Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 Eftir Lars Hamberg þegar svokölluð alþýðufylkingarstjórn fór með völdin 1966—71. Stuðnings- menn Sinisalos segja, að borgaraflokk- arnir hafi hagnazt á þessari samvinnu og þeir leyfa kommúnistaflokknum ekki að taka þátt i nýrri ríkisstjórn Flokksforinginn Aarne Saarinen sagði hins vegar í febrúar, að hann gæti vel hugsað sér að taka þátt í nýrri alþýðu- fylkingu með Miðflokknum. Sinisalo og Saarinen voru báðir í Moskvu í febrúar, og seint í apríl sögðu blöðin HUGTAKIÐ „Finnlandisering" er notað i Evrópu til að lýsa álika nánu sam- bandi í stjórnum og efnahagsmálum rikja og er milli Finna og Rússa. Finnar kjósa fremur að kalla þetta „K-línuna" eftir Kekkonen forseta, sem hefur tekið þann kostinn að halda uppi góðri ná- grannasambúð við stóra bróður í austri, byggðri á gagnkvæmu trausti. Aðalatriði K-linunnar er að draga úr spennu og Kekkonen hefur í rikari mæli en flestir aðrir stjórnmálamenn einbeitt kröftum sinum að því marki. Þegar Kekkonen bregður sér á hverju vori til Lapplands i leyfi, býður hann gjarnan með sér menningarfröm- uðinum og Miðflokksmanninum Jouko Tyyri í Skíðaferð Tyyri hefur sagt, að hann þekki engan annan mann, sem hafi eins róttæka lífsskoðun og Kekk- onen. Að ýmsu leyti hefur þessi rót- tækni hafið sig yfir flokkamörk, og hún miðar að því að þjóna þvi, sem er landi og þjóð fyrir beztu. Þau öfl, sem ráða dýpst i þjóðarsál Finna, eru oft full af hatri, og það hefur aldrei verið auðvelt að halda jafnvægi milli þeirra. En Kekkonens verður fyrst og fremst minnzt fyrir leiðsögn hans í utanrikismálum. Skilin milli hægri og vinstri hafa aukizt i Finnlandi á síðari árum eins og í mörgum öðrum löndum. Kommún- istaflokkurinn í Finnlandi var samstæð heild fram að innrásinni i Tékkósló- vakiu 1 968, að minnsta kosti á ytra borðinu. En foringi kommúnistaflokks- ins, Aarne Saarinen, gagnrýndi ihlutun Rússa harðlega og mörgum kom á óvart, hvað hann tók djúpt i árinni. En hann verður að þola gagnrýni flestra róttækra ungra menntamanna og þeir hafa flestir gengið til liðs við vinstra arm flokksins, sem er undir forystu „stalinistans" Taisto Sinisalo. Klofning- ur kommúnista hefur leitt til þess, að stuðningsmenn Sinisalos saka Saar- inen og þá kllku marxista og leninista, sem fylgja honum að málum, um end- urskoðunarstefnu og jafnvel maoisma Andstæðurnar I finnskum stjórnmál- um jukust einnig mjög mikið I lok síðasta áratugar þegar Veikko Venna- mo stofnaði nýja „alþýðufylkingu", sem var ákaflega andsnúin vinstriöfl- um, þótt hann sæktist eftir stuðningi þeirra, sem minnst mega sín i samfé- laginu. Flokkur Vennamos komst til áhrifa llkt og flokkar Glistrups i Dan- mörku og Anders langes i Noregi með árásum á óráðsíu ríkisvaldsins — en á þeim er sá munur, að Glistrup og Lange vilja draga úr útgjöldum rikisins, en flokkur Vennamos hefur lagt um- bótatillögur, sem munu kosta tvöfalt meira en núverandi niðurstöðutölur fjárlaga. En flokkur Vennamos hefur klofnað eins og Vinstri flokkurinn í Noregi, og óþarft er að taka mark á honum lengur. I