Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Ú tgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Eyjólf ur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00..k.c_jeintakið. Tillögur ríkisstjórnar hag- stæðari en Alþýðubandalags að er staðreynd, sem ástæða er til að veita eftirtekt, að bráða- birgðalög ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar um launajöfnunarbætur ganga lengra í þeirri viðleitni að verja láglaunafólk áföllum vegna óðaverðbólgunnar en tillögur þær, sem full- trúar Alþýðubandalagsins lögðu fram í vinstri viðræð- unum svonefndu. Sérstök ástæða er til að vekja at- hygli á þessu, þar sem Al- þýðubandalagið hefur litið á sig sem eins konar sjálf- skipaðan málsvara hinna verr settu í þjóðfélaginu. Samkvæmt bráðabirgða- lögunum verður vísitölu- stopp í gildi í 8 mánuði. Slík ráðstöfun er Alþýðu- bandalaginu síður en svo andstæð. í lok maímánaðar setti vinstri stjórnin, sem Alþýðubandalagið átti að- ild að, bráðabirgðalög þar sem kaupgjaldsvísitalan var tekin úr sambandi, þeg- ar fyrstu vísitölubætur áttu að koma til útborgun- ar eftir verðhækkanir þær, sem dundu yfir í kjölfar kjarasamninganna. í tillög- um Alþýðubandalagsins í vinstri viðræðunum var gert ráð fyrir vísitölu- stoppi og í ræðu, sem Lúð- vík Jósepsson hélt á Al- þingi skömmu eftir að nú- verandi ríkisstjórn tók við völdum, lagði hann áherzlu á nauðsyn þess að stöðva vítahring vísitöluhækkana. Á valdaárum vinstri stjórnarinnar stóð Alþýðu- bandalagið að ítrekaðri skerðingu á vísitölukerfjnu og talsmenn þess lýstu því yfir hvað eftir annað, að gera þyrfti veriflegar breytingar á því. Þannig getur sú ráðstöfun að stöðva vísitöluna í 8 mán- uði tæplega verið þessum sjálfskipaða verkalýðs- flokki mjög andsnúin. í bráðabirgðalögum rík- isstjórnar Geirs Hallgríms- sonar er gert ráð fyrir því, að launajöfnunarbætur verði teknar til endurskoð- unar fari framfærslukostn- aður fram úr ákveðnu marki. Þarna er Alþýðu- bandalagið sammála ríkis- stjórninni, þar sem fulltrú- ar þess gerðu einmitt til- lögu um slíkt rautt strik í vinstri viðræðunum. Að sumu leyti ganga bráða- birgðalög ríkisstjórnarinn- ar mun lengra til hagsbóta fyrir láglaunafólk en tillög- ur Alþýðubandalags í vinstri viðræðum. Þannig verða launajöfnunarbætur greiddar að fullu á öll laun undir 50 þúsund krónum en fara stiglækkandi allt að 53.500 krónum. Alþýðu- bandalagsmenn höfðu hinsvegar lagt til, að lág- launabætur yrðu aðeins greiddar á laun á bilinu 36—40 þúsund krónur. Það eru því stórir hópar lág- launafólks, sem nú fá launajöfnunarbætur, sem ekki hefðu fengið þær, ef Alþýðubandalagið hefði fengið að ráða. Launajöfnunarbæturnar nema um 10% kauphækk- un til hina lægstlaunuðu nú þegar um þessi áramót. Alþýðubandalagsmenn vildu hins vegar aðeins greiða þeim 5% nú og önn- ur 5% síðar. Að þessu leyti ganga því tillögur Alþýðu- bandalagsins mun skemur en aðgerðir ríkisstjórnar- innar. Þá eru bráðabirgða- lögin mun hagstæðari laun- þegum að þvf, er varðar greiðslur á yfirvinnu, en tillögur Alþýðubandalags- ins voru. Hækkun yfir- vinnu hefði orðið helmingi minni samkvæmt tillögum Alþýðubandalagsins en raun varð á með ráðstöfun- um ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt bráðabirgða- lögunum fá tekjulágir bændur