Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 513 umóóon: FYRSTA SPESÍAN MÍN Jeg átti spesíu! heila bjarta, bein- harða spesíu, sem hann Jóhnsen stakk í vasa niinn, þegar hann kvaddi uni morguninn. Jeg átti spesíu, jeg krakkinn á níunda árinu, sem aldrei hafði átt nje eignast einn einasta silfurpening! „Mamma sjerðu, jeg kem honum varla fyrir í vestisvasan- um, hann er svo stór, og líttu á mann- inn á honum“. Mamma var næstum eins fegin og jeg, og skoðaði spesíuna í krók og kring. Þetta er kóngurinn sagði hún, og datt mjer í hug Ólafur kóngur Tryggvason, og hjelt þeirri meiningu meðan jeg átti peninginn. Þegar við börnin og móðir mín vor- um búin að skoða hann svona stund- arkorn, bað móðir mín mig að finna sig fram í stofu og segir þar við mig: „Ilvað viltu nú kaupa þjer fyrir spesí- una þína?“ ,.Jeg tími ekkert að kaupa fyrir hana“, svaraði jeg. Hún fór þá að telja upp alls konar gripi og ger- semar: Ilnakk, hest, lamb, skatthol, húfu, kistil, kóngsríki, og jeg man ekki hvað, en jeg stóð á meðan og horfði þegjandi á minn nýja auga- stein, spesíuna. Loksins segi jeg: „Jeg þori ekki að kaupa neitt, svo jeg þurfi ekki að farga henni“. Þá segir móðir mín: „Lánaðu mjer hana, elsk- an mín, ])ú vcist að mig vantar svo margt, jeg get ekki einú sinni klætt ykkur, því mig vantar efni í fötin, svo þið verðið að fara til kirkju til skiftis sökum -fataleýsis. Tímirðu ekki að gera þetta?“ Nú fór fyrst að vandast málið; jeg stóð sem höggdofa og ságði hvorki já nje nei. Þá brosti móðir mín og sagði: „Heldurðu að mjer sje alvara? Nei, eigðu hana sjálfur, og farðu nieð hana eins og þú vilt, ef jeg þekki þig rjett, drengur minn, verður annað þjer að falli en fjegirnin, cn lýndu nú samt ekki spesíunni, ef þú átt að fá að geyma hana“. Næsta morgun fór jeg snemma á fætur, og enn var svo mikið nýja- brumið á spesíunni, að jeg signdi mig með hana í lófaiium. Móðir mín tók eftir því, og mjer sýndist hún glotta, en ekkert sagði hún. Um kvöldið vantaði bæði alilömbin, Skarf og Kolu, og var jeg sendur á næsta bæ að spyrja eftir þeim. Jeg fór, og fann þegar lömbin á leiðinni milli bæjanna, og sneri með þau heimleiðis. í því sje jeg hvar kerling kemur, töturleg og fótgangandi á móti mjer. Jeg ætl- aði fyrst að vcrða smeykur, en í sama bili ])ekti jeg hvers kyns var. Þar var komin-Sólveig gamla fóstra mín. Hún hafði verið gustukakona hjá foreldr- um mínum, þangað til jeg var sex vetra, en verið síðan „sjálfrar sín“ hjer og þar, örsnauð og uppgefin. Sól- veig var lítil vexti, svört á brún og brá, móleit sýnum, og tugði mikið tóbak, góðmannleg, og þó forn- eskjuleg á svip, töturlega klædd og mótlætisleg. Hún hafði haft á mjer mikla elsku, en jeg sjaldan þýðst hana vel, nema þegar mjer var kalt, þá hafði jeg verið vanur að flýja inn, og kalla við stigann: „Donvei! mé e kalt!“ En einkum varð „Donvei“ mjer ógleymanleg fyrir sögurnar, sem hún sagði okkur. Flestar ef ekki allar drauga-, álfa- og afturgöngusögurnar, sem íslensk börn kunna, hafði Sól- veig sagt mjer og innrætt svo vel, að mjer entust þær í vöku og svefni alla mína æskutíð. „Fyrir sínar leiðu -sög- ur, varð hún að fara úr mínum hús- um, auminginn“, sagðLmóðir mín. En nú er að segja frá fundi okkar og spesíunni. Óðar en hún hafði þekt mig, vafði hún mig &ð sjer og kysti mig í krók og kring — sem mjer reyndar var ekki mikið um —; síðan flýtti hún sjer að Ieysa frá skjóðunni og fara að tala: „En hvað þú ert orð- inn stór elskan mín, — lof mjer að sjá blessuð augun! og stóra nefið! nú segirðu ekki lengur „Donvei“; nú á „Donvei“ bágt; nú fór hún fyrir neð- an í S., hvernig get jeg litið upp á börnin og geta ekki stungið uppí þau sykurmola? Bágt á Donvei þín, elsk- an mín, hún hefur nú ekki smakkað tóbakslaufs í hálfan mánuð“. í þessum tón hjelt Solveig áfram að rausa, þar sem við sátum á þúfu milli tveggja hrísrunna; það var fag- urt sumarkvöld; fjörðurinn fyrir neð- an okkur speglaði í sjer skógivaxin fjöllin með sólgylta tindana, og í kringum okkur sungu skógarþrest- irnir í sífellu. En hvort sem það voru nú áhrif kvöldfegurðarinnar, cða meðaumkun mín, eða hvort tveggja þetta, sem á mig fjekk, þá er ekki að orðlengja það, að jeg *tók upp spesíuna, og gaf Sólveigu, sem greip við henni með gleðitárum og sagði: „Þú gefur silfur, en guð borgar fyrir Sólveigu í gulli“. Að því búnu skild- um við, hún hjelt sinnar leiðar, og er úr sögunni, en jeg heim með lömb- in. Þegar jeg kom á hlaðið, mætti jeg móður minni, og heilsaði henni, og hefur hún víst þóttst sjá einhver missmíði á svip mínum, enda bjó jeg yfir því þunga spursmáli, hvernig for- eldrar mínir myndu taka upp fyrir mjer tiltækið með spesíuna. „Ilefur þú ný týnt peningnúm þínum?“ spurði móðir mín. „Nei, mamma“, sagði jeg, og lagði hendur um háls henni, „jeg mætti henni Sólveigu gömlu og gaf henni hana“. „Þú ert vænn drengur“, sagði móðir mín, og kyssti mig fastan koss, og leit jeg þá upp á hana, bæði hróðugur og auð- mjúkur, og aldrei sá jeg móður mína með ánægjulegra og undir eins göfug- legra yfirbragði en í þetta sinn. rmi 'n

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.