fyrrahaust skaut nýr flokkur upp kollinum — flokkur „stjórnarskrár- sinna", sem stendur lengst til hægri Hann er undir forystu afar hægrisinn- aðs þingmanns, Georg C. Ehnrott, sem er mjög handgenginn bankastjórum og iðjuhöldum. Næstum því um leið og flokkurinn var skráður (til þess þarf 5000 undirskriftir), lýsti Karjalainen utanrikisráðherra þvl yfir, að í finnsku samfélagi væru til staðar hægri öfl, sem græfu undan starfinu að þvi að efla og auka góða nágrannasambúð. Til vonar og vara tók hann fram, að „I vinstriflokkunum fyrirfyndust einnig svipuð öfl." Kommúnistar áttu sæti I ríkisstjórn. Aaarne Saarinen, foringi kommúnista Kekkonen á tundi ■ Kreml meö Brezhnev, Kosygin og Podgorny frá því, að aðalhugmyndafræðingur Rússa, Mihail Suslov, hefði bannað finnskum kommúnistum að taka þátt í stjórnarsamstarfi. Flokksmálgagn Sini- salos nánast bergmálaði þetta bann og réðst harkalega á samstarfs- og sátta- stefnu flokksins og bar flokksmönnum á brýn, að þeir væru hliðhollir Mao og svikarar við „byltingarlega stefnu". Árið 1969 lýstu finnskir kommúnist- ar því yfir, að þeir kepptu að „friðsam- legri aðlögun að sósíalisma", en nú hefur ástandið breytzt það mikið, að sjálfur Aarne Saarinen verður að gefa yfirlýsingar eins og þessa: „Þegar sturid byltingarinnar rennur upp, þýðir ekkert að rannsaka, hvað stendur I stefnuskrá flokksins." Nýkomin er út mjög athyglisverð bók (því miður að- eins á finnsku), „Kommúnistar; bræður sin á milli" eftir Taisto Saarinen, sem er dulnefni, þótt talið sé, að á bak við það feli sig tveir helztu foringjar komm- únista. Taisto Sinisalo og Aarne Aaarinen. Þetta baksvið er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar ástand finnskra stjórri- mála er skoðað Tillögur hafa verið gerðar um að skerða völd forsetans (þau eru meiri en flestra annarra for- seta). Nefnd skipuð af rlkinu hefur skilað áliti Hún er skipuð 15 mönn- um, þar á meðal Sinisalo, Ehnrott, Matti, syni Kekkonens, Vennamo og Antero Jyranki — kunnur fyrir hinn svokallaða Savidovo-leka til dagblaða, sem hann bar ábygð á sem einkaritari Kekkonens, kostaði hann stöðuna og varð til þess, að hann var dæmdur i fjársekt. Nefndin var ekki á einu máli, en atkvæði féllu þannig: Lagt var til seggur að eðlisfari — og góður vinur forsetans. Þannig var ástandið, þegar Karja- lainen lýsti því yfir í febrúar, að „átt hefðu sér stað ýmsar tilraunir til þess að nota slðustu viðskiptasamninga til þess að reka áróður gegn Rússum." Foringi stjórnarskrársinna (öfgamanna til hægri), Ehnrooth, hefur sagt, að „ritskoðunaraðgerðirnar að undan- förnu sýni, að stjórnarskrárréttindum I Finnlandi sé ógnað." Þessu skylt er ákvörðun forlagsins, sem átti að gefa út „Eyjaklasann Gulag" eftir Solzhenit- syn á finnsku en hætti við það „sjálf- viljugt" af pólitiskum áðstæðum. Bókin var í staðinn prentuð á finnsku i Svíþjóð — og siðan hefur hún verið flutt inn til Finnlands frá Svíþjóð! Stjórnin hefur opinberlega neitað því, að Rússar hafi beitt þrýstingi í þessu máli. Hlutlaus skoðun á ástandinu i Finn- landi gæti hæglega leitt til þeirrar