Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 35 Ritað er.... Ofsóknir? I upphafi fjallræðunnar segir Jesús Kristur: „Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir, þvf að þeirra er himnarfki." (Matt. 5,10). Þessi orð frelsarans sýna vel raunsæi hans. Hann þekkir mannlegt eðli. Hann veit, að eðli okkar er and- snúið Guði, okkur er ekki eðiilegt að elska Guð og breyta eftir boðum hans. Þess vegna mætir boð- skapur hans ætfð andspyrnu á þessari jörð. Sömu ofsókn- ir, sem fylgt hafa kristnum mönnum allt frá þvf, að Jesús Kristur sjálfur var of- sóttur, handtekinn og negldur á kross, munu verða hlutskipti kristinna manna vfðs vegar um jörðina. Þegar ég var drengur og heyrði talað um ofsóknir gegn kristnum mönnum, varð mér ætfð hugsað til fyrstu alda kristninnar og ofsókna hinna rómversku keisara. t nútfmanum er hitt orðin bláköld staðreynd, að aldrei fyrr hafa jafnmargir menn á þessari jörð verið ofsóttir fyrir trúna á Jesúm Krist og nú. Stórir hlutar heims eru lokaðir starfi kristinnar kirkju. Þúsundir og milljón- ir manna eru ofsóttir vegna trúar sinnar á frelsara mannanna. Við skulum þakka Guði fyrir, að við bú- um f landi, þar sem við höf- um fullt frelsi til þess að tilbiðja Guð, þótt hér sé einnig að finna öfl, sem vilja hindra kristna kirkju f starfi og draga úr áhrifum hennar. Jesús Kristur mælir þessi orð til hughreystingar læri- sveinum sfnum á öllum tfmum. Við þurfum aldrei að láta hugfallast eða ör- vænta. Við erum vernd Guðs vafin alla tfð. Við eigum hina góðu og öruggu heim- von. Þessi fullvissa hefur gefið kristnum mönnum um allan heim djörfung til að mæta ofsókn og jafnvel dauða. Kristinn maður á laun sfn geymd á himnum hjáGuði. Og saga kristinnar kirkju sýnir glöggt, að tfmar of- sókna og erfiðleika eru ein- mitt oftast endurnýjunar- og vaxtartfmar f kirkju Krists. Þess vegna getum við einnig verið sæl á erfiðleikatfmum. Við hvflum örugg í hendi Guðs, hvað sem kann að mæta okkur f hinu ytra. JónasGfsIason. „ Trúin er gjöf” Vfir 90% tslendingar eru skráðir f fslenzku þjóðkirkj- una. Við höfum haldið margar þjóðhátfðir f sumar og minnzt upphafs byggðar og þróunar hennar á landinu. Fremur lftill hefur hlutur kristninnar verið f þessum dagskrám, og er sennilega erfitt að segja til um ástæður fyrir því. Er það vegna þess, að aðeins fáir skilja og vita, hvað kristindómur er? Er kristindómur okkar dauður? Eru aðcins fáir, sem eiga eins lifandi kristindóm og það unga fólk, sem hér er rætt við? Þau, sem svara nokkum spurningum um trú sína, eru Margrét Baldursdóttir, Ragnar Baldurs- son, Sigrún Gfsladóttir og Hilmar Baldursson. Hvað er að vera kristinn? Ragnar: „Það að vera krist- inn er að játa með munninum og trúa með hjartanu, að Guð, hinn lifandi Guð Biblfunnar, sé sá, sem hann segist vera. Og einnig, að hann einn hafi frels- að frá synd og dauða með blóði sfns eingetins sonar, Jesú Krists.“ Þarf ekki að gera annað til að eignast þessa trú? Hilmar: „Páll postuli skrif- aði forðum til Efesusmanna: „Þvf af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf.“ Við getum séð það af orðum Páls, að trúin er Guðs gjöf. Guð gefur okkur hana óvcrð- skuldað. Trúin er gjöf. Hvað gerir maður venjulega, þegar rétt er að manni gjöf? Tekur maður ekki við henni? Ég held, að slfkt gerist f flestum til- fellum. Sama er um gjöf Guðs, maður tekur á móti henni, þegar hann býður. Þess vegna held ég, að eina svarið við þessari spurn- ingu sé: Maður tekur á móti gjöf Guðs, trúir á Jesúm Krist.“ Hvers vegna áttu þcssa trú Margrét? „Ég veit, að ég er syndari, sem þarfnast fyrirgefningar Guðs. Guð sendi Jesúm Krist, sinn eingetinn son, f heiminn til þess að deyja á krossi fyrir mfnar syndir. Ég verðskulda ekki fyrirgefningu Guðs, en ég vil þjóna honum og vera krist- in. Einnig vil ég leyfa Guði að nota inig til þess að segja öðr- um frá þvf, sem hann hefur gert fyrir mennina.