Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 17 Evensen gagnrýnir Haag dómstólinn Osló26. september — NTB JENS EVENSEN, sem skipaður hefur verið fiskveiðilögsöguráð- herra Noregs, sagði í viðtali við vikublaðið Orientering, að svo geti farið, að Norðmönnum verði stefnt fyrir Alþjððadómstðlinn f Haag ef þeir ákveða að loka ákveðnum svæðum fyrir er- lendum togurum. Auk þess segir Evensen, að slík friðun sé þö smámál miðað við þýðingu útfærslu fiskveiðilögsög- unnar í 50 mílur. Ráðherrann gagnrýnir harðlega Alþjóðadómstólinn f Haag í við- talinu. Segir hann, að dómstóllinn hafi sýnt svo mikla íhaldssemi í alþjóðarétti, að hann sé að eyði- leggja álit sitt. Nefnir hann úr- skurð dómstólsins gegn íslandi máli sfnu til stuðnings. Bruce til NATO Washington 26. september —Reuter FORD Bandarfkjaforseti út- nefndi í dag hinn þrautreynda diplómat David Bruce sendiherra landsins hjá Atlantshafsbanda- laginu. I yfirlýsingu Hvíta húss- ins sagði, að Bruce, sem er 76 ára gamall, sé „einn af fremstu dipló- mötum Bandarfkjanna" og út- nefning hans væri staðfesting á skuldbindingu Fords um að treysta tengslin við Evrópu og styrkja Atlantshafsbandalagið. David Bruce var síðast formaður sendinefndar Bandaríkjanna í Kína, en var einnig helzti samningamaður lands síns í friðarviðræðunum um Víetnam í París, og sendiherra í Frakklandi, Bretlandi og Þýzkalandi. M I trilluna 1 SIMRAD EY Mjög hentugur í trilluna, vatns- þéttur, 8 skalar niður á 360 m dýpi, botnlina, til að greina fisk frá botni, kasetta fyrir 6" þurr- pappír, sem má tvínota. SIMRAD Bræðraborgarstíg 1. S. 14135 — 14340. 2Bov0tmWaWíi morgfaldor markað vöar Til sölu Range Rover 1973 til sölu. Ekinn 40 þús. km. Verð 1 300 þús. Til sýnis að Brávallagötu 8 í dag. Sími 27595. Verzlunarhúsnæði óskast Óska eftir verzlunarhúsnæði, hentugu fyrir litla sérverzlun. Uppl. síma 73779 frá kl. 1 8. RJP 8296 R O Y A L SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir siagar ‘ D nY\or 035 * **%?£*" * litw* 'tOp.Ai'f,.. 1* W<í*v« Oi„„ Pánar 'ornu 08 nýju WS5 *W***«te, Ww ... • 0 0 bókaklúbbi AB ókeypis og kaupió bækurá betra veröi Bókaklúbbur AB er stofnaður með það fyrir augum, að hægt sé að gefa félögum klúbbsins kost á fjólbreyttu úrvali bóka á betra verði en yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði. Félagar geta allir orðið, hafi þeir náð lögræðis- aldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB. Bókaklúbbur AB mun gefa út 6—8 bækur ár- lega. Félagsbækurnar munu koma út með eins eða tveggja mánaða millibili. Um það bil einum mánuði áðuren hver félagsbók kemur út verður félögum Bókaklúþbs AB sent Fréttabréf AB, þar sem bókin og höfundur hennar verður kynntur, greint frá verði bókarinnar, stærð hennar, o.fl. Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað félagsbækur með því að senda Bókaklúbbi AB sérstakan svarseðil, sem prentaður verður í hverju fréttabréfi AB. Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bók en þá, sem boðin er hverju sinni í Fréttabréfi, og aukabækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir skrá, sem birt er í Fréttabréfinu. Þá geta félagar keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði, sem veitt verður öðru hvoru. Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin í hennar stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur svarseðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir tilskilinn tíma. Að öðrum kosti verður litið svo á, að félaginn óski að eignast þá félagsbók, sem kynnt er í Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá send ásamt póstgíróseðli. Félaginn endursendir síðan póstgíróseðilinn ásamt greiðslu í næsta pósthús eða bankastofnun. Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur fyrstu18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags- gjöld eru engin. Áskriftargjald Fréttabréfsins er ekkert. Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félagsrétt- indum sínum með því að segja sig skriflega úr klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami uppsagnarfrestur gildir fyrir nýja félaga, en þó aðeins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum innan átján mánaða. 6 fyrstu bækur í Bókaklúbbi AB: 3 fjölfræðibækur: Fánar að fornu og nýju Uppruni mannkyns Fornleifafræði. íslenzkt Ijóðasafn. 2 skáldsögur: Sjóarinn, sem hafið hafn- aði eftir Yukio Mishima. Mátturinn og dýrðin eftir Graham Greene. Ég vil verameð Umsókn nýrrafélaga Vinsamlega skráið mig í Bókaklúbb AB. Ég hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein fyrir kvöðum nýrra félaga um kaup á bókum. Nafn Nafnnúmer Fleimilisfang Almenna Austurstræti 1 8, — Reykjavík i /i r/j •« Pósthólf 9 POkajelagW Símar 19707 & 16997

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.