Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 17
LESBOK MORGUMBLAÐSINS 501 um). Hann bjó á Ási og var faðir Guttorms bónda, sem ný- lega fórst við sprengingu. 7. Ólafur Jónssqn frá Hallgils- stöðum (faðir Kjartans augn- læknis og þeirra bræðra). 8. Ásgeir Sigurðsson, stórkaup- maður og konsúll í Reykjavík. 9. Jón Jónsson Gauti (bróðir Pjeturs á Gautlöndum), var kaupfjelagsstjóri Norður- Þing- eyinga. 10. Matthías Ólafsson, alþingis- maður í Haukadal. 11. Sigurður Jónsson frá Svíra í Hörgárdal. 12. Stefán Guðmundsson frá Fremri-Hlíð í Vopnafirði. 13. Björn Björnsson? frá Mýrum í Skriðdal. Fór til Ameríku. 14. Bjarni Jóhannesson frá Reykj- um í Hjaltadal (síðar oft nefndur Hesta-Bjarni). 15. Hallgrímur Jónasson frá Mýri í Bárðardal (bróðir Hermanns, skólastjóra). Hann dó 1882. 16. Konráð Arngrímsson frá Hof- stöðum, bóndi á Brekkum í Blönduhlíð. 17. Hannes Blöndal Gunnlaugs- son, skáld. 18. Guðmundur Guðmundsson, hreppstjóri og bóndi á Þúfna-. völlum. 19. Jón Guðmundsson frá Mörk í Laxárdal, Húnavatnssýslu. Dó ungur. 20. Gunnar Helgason frá Vindbelg í Mývatnssveit. Fór til Ame- ríku. 21. Jósep Jakobsson frá Sauðafelli í Dölum. Dó ungur. 22. Stefán Júlíus Jónsson, • tómt- húsmanns á Akureyri. 23. Sigurður Einarsson frá Sævar- enda í Loðmundarfirði. Hann fór til Ameríku, en kom heim aftur. 24. Guðmundur Kávarsson frá Gauksstöðum, síðar konungs- ekill og rithöfundur. 25. Þorsteinn Jónsson? frá Vað- brekku í Jökuldal. 26. Gísli Ólafsson frá Hjeðinshöfða á Tjörnesi. 27. Aðalgeir Davíðsson, bóndi á Stóru-Laugum í Bárðardal. 28. Páll Bergsson frá Rauðalæk á Þelamörk. Hann for til Ame- ríku, en kom heim aftur og dvaldist seinustu æviár sín í Reykjavík og þá venjulega nefndur Gamli-Palli. 29. Guðmundur Ögmundsson frá Steinsholti í Hreppum; varð bóndi syðra. 30. Einar Sigurðsson (bróðursonur Hjaltalíns, skólastjóra). 31. Stefán Stefánsson, alþingis- maður í Fagraskógi. 32. Magnús Blöndal Gunnlaugs- son. Var kaupmaður á Akur- eyri og síðast í Reyk.javík. 33. Sigfús Jónsson frá Langhús- um í Fljótsdal. 34. Friðrik Guðmundsson, síðar bóndi á Syðra-Lóni á Langa- nesi. Fór til Ameríku. Gaf út endurminningar sínar. 35. Jón Ágústsson Biöndal frá Steinnesi í Húnavatnssýslu. Fór til Ameríku og gerðist blaðamaður þar. 36. Stefán Benediktsson. 37. Ögmundur Sigurðsson, skóla- stjóri í Flensborg. 38. Jóhann Gunnlaugsson, hrepp- stjóri og bóndi frá Ytra-Lóni á Langanesi. 39. Jón Jónsson Þveræingur (bróðir Benedikts á Auðnum). Var seinast skrifstofumaður í Reykjavík. 40. Eggeit Snorrason, verslunar- sjóra á Siglufirði. Dó ungur. 41. Snæbjörn Arnljótsson, kaup- maður í Þórshöfn og seinast í Reykjavík. 42. Árpi Magnússon Holm frá Syðra-Dalsgerði í Eyjafirði. Bóndi og kennari til 1928. Nú á Akureyri. 43. Þorleifur Jónsson, alþingis- maður í Hólum. 44. Brynjulfur Bjarnarson, síðar bóndi í Þverárdal. 45. Guðmundur Davíðsson frá _ Reistará. Bóndi" á Hraunum í Fljótum. 46. Jón Sigurðsson (bróðursonur Hjaltalíns); var óreglulegur nemandi í skólanum. 47. Guðmundur Einarsson frá Hraunum í Fljótum, faðir Einars Baldvins, lögfræðings í Reykjavík. i 48. Ólafur Thorlacius, iæknir. Ymissa þessara manna er getið í bókinni „Mínningar frá Möðru- völlum“, sem kom út 1943.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.