Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 19 Sem flestir hlutir verði háðir náð þeirra. Þess vegna er bankakerfið reyrt f flokksfjötra, lán gerð að gjöfum með óraunhæfum vöxt- um, reynt að láta árnar streyma upp í móti á grundvelli atvinnu- legrar óskhyggju, fjármagnsflutn- ingar til og frá landinu hindraðir, gengi haldið röngu þar til gjald- þrot landsins blasir við, sprellað með niðurgreiðslur, olfustyrki o.s.frv. 0 Afleiðingar skorts á stjórnmálagæðum (qualitet) (Jrvalsleysi og áður áminnztur heiladofi feittétandi kjósenda gerir það að verkum, að lögleg rfkisstjórn framkvæmir ýmsa hluti, sem erfitt er að eygja rök fyrir. T.d. að hækka kaup manna með lagaboði um meira en 10% segir vinnukaupendum að stinga sér til sunds og semja um óraun- hæfar kauphækkanir, en bannar þeim síðan að reikna þessar kaup- hækkanir inn f framleiðsluna og fyrirskipar taprekstur undir- stöðuatvinnuveganna. Allt er keyrt áfram á yfirdrætti og gjald- eyrissjóðurinn settur á útsölu. Þessir menn hefðu gott af því að hugleiða dæmisöguna um naglana tvo — út og inn. Er ekki fyrirsjá- anlegt, að við verðum að fara að lfta á stjórnmál öðruvísi en við höfum gert? Gera þau eftirsókn- arverðari með hærri launum? Kannski væri með þvf hægt að fá fram meira gæðaúrval frambjóð- enda í stað stöðugs framgoðs fast- mótaðra persónuleika (stereo- typa), sem mismunandi andlit? Hreint tölulega ættu nú að vera lifandi minnst 3 menn meið hæfi- leika Jóns Sigurðssonar forseta meðal okkar. Það þarf bara að finna hverjir og hvar þeir eru, ef slfkir hæfíieikar duga þá f dag. • Tiltrú stjórnmálamanna Þegar vinstri flokkarnir höfðu gefizt upp við myndun nýrrar vinstri stjórnar hér á dögunum, komu forsvarsmenn þeirra fram f sjónvarpinu. Athyglisvert var, að skýringar þeirr- á vinslitunum voru jafnmargar og mennirnir. Hverjir þeirra sögðu ósatt? Hvernig á að búast við því, að þessir menn hafi þá tiltrú (creda- Framhald á bls. 40 Halldór Jónsson verkfræðingur: Um magn og gæði stjórnmála Við íslendingar förum nú brátt að verða það sjóvanir í eigin stjórnmálum, að fátt er þess um- komið að koma okkur á óvart. Enginn getur haldið þvf fram, að okkur hafi skort tækifærin til efnahagsuppbyggingar frá þvf að blessað strfðið var hérna á árun- um. Hitt mun okkur greina á um, hvernig unnið hafi verið úr tæki- færunum. Það er háttur atvinnustjórn- málamanna að þakka sér og sfn- um stuðningsmönnum það já- kvæða, sem áunnizt hefur, en kenna andstæðingunum um hitt. Enginn verður hissa á þessu — hver kaupmaður verður að aug- lýsa sína vöru. Þó er það yfirleitt álit þeirra sagnfræðinga, sem hafa rannsak- að forystumenn yfirleitt, að þeir séu fremur afleiðingar gefinna aðstæðna f þjóðarlffi en frum- kvöðlar stefnu. Upplausn Frakk- lands — Napoleon og DeGaulle, hrun Weimarlýðveldisins — Hitl- er, alvarleg styrjaldaraðstaða Breta — Churchill og góðæri ís- lendinga — Ólafur Jóhannesson, Lúðvfk og staðan í dag. 0 Hóphegðun og einstaklingshegðun Það er í rauninni athyglisvert, að meðan hinn almenni borgari veit það nokkurn veginn, að hann getur ekkí eytt meiru ef hann aflar þá skilur sami borgarinn ekki, eða vill ekki skilja samband eyðslu og tekna, þegar dæmið er útvíkkað f fyrirtæki eða þjóðfé- lag, þó að nákvæmlega sömu lög- mál gildi. Einn vinur minn sagði mér, þegar dugnaður og vel- gengni Silla & Valda barst f tal, að á litlu skrifstofunni þeirra niðri í Aðalstræti væru bara tveir naglar — inn og út. Þeir pössuðu bara, að það væri meira á innnaglan- um. Auðvitað var þetta sagt f gamni, en þetta er samt alvara. Það eru þessir tveir naglar, sem eru undirstaða efnalegrar vel- gengni, sem er mál málanna hjá einstaklingum og þjóð, hvað sem