Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1974 I. Kor. 14. kap. 34. v. Konur skulu þegja á safnaðarsamkom- um, þvf að ekki er þeim leyfl að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar eins og líka lögmáliðsegir. Skulu konur þegja á safnaðar- samkomum? Leitað álits klerka og leikmanna á vígslu fyrsta íslenzka kvenprestsins Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Hildur Bernhöft. FYRSTA konan, sem tekur prestsvígsluá íslandi, verður vígð í Dómkirkjunni í dag. Það er Auður Eir Vilhjálms- dóttir, serti lauk guðfræði- prófi 1963, sem vígist til Suðureyrar í Súgandafirði. Auður er dóttir hjónanna Ingu Árnadóttur og Vilhjálms Þ. Gíslasonar, fyrrv. útvarps- stjóra. Hún er gift Þórði Sigurðssyni og eiga þau fjór- ar dætur. Á síðustu árum hafa konur verið að hasla sér völl I æ fleiri starfsgreinum sam- félagsins, enda lagt á það kapp að afla sér starfs- menntunar, sem veiti þeim réttindi til sömu starfa og karlar hafa áður setið að mestu eða öllu leyti að einir. PrestSstarfið hefur í margra hugum nokkra sér- stöðu, þó kannski fyrst og fremst vegna þess, að þar hefur engin reynsla fengizt fyrir því, hvernig konu ferst úr hendi að gegna því. Mbl. þótti þar af leiðandi hlýða að leita til nokkurra kennimanna og fleiri aðila og heyra skoðun þeirra á þessu. Sú, sem lauk kandidats- prófi I guðfræði kvenna fyrst var Geirþrúður Hildur Bern- höft, sem nú er ellimálafull- trúi borgarinnar. Hún lauk námi í guðfræðideild árið 1945, en hefur aldrei sótt um brauð eða tekið vígslu. Geirþrúður er erlendis og var því ekki unnt að fá skoðun hennar. Síðan liðu átján ár, unz kona tók próf úr guðfræði- deild og var það Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem verður í dag vígður prestur til Suður- eyrar í Súgandafirði. í sam- tali við Mbl. sagði dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor í guðfræðideild, að aðsókn stúlkna í deildina hefði verið heldur lítil. Þó hefðu nokkrar stúlkur verið þar við nám í fáein ár öðru hverju og mætti þar nefna m.a. Júlíu Svein- bjarnardóttur, menntaskóla- kennara og síðar Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaða- mann, Þorgerði ingólfs- dóttur, tónlistarkennara og Sigríði A. Valdimarsdóttur. Nú eru tvær stúlkur í deild- inni: Þórhildur Ólafs, sem hefur lokið fyrrihlutaprófi og Miako Þórðarson — frá Japan, sem er um þessar mundir að ganga undir fyrri- hlutapróf. Dr. Þórir sagði, að ekki hefði þess orðið vart, að áhugi á guðfræðinámi meðal stúlkna væri vaxandi og ólíkt því, sem væri t.d. á Norður- iöndum, þar sem margar stúlkur hefðu lagt fyrir sig guðfræðinám og margar tekið prestsvígslu. Tekið skal fram, að ekki reyndist unnt að ná í biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, til að heyra skoð- un hans en hann mun vígja Auði Eir í dag. Ég fagna því að konur vígist til prestsstarfa Sr. Grfmur Grfmsson, prestur f Asprestakalli sagði: Ég hef ekkert nema gott um þetta að segja og sé ekki á því neina meinbugi. Stúlkan hefur lokið sínu námi og hefur f ullan rétt til vígslu. Enda þótt ekki sé í ritningunni að finna beinan stuðning má benda á, að Krist- ur hefur konur í sínum söfnuði og þegar við vitum hver staða konunnar var hjá Gyðingum, má segja, að hann verði fyrstur til að taka málstað hennar sem manneskju. Við sjáum í Lúkasarguðspjalli, að konur eru mikið í kringum hann og njóta fullrar virðingar. I Gamla testamentinu er engan staf um slfkt að finna, en kristin trú er samkvæmt Nýja testamentinu og ég fæ ekki séð, að þetta brjóti í bága við neitt innan kirkjunnar. Ég þykist vita, að fjöldinn sé hlynntur því, að konur fari í prestsskap og sýni- legt, að fólk hugsar meira um þessi mál. Hefðin er að vfsu sterk og vefst kannski fyrir sumum. En fyrir mér er þetta afar einfalt og liggur ljóst fyrir: ég fagna því að konur vígist til prestsstarfa hér á landi. Grfmur Grfmsson. Rósa Þorbjarnardóttir