Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 974 7 MATSEDILL Umsjín: VIKUNNAR HANNA GUTTORMSDÓTTIR Mánudagur Fiskur soðinn f eigin soði (sjá uppskrift), * hrátt salat, * súrmjðlk með bananabitum. Þriðjudagur Kjöt í káli, * mysuostsúpa, (sjá uppskrift). Miðvikudagur Blðmkál með rækjum (sjá uppskrift), ★ Krækiber með sykri og rjðma. Fimmtudagur Steiktur fiskur með steiktum lauk, * gúrku- og tðmatsalat. Föstudagur Lifrarbuff, ★ hrærðar kartöflur, * hrátt salat, * tðmatsúpa með hveitilengjum (spag- hetti). Laugardagur Soðinn fiskur með hömsum, * hrátt salat, * epli eða perur. Sunnudagur Hangikjöt með kartöflujafningi, * rauðkáls- salat, * vanilluepli (sjá uppskrift). Fiskur soðinn í eigin soði 750 g fiskflök, * 1 tsk. salt, * 1/8 tsk. pipar, * safi úr 'A sítrónu, * 2 msk. smjör. Smyrjið eldfast mót með 1 msk. af smjöri. Roðflettið fiskflökin og skerið í sneiðar. Leggið þær í mótið og stráið hvítlaukssalti, salti og pipar yfir. Hellið sítrónusafa yfir. Látið afganginn af smjörinu ofan á flökin. Lokið mótinu með lokinu eða með álpappír. Sjóðið við vægan hita f ofni í 20 mín. Berið réttinn fram í mótinu ásamt soðnum kartöflum. 1 staðinn fyrir sítrónusafa má nota 2 msk af tómatmauki og rifnum osti. Einnig má hræra 'A tsk. af karrý út í 3 msk. af vatni og hella yfir. Mysuostsúpa 1 lítri vatns, * 10 sveskjur, * 20 g sykur, ★ 75 g mysuostur, * 15 g hrísmjöl, 3/4 dl rjómi, * l/4tsk. salt, ★ Sjóðið sveskjurnar og tekið þær upp úr. Skafið mysuostinn og látið hann bráðna í soðinu. Jafnið súpuna. Sjóðið í 10 mín. Sykrið nú súpuna. Þeytið rjómann og hellið súpunni saman við. Leggið sveskjurnar í að síðustu. Blómkál með rækjum 1 meðalstórt blómkál, * 5 stk. tómatar, * 3 msk. smjör eða smjörlíki (brætt), * 1 msk. rifinn ostur, * 80 g rækjur, * salatblöð, * salt, ★ pipar, * Hreinsið blómkálið og sjóðið í 10 mín. Takið það upp úr og látið vatnið renna úr þvf. Smyrjið eldfast mót. Takið blómkálið í sundur og raðið í mótið. Skerið tómatana í báta og raðið þeim kringum blómkálið. Kryddið og hellið helmingnum af smjörinu yfir. Stráið nú ostinum yfir og hellið af- gangnum af smjörinu yfir. Bakið í ofni við 250° hita í 15—20 mín. VANILLUEPLI Búið fyrst til vanillusósu, t.d. þannig: 1/2 1 mjólk, 1 egg, 1 msk. sykur, 10 g kartöflumjöl, vanilla. Aðskiljið eggið. Blandið í pott, mjólk, eggjarauðu, sykri, og kartöflumjöli, og þeytið þangað til suðan kemur upp. Kælið, þeytið og bragðbætið. Þeytið eggjahvftuna og blandið henni saman við rétt áður en nota á sósuna. Undirbúið nú eplin. Reiknið með einu epli á mann. Hreinsið þau og flysjið, og takið úr þeim kjarnhúsið án þess að taka þau í sundur. Setjið eplin f víðan pott með vatni. Látið ekki fljóta yfir þau. í vatníð má gjarnan setja sítrónusafa og sykur til bragðbætis. Sjóðið við vægan hita, þar til þau eru orðin meir, en varist að mauksjóða þau. Færið eplin upp úr og setjið á litla diska eða í skálar. Hrærið saman smáttsöxuðum hnetum og rúsínum og setjið í, þar sem kjarnhúsið var. Einnig má nota súkkulaði og rúsínur. Hellið úr vanillusósunni yfir og skreytið með rifnu súkkulaði og söxuðum rúsínum. Hvernig frystum við grænkál til vetrarins? Grænkál er mjög fjörefnaauðugt. Það inni- heldur mikið af járni c- og a fjörefnum og karótíni (forstig a-fjörefnis). Þvoið græn- kálið vel, og látið renna af því. Takið utan um stilkinn og rennið kálinu af honum. (í stilkn- um er mikið tréni, sem er tormelt, þess vegna er hann ekki soðinn með). Sjóðið kálið í 2—3 mín. eftir grófleika þess. Festið nú plastpoka með teygju framan á hakkavél. Hakkið kálið beint í pokann og lokið fyrir. Setjið annan plastpoka utan yfir og lokið fyrir. Hafið pakkann flatan og frystið hann þannig. Grænkálið má t.d. nota í grænkálsjafning og grænkálsbakstur. