Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 28
512 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nokkurs konar svefnförum? Það lá við að jeg tryði því. Njogu veslingurinn hafði ekki þol- að áreynsluna vegna þess hvað hann var lasinn. Þegar jeg kom að vitja um hann, gat hanu ekki á fótunum staðið. Jeg hafði ekki skap í mjer til þess að yfirgefa hann öðru sinni svo að jeg afrjeð að halda enn kyrru fyrir í nokkra daga og sjá hvort hann hrest- ist ekkþ Notaði jeg því tímann til þess að fara til næstu þorpa og ná þar í ýmsa muni. Varð mjer þar vel á- gengt, svo að jeg fullyrði að enginn hefir komið með betra safn af mun- um, sem þekkjast á þeim slóðum, bæði búsáhöldum og vopnum. Jeg varð lítið var við Laliamoro þessa daga. Ilann virtist forðast mig. í hvert skifti sem jeg kom til kofa hans var mjer sagt, að hann væri ekki heima. Stundum fór jeg inn og sá að þetta var satt. Mjer hálf graindist þetta. Því að nú var mig farið að langa til að kynnast houum betur. BURTFARARDAGUR var að lok- um ákveðinn, því að nú var Njogu orðinn ferðafær. Kvöldið áður kom Laliamoro til að kveðja mig. Við sát- um langa hríð við eldinn og spjölluðum saman. Jeg tók eftir því, að hann var órólegur. Augnaráðið var jafn hvikult eins og þegar jeg hitti liann fyrst og jeg þóttist vita, að nú þyrfti hann að fá sjer neðan í >því. Tal okkar barst að fílabeini, og hve mikið mætti græða á því,, ef laglega væri að farið. Þá kom það upp úr kafinu, að Laliamoro átti um 2000 franka inni hjá næsta yfirvaldi, fyrir selt filabein. Og nú var hann orðinn hræddur uin að peningarnir væri glat- aðir. Haun kvaðst því ætla að skreppa þangað til þess að ganga úr skugga um hvort svo væri. Jeg bauð honuin að athuga þetta, því að jeg ætlaði einmitt að heimsækja þetta yfirvald. En hann vildi ekki heyra það nefnt. Hann kvaðst verða að athuga þetta sjálfur. — Það er langt þangað, sagði jeg, liklega tólf dagleiðir. — Jeg fer samt. — Þá er best að þú verðir okkur samferða. Hann gaut hornauga til mín. — Þú veist ekki hvaða leið jeg fer. Manstu ekki eftir hvernig fór um pilt- inn? Jcg reyiidi nú að toga eiuhverja skýringu á þessu út úr honum, en það var ekki hægt. Hann þagði og svaraði hverri spurningu með því að ypta öxlum. Svo reis hann á fætur og kvaddi mig. Jeg skrifaði dálítið til minnis í vasabók mína um samtal okkar og siðan fór jeg að sofa. Snemma næsta dag vorum við ferð- búnir og var þá dýrlegt veður. Jeg minnist þessa dags eins og hann hefði verið í gær. Það var 2. júní fyrir fjór- um árum. Þegar maður hefir haldið kyrru fyrir lengi á sama stað, og rýk- ur svo alt í einu burtu þaðan, þá vcrð- ur sá dagur inmnisstæður. Manni finst það næstum eins og stórhátíð að mega hreyfa sig aftur, að stefna út í ný ævintýr eftir kyrsetu. Og að þessu sinni lá leiðin líka í áttina til strandar, í áttina.til menningarinnar. Jeg ætlaði að kveðja Laliamoro. En hann lá augafullur í bóli sínu og eng- in leið til að vekja hann. Svo lögðum við á stað og brátt' hafði frumskógurinn gleypt okkur að nýju. Ilið seinasta sem jeg sá af þorp- inu var þakið á kofa höfðingjans. Það er sjalfsaft þarna enn, ef kofinn hcfir ekki brunnið eða eldingu lostið niður í hann. En enga hugmynd hefi jeg um það hvort höfðinginn niuni enn vgra lifandi. Sennilega hcfir haiiu drukkið sig í hel. Til þess að o: Jlengja sem minst, þá komst jeg eflir átta hrakföll og sjö vandræði þangað sem belgiski em- bættismaðurinn bjó. En í stað þess að vera tólf daga á lciðinni, komst jeg þangað eftir þriggja vikna göngu. Maður skyldi aldrei reiða sig á það sem sagt er um fjarlægðir hjer. Belgiski embættismaðurinn tók mjer með sannkallaðri gestrisni og ljet mig fá sjerstakt herbergi til að sofa í. Hann var kvæntur, en konunni hans þóttu veislusalirnir í Briissel skemtilegri heldur en bjálkakofi í Kongo. Enginn skyldi lá henni það. Um kvöldið sátum við sanian úti á veröndinni og skeggræddum. Hanu liafði mikinn áhuga á að kynnast sem best þjóðháttum skógarbúanna og jeg varð að segja honum alla ferðasögu mína. Og þá sagði jeg auðvitað líka frá Laliamoro og þorpinu hans. — Ilann þekki jeg vel, sagði yfir- valdið. Hann kemur hingað venjulega einu sinni á ári til að telja p*:ninga sína. Hann á hjer nokkurt fje, sem hann hefir grætt á fílabeini, á heiðar- legan hátt, held jeg. En hann er ófá- anlegur til að leggja það í banka. llann var hjerna fyrir þrcmur vikum. Jeg kiptist við. — Hvaða dag kom hann hingað? — Ekki man jeg það, en jeg get aðgætt það í reikningsbókinni cf þjcr viljið. Hann fór og sótti lieljar mikinn doðrant og tók að blaða í honum. — Bíðuni nú við. Jú, alveg rjett, hjcr stendur það skrifað. Hanu kom 2. júni uni kvöldið, þegar dimt var orðið. Iiann fór ekki lengra en hjerna á veröndina og þegar hann hafði talið peninga sína fór hann án þess að segja eitt orð. ★ Sögumaður þagnaði. Eldurinn var nú nær kulnaður og það var kalt. Úti við sjóndeildarhring var skíma af hinu gjósandi eldfjalli, líkust kvöld- roða. Stjörnurnar tindruðu stórar og fagrar yfir höfðum okkar, eins og gló- andi gimsteinar. — Nú getið þið hugsað um Lalia- moro. llann var enginn miðlungsmað- ur. Og margt skeður lijer í þessu Iandi, sem enginn fær skilið. ... En nú er svei mjer kominn háttatími. Good night gentlemen!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.