjóðarinnar út á við, sjá atvinnufyrirtækjun- um fyrir starfsaðstöðu og gefa bankakerfinu kost á að tryggja eigur sparendanna. Raunveru- legu gengi krónunnar stjórna launþegafélögin að mestu leyti, en stjórnvöldum ber skylda til að viðurkenna staðreyndir tafar- laust, þegar hin fyrrnefndu sýna ábyrgðarleysi. Ef menn gera sér þetta sarv hengi ljóst, á er ekkert dim.J.t framundan. Miklu fremur bjart. Búast má við fiskverðshækkun 1 USA vegna þurrka á kornökrun- um. Við blasa margir möguleikar í stóriðjumálum, ef við látum ekki heimskuna ráða ferðinni. Nú um skeið hefur verið pukrað við samninga um málmblendisverk- smiðju. Maður innarlega í Union Carbide sagði, að sjaldan hefði verið eins dátt hlegið í þeim her- búðum og þegar fréttist, að Is- lendingar ætluðu að fjármagna það fyrirtæki til þess að koma upp málmblendiverksmiðju í Hval- firði. En UC á sölukerfið sem kunnugt er og ræður markaðnum að miklu leyti. Þarna kemur enn að tiltrú stjórnmálamannanna. Pukrið er venjulega fortjald heimskunnar. Geri almenningur og sjórnmála- menn meiri kröfur til sjórnmála- vinnubragða, velji fremur gæði en magn, megum við vænta þess, að betur muni ganga að ráða fram úr vandamálum þjóðiífsins. Því að við opnar og hlutlægar umræð- ur ætti almenningur að öðlast betri skilning á grundvallarlög- málum efnahagslífsins — nöglun- um tveimur, út og inn. t r —1—i—*—r nn r i J r~ t f* r ' - ' 1« ■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•B#B#BCB4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.