Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 33 u rótum og tel að í þessu efni, sem öðrum. geri Solzhenitsyn of mikið úr þýðihgu hugmyndafræðinnar. Kínverskir leiðtogar virðast vera sízt minni kreddumenn en sovézk- ir starfsbræður þeirra. Mig langar nú til þess að taka hina jákvæðu áætlun Solzhenit- syns til athugunar, en hún miðar að því að komast hjá styrjöld við Kína, að varðveizlu umhverfisins, landsins og þjóðarinnar. Ég mun draga tillögur hans saman í eftir- farandi atriði (og auðvitað þarf ekki að taka fram, að ég ber einn ábyrgð á samantektinni og niður- röðun atriðanna). Aætlun og tillögur Solzhenitsyns 1. Að hætt verði stuðningi við marxismann sem skylduhug- myndafræði („aðskilnaður marxismans og ríkisins"). 2. Að við hættum að styðja bylt- ingarmenn, þjóðernissinna og flokksmenn í öðrum löndum, en einbeitum okkur að lausn innan- landsmála. 3. Sagt verði skilið við hug- myndina um mjög náið samstarf við rfki Austur-Evrópu og hætt að þvinga þjóðirnar sem sovézku lýð- veldin. 4. Landbúnaðurinn verði endurskipulagður og uppbygging pólsks landbúnaðar höfð að fyrir- mynd. (Mfn hugmynd). 5. Norðausturhéruðin verði byggð upp á grundvelli nýtfzku tækni, þar sem ekki verði ein- beint á „framfarir", þar verði engar stórar verksmiðjur, en hins vegar lagt kapp á varðveizlu um- hverfisins, kyrrð, óspillt land o.s. frv. Solzhenitsyn hefur auðsjáan- lega í huga að norðausturhéruðin verði byggð upp af kommúnum sjálfboðaliða. Hann virðist skoða þessa framtíðarlandnema sem þjóðernissinna, sem hafi hrifist af hugmyndum trúar og þjóðernis- hyggju. Hann vill einmitt veita þeim hinar frelsuðu auðlindir ríkisins og leyfa þeim að njóta árangursins af vísindarannsókn- um. Þeir eiga að fá að njóta ávaxt- anna af starfi sínu rfkulega. En norðausturhéruðin eiga einnig að verða útvörður gegn Kína og nokkurskonar griðland (hann kallar það „reservoir") sovézku þjóðarinnar. Þau eiga að verða höfuðauðsuppspretta alls lands- ins. 6. Að hætt verði sölu á þjóð- legum auðlindum, jarðgasi, timbri o.s.frv. Við eigum að taka upp einangrunarstefnu í efna- hagsmálum sem nokkurskonar viðurkenningu fyrir einangrunar- stefnu í hernaðar-, stjórn-, og hug- myndafræðilegu tilliti. 7. Afvopnun að svo miklu leyti sem hún er möguleg vegna kfn- versku hættunnar. 8. Lýðfrelsi, umburðarlyndi og frelsun pólitískra fanga. 9. Efla þarf fjölskyldutengsl, bæta menntun og veita frelsi til trúarlegrar menntunar. 10. Varðveita skal Kommúnista- flokkinn, en endurvekja verka- mannaráðin til sín upphaflega hlutverks. Grundvallaratriðin f stjórnkerfinu má varðveita, en einnig þarf að efla lög og reglu í landinu og auka hugsanafrelsið. Og svör mín.... Áætlun Solzhenitsyns er árangur djúprar íhugunar, — f henni setur hann fram hugsana- kerfi, sem hann trúir einlæglega á. Engu að síður finn ég mig knú- inn til þess að lýsa yfir því, að ég hef margt við hana að athuga. Auðvitað verð ég að samþykkja tillögurnar, sem koma fram í 2., 3., og 4. grein. Öviljandi lagði ég áherzlu á 3. grein í framsetningu minni, en sú grein finnst mér afar mikilvæg frá bæði siðferðilegu og pólitísku sjónarmiði séð. (I bréfi Solzhenitsyns var þessi kenning aðeins sett fram í neðanmáls- grein). Fyrsta grein, þar sem farið er fram á, að rfkið hætti stuðningi sínum við marxismann, er óhrekjanleg, en ég hef þegar tekið fram, að mönnum hættir til þess að mikla fyrir sér hlutverk