launajöfnunar- bætur til jafns við aðra. Alþýðubandalagið sýndi þeirri stétt engan áhuga. Ríkisstjórnin hefur ákveð- ið að lækka viðbótarniður- greiðslur á búvöru um að- eins 25% en Alþýðubanda- lagsmenn vildu lækka þess- ar niðurgreiðslur um 50% i tveimur áföngum og hefðu verðhækkanir á matvörum þá orðið enn tilfinnanlegri fyrir láglaunafólk. Bráðabirgðalögin þýða 10% hækkun á elli- og ör- orkulífeyri og 6% hækkun á öðrum bótum almanna- trygginga. Ekkert ákvæði var um hækkun bóta al- mannatrygginga í tillögum Alþýðubandalagsins. Þá hækka f jölskyldubætur um 5000 krónur með hverju barni. Um þetta atriði voru tillögur Alþýðubandalags- ins óljósar og þokukennd- ar. Af þessum samanburði má glöggt sjá, að ráðstafan- ir ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks eru mun hagstæðari fyrir láglaunafólk en tillög- ur þær, sem Alþýðubanda- lagsmenn gerðu í vinstri viðræðunum og má af því nokkuð marka hvað hæft er í þeim fullyrðingum, að ríkisstjórnin sé verkalýðs- hreyfingunni og láglauna- fólki óvinveitt. En hvað sem líður slík- um samanburði og kritum milli flokka er nauðsynlegt að horfast í augu við þá staðreynd, að óðaverðbólg- an er slík, að það er orðið afar erfitt fyrir láglauna- fólk og jafnvel einnig þá, sem hafa meðaltekjur, að láta enda ná saman. Morg- unblaðið hefur áður varp- að fram þeirri spurningu, hvort menn viti í raun og veru hvar láglaunafólkið er í þjóðfélaginu. Á því hefur engin könnun verið gerð. En ef nokkurt verk- efni i okkar velmegunar- þjóðfélagi er þess virði, að það sé tekið föstum tökum, þá er það í því fólgið að gera nákvæma könnun á því hvaða fólk býr við bág- astan hag í samfélaginu og gera ráðstafanir til þess að rétta hlut þess. j Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Æaugardagur 28. sept.» Sumarsól oghríðarhregg Það sígur á seinni hluta þjóð- hátíðarárs, árs tvennra kosninga og stjórnarskipta. Þetta ár var þjóðinni hitagjafi í margþættum skilningi. Sólbjörtu og hlýju sumri hallar, sem yljaði öllum, bæði hið ytra og hið innra. Þjóðin ornaði sér við arin sögunnar á ellefu alda byggðarafmæli lands- ins, með hátíðahöldum í öllum héruðum og þjóðhátíð á Þingvelli við Öxará. Hiti baráttunnar í tvennum kosningum kom svitan- um út á ýmsum. Verðbólgubálið brann glaðar en nokkru sinni, eyddi ýmsum verðmætum, en sumir hituðu járn sín í því. I skammdegi fyrstu mánaða ársins varð heitt i kolum vinstri stjórn- ar, svo sundur soðnuðu bræðra- böndin. Reynt var að splæsa þau saman í orði en endar náðu ekki saman á borði. Var þá mörgum heitt í hamsi: „Horn skullu á nös- um, hnútur flugu um borð... brosti þá Goðmundur kóngur.“ Andstæðurnar hafa mótað líf þjóðarinnar þessar ellefu aldir. Sumarsól og hríðarhregg marka drættina í þjóðlífsmyndinni. Skin og skúrir skiptast á. En hring- henda tilverunnar er og verður sífellt í yrkingu. 