sagt er í þjóðhátíðarræðum. Það er fyrst hugsað um bókvitið, þeg- ar askarnir eru fullir. Það er nokkuð vfst, að einstakl- ingur, sem verður fyrir þvf að yfirkeyra sig fjárhagslega ein- hvem tíma, verður varfærnari dá- lftinn tfma á eftir. Þessu virðist öfugt farið með þjóð. Sé henni rétt ódýrt ket og smér mánuði fyrir kosningar þá virðist hún gleyma þvf, sem einstaklingarnir þykjast þó vita fullvel, að þetta sé hlé fyrir storm. Það kostaði lítið f kosningamatinn, við kjósum þá, aftur. Að þeir skyldu ekki lækka brennivfnið lfka í kosningavik- unni! 63% aðspurðra Bandarfkja- manna kváðu nýlega nei við þeirri spurningu, hvort þeir héldu að stjórnmálamenn þeirra bæru hag þeirra raunverulega fyrir brjósti. Tiltrú (credability) stjórnmálamannsins virðist vera á undanhaldi og f rauninni virðast menn um allan heim tala um skort á forystumönnum. Bandarfkjamenn kvarta yfir þvf, að lögfræðingar og embættis- menn séu f yfirþyrmandi meiri- hluta f þeirra stjórnmálum. Okk- ar aðstæður eru þvf ekkert sérfs- lenzkt fyrirbrigði. Hver er skýr- ingin á þessu? Getur hún verið önnur en sú, að menn almennt vilji heldur sinna öðrum verkefn- um en stjórnmálum, finnist stjórnmál vera hálfgerður „dirty business", sem í rauninni sé lítið út úr að hafa. Mér hefur sýnzt, að það séy ekki fleiri en á að gizka 300 manns, sem stunda stjórnmál f atvinnuskyni hér á landi. Sjó- mennsku stunda um 5000 manns. Þingmenn og varaþingmenn eru 120. Skip yfir 100 lestir eru um 300 talsins. Það eru þvf um 1:3 líkur fyrir hvern þann, sem fer að stunda pólitík, að verða alvöru- eða varaþingmaður, en 1:16 fyrir þann, sem byrjar sjómennsku að verða skipstjóri á 100 lesta skipi. Svo þarf sérstakt próf á skip, en ekki einu sinni bflpróf á þjóðar- skútuna. Það gefur auga leið, að f rauninni er hlálega Iftil sam- keppni í stjórnmálabisnessnum. Það virðist vera erfitt fyrir sæmi- lega ötulan mann með hæfilega leikarahæfileika að komast hjá þvf að verða þingmaður eða þess- háttar sé hann einbeittur f þvf að stunda þessa atvinnu. Ef til vill er það vegna þessa takmarkaða úrvals, sem afskipti þessara manna af atvinnu- og efnahagsmálum verða svo handa- hófskennd sem manni finnst raun bera vitni. Þessari stétt virðist það sameiginlegt, þótt undantekn- ingar séu vissulega til að vera f megindráttum andsnúin frelsi einstaklinganna, ef ekki til orðs þá æðis, nema hvort tveggja sé. Ford Escort Litlir bílar eru vinsælir vegna þess að þeir eru ódýrir og spara kaupendum sínum peninga. Að þessu leyti er Ford Escort í flokki með smábílum. En þegar kemur út á vegina, kemur munurinn í Ijós. Þótt Ford Escort kosti ekki meira en aðrir ódýrir bílar, eru þetta samt allt önnur kaup. Ford Escort er afburða bíll, ekki sizt á misjöfnum veg- um. Auðveldur og öruggur í akstri, stöðugur á beygj- um og lætur vel að stjórn. Ford Escort hefur því hina vinsælu eiginleika sport- bílsins, en hann hefur líka þægindi fjölskyldubílsins. Hægt er að fá 2ja eða 4ra dyra bíl, og fjölda viðbótar- hluta. Það er engin tilviljun að Ford Escort er mesti sigur- vegari í kappakstri á vegum og hefur unnið meira en 200 sigra í slikri keppni á síðustu árum. Ford Escort sameinar þægindi og hagkvæmni fjöl- skyldubílsins með rúmgóðum sætum og gólfrými — og hins vegar hraða og öryggi sportbílsins. Kynnið ykkur Ford Escort, og hann sannar, yfirburði sína í reynd. Fordumboðin á íslandi eru seljendur að Ford Escort Escort ánægja Ford visar veginn Fimleikadeild I Armanns Fimleikar fyrir drengi 7 — 1 2 ára í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar miðvikud. og föstud. kl. 6.15 — 7.00. Innritun og upplýsingar í tímunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.