hugmyndafræðinnar í daglegu lffi í Sovétríkjunum. Um greinar 7, 8 og 9 má einnig deila, þótt þetta sé ekki í fyrsta skipti, sem þær koma fram í lýð- ræðislegum skjölum. Endurtekn- ing þeirra í bréfi hins fræga rit- höfundar er þó mjög þörf, og þær eru mjög vel framsettar. Solzhenitsyn réttlætir 10. grein með því að segja, að kannski hafi þjóð vor enn ekki þroskast nægi- lega til þess að valda lýðræði og að einveldið hafi ekki verið svo slæmt, þegar því fylgdi virðing fyrir lögunum og rétttrúnaðinum. Meðan það kerfi var við lýði, hafi Rússar varðveitt þjóðarheilsu sína. Þetta get ég ekki samþykkt. Ég álít lýðræðið eina mögulega stjórnarformið fyrir þjóðir heims- ins. Þjóns- og þrælslundin, sem ríkti í Rússlandi um aldir, sam- fara fyrirlitningu á öðrum þjóð- um, öðrum kynþáttum og öðrum trúarbrögðum, var að mínum dómi mesta óhamingja okkar. Lýðræðið eitt getur þroskað þjóðarlund, sem gerir okkur að gjaldgengum þegnum í heimi, sem sífellt verður flóknari. Auð- vitað búum við í nokkurskonar vftahring, sem ekki er hægt að losna úr á skömmum tíma, en ég fæ ekki séð, hvers vegna við ætt- um ekki að geta það. Saga Rúss- lands greinir frá mörgum spor- um, sem stigin voru í lýðræðisátt, hið fyrsta hófst með endurbótum Alexanders II. Ég get ekki fallizt á þau rök ýmissa Vesturlanda- manna, sem álíta, að framkvæmd sósíalismans hafi mistekizt í Sovétríkjunum vegna þess, að við eigum enga lýðræðishefð. Greinar 5 og 6 eru miklvæg- astar í allri áætlun Solzhenitsyns og þarfnast nákvæmari rann- sókna. I fyrsta lagi er ég mótfall- inn öllum tilraunum til þess að verja land okkar hinum svo- nefndu illu áhrifum úr vestri, — að verjast verzlun og því, sem kallað er „skipti á fólki og hug- myndurn". Eina einangrunar- stefnan, sem eitthvert vit er f, er sú, að við hættum að troða hinum frelsandi sósíalísku kenningum okkar upp á annað fólk, að við hættum öllum stuðningi, opin- berum og óopinberum, við bylt- ingaröflin í öðrum löndum, að við hættum útflutningi morðvopna. Er hin mikla uppbygging norð- austurhéraðanna möguleg í dag, þegar litið er til hins litla íbúa- fjölda, hins erfiða lofslags og veg- leysunnar? Getum við unnið þetta verk með því að nota eingöngu okkar eigin tækni og auðlindir, sem þegar eru nýttar til hins ítr- asta? Ég er sannfærður um hið gagnstæða. Þess vegna höfum við engin efni á að stinga höfðinu í sandinn og hafna tilboðum um alþjóðlega samvinnu frá Banda- ríkjamönnum, Vestur-Þjóðverj- um, Japönum, Frökkum, Itölum, Bretum, Indverjum, Kínverjum og öðrum, sem hafa boðið fram aðstoð sína, innflutning tækja, fjármagns, tækniþekkingar og verkamanna. Gagnstætt Solzhenitsyn er ég sannfærður um, að engin mikil- væg vandamál er mögulegt að leysa án utanaðkomandi aðstoðar. Sérstaklega verður að taka fram, að afvopnun, sem er frumskilyrði þess, að dregið verði úr styrjaldarhættunni, er aðeins hægt að framkvæma, ef samstaða og gagnkvæmt traust rfkir á milli stórveldanna. Hið sama gildir um að taka í þjónustu okkar tækni, sem er óskaðleg umhverfinu, sem óneitanlega hlýtur að kosta meira en sú tækni, sem við styðjumst við í dag; takmörkun barneigna er háð sömu skilyrðum, og sama verður að segja um takmörkun á útþenslu iðnaðar. Öll þessi mál eru flókin vegna alþjóðlegrar samkeppni og einstaklings- hyggju. Vísinda- og tæknileg vandamál okkar tíma verða ekki leyst Aema á grundvelli alþjóðlegrar sam- vinnu, og má þar