Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 14
498 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einn reitur úr Maríudúknum. hún kom til Martinus beljandi, þá gerði hann krossmark á móti henni og bað hana stað nema. En er hún nam staðar, þá sá Martinus djöful sitja á baki henni og mælti: ,‘,Far braut þú óvinur frá smala manna og kvel eigi meinlaus kvikindi". Þá flýði illgjarn andi. En kýrin skildi hvcr hana græddi og fell til fóta Martinus. En hann blessaði hana og bað aftur fara til hjarðar. 11*. Og er hann kom til ár nokkurrar með lærisveinum sínum, þeim er hon- um voru vanir að fylgja, sá hann skarfa veiða fiska úr ánni. „Þetta er líking djöfla", segir Martinus „og grípa þeir þá, er eigi sjá við þeim, og þeir sæta óvörum og verða þó aldrei saddir". Þá bauð hann síðan með máttkum orða krafti fuglunum að flýja á fjöll og eyðimerkur frá ánni, og nevtti hann þess veldis við fugl- ana sem hann var vanur að neyta við djöfla. En skarfarnir fylktust þegar allir saman og flugu frá ánni á fjöll og skóga. En allir dáðu krapt iMar- tinus, er fuglar skyldu hlýða boðorð- um hans. 12. (Marteinn á dánarbeði). Þá báðu prestar, þeir, er til hans komu, að hann hægði líkama sínum og sner- ist á ýmsar hliðar. En hann svaraði þeim: „Látið mig heldur sjá himininn en jörðina, bræður, að andinn fari sína götu rjettleiðis til guðs". ... Þá sendi hann önd sína til guðs á himna. ... Þá heyrðu menn engla söng til himins.*) Enda þótt til hafi verið íslensk }>ýð- ing á hinni latnesku Marteinssögu, sannar það ^ekki, að myndadúkurinn hafi verið saumaður á íslandi; en þetta stvður það að hann hafi getað verið saumaður þar, og að saumakon- an hafi annað hvort haft fyrir sjer latnesku söguna, eða íslensku þýð- inguna. Eins og áður er getið má rekja upp- runa hringfla'ta útsaumsins til Mikla- *) Ileilatfra manna aögur. Hjer er farið eftir orðalagi bæði í 1. og 2. Marteinssögu. garðs (Byzans) eða til vefnaðar það- an. Að vísu á hringur sem vefnaðar- skraut uppruna sinn að rekja til Persíu og Assyríu í fornöld. En hann var þó mest notaður þegar vefnaður var á hæsta stigi í ðliðjarðarhafs- löndunum. Fornsögurnar geta oft um það, að íslendingar hafi farið til Miklagarðs, og að þeir hafa flutt þaðan vefnað heim til sín. Laxdæla saga segir að Bolli Bollason hafi þegið kyrtil af stólkónginum, og var í honum þegar hann kom heim. Ilalldór Snorrason átti líka kápur, sem hann hafði haft heim með sjer frá Miklagarði, en þar var hann með Haraldi harðráða. ís- lendingar þektu því byzantinskan vefnað. En öl'l heilabrot um þetta leysast, þegar athugað er altarisklæði, sem Nationalmuseet skilaði Islandi aftur árið 1930. Það kom frá Svalbarðs- kirkju ti.1 Kaupmannahafnar. árið 1847. í skrá safnsins það sama ár er það kallað gamalt altarisklæði og á því „12 hringfletir með skrauti um- hverfis og í þeiin myndir, sem tví- mælalaust eru úr sögu einhverrar helgrar konu, sem liðið hefir píslar- vætti, t. d. garnirnar raktar úr henni, hún klipin með töngum og soðin í olíu, ljelegt handbragð; virðist gam- alt". 1 kirkjuskoðun 1748 er svo sagt frá þessu klæði: „Altarisklæði af refil- saum er enn nú til heilt og vel brúk- andi“. Þetta þriðja klæði, rneð ævisögu hinnar ókunnu helgu konu. er ekki jafn vel gert og 'hin, að dæma eftir » myndinni. Skrautið er alt skakt og myndirnar ver gerðar. En þó er það áreiðanlega af sömu gerð. Stíllinn á því er hinn sami og á Maríu og Mar- teinsdúkunum og hjer fær maður að lokurft ísienskt nafn á þessum merki- lega útsaumi: refilsaumur. Iljer höf- um vjer fengið fótfestu. Vjer könn- umst við ýmsa refla frá söguöld. í Eyrbyggja sögu er sagt frá Þór- gunnu, sem kom til íslands árið 1000: Ilún hefir forláta rekkjuklæði. Þar á meðal refil, til þess að hengja fyrir hvílu, og annar eins refijl hafði aldrei

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.