Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 SEPTEM — ~74 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON NVR listahópur haslar sér völl í fyrsta skipti í sölum Norræna hússins þessa dagana, raunar má frekar í þessu tilviki tala um nýtt vín á gömlum beig, því aö hér er um að ræða nokkurs konar endur- vakningu Septembersýninganna, sem vöktu mikinn úlfaþyt á sfn- um tíma. Þegar svo September- sýningamar hættu vegna innri ágreinings aðila og þó frekar vegna þess, að ný viðhorf sköpuð- ust við að þeir náðu meirihluta f Félagi íslenzkra myndlistar- manna, sem þeir hafa haldið til skamms tfma, mynduðu þeir alla tfð kjamann kringum haustsýn- ingar félagsins, svo sem öllum er kunnugt er með þessum málum fylgjast. Það er skoðun mín, að ekki sé með öllu tilviljun, að þessir menn sýna nú á svipuðum tfma og Haustsýningin, og að fjarvera þeirra með sín beztu verk veikti haustsýninguna að nokkru, en hvorkí þeir né aðrir geta staðið gegn þróuninni í íslenzkum myndlistarmálum. Sá framsláttur eins þeirra „að FlM ætti kannski fyrst og fremst að vera vettvang- ur hagsmunabaráttu og að þessi sýning þeirra væri rökrétt afleið- ing af þróun og viðhorfi“, er hár- réttur, en sýningin hefði mátt koma á öðrum tíma, þó ekki væri til annars en að forðast óþægileg- ar grunsemdir starfsbræðra og annarra, sem engar hollustuyfir- lýsingar fá ejdt með öllu. Það er langt síðan ég benti á, að smáir sýningarhópar væru æski- legir og ættu fyllsta rétt á sér en að enginn einn einangraður hóp- ur ætti að ráða öllu innan FlM, með þvf að önnur og þroskavæn- legri viðhorf til viðgangs félags- ins ættu að sitja í fyrirrúmi. Þetta hefur og orðið þróunin og fleiri sýningarhópar munu í uppsigl- ingu, og það er skoðun min, að slíkt muni auðga fábreytt mynd- listarlíf höfuðborgarinnar, og gera fólk kröfuharðara og ýta mörgu því til hliðar, sem ekki á erindi í sýningarsali. Tiltrú fólks til samsýninga, þar sem vandlega valið úrval er sýnt, hefur og stóraukizt, það sannar bæði vaxandi sala og aðsókn, sem er mjög í samræmi við viðhorf meðal grannaþjóða okkar. Það er einungis eitt í öllu þessu, sem ber að forðast, einkum með hliðsjón af smæð listamarkaðsins, en það er, að hópsýningar mega ekki rek- ast á haustsýningar né samkeppni hefjast þar á milli, heildarsam- tökunum og jafnframt hverjum einstökum starfandi myndlistar- manni til óþurftar. Að öðru leyti hlýt ég að bjóða hvern þann gild- an listahóp, er fram á sviðið kem- ur, velkominn og óska honum góðs gengis f framtíðinni og þar er Septem-hópurinn sannarlega engin undantekning, og skal nú vikið að sýningu hans. Ég ætla sem minnst að fara aftur í tfmann eða útskýra sögu og þróun Septembersýninganna gömlu, það bíður betri tíma. Hins vegar er ekki úr vegi að skil- greina að nokkru hinn mikla mun, sem er á viðbrögðum fólks gagnvart nýlistum í dag og fyrir rúmum aldarfjórðungi. Skýringin er næsta einföld og felst f því, að við höfum gengið í gegnum aldar- fjórðungs þróun á aljóðlegum vettvangi. íslendingar hafa gert víðreist og fylgzt með þróuninni ytra, sem mark hefur sett á alla menn, og eru þannig hættir að hneykslast á tiltækjum lista- manna, sem frekar vekja forvitni og jafnvel vorkunnsemi og að- dáun f bland, heldur en beina hneykslan. Þetta er hvorttveggja stjrrkur og veikleiki á ferli nútfmalistamannsins. Sláandi dæmi um árangur og afleiðingar einangrunar ásamt vanabundinni hefð má einmitt finna í viðbrögð- um almennings gagnvart fyrstu Septembersýningunum. Hlutir, sem höfðu verið að þróast f Evrópu um áratuga