Eðlilegt að kynin skipti með sér verkum íhverri stétt Rósa Þorbjarnardóttir, Kópavogi, form. Prestkvenna- félags Islands sagði: Mér þykir þessi atburður mesta gleðiefni og jákvæð og rökrétt þróun. I prestsstarfinu felst afar margt, sem gott er að hafa konur til að sinna, og á ég þar við sálusorgun og ýmsa nærfærni. Ég tel ósköp eðlilegt f hverri stétt, að kynin skipti með sér verkum. Fyrir nú utan, hvað félagsstarf verður skemmtilegra þegar karlar og konur vinna saman. Ég veit ekki, hvort gerðar verða meiri kröfur til kvenna í prestsskap en karla, mér finnast kröfurnar vera það miklar, að ég efa þær gætu vaxið! Ég er viss um, að flestum finnst þetta ánægjulegt þegar fram í sækir, þótt sumum þyki það kannski sérkennilegt í fyrstu. Hvort við breytum nafn- inu á félaginu okkar? Jú, vfst kemur það til mála. Ég teldi ósköp eðlilegt að makar presta, konur sem karlar, ynnu þar saman. Samkvæmt ísl. lögum er ekkert til fyrirstöðu að vígja konu Sr. Arngrfmur Jónsson, prestur f Háteigssókn sagði: Samkvæmt íslenzkum lögum er ekkert því til fyrirstöðu, að kona sé vígð til prests. Og ekkert í þjóðfélagslegum efn- um, sem hindrar það. Hitt er kannski vafamál, hvernig það sé út frá guðfræðilegri stöðu. Að mínu áliti sé ég ekki, að neitt sé í Nýja testamentinu, sem mælir með því og venjan gerir það ekki heldur. Meðan ekki er meiri eining innan kirkjudeilda en raun ber vitni, gæti þetta orðið til hindrunar. Á öðrum Norðurlöndum hafa konur á undanförnum árum tekið vígslu og verið boðnar vel- komnar af söfnuði sínum, að minnsta kosti meirihluta hans. Ég býst ekki við að þetta verði hitamál hér. Almenningur er sjálfsagt fylgjandi því, þar sem sýnt er, að konan getur gert amk. flest af því, sem karlmað- ur gerir og sjálfsagt er sá mæli- kvarði á lagður. I mínum huga er þetta ekki fullkomlega uppgert. Ég geri ráð fyrir, að það megi þó bera Sr. Arngrfmur Jónsson fyrir þau guðfræðilegu rök, að Kristur valdi ekki konu sem postula og var hann þó ekki bundinn af þess tíma venjum. Því má segja, að ég sjái ekki biblíuleg rök, sem mæla með préstsvígslu konu. Hilda Torfadóttir Tel ekki sjálfsagt, að konur gangi inn í öll störf vegna kynferðis eins Hilda Torfadóttir, prestskona á Hofi f Vopnafirði, sagði: Ég sé ekki annað en konur geti gegnt preststörfum ekki sfður en karlar. Þó eru.karl- menn auðvitað misjafnlega vel hæfir til starfsins eða ferst hann ekki alltaf jafn vel úr hendi og ég býst við, að sama ætti við um konur. Erlendis hafa margar konur staðið sig með prýði í starfi, öðrum hefur gengið miður. Það er kannski i frekar tekið eftir því, sem mið- 1 ur fer ef kona á í hlut. En hitt er annað mál, að ég er ekki svo mikil kvenréttindakona að ég telji, að það sé sjálfsagt mál að konur eigi að ganga inn í öll störf, sem karlmenn hafa gegnt, eingöngu vegna þess að þær eru konur. Að liðnum þess- um árum sem prestskona get ég ekki gert mér grein fyrir hvort konur eru hæfari eða óhæfari til slíkra starfa en karlmenn. Tel gleðiefni að kona taki prestsvígslu Sr. Ólafur Skúlason, form. Prestafélags tslands, sagði: Þann 5. september sl. ræddi stjórn Prestafélagsins málið á fundi eftir að biskup hafði reifað það og leitað álits henn- ar. Fjórir af fimm stjórnar- mönnum samþykktu eftir- farandi bókun: „Þeir lýsa sig samþykka þvi, að biskup veiti konum vígslu, að loknu guðfræðiprófi og þær fái embætti f kirkjum. Þeir sjá engar guðfræðilegar mótbárur gegn því, þótt erfðavenja styðji slfkt ekki. En jafnrétti kynj- anna og íslenzk löggjöf gerir andstöðu óraunhæfa." Við þetta vil ég bæta, að per- sónulega fagna ég þvf og tel það gleðiefni, að kvenprestur víg- ist. Ég tel, að konur geti innt af hendi verðugt verk innan kirkj- unnar, þótt þær séu ekki prest- ar. En ekki sé ég nokkuð, sem mæli gegn þvf, að þær megi gegna prestsstarfi, nema síður væri. Sr. Ólafur Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.