Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1946, Blaðsíða 12
496 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Martein*dúkuriwn í Louvre. sannfærðist þó um, að það er ná- kvæmlega eins og Mariudúkurinn, hlýtur að vera frá sama stað, og báðir dúkarnir máske saumaðir af sömu konu. í þessum dúk eru 12 hringfletir og í þeim myndir úr lífi St. ðlarteins. Eru þær enn betur gerðar en mynd- irnar í Maríudúknum. Altarið, sem klæðið hefir átt að vera á, hefir sem sje verið hæfilega stórt fyrir mvnda- flötinn, svo að ekki hefir þurft að skeyta neinu við. Umgjörðin og nokk- uð af skreytingunni er öðru visi en á Maríudúknum, en tæknin, litirnir, út- saumsþráðurinn og dúkbfnið er hið sama. Ekki hefir þetta klæði geymst jafn vel og Maríudúkurinn, og enda þótt leitast hafi verið við að fvlla út í myndreitana, þá er ekki jafn falleg- ur svipur á því. Upplýsingarnar, sem jeg fekk í Louvre um þetta klæði, voru gagns- lausar. Menn vissu ekki annað en það, að Karl 10. Frakkakonungur hafði keypt þennan dúk árið 1829 í safn, sem gekk undir nafninu Collection Revoil. Og þessi M. Revoil var kunn- ur fyrir það, að á stjórnarbyltingar- árunum hafði hann kevpt forngripi í Norður-Frakklandi. Meira vissu Tnenn ekki. Nú var'hjer um tvö samskonar alt- arisklæði að ræða, annað komið frá íslandi fyrir einni öld, hitt keypt suð- ur í Frakklandi um sama leyti, enginn vissi hvar, og talið vera þýskt og frá 1.8. öld. En alt benti til þess, að þau ætti sama uppruna. Það var á þeim sá skyldleikasvipur, sem maður sjer oft á gripum frá sjerstökum klaustr- um á miðöldum, svo sem Wienhausen og Quedlingburg í Þýskalandi. Á leiðinni til Parísar hafði mjer gefist kostur á að skoða útsaum frá klaustrinu í Wienhausen, nú í Celle. Það elsta var frá 13. öld, það yngsta frá 15. öld. Menn vita um þessa dúka, að þeir eru saumaðir í sjálfu klaustr- iriu, undir handleiðslu ákveðinna pri- orinna, svo að þeir eru ágætt sýnis- horn af útsaum í þýskum klaustrum á þeim tíma. Þessir dúkar voru úr grófu ljerefti, saumaðir með ullar- þræði þannig að saumurinn þakti al- veg yfirborðið, eins og á hinum dúk- unum, svo að þeir líktust mest vefn- aði. En þeir voru svo frábrugðnir Maríudúknum og Marteinsdóknum um liti og stíl, að það virðist óhugs- andi að Marteinsdúkurinn hafi verið saumaður í Þýskalandi á þeim tíma. Árið áður hafði jeg sjeð enska kór- kápu frá 13. öld í Bologna. Eftir hinu fagra handbragði á henni að dæma, væri helst líkindi til, að þessir tveir dúkar hefði verið saumaðir í Englandi á 11. öld (á sama tíma og Bayeux- dúkurinn), eða þá í einhverju afskekt- ara landi, þar sem útsaumur var ekki kominn á jafn hátt stig eins og í Eng- landi á 13. öld. Það er því alls ekki loku fvrir það skotið, að dúkarnir hafi verið saum- aðir á íslandi. Þeir í Louvre-safninu heldu því að vísu fram, að St. Mar- teinn frá Tours væri sjerstaklega fransk-þýskur dýrlingur, en við lest- ur íslenskrar kirkjusögu sjest, að hann hefir verið í mjög miklum metum á Islandi, því að um aldamótin 1200 voru 10 kirkjur þar helgaðar honuin. Athugun á Marteinsdúknum gefur manni betri upplýsingar, en hægt -er að fá af Maríudúknum. Þættirnir úr sögu Maríu eru svo kunnir um allan hinn kristna heim, að reynast mundi óframkvæmanlegt að benda á nokkra sjerstaka Maríusögu, sem farið hefði verið eftir um myndasauminn. En um sögu St. Marteijis er öðru máli að gegria. Myndirnar sýna svo glögt hvert atriði, að auðvelt ætti að vera að finna þá sögu, sem þær eru gerðar eftir. Og það varð einnig auðvelt. í íslonsku handriti frá öndverðri 13. öld (útg. af C. R. Unger 1877) er saga hins heilaga Marteins, og er rituð eftir Vita S. Martini eftir Sulpicius Severus. Frásögnin fellur algjörlega saman við myndasöguna og sýnir það, að sú, er sauniaði, hefir verið gagn- kunnug atburðaröð sögunnar, eða máske haft fyrir sjer handrit með myndum. Texti sögunnar skiftist þannig á myndirnar: 1. Á nokkrum degi um miðjan vet- ur, þá er frost var svo mikið, að marga menn kól til bana, mætti Mar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.