skeið, virk- uðu sem hnefahögg í andlit hinn- ar hefðbundnu listskoðunar og einkum rótgróinnar landslags- dýrkunar hérlendis. Þessi ein- angrun er löngu rofin og eiga margir gildan þátt f því fyrir utan raðir Septembermanna, — almenningur nálgast nýlistir með stórum heilbrigðari hætti enda vinnubrögð listamanna öllu þróaðri. Á hinni fyrstu Septembersýn- ingu mátti greinilega sjá móta fyrir hlutlægum formum, bátum, húsum, fígúrum, dýrum, fiskum, fuglum o.s.frv., en sem sagt kort- lagningu landslagsins á lérefti var gef ið langt nef, sem mjög kom við fínar taugar þjóðarinnar og einkum eldheitra þjóðernissinna í nýstofnuðu lýðveldi. Fólkið átti nú landið allt með húð og hári, og þjóðernisrómantíkin kom fram f ást á landinu og eðlilegri dýrkun bláma fjarlægðanna og útlfna fjallahringsins. Þetta var svo í öllum skilningi með alla hluti og þannig var það ósköp eðlilegt að fólki líkaði t.d. ekki við mynd af konu: „sem var í laginu eins og þríhyrningur, með höfuð eins og illa pumpaður fótbolti og aðra lfkamshluta eftir þvf“... Menn litu sem sagt raunsæjum augum á hlutina í þá daga og öli stílisering taldist til spjalla. Hið huglæga samband við landslagið var fyrst og fremst skáldlegs eðlis og vett- vangur þess hlutlægur f bezta skilningi, hér gengu um álfar og huldufólk, f myrkrinu földust draugar o.s. frv, — skilningurinn á því, að hægt væri að tjá tilfinn- ingar sínar gagnvart umhverfinu skynræns eðlis á algjörlega óhlut- lægan hátt var fólki lokuð bók. Hópurinn „Septem" saman- stendur af 7 málurum og auk þess tekur Sigurjón Ölafsson þátt í sýningunni sem gestur. Allir þessir 8 einstaklingar komu við sögu Septembersýninganna, nema Steinþór Sigurðsson og ætti hann því frekar og rökrétt að vera gesturinn, — en svo virðist sem Sigurjón standi utan hópsins, en Steinþór aftur á móti vera skjal- festur meðlimur. Annars saman- stendur hópurinn auk Steinþórs af þeim, Guðmundu Andrés- dóttur, Jóhannesi Jóhannessyni, Karli Kvaran, Kristjáni Davíðs- syni, Valtý Péturssyni og Þorvaldi Skúlasyni. Auk þessa fólks komu við sögu September- sýninganna Kjartan Guðjónsson, Hjörleifur Sigurðsson og Sverrir Haraldsson. Látnir eru Gunn- laugur Scheving, Nfna Tryggva- dóttirog Snorri Arinbjarnar. Einstaklingamir í hópnum „Septem" eru allir í meginatrið- um löngu hættir að taka beint tillit til hlutbundins forms, en stundum má sjá, að þeir mála sér vel meðvitandi um návist þeirra og af ríkri tilfinningu fyrir náttúrunni. En hér er það mynd- flöturinn, sem er hið afgerandi atriði, hið hreina málverk eða svo sem stefnan nefnist „peinture pura“. Málarar hafa hafa lengi málað eftir þessari grundvallar- stefnu beggja megin Atlantshafs- ins, svo varla telst þetta til nýlista í munni hinna ungu, en við lifum á þeim tímum er ekkert virðist vera né má vera nýtt nema ef einhver alþjóðleg gallerí gefi því grænt Ijós og fjármagnar með auglýsingaskrumi og bókaútgáfu. Ég tel hvert það málverk til ný- listar, sem hefur skapandi orku að baki, öldungis sama í hvaða stíl er málað, og jafnvel ófrumlegir listamenn hafa markað djúp spor í sögu listarinnar. Með slíku við- horfi vil ég nálgast sýninguna „Septem 74“, svo sem allar aðrar sýningar. Það er ferskur og litríkur blær, sem blasir við, er komið er inn f sýningarsalina, heildarsvipurinn fagur og fágaður, og auðséð er, að hér hafa þaulreyndir og útsmogn- ir einstaklingar verið að verki. Sýningunni er þannig í aðal- dráttum vel fyrir komið, en eðli sýningarsalanna leyfir ekki sam- fellda upphengingu einstakra án Straumar eftlr Jóhannes Jóhannesson