Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 23 Kjafti og klóm beitt á þinginu Róm 26. september—Reuter ÞINGMENN kommúnista og ný- fasista börðust með kjafti og klóm I bókstaflegri merkingu á ítalska þinginu í kvöld. Voru veitt kjafts- högg, menn bitnir og stólum og blekbyttum úr silfri var kastað í andstæðingana. Slagsmálin brut- ust út eftir að tveir þingmenn, einn úr hvorum flokki —, höfðu skipzt á svfvirðingum í umræðum um það, hvort svipta bæri einn af þingmönnum nýfasista þinghelgi til þess að unnt yrði að sækja hann til saka fyrir þátttöku í óeirðum. Einn af þingmönnum kommúnista varð að láta sauma nokkur spor í vörina eftir átökin, og var talið, að hann hefði verið bitinn. Þá meiddust ýmsir fleiri af völdum högga og stólakasts. Lögreglan heldur heimboð LÖGREGLAN f Reykjavfk bauð f fyrrakvöldi ungu fólki, sem var að aka um f miðborginni f heim- sókn á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Komu um 80 ung- menni til þessa heimboðs um 11 leytið. Ræddi lögreglan við gestina um vandamál umferðarinnar í borg- inni og sýnd var umferðarkvik- mynd. Til samkomu þessarar var boðað á þann hátt, að ökumenn- irnir voru stöðvaðir af lögreglu- mönnum, en unga fólkinu, sem Framhald á bls. 46 Samband ungra framsóknarmanna: Nýir menn í stað Möðruvallamanna Ný þjóðmál, málgagn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, Möðruvallahreyfingarinnar og samtaka jafnaðarmanna, skýrði frá þvf fyrir skömmu, að flestir stjórnarmenn f Sambandi ungra framsóknarmanna hefðu nú sagt skilið við þau samtök. Jafnframt hefur dagblaðið Tfminn greint Messa Bústaðakirkja. Guðþjónusta kl. 2 sfðd. Séra Ölaf ur Skúlason. Stúlku saknað TVÍTUGRAR stúlku, Guðrúnar önnu Guðmundsdóttur, var sakn- að f fyrrakvöld f Vfk f Mýrdal, en þá varð sfðast vart við hana milli kl. 21 og 22. Björgunarsveitin Vfkverjar og f jölmargir einstakl- ingar hófu þá þegar leit að stúlk- unni, en leit hafði ekki borið árangur þegar blaðið fór f prent- un f gær. Lfzt var eftir Guðrúnu önnu f útvarpinu í gær. Hún er hávaxin, grönn og Ijóshærð, klædd flauelisbuxum dökkbrún- um og grænni kuldaúlpu. Ilún hafði verið veðurteppt f Vfk f tvo daga á leið sinni að Hrffunesi f Skaftártungum, þar sem hún hefur verið ráðskona. frá þvf, að kjörnir hafi verið nýir menn f stjórn Sambands ungra framsóknarmanna f stað þeirra, sem sagt hafa af sér störfum. Egg- ert Jóhannesson hefur nú tekið við formennsku f S.U.F. Elfas Snæland Jónsson, sem kjörinn var formaður sambandsins á sfð- asta þingi þess, er einn þeirra, sem nú hafa sagt skilið við flokk- inn. Ný þjóðmál segja svo frá, að nokkrir stjórnarmenn f S.U.F. hafi fyrir nokkru sagt sig úr Framsóknarflokknum og fyrir skömmu hafi 10 stjórnarmenn sagt af sér öllum trúnaðarstörfum með yfirlýsingu. Að þessari yfir- lýsingu stóðu að sögn blaðsins: Elfas Snæland Jónsson, Bragi Guðbrandsson, Ólafur Ragnar Grfmsson, Atli Freyr Guðmunds- son, Jóhann Antonsson, Guðmundur W. Stefánsson, Frið- geir Björnsson, Snorri Björn Sigurðsson, Sveinn Herjólfsson og Baldur Óskarsson. I ályktun miðstjórnarfundar S.UJ". segir m.a.: „Miðstjórnar- fundurinn harmar, að samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks — höfuðandstæðinga í íslenskum stjórnmálum — reynd- ist eini kosturinn til myndunar starfhæfrar þingræðisstjórnar, en hins vegar lýsir fundurinn ánægju sinni með ábyrga afstöðu Framsóknarflokksins við myndun þingræðisstjórnar og treystir því, að hann geti haldið áfram því uppbyggingarstarfi um land allt, sem hann hóf í vinstri stjórn. Miðstjórnarfundurinn leggur sérstaka áherslu á stefnu Fram- sóknarflokksins um það, að bandariska herliðið hverfi brott af landinu hið fyrsta, og þegar verði hafist handa um að fækka hermönnum f þeim störfum, sem íslendingar geta af hendi leyst.“ Ungir sjálfstæðismenn á Vesturlandi: Gatnagerð í þéttbýli brýnasta verkefnið KJÖRDÆMISÞING ungra sjálf- stæðismanna á Vesturlandi var haldið á Akranesi sunnudaginn 22. september sl. Fulltrúar ungra sjálfstæðismanna frá öllum byggðarlögum kjördæmisins sóttu þingið. Arni Emilsson, sveitarstjóri f Grundarfirði, var endurkjörinn formaður samtak- anna. A þinginu var fjallað um samgöngumál á Vesturlandi, gatnagerð f þéttbýli, byggða- málefni og kjördæmamálið. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, vara- formaður S.U.S., og Jón Arnason, alþm., fluttu ávörp á þinginu. I stjórn samtakanna voru kjörin auk Árna Emilssonar: Gunn- laugur Árnason, Varmalandi, Gunnleifur Kjartansson, Stykkis- hólmi, Eyjólfur T. Geirsson, Borgarnesi, Heimir Lárusson, Búðardal, Inga Jóna Þórðardóttir, Akranesi, og Ófeigur Gestsson, Hvanneyri. Þingið samþykkti m.a. eftir- farandi ályktanir: Gatnagerð f þéttbýli er brýnasta og veigamesta verkefni, sem framundan er hjá sveitarfélögun- um á Vesturlandi með tilliti til þess, að í þessum efnum er Vesturland mjög skammt á veg komið. Ennfremur er nauðsynlegt vegna aukinna krafna um hollustuhætti og hreinlæti að flýta mjög varanlegri gatnagerð, og ekki sízt til þess að fegra um- hverfi þess fólks, sem býr úti f dreifbýlinu, til jafns við það, sem bezt gerist á stór Reykjavíkur- svæðinu. Þingið beinir því til Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi, að þegar verði gerð samræmd reglu- gerð um gatnagerðargjöld í öllum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi, sem miði að því að gera hlut íbú- anna sjálfra verulegan i upp- byggingu sinna eigin gatna. Með auknum tekjum Byggða- sjóðs er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að hann fjármagni gatnagerð með löngum lánum. I þessu sambandi er einnig nauðsynlegt, að Byggða- sjóður brúi hinn mikla kostnaðar- auka, sem leiðir af stórauknum gatnagerðargjöldum með því að kaupa skammtíma skuldabréf, sem nemi 80% gatnagerðar- gjalda. Efla ber þéttbýlisvegasjóð, sem renni óskiptur til gatnagerða í þéttbýli, en fjármögnun hrað- brauta verði haldið fyrir utan hlutverk sjóðsins, þannig að fjár- magninu verði veitt á þá staði þar sem þörfin er brýnust, en höfða- talareglan verði ekki látin gilda. Þeir pokuðu busana f busavfgslunni f Menntaskóla Kópavogs á föstudaginn var. Athöfnin hófst klukkan fimm og stóð drjúgan tfma sem vænta mátti. Arni Emilsson. Rafmagnslaus sjónvarpssendir á Húsavíkurfjalli MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá bæjarstjórn Hjúsavfkur: Sumarið 1971 var ákveðið að byggja á Húsavíkurfjalli endur- varpsstöð fyrir útsendingu sjón- varps. Var áformað að koma stöð- inni upp haustið 1971 og vegur lagður upp á fjallið samsumars í því augnamiði. Ekkert varð af framkvæmdum 1971 og ekki heldur árið 1972. Ástæðan var talin erfiðleikar á að fá iðnaðarmenn til að vinna verkið með þeim skilyrðum, er fylgdu. Sumarið 1973 var hús fyrir endurvarpsstöðina loksins reist og sama sumarið var sendimastrið tilbúið til uppsetningar. Það var þó ekki sett upp fyrr en snemma sumarið 1974, þar sem fyrirsjáanlegt var, að raflögn kæmi ekki upp á fjallið á árinu 1973. Enn hefur endurvarpsstöð sjón- varpsins á Húsavíkurfjalli ekki verið tekin í notkun. Ástæðan er sú, að enn er eftir að leggja raf- strenginn upp á fjallið. Sjón- varpsskilyrði á Húsavík eru léleg og binda Húsvíkingar miklar vonir við tilkomu nýja sendisins. Hitt er ekki síður alvarlegt, að nágrannar okkar, Tjörnesingar og Grimseyingar, hafa ekki til þessa getað horft á sjónvarp, en endur- varpsstöðinni á Húsavíkurf jalli er ætlað að bæta þar um. Bæjarstjórn Húsavíkur vftir harðlega þann seinagang, sem ríkt hefur við þessa framkvæmd, og þó sérstaklega þátt Rafmagns- veitna ríkisins. Að lokum bendir Bæjarstjórn Húsavíkur á, að enn hefur ekki verið bætt úr truflunum Húsa- víkurradíós á útsendingu endur- varpsstöðvar á Húsavfk, sem oi't á tíðum yfirgnæfa útsendingu út- varpsefnis. Skorar Bæjarstjórn Húsavíkur á alþingismenn kjördæmisins, að hlutast til um, að úr þessum mál- um verði bætt án tafar. Æ hátíð á Iiðnu vori f Þjóðleikhús- inu. Sýningar urðu alls 7 og var nær uppselt á þær allar. Þrymskviða hlaut mjög góða dóma hjá öllum, sem sáu hana. Margir töldu, að frumflutningur þessarar nýju óperu Jóns væri merkur listaviðburður. Nú hefur verið ákveðið að hefja aftur sýningar á óperunni og verður fyrsta sýningin n.k. mið- vikudag þann 2. október. Aðeins verður hægt að hafa fimm sýn- ingar á óperunni að þessu sinni. Aðalhlutverkin eru sungin af Guðmundi Jónssyni, Guðrúnu Á. Sfmonar, Magnúsi Jónssyni, Jóni Sigurbjörnssyni, Ölafi Jónssyni og Rut Magnússon. Myndin er af Guðmundi Jónssyni f hlutverki sínu. Þrymskviða aftur á fjalirnar Eins og kunnugt er, var hin nýja ópera Jóns Ásgeirssonar, Þrymskviða, frumsýnd á lista- Leiðrétting Akureyri 28. sept. PRENTVILLA slæddist inn í við- tal við Sigmund Björnsson í blað- inu í gær, en hann er eigandi hússins, sem sprakk í loft upp á Akureyri. Þar stóð „Lífsþrek manns er að nokkru f rúst lfka,“ átti að standa lifsstrit f stað lífs- þreks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.