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÖATÚN 27. sími 25891. Fasteign til sölu 4ra—5 herb. íbúð við Fálkagötu. Uppl. í síma 861 89 og 22830. Saumaðir Rococo stólar. 1 2 glæsilegar gerð- ir. Einnig alveg nýjar gerðir til að sauma. Hannyrðabúðin, Linnetstig 6. Hafnarf. Simi 51314. Fasteign til sölu Raðhús, hæð og kjallari við Rjúpu- fell. Uppl. i síma 861 89 og 22830. Mynda — og rósa upphengi i grófan ullar- jafa. Mikið úrval af nýjum vörum. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hafnarf. Simi 51314. Fasteign til sölu Einstaklingsíbúð við Nýlendugötu. Uppl. í síma 86189 og 22830. Blái drengurinn Bleika daman, Vinirnir og fleiri úttaldar antikmyndir i stramma, ný komnar. Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hafnarf. Simi 51314. Fasteign til sölu 4ra herb. risíbúð við Grettisgötu. Uppl. í síma 86189 og 22830. íbúð til leigu 4ra herb. ibúð við Safamýri er til leigu. Ibúðin verður leigð til 1. ágúst 1 974. Tilboð merkt: „Reglu- semi — 9584" sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á mánudag 30. sept. Húsráðendur, það erum við sem getum útvegað yður leigutaka eftir eigin vali yður að kostnaðarlausu. Leigumiðstöð- in, Hverfisgötu 40b. Upplýsingar á staðnum og i sima 22926. Til leigu glæsileg 4ra — 5 herb. íbúð í Hafnarfirði. Leigist frá 1. nóv. Uppl. í síma 50578. Volvo 1973 Til sölu Volvo 1 42 de Luxe. Ekinn 34.000 km. Upplýsingar simar: 82202 — 66210. Hestamenn Hey til sölu. Uppl. í síma 84100. Gufuketill Notaður gufuketill óskast. Breiðholt h.f., sími 81 550. ÞÝZKA fyrir byrjendur og- þá sem eru lengra komnir. Talmál, þýðingar. Rússneska fyrir byrjendur. Úlf- ur Friðriksson, Karlagöru 4, kjall- ara, eftir kl. 19. Til sölu Ford Torina 19 71. Vel með farinn. Uppl. i sima 84623. Husgagnakaup Sófasett og borðstofusett óskast keypt. Má vera gamalt, ef vandað. Stór sett æsldlegust. Uppl. i sima 19-18-1. Ráðskona óskast Stúlka óskast til að sjá um heimili fyrir tvo feðga, má hafa barn. Góð húsakynni og þægindi. Upp. i síma 96-81146 og 96- 81222. Óskast keypt Barnavagn, kerra, burðarúm, vagga, leikgrind, bilastóll, þrihjól og fl. nýtilegt fyrir smábarn. Uppl. i sima 23979. Trésmiðir óskast strax. Mikil vinna. Góð verk. Sími 82923. Keflavik Til sölu góð 4ra herb. ibúð á efri hæð við Hringbraut. Stór bilskúr fylgir. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik, simar 1 263 og 2890. íslensk fjölskylda getur fengið leigt einbýlishús i Keflavik frá og með þessum mán- aðarmótum til máiloka 19 75. Upplýsingar í sima 91-71891. Keflavik Til sölu ný og vönduð 4ra herb. ibúð við Mávabraut Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1 263 og 2890. Athugið! 21 árs stúlka óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Talar góða ensku. Tilboð merkt: „Bilpróf 3017" sendist á afgr. blaðsins fyrir 5. okt. Volkswagen '72 til sölu mjög góður. Gott verð. Samkomulag með greiðslu. Simi 1 3460. Til sölu píanó, eldri gerð (danskt). Upplýs- ingar í síma 4081 6. Ung kona óskar eftir atvinnu fyrri hluta dags. Við afgreiðslu, simavörslu eða létt skrifstofustörf. Upplýsingar i sima 71704. Til sölu aftanikerra, burðarþol 1 Vt tonn. Uppl. i síma 37764. Krani til sölu Til sölu er 20 tonna Lorain kranabifreið í góðu lagi. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 96- 41 1 62 eftir kl. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.