Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 6
490 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KAPELLAN Á VOÐMÚLASTÖÐUM Nýa kaprllan. í SUMAR. hinn 4. áji’ist, var jeg viðstaddur er biskupinn yfir 1-landi vigði nýa kapellu að Voðmúlastoð- uni í Landevjum. Halði þar áður verið kirkjustaðnr, en kirkjan var lögð niður og rifin árið 1910. I»ó %ar haldið áfram að greftra lík í kirkju- garðinum. Nú var þarna komið nýtt guðshús og í vígsl'uræðu sinni mint- ist' biskup á það. að það mætti kall- ast kraftaverk, að þelta húkomst upp og æðri kraftar hefði staðið á bak við það. Á líkan hátt talaði sóknarpresturinn síra Sigurður Ilauk- dal. Mig forvitnaði að vita við hvað þeir ættu, og sneri mjer því til Sig- mundar Sveinssonar, fyrrv. umsjón- armanns Miðbæjarskólans í Reykja- vík, en hann gekk manna best fram í því að hin nýa kapella kæmist upp. Sagði hann nijer þá frá ýmsu mjög merkilegu, sem fyrir hann hafði kom- ið í sambandi við þetta mál, hvernig hann var hvattur og styrktur til þess af ósýnilegum hjálpenduin. Oft var við marga örðugleika að etja, en jafn- an sannaðist þá það, sem skáldið kvað: I»að er eins og hulin hönd hjálpi er mest á liggur. Sigmundur hefir levft mér að skýra frá nokkru af þessu, og kýs jeg að láta hann sjálfan segja frá, og er saga hans á þessa leið: • ÁÐUR en jeg skýri frá því, sem fyrir mig hefir borið í sambandi við kapelluna, verð jeg að segja frá ein- kennilegum atburði, sem kom fvrir okkur hjónin árið 1940. Þá áttum við heima í Miðbæjarskólanum. Á þessu ári dó kona, sem unnið hafði við skólann með trúmensku og dygð frá því að við komum þangað. Kona þessi haffft verið þung í lund og átti erfitt með að lynda við samstarfs- stúlkur sínar. Lenti oft í brösum milli þeirra, og ef henni fanst hún bíða lægra hlut var hún vön því að koma inn í eldhús til konu minnar. Var hún þá oftast í þungum hug, tvísteig á gólfinu og barmaði sjer út af þessu ástandi. Konan mín hafði gott lag á því að tala um fyrir her.ni og fór hún vcnjulega hressari í huga. Nokkru eftir að hún dó, fórum við að heyra eitthveTt'þrusk uppi á lofti yfir svefnherbergi okkar. Var það engu líkara en að einhver vau'i að tvístíga þar og fanst okkur báðum við þekkja þar fótatak hinnar fram- liðnu konu eins og það.var þegar hún tvísteig í æsingi á eldhúsgólfinu áður. Engum sögðum við þó frá þessu. Eina nótt gisti dóttir okkar hjá okkpr og svaf í mínu rúmi. Um morg- uninn spyr hún mömmu sína hvernig standa muni á þessum umgangi, sem hafi verið í alla nótt uppi á lofti. ðíamma hennar gerði ekkert úr þessu og sagði að köttur mundi hafa lokast inni í stofunni. Ekki kvaðst dóttir okkar trúa því; þetta hefði verið að heyra eins og einhvcr manneskja hefði verið að tvístíga }>ar og verið órótt. — Þá liefir þig dreymt þetta, sagði mamma hennar. Nei, hin var nú ekki á því, kvaðst hafa vaknað við þetta hvað eftir ann- að og verið að brjóta heilann um hver þarna gæti verið á ferli. Nokkru eftir þetta fór að bera meira á þessum umgangi, einkum seint á kvöldin pg fyrri hluta nætur. Eitt kvöld var konan mín mjög lasin. Jeg kom ekki inn til hennar fyr en um ellefu leytið, og var hún jiá sof- andi. Jeg fór ósköp hljóðlega, til jiess að vekja hana ekki, en jiegar jeg er að fara upp í rúmið mitt, byrjar þessi umgangur uppi á loftinu og er engu líkara en að tvístigið sje og stappað niður fótum. Ilrökk konan mín j)á upp með and'fælum og hljóðum. En mjer varð svo skapfátt, að jeg rauk í myrkrinu upp á loft, opna hurðinu að stofunni, þar sem umgangurinn var, og spyr af þjósti hvernig standi á því að við skulum ekki látin hafa svefnfrið. Eitthvað fleira talaði jeg, en lauk máli minu með því að í guðs nafni skipi jeg þeim, sem þar sje, að fara út. Svo lokaði jeg hurðinni og fór niður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.