“ Ertu búinn að eiga trúna lengi Ragnar? „Þeir, sem hafa gefizt Guði, geta ekki allir bent á einhvern ákveðinn dag, þegar þeir leyfðu Guði að komast að f lffi sfnu. En ég glcymi aldrei þeim degi, þegar ég gaf Jesú Kristi hjarta mitt. Það munu vera átta ár á þessu ári sfðan sú stund var. Mér finnst þetta vera stuttur tfmi og hef oft spurt sjálfan mig, af hverju ég hefði ekki svarað kalli Jesú strax. Fyrir mér er lff án Jesú tómlegt og einskis virði.“ Sigrún, hvað er Jesús þér? „Jesús er mér meira en bara merkur maður úr mannkyns- sögunni. Hann er frelsari minn. Hann elskaði mig af fyrra bragði og dó f minn stað vegna minna synda. Hann elskar mig eins og ég er, synd- ari, óverðug náð hans. Hann er persónulegur vinur minn, sem ég má leita til f mfnu daglega lífi, bæði f gleði og erfiðleik- um. Hann er fús að fyrirgefa mér mistök mfn og hlusta á mig, hvenær sem er. Jesús er stórkostlegur.“ Á maður trúna alltaf, ef maður hefur einu sinni eignast hana? Hilmar: „Höldum áfram með Ifkinguna um gjöfina. Þegar ég fæ gjafir, finnst mér misjafn- lega til þeirra koma. Sumar eru svo litlar, að mér finnst ég gleyma þeim fljótt. Aðrar eru mér svo dýrmætar, að þær verða alltaf að vera hjá mér. Svipað er um gjöf Guðs. Sum- um þykir mikið til hennar koma, öðrum ekki. Sumir vilja ekki fyrir nokkurn mun missa hana, aðrir skipta sér ekkert af henni. En þó verð ég að nefna, að gjöf Guðs er líf. Trúin er lff. Allt lff þarf viðhald og nær- ingu. Ef Iff byrjar, en fær svo ekki næringu, slokknar það. Sama gildir um trúarlffið." Hvernig útskýrir þú það? „Guðhefurgefið okkur hjájlp, til að trúarlffið fái næringu og þroskist. Hann hefur gefið okkur Biblfuna, sitt orð, til að lesa og heyra, hvað hann vill segja okkur. Þá hefur hann gefið bænina, til þess að við getum talað við hann. Einnig hefur hann gefið okkur altaris- sakramentið og samfélag trú- aðra. Allt er þetta nauðsynlegt til að viðhalda trúarlffinu og þroskast f trúnni. Við getum veitt viðtöku gjöf Guðs, en ef við vanrækjum að nærast, þá getur trúarlffið slokknað, eins og annað lff.“ Hefur lff ykkar breytzt við að verða kristin? Margrét: „Já, svo sannarlega. Áður einkenndist Iff mitt af sffelldri leit eftir hamingju, gleði og friði. Heimurinn hefur upp á margt að bjóða, en hann gat alls ekki veitt mér þetta, sem ég leitaði að. En Jesús Kristur hefur gefið mér þetta og miklu meira. Hann hefur einnig gefið mér markmið til að keppa að f lffinu." Hvað sögðu vinir þfnir Ragnar, þegar þú varst krist- inn? „Athugasemdir vina minna voru ýmislegar. En ég man sérstaklega orð, sem nokkrir vinir mfnir sögðu, þegar ég sagði þeim, að ég væri kristinn: Þú ert glataður, sögðu þeir. Biblfan segir annað. Jesús kom f þennan heim til að gefa okkur eilfft lff f samfélagi við hann og forða okkur þannig frá glötun. Jesús er lffið; f fylgd með honum glatast enginn." Er kristindómurinn eitthvað fyrir fólk f dag? Sigrún: „Já, tvfmælalaust. Margt fólk f dag er leitandi og rótlaust. Það er órólegt og frið- vana. Það vantar það, sem krist- indómurinn einn getur gefið: Frið, frelsi, takmark með lffinu og eilíft lff með Guði.“ Svo mörg voru þau orð. Fróð- legt hefði verið að halda áfram og spyrja þau frekar um trúna, samfélag við aðra, sem eiga sömu trú. En af hverju þau eru alls ófeimin við að segja svo blátt áfram frá þessu? Skýring- in á þvf er sú, að þetta er það dýrmætasta, sem þau eiga, það bezta, og þvf ekki að benda öðr- um á það. Hversu kristið ? 1 skýrslu frá Prestastefnu íslands 1974 eru tölur um skipt- ingu íslendinga milli trúfélaga eða trúarsafnaða. Skráin er miðuð við 1. des. 1973 og kemur í ljós, að langflestir landsmenn tilheyra hinni íslenzku þjóð- kirkju. Margir tala um, að fjöldi manna sé ekki í kirkj- unni og því sé engin nauðsyn á að brölta með alla þessa starf- semi fyrir aðeins fáa aðila. Hér sýnir skýrslan, að yfir 90% þjóðarinnar er í Þjóðkirkjunni og það þætti einhverjum lélegt, ef ekki væri kirkjuleg þjónusta fyrir mikinn meirihluta þjóðar- innar. Þjóðkirkjan 197.436 Frfkirkjan, Reykjavík 6.824 Óháði söfnuðurinn 1.555 Fríkirkjan, Hafnarfirði 1.779 Aðventistar 635 Sjónarhæð, Akureyri 59 Hvítasunnumenn 613 Kaþólskir 1.309 VottarJehóva 251 Bahá’í söfnuðurinn 59 Ásatrúarmenn 58

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.