1874: Stjórnar- skrá og þjóðhátíð I nyrztu byggð íslands, Grims- ey, var ekki alls f yrir löngu haldið hátíðlegt 100 ára afmæli elzta borgarans. Það er ekki nema ein slík, löng mannsævi, sem skilur á milli okkar í dag og atburða þjóð- hátíðarársins 1874. Þá fögnuðu menn 1000 ára íslandsbyggð. Þá vannst umdeildur áfangi í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Kristján konungur níundi færði þjóðinni nýja stjórnarskrá. Endurreist Alþingi Islendinga fékk löggjafarvald og fjárforræði. En framkvæmdavaldið skyldi áfram vera 1 höndum konungs. Alþingi var þá skipað 36 þjóð- kjörnum og 6 konungkjörnum fulltrúum. I efri deild sátu 12 fulltrúar, þar af allir 6 konung- kjörnu fulltrúarnir! Um þessar mundir var þjóðin fátæk af veraldlegum gæðum og bjó við atvinnuhætti og afkomu, sem höfðu lítið breytzt í aldaraðir. Engu að síður var haldin þjóð- hátíð um allt land. Héraðshátíðir á þingmariumessu, 2. júlí, er Al- þingi hið forna kom saman, Reykjavíkurhátíð 2. ágúst og þjóðhátfð á Þingvöllum, 5., 6. og 7. ágúst. Þá vóru menn það fátækir, að þeir höfðu ekki efni á að snið- ganga þjóðlega reisn. 1774: Jarðepli og harðrétti „1 þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga, mót þrautum sfnum gekk hún djörf og sterk", segir þjóðskáldið frá Fagraskógi. Og líf þjóðarinnar hefur svo sannarlega ekki verið dans á rósum, einn saman. Þegar við héldum þjóð- hátíð í ár, eða sóluðum okkur á Spánarströndum, vóru nákvæm- lega tvær aldir, tvær „langar“ mannsævir síðan þessi frétt var sögð: „Svo hart er nú í ári á Norðausturlandi að þar hafa 60 manns dáið úr harðrétti og prest- urinn á Skeggjastöðum á Langa- nesströnd er flosnaður upp og kominn á vergang." Þetta sama ár sendi danska landbúnaðarfélagið nokkurt magn jarðepla til útsæðis á Islandi og veitti sérstök verðlaun þeim, sem stuðluðu með góðu for- dæmi að aukinni ræktun þessa jarðávaxtar. Svo skammt er síðan að þjóðlífs- myndin var dregin dökkum, sár- um dráttum. Ættfræðin og manngildið Sá, er þetta ritar, heyrði því eitt sinn fleygt, að sterkar líkur bentu til skyldleika allra íslendinga í 5. lið og að vart þyrfti að leita lengra aftur en í 8. lið til að skyldleikinn væri óyggjandi. Hvort sem þetta er nú rétt eða rangt, er hitt stað- reynd, að ættfræðin á sterk ítök í flestum íslendingum. Auðvitað verður enginn meiri eða minni vegna uppruna eða ættar. Manngildi hvers og eins verður aðeins metið af því, hver hann sjálfur er f raun, í verkum sínum og viðmóti, í afstöðu sinni til manna og málefna. Og manngildi er hægt að ávaxta eða skerða, eftir því hvern veg er farið með það lífshlaup, sem okkur er léð, úr hendi til verunnar. Þessi skyldleikatengsl einstakl inganna, sem mynda okkar litlu þjóð, ættu þó að undirstrika sam- hug og samstöðu hennar. Sameiginleg arfleifð að efla sátt- fýsi hennar. Og sú staðreynd ætti að rekaendahnútinná samheldn ina, að við höfum í raun sameigin- legra hagsmuna að gæta, varðandi efnahagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði, bæði þjóðarheildar- innar og þegnanna. Þessarar sam- heldni bfður nú sú prófraun, sem er aðsteðjandi efnahagsvandi í þjóðarbúinu og nauðsynlegar að- gerðir í sambandi við hann. Jafnvægi í byggð Mikið er rætt og ritað um svo- kölluð landsbyggðarmál. Stað- reyndir þeirra ættu að vera hverju barni augljósar. Undir- stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og landbúnaði, er það höfuðnauðsyn, að byggð hald- ist f landinu öllu. Verðmætasköp- un f þjóðarbúinu á sér stað í mun ríkara mæli á landsbyggðinni, í sveitum og sjávarplássum, en hlutfallsleg ibúatala þessara byggðarlaga segir til um. I annan stað er það þjóðarbúinu óhagkvæmt, að fólk flytjist í of

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.