niðurstöðu, að meðan Finnar kaupi vörur af Rússum við hæsta verði (þvi fer fjarri, að það sé aðeins olia!) og meðan Finnar haldi áfram að framleiða varning, sem Rússar kaupi sanngjörnu verði, sé það sovézkum stjórnvöldum kappsmál að halda óbreyttu þvi ástandi, sem nú rlkir, En ef „Finn- landiseringin" verður hert hefur hún í för með sér aukna andstöðu frá hægri og þar með hættu á þvi, að hjól iðnað- arins stöðvist — bæði án og vegna kommúnistabyltingar Afleiðing slikrar byltingar gæti hæglega orðið óvirk, en kröftug andspyrnuhreyfing, og Rússar misstu spón úr aski sinum. demokrata og Miðflokksins, sem nýtur stuðnings frjálslyndra og sænskumæl- andi þingmanna, hefur setið óvenju- lengi að völdum, en hefur oft átt við innbyrðis erfiðleika að striða, ekki sízt þegar nauðsynlegt hefur þótt að gæta jafnvægis milli launabóta landbúnaðar- verkamanna og rikisstyrkja til verndar atvinnuvegi, sem býr oft við erfið skil- yrði. Finnar "fengu ekki" að taka þátt í Nordek og meðal annars þess vegna sprakk sú samvjnna. Finnum gekk mjög erfiðlega að semja um aukaaðild að efnahagsbandalaginu, og Kekkonen forseti fór sjálfur oft tilMoskvu, áður en málið komst I höfn, og Finnar urðu að binda sig til langs tima um vöruverzlun við austantjaldstöndin. Kommúnistar reyndu I lengstu lög að eyðileggja samningana við EBE, einnig með ferðalögum í austurveg Slðan dundi yfir oliukreppa. Jerkko Laine viðskiptaráðherra og Karjalainen utanrlkisráðherra stigu fram og lýstu því hvað ástandið í Finnlandi væri frábært vegna olíusamninganna við austantjaldslöndin, jarðgasleiðslanna frá Svoétríkjunum og kjarnorkuvers, sem Finnar eru að reisa með aðstoð Rússa og undir eftirliti þeirra en það var forsenda þess, að Finnar gætu keypt úranium af Rússum. En olíuverð- ið varð fljótlega mikið ágreiningsefni. Rússar gerðu sér litið fyrir og gerðu samning við Finna, þar sem þeir skuld- bundu sig til að kaupa sovézka olíu við sama verði og er skráð í Rotterdam. Þetta þýðir við ríkjandi aðstæður — eins og allir forystumenn iðnaðarins i Finnlandi halda fram — að Finnar verða að greiða um að bil 20% meira fyrir oliuna en önnur vestræn ríki. Ýmsar iðngreinar hafa stofnað eigin fyrirtæki til þess að flytja inn „frjálsa" olíu, en fyrirtækið hefur ekki fengið innflutningsleyfi. Seljendur eru á hverju strái. Forstjóri finnska ríkisoliu- félagsins, Uolevi Raadi, er einræðis- með tiu atkvæðum gegn fimm, að afnema frestandi neitunarvald forseta (sem hann notar oft), með n'u atkvæð- um gegn sex að draga úr áhrifum forsetans á utanríkisstefnuna, með níu atkvæðum gegn sex, að forsetinn skuli ekki vera yfirmaður heraflans, með 1 3 atkvæðum gegn tveimur, að hann geti aðeins setið tvö kjörtimabil í mesta lagi og með tólf atkvæðum gegn þremur, að þingið tilnefni forsætisráðherraefni, en ekki forseti. Núverandi samsteypustjórn sósíal- Georg C. Ehnrooth, foringi stjórnar- skrársinna Karjalainen [ heimsókn hjð utanrfkisviðskiptaráðherra Rússa, N. Patolichev. Um hana er barizt í Finnlandi Finnlandisering færist í aukana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.