nefna til dæmis framleiðslu kjarnorku, nýja land- búnaðartækni, framleiðslu gervi- efna, sem koma eiga í stað eggja- hvítuefna, byggingarvandamál borga, skipulagningu nýrrar iðn- tækni, sem sé skaðlaus umhverf- inu, yfirráð yfir himingeimnum, baráttuna gegn krabbameini svo nokkuð sé nefnt. Þessi störf munu kosta billjónir dollara og eru hverju einstöku ríki um megn. Við getum ekki búið við efna- hagslega og vísindalega ein- angrun, utan heimsverzlunar- innar, þar með talin verzlun með hráefni, og án afskipta af fram- förum. Samkomulag við Vestur- lönd verður í upphafi að einkenn- ast af samruna og því verður að fylgja breyting í lýðræðisátt í Sovétríkjunum, sem bæði hlýtur að mótast af okkar eigin frum- kvæði og af þvf, að aðrar þjóðir beiti okkur stjórnmálalegum og efnahagslegum þrýstingi. Mjög þýðingarmikið er, að vandamál þeirra, sem vilja flytjast frá Sovétrfkjunum, verði leyst. Þetta á við um allar þjóóir: Rússa, Gyð- inga, Þjóðverja, Ukraínumenn, Litháa, Tyrki og Armeníumenn. Þegar þetta vandamál hefur verið leyst, mun reynast ómögulegt að viðhalda öðrum andlýðræðis- legum stofnunum í landinu. Þá verður einnig nauðsynlegt að bæta lífskjörin svo, að þau verði hin sömu og á Vesturlöndum og þá munu verða frjáls skipti á fólki og hugmyndum. Að endurskipuleggja iðnaðinn í smáeiningar eftir kommúnum er flóknara vandamál. Solzhenitsyn og hans líkar ýkja mjög um hlut- verk stóriðnaðar í síauknum vandamálum mannkynsins. Upp- bygging iðnaðar er háð svo mörg- um þáttum tækni, þjóðfélags- mála, landafræði og jafnvel lofts- lags, að óhyggilegt væri að leggja þar á höft. Ég get ekki litið á kommúnuna sem allra meina bót, þótt ég viðurkenni vissulega ágæti hennar í ákveðnum til- vikum. Draumur Solzhenitsyns um, að mögulegt verði að notast við hin einföldustu verkfæri, jafnvel handaflið, virðist óraun- sær og óframkvæmanlegur við hinar erfiðu aðstæður í norð- austurhéruðunum. Áætlun hans er nær draumórum en veruleika. En draumórarnir eru ekki alltaf skaðlausir, sízt á tuttugustu öld, þegar við þráum þá. Draumurinn um griðland rússnesku þjóðar- innar gæti snúizt í harmleik. Ég ætla nú að draga saman nokkur helztu atriðin, sem ég vil andmæla f bréfi Solzhenitsyns. Að mínu áliti gerir hann öf mikið úr hlutverki hugmyndafræðinnar í sovézku nútfmaþjóðfélagi. Af því stafar að heilbrigð hugmynda- fræði taki viðhlutverki marxism- ans og bjargi þjóðinni. Hann hugsar sér auðsjáanlega að rétt- trúnaðarkirkjan taki við þessu hlutverki. Þessi skoðun er grund- völlur hugmyndar hans. Ég er hins vegar sannfærður um, að þjóðernis- og einangrunarhyggja Solzhenitsyns, samfara hinum sérstæðu trúardraumsýnum hans, eru að leiða hann á glapstigu og gera tillögur hans draumóra- kenndar og hættulegar. í bréfi sínu grátbiður Solzhenit- syn leiðtoga þjóðarinnar, og treystir þvf, að þeir muni sýna einhvern skilning. Erfitt er að vera ósamþykkur slíkri ósk, en er nokkuð f tillögum hans, sem er nýtt fyrir þjóðarleiðtogana? Og er þar nokkuð, sem þeir gætu sam- þykkt? Þegar á allt er litið, kemur f Ijós, að áður hefur verið talað fagurlega um stórrússneska þjóð- ernisstefnu og nám ósnortinna landsvæða. Áköllun þjóðernis- stefnu er fengin úr vopnabúri hálfopinbers áróðurs. Hún verður til þess, að maður hyggur þegar í stað að samanburði við nýlegum hernaðar- þjóðerniskenningum og útlendingasmjaðri. I strfðinu og allt til dauða sfns umbar Stalín „rétta“ rétttrúnaðarkirkju. Þessir samþættir í kenningum Solzhenitsyns eru ekki aðeins óvæntir, heldur ættu þeir að verða til þess, að við höldum vöku okkar. Segja má, að þjóðernishyggja Solzhenitsyns sé ekki ögrandi; hún einkennist af mildi og miðar að því að bjarga og endurvekja okkar langhrjáðu þjóð. Sagan kennir okkur hins vegar, að „kennisetningarnar“ voru alltaf mildari en hinir raunsæu stjórn- málamenn, sem fylgdu í kjölfar þeirra. Mikill hluti rússnesku þjóðarinnar elur með sér stór- rússneskar tilfinningar samfara hræðslu við að verða háður Vesturlöndum og ótta við lýð- ræðislegar framfarir. Falli hinar röngu hugmyndir Solzhenitsyns í svo frjóa jörð, geta þær orðið hættulegar. Ég taldi nauðsynlegt að rita þessa grein, vegna þess að ég er ósammála mörgum tillögum Solzhenitsyns. Ég vil hins vegar enn leggja áherzlu á, að ég tel birtingu bréfs hans þýðingar- mikið þjóðfélagslegt fyrirbæri, enn eitt innlegg f frjálsar um- ræður um grundvallarvandamál. Þótt mér virðist mörg atriði í bréfi Solzhenitsyns byggjast á misskilningi, er hann öumdeilan- lega risi í baráttu mannkynsins fyrir því að halda virðingu sinni í myrkum heimi. I.O.O.F. 10 = 15593081/2 = 9.0 1.0.0.F. 3 = 1 559308 = SP Félag einstæðra foreldra biður félaga og velunnara að gefa muni á flóamarkað FEF sem verð- ur á næstunni. Mununum má koma á skrifstofuna í Traðarkots- sundi 6 alla daga. Sækjum heim ef vill. Sími 1 1822. Nefndin. Kristniboðsfélag karla Fundur verður i kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13, mánu- dagskvöldið 30. sept. kl. 8.30 Reidar G. Albertsson, kennari sér um fundarefnið. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Kvenfélag Árbæjarsóknar heldur fund þriðjudaginn 1. okt. kl. 20.30 í Árbæjarskóla. Vetrar- starfið rætt. Kaffiveitingar. Stjórnin. Hörgshlíð 1 2 Almenn samkoma — boðun fagn- aðarerindisins i kvöld, sunnudag kl. 8. Konur i styrktarfélagi vangefinna Stjórn Skálatúnsheimilisins býður konum i Styrktarfélagi vangefinna að Skálatúni, fimmtudaginn 3. okt. Lagt verður af stað kl. 20.30 frá Lækjargötu móts við Gimli. Haldinn verður stuttur fund- ur og kosið i fjáröflunarnefnd kvennasjóðs. Stjórnin. Kvenfélag Keflavíkur heldur fund i Tjarnarlundi þriðju- daginn 1. okt. kl. 9. Venjuleg fundarstörf. Bingó. Stjórnin. Suðurnesjafólk Samkoma kl. 2 i dag. Svavar Guðmundsson syngur. Daniel Glad talar. Verið velkomin. Filadelfia Keflavik. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn fimmtudag- inn 3. okt. kl. 20.30. í Félags- heimilinu uppi. Rætt verður um vetrarstarfið og fleira. Félagskonur fjölmennið. Stjórnin. Kvenfélag Garðahrepps Fundur verður að Garðaholti þriðjudaginn 1. okt. kl. 8.30. Spiluð verður félagsvist. Stjórnin. Heimatrúboðiö Almenn samkoma Óðinsgötu 6a i kvöld kl. 20.30 Allir veikomnir. Félagsstarf eldri borgara Alla mánudaga er opið hús að Hallveigarstöðum. Þriðjudaga handavinna, einnig ?r leðurvinna byrjuð. Hálfsmánað. rlega félags- vist. Athygli skal vakin á nýbyrjuðum þáttum starfsins að Norðurbrún 1, svo sem leirmunagerð 5 mánudög- um, teiknun og má un á þriðju- dögum, bókmenntaj áttur og leð- urvinna á miðviku1-1 gum og skák á fimmtudögum, en þá er einnig opið hús að Norðurb ún 1. Félags- vist verður einnig ' Norðurbrún þriðjudaginn 1 . ok; . Upplýsingar 1 síma 18800 kl. 10—12 f.h. Félagsstarf eidri borg ara. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.