Vetur eftir Valtý Pétursson Næturbirta eftir Þorvald Skúlason þess að aðrir beri skarðan hlut frá borði varðandi veggrými. Því hefur verið tekið til bragðs að skipta sölunum tveim bróðurlega á milli einstakra, sem vitaskuld er rétt afstaða, en kemur mönnum misjafnlega vel engu að síður. Hér hefðu Kjarvalsstaðir verið stórum hentugari rammi og væri það efni f stórfróðlega sýningu að gera úttekt á þróun og áhrifum Septembersýningarmanna sl. aldarfjórðung í báðum sölum Kjarvalsstaða svo og tengiálmu. Svo vikið sé að sýnendum og þeir teknir í röð eins og þá ber fyrir sé gengið í hring um salina, þá þykir mér mynd Valtýs Péturs- sonar „Vetur“ (1) bera af mynd- um hans hvað samræmingu forma og lita f eina heild áhrærir, aðrar myndir hans geta verið litrænni eða formrænni, en samtenging þessara atriða þykir mér hvergi heillegri. Mynd Guðmundu Andrésdóttur „Kvöld" (10) finnst mér einnig bera af mynd- um hennar hvað lit- og formræna fyllingu áhrærir, en hinar stærri myndir hennar eru undarlega lausar í sér og ekki sannfærandi að þessu sinni. Jóhannes Jóhannesson er traustur málari, sem virðist yfirvega hvert form og hvern lit í myndum sfnum, gerir það af tilfinningu og kann þá list að binda mörg f orm saman í létta en þó hnitmiðaða heild. Miðað við fjölda mynda hans þyk- ir mér hann jafnbeztur á sýning- unni. Steinþór Sigurðsson kemur hér aftur fram eftir nokkurt hlé og þykir mér hann ná beztum tökum f mynd sinni „Ferskeytla" (33), sem er í senn hnitmiðuð f l yggingu og sterk og látlaus í lit, — hér er enginn hávaði í lit og formi heldur maleriskur og ljóð- rænn þokki. Karl Kvaran er sterkur og magnaður í lit og formi f myndum sínum, einkum f mynd- unum „Snerting" (38) og „Stöðlun" (39), en hin þriðja mynd hans „Sumarást“ (40) erall ólík hinum og truflar, þótt hún geti verið jafngóð fyrir því, svip- lfkar myndir eru löngu orðnar klassfskar ytra í höndum annarra málara. Kristján Davíðsson fer á kostum í myndum sínum og er erfitt að fylgja honum eftir, mynd hans „Kommóða" nr. 46 tengir þó gamalt og nýtt hjá þessum málara á mjög skemmtilegan hátt. Einna samstæðastur er hann f mynd- unum „Fundarmenn I—111“ (51- 53). Þorvaldur Skúlason er mis- jafn í myndum sínum, en mér er þó spurn hvort sýningin rísi ekki einna hæst í myndum hans svo sem „Haustblær" (58) og þá ekki síður „Næturbirta" (61), en báðar eru kröftuglega málaðar og mettaðar artístfskri fegurð. Gesturinn, Sigurjón Ólafsson, sýnir bæði eldri og nýrri myndir og setja þær skemmtilegan og hlý- legan blæ á umhverfið og stað- festa enn einu sinni frjósemi þessa ágæta listamanns. Styrkur þessarar sýningar er sem sagt heildarsvipurinn, sem kemur af sameiginlegum stefnu- mörkum málaranna, þótt ólíkir séu innbyrðis. Hér er engin bylt- ing á ferð, sýningin hneykslar óefað fáa, en hrifur þeim mun fleiri, svo sem ágæt sala verka og aðsókn sýnir, sem er næsta eins- dæmi um slíkar samsýningar. Myndlistarmennirnir geta þó óhræddir haldið áfram að erja sinn akur og þjóna sannfæringu sinni, þvf að sem gild myndlistar- verk eru verkin á sýningunni að flestu leyti fremri myndunum á Septembersýningunum, og er það ekki aðalatriðið, þótt engan hávaða veki þau í dag? ... Það er ágætt, að September- sýningarmenn, að hluta, vilji halda félagsskap og sýna saman, en það er ekki hægt að endur- vekja Septembersýningarnar f bókstaflegu formi, og ekki heldur hægt að vekja upp hin fornu, þröngsýnu viðhorf, sem eru týnd og tröllum gefin, slíkt væri að vekja upp blakkan draug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.